Morgunblaðið - 20.08.1960, Side 3

Morgunblaðið - 20.08.1960, Side 3
Laugardagu* 20. ágúst 1960 MORGVNBLAÐIÐ 3 STAKSl LIMAIi „Einarðasta fra mkoman** Tíminn raeðir enn í gær í rit- stjórnargrein um landhelgismál- ið. Er áróður blaðsins nú orðinn sýnu fáránlegri en áður. Blaðið segir: „Menn hljóta að spyrja: Ern talsmenn stjórnarflokkanna bún- ir að glata allri sómatilfinningu, ráði og rænu?“ Og síðan segir: „Eoks er klykkt út með því að kalla afstiiðu þeirra, sem einarð- asta iramkomu hafa í landhelgis- málinu „þjóðernisofstæki". Finnst mönnum ekki, að mæl- irinn sé fullur?“ Tímamenn virðast þannig eiga bágt með að skilja það, sem allur almenningur gerir sér þó Ijóst, að sæmd okkar íslendinga er ein- mitt í því fólgin að við látum einskis ófreistað til að tryggja rétt okkar með friðsamlegri lausn. Við krefjumst viðræðna Allar smáþjóðir veraldar krefjast þess af stórveldunum að þau leitist við að leysa ágrein- ingsmál sín með samningum. Við eigum allra smáþjóða mest undir því komið, að alþjóðamál séu leyst án valdbeitingar. Þess vegna megum við aldrei hvika frá þeirri stefnu að krefjast þess að deilumál á alþjóðavettvangi séu leyst með viðræðum. Það væri því í litlu samræmi við sjálfsagða stefnu okkar, ef við neituðum algerlega að ræða við þann aðila, sem við nú stönd- um í deilum við, á þeim forsend- um að þessa einu deilu ætti ekki að leysa með viðræðum. Engu er likara en stjómarand- stæðingar telji málstað okkar í landhelgismálinu svo veikan, að við hljótum að tapa ef við ræð- um við deiluaðila. Sú skoðun er þó fráleit, því að við höfum lög að mæla og einkum vinnur tím- inn með okkur, svo að þvi leng- ur, sem okkur tekst að koma i veg fyrir nýja árekstra á tslands miðum, þeim mun líklegra er að við vinnum fullnaðarsigur. „Systurblöðin" t gær ræða bæði „systurblöð- in“, Þjóðviljinn og Tíminn, um breytingu á fjárhagsáætlun Reykjavíkur. Tíminn segir í for- síðufyrirsögn: „Viðreinsin étur upp allan söluskattshluta bæjarfélaganna**. En Þjóðviljinn segir: „Útgjaldahækkun bæjarins vegna viðreisnarinnar gleypir hluta Reykjavíkur af söluskatt- inum“. Sannleikur málsins er hinsveg- ar sá, að hlutdeild Reykjavíkur í nýja söluskattinum er 23 millj., en hækkuð rekstrarútgjöld vegna hækkaðra efnahagsráðstafana eru 5,6 millj Afgangur sölu- skattsins fer til aukinna almanna trygginga, meiri fjárfestinga bæj arins og loks til verulegrar lækk unar útsvara. Þannig munu út- svör bæjarbúa lækka um nálægt fjórðungi fra því sem var í fyrra. Verður gaman að sjá viðbrögð stjórnarandstæðinga, þegar út- svarsskráin verður lögð fram, sem væntanlega mun verða eftir helgina. .Aðeins’ 2,20m á hæð REYKVÍKINGUM varf harla starsýnt á manr nokkurn, sem var á ferli : miðbænum í sólskininu : gær — renglugrannur og ógnarlangur, síðskeggjað- ur, kostulega klæddur, me? gítar undir handleggnum — Mikil herjans lengja ei þetta —■ ætli hann sé ein; stór og Jóhann risi?! heyr? ust menn segja sín á milli Og fólk stanzaði við 0£ glápti eins og naut á ný- virki á eftir þessum heljar- mikla ,,iangintesi“. • Risavaxin fjölskylda Hver er maðurinn? Þai kom í ljós, þegar blaðamaðui Morgunblaðsins hitti hani snöggvast að máli siðdegis gær. Hann heitir Frank Wil cox — oft kallaðtir ,,Shorty“ (,,Stuttur“) svo skrítið sen það nú er. Wilcox sem hefi: tekið ,,bachelor“-próf í jarð- fræði er frá Denver í Color ado í Bandaríkjunum en hefi: undanfarin tvö og hálft á: ferðazt víða um heim — oí látið hverjum degi nægj: sína þjáningu. — Hann e hvorki meira né minna en '■ metrar og 20 sentímetrar ; hæð — og ekki þar með nóg Það benda sem sé öll sóla; mer'ki til þess, að fjölskylda hans hafi mesta meðalhæð allra fjölskyldna í heimi — en ekki skulum við þó full- yrða það, svo að við móðgum nú engan. En nokkuð er það, að Wilcox upplýsti okkur um, að faðir sinn væri tveir metrar á hæð, en móðir sin l, 80 m. Hann sjálfur er 2,20 m, eins og fyrr segir — svp að guð má vita, hvar þetta kann að enda! • Frjálst líf Blaðamaðurinn spurði Wil- cox, hvers vegna hann hefði i upphafi tekið sér fyrir hend- ur að flakka um heiminn eins og hann hefir nú gert í 2V> ár. — Hann kvað sig hafa langað til að litast um sem víðast, eftir að hann láuk prófi sinu, — langaði til að „sjá jarðfræðina" víða um heim, eins og hann komst að orði, festa hana á ljósmyr.da- fiimur — en hann hefir ein- mitt mikinn hug á að þiálfa sig sem jarðfræðilegan Ijós- myndara ef svo mætti segja. — Svo kvaðst hann hafa kom izt að þvi, þar sem hæð hans vakti hvarvetna mikla eftir- tekt, að hún kynni að geta hjálpað honum til að vinna fyrir sér á ferðalaginu, ásamt söngrödd, gitar og kúreka- búningi. Sú hefir líka raunin Hér sjáið þið Frank „Shorty“ Wilcox, hinn ómissandi gítar hans, og ungfrú Maríu Guðjónsson, starfsmann Loftleiða í Hamborg. — Gítarinn og sönghæfileikar Wilcox hafa gert sitt til að greiða ferðakostnað hans og opna honum ýmsar dyr, ef svo mætti segja — enda hefur hann að vígorði: „Music is my passport“ (tónlistin er vegabréf mitt). ætlair að halda áfram ferðum sínum enn nokkur ár í ölrum hlutum heimsins. • Skemmtir hann hér? Wilcox hefir m. a. heimsótt öll hin Norðurlöndin og dval- izt þar alllengi. Síðast var hann í Færeyjum, og þaðan kom hann hingað á fimmtu- dagskvöldið með „Drottning- unni“. Hér ætlar hann- að dveljast til 5. september — og langar m. a. til þess að fara á hestbaki eitthvað um landið — og sem jarðfræðing langar hann að sjálfsögðu til að sjá hina frægu Heklu og Geysi. — Wilcox hefir hug á að reyna að hafa hér upp í ferða kostnað með líkum hætti og hann hefir gert annars staðar — syngja og skemmta á ein- hverju veitingahúsanna, en í gær hafði ekkert verið ákveð- ið í því efni frekar. — „S’horty" kvaðst nú vera full- seint á ferð hér, og hefði hug á að koma hingað aftur að vori og halda síðan héðan til Grænlands. Héðan fer hann, eins og fyrr segir, hinn 5 sept., með Loftleiðaflugvél Heldur hann þá til Þýzka- lands, þar sem hann mun m. a. sýna bandarískum her- mönnum ljósmyndir frá ís- landi og segja frá dvöl sinni hér. • „Risamót“ í Reykjavík Hinir hávöxnu foreldrar Wilcox hafa ekki séð son sinn óralengi, en nú hefir þessi „risavaxna" fjölskylda mælt sér mót hér í Reykjavík í byrjun september — og Loftleiðir virðast vera „sér- fræðingar" í því að fljúga með stórvaxið fólk, því að foreldrarnir koma hingað ei’.i mitt með Loftleiðaflugvél. — ★ Blaðamaðurinn spurði Wil- cox í lok samtalsins. hvort orðið. Hann hefir komið fram á veitingahúsum og sken’.mti- stöðum vítt um lönd á fe’-ðum sínum, sungið kúrekasöngva og skemmt með ýmsum hætti. Auk þess hefir hann skrifað greinar í blöð um það, sem fyrir augun bar á langri leið — og þanriig hefir honum tekizt að gera að veruleika þann draum sinn — og margra annarra — að lifa frjálsu og áhyggjulitlu lífi um skeið, hafa nokkurn veg- inn nóg að bíta og brenna, án þess að safna í sjóði, sem ekki er heldur tilgangurinn. • Til að auka þekkinguna Wilcox tók þó fram, að þetta myndi hann ekki gera, ef það reyndist honum ekki jafnframt tæki til að auka þekkingu sína í vísindagrei.i sinni og öðrum áhugamálum, sem eru hvað helzt þjóðsagn- ir og þjóðleg tónlist og kveð- skapur. Hann gerir sér því far um að ná til fólksins á ferðum sínum, eins og sagt er. — enda nefndtir iæra mál þess og söngva og kynnast lífsviðhorfum þess. Hann er líka orðinn stautfær á fjöimörg tungumál, og við kúrekalögin á „söngskrá* hans hafa smám saman bætzt þjóðlög og alþýðulög ýmissa þjóða. — „Shorty“ hefir ferð- azt um 24 lönd Evrópu (þar á meðal austan ,,járntjalds“) og Norður-Afríku — og hann Á hvað eru þessir blóðheitu Spánverjar að góna? Sama manninn og sperrti upp sjónir Reykvikinga í gær — heims- hornaflakkarann, jarðfræðinginn, Ijósmyndarann, blaða- manninn og farandsöngvarann Frank „Shorty“ Wilcox. 99' hann kannaðist við Stóra fs- lendinginn í Bandaríkjunum — þ. e. Jóhann Svarfdæling. Kvaðst hann hafa heyrt hans getið — og sig langaði til að hitta þennan „kollega“ sinn, þegar hann loksins sneri aft- ur heim til Bandríkjanna, eftir að hafa séð „öll heimsins undur“ .... Fegursti garðurinn i Hafnarfirði HAFNARFIRÐI — Fegrunarfé- lagið hér hefur nú eins og und- anfarin ár valið fegursta garð- inn í bænum. Verðlaun að þessu sinni hlaut garðurinn að Merk- urgötu 7, eign Jóns Andrésson- ar. Aðrir garðar, sem verðlaun hlutu, voru: Garðurinn Ölduslóð 9, eign Sveins Þórðarsonar við- skiptafræðings, garður Kristins Magnússonar málaram. að Urðar stig 3, og garður Jóhannesar Magnússonar bifreiðastj. að Hell isgötu 5B. Þá hefir dómnefndin, sem skip uð er Jónasi Sig. Jónassyni garð yrkjumanni, Óla Val Hannessyni garðyrkjuráðunaut og Guðrn. Jónssyni varðstjóra, veitt Vigfúsi Sigurðssyni húsasmíðameistara viðurkenningu fyrir að koma upp nýjum skúrðgarði að Hraun kambi 5. Að þessu sinni verða heiðurs- verðlaun veitt á vegum Fegrun- arfélagsins úr minningarsjóði frú Margrétar Auðunsdóttur, en sjóður sá er myndaður til minn- ingar um fegrunarstörf hennar við garðinn að Hellisgötu 1 sem fengið hefur heiðursverðlaun, og er nú sem fyrr sérlega fagur. SYNDIÐ 200 METRANA

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.