Morgunblaðið - 04.10.1959, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 04.10.1959, Blaðsíða 20
20 MORCVIVBLAÐIÐ Sunnudagur 4. okt. 1959 „Af því að það er flótti, dreng ur minn, annað ekki. Yður finnst áreiðanlega, að þér séuð orðinn heilagur maður, þegar þér eruð að lækna sár, sem górillaapar hafa veitt innbornum monnum". Hann hló. „Vitið þér að górilla- apar ráðast aðeins á hausinn. — Þeir draga húðina af höfði inn- fæddra manna. Jæja, margir lifa l>að af. En á meðan þér eruð að sauma saman húðina á hausnum á svertingjunum er úran fram- leitt í Kongó. Og úr úran eru kjarnorkusprengjur búnar til og fyrir hvern einn, sem gerist lið- hlaupi eins og þér, gefur sig fram heill tugur annarra, sem hafa ekkert á móti því, að fljúga ofar skýjunum og leika Guð almáttug an“. Hann þagnaði. Hann fann greinilega að orð hans voru ekki Sannfærandi. „Það getur hver gert eins óg hann vill“, sagði Da- yid, „ég get ekki komið í veg fyrir það. En ég ætla ekki að taka þátt í því. Ég veit, að þér álítið mig heimskan ungling, Antóníó, en það veit ég að ef hver og einn gerði það sama, þá myndi það nægja". Hann kom við öxl Antóníós. „Getið þér flutt mig til Adams Sewe?“ Anton stóð upp, kastaði seðli á afgreiðsluborðið og kveikti sér í vindling. „Það er ekki örðugt að finna Adam Sewe“, sagði hann. „Á morgun verður hann fyrir rétti. Þér þurfið ekki annað en að ganga inn í dómhöllina, til þess að kynnast honum — nákvæm- lega eins og hann er“. Hann leit framan í Davíð og brosti, og bros ið var vingjarnlegt. „Gangi yður vel“, sagði hann. „Mig langar til að hitta yður aftur“, sagði Ameríkumaðurinn og reis lika á fætur. „Það er ekki erfitt, drengur minn. Ég verð líka í réttarsaln- um á morgun“. Síðan sneri hann sér snöggt við og hraðaði sér út að dyrunum. Hann fann hið undrandi og sorg- mædda augnaráð flugmannsins að baki sér. Hann vissi, að hann mátti ekki snúa sér við, því ef hann gerði það, þá sæi hann and- lit, sem var líkt andliti hans frá fyrri árum. Hann hratt upp hurð- inni eins og flóttamaður, sem er kominn að landamærunum, þar sem honum er borgið. Gatan var dimm og auð af fólki. Það var kalt og stjörnu- bjartur himinn hvelfdist yfir Leopoldville. Anton leit upp. Kirkjuklukka sló tólf. Dagur málaferlanna gegn Adam Sewe var byrjaður. Það var eftirvænting í Leopold ville, þegar málið var hafið gegn Adam Sewe, en þegar það var tekið fyrir á ný, biðu allir í of- væni. Leigubíllinn, sem Yera kom í til dómhallarinnar, átti erfitt með að komast í gegn um mannþyrp- inguna, sem var í kring um hús- ið. Lögregluþjónar með hvíta hjálma, reyndu hvað eftir annað að dreifa mannfjöldanum. Barni var þrýst upp að grindunum á dýragarðinum á móti og varð að flytja það burt í sjúkravagni. — Það leið yfir nokkrar konur, sem höfðu staðið klukkustundum saman í sólskininu um' morgun- inn. Aðgöngumiðar voru boðnir og seldir fyrir svartamarkaðs verð. Hópar innborinna manna voru eins og svartir blettir á hvítu svæðinu. Einstöku hópar bóru spjöld, þar sem á var letr- að með viðvaningslegri skrift: „Sleppið Adam Sewe“, en á öðr- um stóð betur gert: „Bindið endi á úran-brask Sewes“. Enda þótt hvert sæti 'æri Það er barnaleikur að strauja þvott- inn með „Baby“ borðstrauvélinni. IlAriS WOIJFGANUí Baby er einasta borðstrau- vélin, sem stjórnað er með fæti og því hægt að nota báðar hendur við að hagræða þvottinum. Takmarkaðar birgðir Pantanir óskast strax. HM& Austurstræti 14 Símar 11687. skipað, var hinn mikli réttarsal- ur eins og kyrrlátur blettur við hliðina á háreysti götunnar. Dómarinn var ekki ennþá kom inn inn í salinn og því beindust allra augu að Veru, þar sem hún tók sér sæti í annarri röð í hin- um einföldu, svörtu fötum sín- um. Það heyrðist hvíslað: „Hvað er kona hins myrta að vilja hing að inn í réttarsalinn?" „Hún er falleg á að líta, það má hún eiga!“ „Hún er þýzk og henni er trúandi til alls“. „Sjáið þið, þarna er hún — káta ekkjan“. Vera spennti greipar og horfði fram fyrir sig. Hvers vegna var Verneuil lögreglustjóri að leggja þetta á hana? Hvað bjóst hann við að hafa upp úr því, að hún var viðstödd? Hún hugsaði um Hermann, sem hafði setið við hlið hennar við réttarhöldin síð- ast. Hún var sannfærðari um það en nokkru sinni áður, að dauði hans væri í dularfullu sambandi við réttarhöldin. Á þeirri stundu, þegar málafærslumaður Sewes krafðist þess, að Lúlúa væri yf- irheyrð, virtust örlög Hermanns ráðin. Þá varð henni hugsað til Antons. Hún hafði misst föður barnanna sinna í þessum afríska réttarsal. Myndi hún líka missa þar manninn, sem hún elskaði? Anton hafði ekki komið til henn- ar síðustu tvo dagana. Börnin spurðu um hann. — Hann hafði ekki komið vegna þess að hann gat ekki litið í augu henriar. — Hann hafði ekki komið vegna þess, að hann ætlaði að fara að sverja rangan eið. Nú varð hún að svara kveðju Verneuil löreglustjóra. Hann var að taka sér sæti í fremstu röð. Því næst kinkaði hún kolli til Delaporte, sem var að ryðja sér braut í einni bekkjaröðinni. — Adam Sewe og forstjóri Adam- Sewe-félagsins, André Martin, tóku sér sæti á ákærðrabekkn- um. Vera, sem eitt sinn varð að snúa sér við, þar sem einhver fór til sætis fram hjá henni, sá hið eldrauða höfuð Zentu, söng- konunnar í Perroquet-vínstof- unni, í einni aftari röðinni. Ákær andinn og verjandinn lutu yfir skjöl sín. Það var naerri því eins og fyrsti dagur yfirheyrslunnar væri genginn aftur. Allir leikend urnir í hinum mikla leik, sem hét „Leopoldville“, virtust vera saman komnir í réttarsalnum. — Það var Hermann einn, sem vantaði. Vera var svo niðursokkin í hugsanir sínar, að hún tók ekki eftir því, að dómstjórnirin og með WWWWÍW Skrifborðslampar Hentugir tyrir skólafólk Tfekla Austurstræti 14 Sími 11687. >■ aðu i burtu. dómendur hans gengu inn í sal- inn, fyrr en allir risu úr sæt- um. Hún stóð skjótlega upp. —. Annað réttarhaldið í Adam- Sewe-málinu var byrjað. „Ég segi réttarhaldið sett“ hljómaði rödd dómarans. Um leið beindust augu allra að dyrunum til. hægri. Landstjóri Belgisku-Kongó kom inn og með honum tveir menn í svörtum föt- um. Nokkrir menn rýmdu fyrir honum. Nú voru síðustu þrjú auðu sætin í fyrstu röð einnig orðin full. Enginn minntist þess, að landstjórinn hefði nokkurn tíma tekið þátt í réttarhaldi. Við- urvist hans jók á hátíðleik athafn arinnar. ......gparið yður hlaup 6 ruilli margra venkna! öÖftUML Ó CilUM tlíPUM! - Austurstrseti ailltvarpiö Sunnudagur 4. október 9.30 Fréttir og morguntónleikar. (10.10 Veðurfregnir). a) Strengjakvartett nr. 2 í D-dúr eftir Borodin. «— Hollywood- strengj akvartettinn leikur. b) Emmy Loose syngur aríur eft- ir Mozart. Undirleik annast Erik Werba. c) Gina Bachauer leikur píanó- verk eftir Bavel o. fl. d) Sinfónía nr. 5 eftir Charles Effinger. Sinfóníuhljómsveit Is- lands flytur verkið, sem til- einkað er hljómsveitinni. — Stjórnandi: Thor Johnson. 11.00 Messa í hátíðasal Sjómannaskól- ans. (Prestur: Séra Jón Þorvarðs- son. Organleikari Gunnar Sigur- geirsson). 12.15—13.15 Hádegisútvarp. 15.00 Miðdegistónleikar: a) ,,Liederkreis“, lagaflokkur óp. 24 eftir Robert Schumann. Gér- ard Souzay syngur með undir- leik Dalton Baldwins. b) ,,í>ríhyrndi hatturinn'* — dans sýningarlög eftir Manuel de Falla. — Suisse-Romande- hljómsveitin, kór og sópran flytja. Stjórnandi: Ernest Ans- ermet. 16.00 Kaffitíminnr a) June Cristy syngur létt lög. b) Bill Rowland leikur vinsæl dægurlög á píanó. 16.30 Veðurfregnir. — Sunnudagslögin. 18.30 Barnatími (Helga og Hulda Val- týsdætur). a) Ævintýrið um Mjallhvít, í leikritsformi. Leikstjóri: Bald- vin Halldórsson. b) Upplestur — og tónleikar. 19.25 Veðurfregnir. 19.30 Tónleikar: Géza Anda leikur * píanóverk. 19.45 Tilkynningar. 20.00 Fréttir. 20.20 Raddir skálda: Smásaga og Ijóð eftir Jón Oskar. (Gísli Halldórs- son, Hannes Sigfússon og höf- undurinn lesa). 21.00 Tónleikar: Verk eftir Claude De- bussy: a) Nan Merriman syngur. b) ,,Printemps“ — (,,Vorið“) —* svíta fyrir hljómsveit. Suisse- Romande-hljómsveitin leikur; stjórnandi Ernest Ansermet. 21.30 Ur ýmsum áttum (Sveinn Skorri Höskuldsson). 22.00 Fréttir og veðurfregnir. 22.05 Danslög. 23.30 Dagskrárlok. Mánudagur 5. október. 8.00—10.20 Morgunútvarp (Bæn — 8.05 Tónleikar. — 8.30 Fréttir. — 8.40 Tónleikar. — 10.10 Veðurfr.). 12.00—13.15 Hádegisútvarp. — (12.25 Fréttir og tilkynningar). 15.00 Miðdegisútvarp. — (16.00 Fréttir og tilkynningar). 16.30 Veðurfregnir. 19.00 Tónleikar. — (19.25 Veðurfr.). 19.40 Tilkynningar. 20.00 Fréttir. 20.30 Einsöngur: Maria Stader syngur óperuaríur eftir Gounod, Massen- et, Mozart, Puccini o. fl. 20.50 Um daginn og veginn (Thorolf Smith fréttamaður). 21.10 Tónleikar: Hljómsveitarverk eft- ir finnsk tónskáld: a) Angoscia eftir Nils-Eric Foug- stedt. b) Okon Fuoko, svíta eftir Leevi Madetoja. Finnska útvarps- hljómsveitin leikur. Stjórnandi Nils-Eric Fougstedt. 21.30 Utvarpssagan: Garman og Worse eftir Alexander Kielland.- XV. lestur (Séra Sigurður Einarsson). 22.00 Fréttir og veðurfregnir. 22.10 Búnaðarþáttur: Sitt af hverju (Gísli Kristjánsson ritstjóri). 22.25 Kammertónleikar: Strengjakvartett í As-dúr op. 105 eftir Antonin Dvórák. Barc- het-kvartettinn leikur. 23.00 Dangskrárlok.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.