Morgunblaðið - 24.12.1958, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 24.12.1958, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐ1Ð Miðvik'udagur 24. des. 1958 Kötlugosið 1918 Frásögn G'isla Sveinssonar, fyrrum sýslumanns Skaftfellinga Gísli Sveinsson. SÍÐASTLIÐIÐ haust voru liðin 40 ár frá því er Katla gaus. Mörg- um er þetta gos enn í minni. Nú eru menn aftur farnir að ræða um, að nú muni Katla gamla senn vakna á ný af 40 ára blundi. Hefur þetta einkum verið til um- Teikningar þessar hefur Halldór Pétursson gert, eftir Ijósmyndum, sem G. Sv. á og Kjartan Guð- nvundsson tók, en hann hafði Ijós- myndastofu í Vík í Mýrdal. Síðar fluttist hann til Vestmannaeyja. Hann er nú látinn. Efri myndin er af sjálfu gosinu, í upphafi þess, tekin fyrir ofan Vík í Mýr- dal. Neðri myndin er af jakaflóði er það stöðvaðist á Mýrdalssandi. Þegar komist varð á sandinn klifu tveir menn úr Vík upp á einn jakanna, þó ekki þann hæsta. Myndin sýnir glögglega stærð eins hins hæsta þeirra. ræðu í haust og vetur. Af núlif- andi mönnum mun enginn hafa komið meir við sögu Kötlugossins 1918 en Gísli Sveinsson fyrrum sýslumaður Skaftfellinga. Þegar Katla gaus 1918, var Gísli nýiega setztur að sýslumannssetrinu í Vík í Mýrdal, sem sýslumaður Skaftafellssýslna. Þó það kunni að hljóða einkennilega í eyrum, þá átti það eftir að verða verkefi.i hins unga sýslumanns, ásamt um- fangsmiklum störfum, sem komu í hans hlut, m. a. vegna gossins, að taka saman og skrá sögu Kötlugoss. Nú er þessi saga að eins í fárra manna eign til þess að gera og því lítt á vitorði al- mennings. Það var því eitt kvöldið nú á jólaföstunni að ég brá mér heim til Gísla Sveinssonar á Grett- isgötu 98, og bað hann að segjá mér undan og ofan af aðdraganda þess, að hann tókst á hendur að skrá sögu Kötlugossins 1918. Gísli Sveinsson varð vel við þessari málaleitan minni. — Kemur frásögn manna nú af Kötlugosinu nokkurn veginn heim við það, sem þér sáuð og reynduð þar eystra, er Katla gaus? — Víst riiætti segja svo, svarar G. Sv., það vaf ekkert rangt í því, sem sagt hefur verið, þótt það feyggðist minnst á sjálfssýn. En sem betur fór, var til skráð nákvæm lýsing á gosi og hlaujpi, þar sem var rit mitt „Kötlugosið 1918 og afleiðingar pess“, kom út 1919, og það hafa þeir, er látið hafa heyra til sín um þetta efni, haft í höndum, svo sem og var ljóst, en nú er rit þetta að vísu ófáanlegt. Tel ég ekki þörf að ræða um sjálfa þessa atburði í þessu spjalli. — Hvað kom yður sjálfum á stað með að semja þetta þarflega rit? — Það er nú i rauninni saga að segja frá því. Ég var vissu- lega önnum kafinn í allt öðru, nýkominn í erfitt embætti, eins og þá hagaði til, enda dundi þá einnig annað yfir, hið mikia sótt- arfár „Spánska veikin", sem ég réðist í, til að byrja með á ein- dæmi mitt, að stemma stigu fyrir, svo að éigi næði að granda sýsl- um þeim, sem mér var trúað fyr- ir. En það er önnur saga. í byrj- un gossins átti ég tal við forsætis ráðherra Jón Magnússon og fór eindregið fram á, að stjórnin ann- aðist um, að einhver „náttúru- fróður“ maður yrði sendur aust- ur, til þess að fylgjast með þess- um miklu hamförum, sem þá voru að komast í algleyming, bæði í gosinu með ösku- og vik- urfalli, og jökulflóðinu á Mýr- dalssandi, og rita síðan um þessa viðburði. Lagði ég fast að ráð- herranum að finna einhver ráð til þessa, en hann kvaðst þar eng- in ráð til kunna. Vissi ég einnig, að ekki var hægt um vik með náttúrufræðinga. Helgi Péturss, jarðfræðingurinn, ekki tiltækur orðinn til slíkra hluta, Helgi Jóns- son grasafræðingur alls ekki til þess kjörinn og Bjarni Sæmunds- son (dýrafræðingur) fastur við sína kennslu i Menntaskólanum, — og nú fór vetur í hönd. Helzt hefði verið til þessa bær Guð- mundur G. Bárðarson, en hann var víðs fjarri, sem sé við störf í Norðurlandi, og ef til vill heilsu veill, en síðar fylgdist hann reyndar með gosinu frá sínum stöðum. Skoraði þá Jón Magnús- son á mig að taka þetta að mér með öðru, sem voru margar og erfiðar ráðstafanir, sem nú urðu aðkallandi í embættinu. Undan þessu færðist ég ákveðið, en þar kom þó, er ég sá, í hvert óefni þessu yrði stefnt, ef engin rit yrðu um þetta gerð samtímis sjálfum atburðunum, að ég lofaði að gera mitt til, að þetta tækist. — Þetta hefur þá riðið bagga- muninn? — Ójá, og þó einkanlega það, að ráðherrann hafði minnt mig á að athuga, eftir líkum, hvað lang afi minn, Sveinn Pálsson, myndi hafa lagt til þessara mála. — Tók ég þá síðan til óspilltra málanna, fékk í lið með mér ágæta menn austan Mýrdalssands til þess að skrá daglega frá sínum sjónarhóli allt, er fram færi þar um sveit- ir, að því er gosið varðaði og afleiðingar þess; sjálfur var ég vestan Sandsins. Niðurstöðuna má nú sjá í nefndu riti, svo og allt, er við kom öllum aðalráð- stöfunum, sem gera þurfti, líka vegna afleiðinganna, sem urðu þrengingar sýslubúa, skemmdir og tjón í stórum stíl. — Ekki hef ég séð þetta rit, — en hver gaf það út? — Næsta vor, 1919, hafði ég lokið því verki, sem og öðru, er nauður rak til að gera í þessum málum. Færði ég stjórnarráðinu handritið, þá er ég fór á þing. Verð ég að segja, að ég hafði aldrei séð Jón Magnússon svo alls hugar feginn. Nú er kannske skömm að því á þessum tíma að geta hins, að ég gaf þetta verk mitt allt, þáði ekki neina greiðslu fyrir það, enda gat forsætisráð- herra þessa lofsamlega í eftir- mála, er stjórnin gat ritið út, svo að allt fór sómasamlega fram, tel ég. Ég vil nú ætla, að nátt- úrufræðingar og aðrir hafi síðar hrósað happi yfir því, að þetta tókst, skrásetning alls þess, er við kom síðasta Kötlugosinu. Og brátt kom það einnig í ljós, frá hendi þess, er mestu skipti. Próf- essor Þorvaldur Thoroddsen, sem hafði látið þess getið við mig í Kaupmannah.fn fáum árum eftír siðustu aldamót, að „líklega væri Katla útdauð“, en ég gat frætt hann á því, að gamiir menn í Skaftafellssýslu væru á annari skoðun, — hann kom einmitt til Reykjavíkur frá Danmörku sum- arið 1919 og hafði ég ætlað mér að færa honum fyrsta eintakið af riti mínu um Kötlugosið, sem og várð. Lét hann óspart í ljósi, að hann væri harla glaður áf þessu, því hann kvað sig vart hafa á heilum sér tekið allan veturinn, er hann hugsaði til þess, að nú myndi ef till enginn hirða um þetta nauðsynjaverk o. s. frv. Má fara nærri um, að mér varð sjálf- um þetta ógleymanleg ánægja, er við slíkan mann var að eiga. — Nú horfir þetta öðru vísi við? — Jú, vissulega. Nú er nóg af færum náttúrufræðingum við höndina, sem á sama augabragði og eitthvað gerist í Kötlu, verða komnir á vettvang, í lofti og á láði. En af öllu þessu má sjá, að ekki eru nema fáir áratugir síðan, að allt þetta var, mátti segja, í kalda koli. Nú eru líka samgöng- ur og faratæki til allskonav til- tekta í bezta lagi og fjöldi þjálf- aðra manna. — Og nú ræða menn um kom- andi Kötlugos? — Katla er varla dauð, frekar ep fyrri daginn. Og tími hennar getur verið hvenær sem er úr þessu, eftir venju að dæma. Viss merki hafa glöggir menn þar í sveitum ávallt haft fyrir augum, eða þózt sjá, sem fyrirboða þess, sem í vændum gæti verið, á Mýr- dalsjökli og í öðru tilliti. Kemur þar helzt til greina, hvernig jök- ulísinn kringum og yfir Kötlu- gjá hagar sér samanborið við fjallsnípur, er upp úr jökli standa eða við hann, svo og smá flóðköst, vöxtur eða þurrð í jök- ulkvíslum, sem út úr eða undan jöklinum falla. Að ekki séu nefndar draumfarir gamalla mann, sem nú að vísu eru mjög dofnaðar eða deyddar í öðru flóði, sem sé menningarflóði nútímans. 'Sjálfsagt má þegar geta sér til ýmislegs, af því sem menn nú undanfarið hafa tekið eftir. En að öðru leyti veit enginn daginn eða stundina. Og víst er um það, að 1918 kom Katla manni alveg að óvörum, hvort sem nokkurn tíma tekst að ráða hennar rúnir til fullnustu. Trúlegast kem- ur hún áfram eins og þjéfurinn á nóttu eða þruman úr heiðskíru lofti. — Varúðarreglur? — Bollaleggingar, segi ég. Náttúran leggur þær að nokkru leyti til og hefur ávallt gert. En vitaskuld verða mennirnir að vita fótum sínum forráð, eftir því, sem bezt eru tök á. — Ef t. d. einhver kynni að vera á ferð á Mýrdals- sandi, er hlaup kæmi, er eina ráð- ið að leita þangað sem hæðir eða hólar eru (ef ekki tekst að kom- ast til fjalla), annars gætu nú flugvélar fljótt komið til skjal- anna, ef þeim tekst að lenda á hæfilegum stað. Einn maður gat um það við mig á dögunum, hvort ekki myndu tiltök, að þeir flutn- ingabílar, sem eru í föstum förum yfir Sandinn, hefðu „móttöku- og senditæki" nokkurs konar í bif- reiðum sínum. Sel ég þetta ekki dýrara cn ég keypti, en sagði Sig- urði Þórarinssyni af þessu og greindi skilvíslega uppástungu- manninn. I mannabyggðum að- liggjandi á ekki nú fremur en áður að stafa mikil lífshætta af jökulhlaupi úr Kötlu, ef menn hafast ekki við á ófærustöðum, — Skaftórtungan er örugg í því falli, í Álftaveri hafa ávallt hólar staðið upp úr, enda hlaupið farið að linast næsta mjög, er þar kemur í byggð, en vesturhluti Meðallands er flatari og opnari fyrir Kúðafljóti, er flóð fellur þar í, en með aðgát eiga menn á bæjum þar að geta komizt á brautu, enda ekki vitað til með sanni, að þar hafi fyrrum grand- azt fólk af þeim sökum (Sanda- bærinn ekki í byggð lengur), enda nú tilætlunin að koma öllum til hjálpar með ílutningi eftir þörfum og svo sem þegar í stað. Vestan Mýrdalssands hefur áður verið spurning (og var 1918), en af ýmsum ástæðum verða líkurn- ar fyrir ágangi flóðs þar minni en í fljótu bragði mætti virðast. En skemmdir á landi (jörðum) og eyðing á fénaði af völdum goss og flóðs eru engu minna yfirvof- andi en verið hefur og verður víst lítt við það róðið. Mannvirki öll, er á leið jökulflóðs verða, eru og í sýnlegri eyðingarhættu. Gagnvart náttúrunni er manneskjan ennþá barn. — Sv. Þ. Arnesingar Spillið ekki jólahelginni með neyzlu áfengis. GLEÐILEG JÓL Félag áfenglsvarnanefnda í Ámessýslu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.