Morgunblaðið - 20.08.1960, Page 13

Morgunblaðið - 20.08.1960, Page 13
‘UTGEFANDI: SAMBAND UNGRA SJÁLFSTÆÐLSMANNA RITSTJÖRJ: BJARNI BEINTEINSSON Of margir stúdentar Ijúka ekki háskólaprófi Er tímabært að stofna deild i atvinnu- fræðum við háskólann? I VOR sem leiff voru 205 stúd- entar brautskráöir frá þeim f jór- um skólum hérlendis, sem rétt hafa til að útskrifa stúdenta. — Flestir þeirra hafa sennilega nú, þegar sumri hallar, tekiff ákvörff un um það, hvort þeir muni hverfa aff háskólanámi í haust, effa ekki, og ýmsir fara sjálfsagt bráðiega' að taka ferðatöskurn- ar tii handargagns og búast til ferðar úr landi. Eftir rúman mán uð munu svo þeir, sem ætla að hefja nám í l.áskólanum her heima, ganga á fund kennara sinna. Ákvörðunin um það, hvað gera skuli, þegar stúdentsprófi er lokið, er oft erfiff og örlaga- rík, og þessi mál eru vel þess verð, að þeim sé gaumur gefinn af öllum almenningi. Því miður eru ekki tiltækar skýrslur um það, hvað orðið hefur af þeim, sem lokið hafa stúdentsprófi hér á landi. Mér hefur þótt ómaksins vert að reyna að taka saman yfirlit um einn stúdentahóp og hef valið stúdenta frá Menntaskólanum í Reykjavík, sem prófi luku fyri? um það bil áratug. Svo langt er nú liðið, síðan þessi hópur út- skrifaðist, að vætanlega má sjá, hve mikill hluti hans muni Ijúka háskólaprófi. Hins vegar er ekki um eldri árgang en svo að ræða, að nokkurn veginn sömu viðhorf blöstu við að stúdentsprófi loknu þá og nú. 101 stúdent — 35 stúlkur. Það ár, sem hér um ræðir, út- skrifaðist 101 stúdent fná Mennta skólum í Reykjavík. Stúlkurnar í (þessum hópi voru 35. Eins og aðstæður eru hér á landi, myndi það gefa ranga mynd af því, sem orðið hefur af hópnum, ef ekki væri rætt um störf stúlknanna sérstaklega og svo piltanna sér- staklega. Mér telst svo til, að af stúlk- unum 35 hafi 5 lokið kandidats- prófi frá Háskóla íslands (próf í forsjallsvísindum er þá ekki með talið), — ein í læknisfræð’, ein í tannlækningum, ein í lög- um og tvær í tungumálum. T>á hefur ein stúlknanna lokið há- skólaprófi erlendis , stjórnfræð- um, og a.m.k. ein er við háskóla- nám. Eftir eru þá 28 stúlkur. .Af þeim hafa 4 lokið prófum í grein um, sem kvenstúdentar stunda allmikið, en ekki eru háskóla- námsgreinar. Tvær þeirra tóku kennarapróf, ein próf fyrir þá, sem vilja vinna á rannsóknar- stofum, og ein er hjúkrunarkona. Af stúlkunum 35 eru 30 húsmæð- ur, — sumar þeira vinna reynd- ar einnig utan heimilis; þrjár af þeim sjö, sem lokið hafa haskóia prófi, stunda vinnu i sérgrein sinni sem aðalstarf, og tvær vinna skrifstofustörf. Störf karlmanna. Er þá röðin komin að þeirn 66 karlmönnum,. sem stúdentsprófi luku þetta vor. Mér telst svo til, að 22 hafi lokið kandidatsprófi við Háskóla íslands, 14 stur.dað nám og lokið prófi erlendis við háskóla eða samsvarandi s róla og 5 lokið prófi erlendis, eftir að hafa stundað nám hér á landi og síðan í öðru landi. Sú ti.hög- un er í námi í verkfræði og lyfja fræði. Alls hefur þá 41 af 66 lokið háskólaprófi. Flestir eru þeir læknar eða 10, 5 eru lóg- fræðingar — og aðrir hafa lagt stund á listfræði, tónlist, guð- fræði, tannlækningar tungumál og bókmenntir ,eðlisfiæð' og skyldar greinar, jarðfræði, trygg ingafræði húsagerðarlist og fisk iðnfræði. Af þeim 25, sem ekki hafa verið taldir, hafa nokknr — sennilega 5 — lagt fyrir sig nám til að taka við sérstökum störf- um, og vinna þeir nú sem bú- fræðingar, kennarar, eftirHts- menn og flugumferðarstjórar. Fjórir eru enn við nám en 16 vinna ýmis störf. Vannýttir starfskraftar Þetta eru þá störf þeirra, sem fyrir um áratug gengu með hvít- ar húfur niður tröppur Mennta- skólans í Reykjavík. Hér er ekki um að ræða nema stúdenta eins árs frá einum skóla, og er því vafasamt, hve mikið gildi þær tölur hafa, sem nefndar hafa ver ið. Ef hins vegar er notazc við þær kemur í ljós að hér lauk um þriffjungur þeirra pilta, sem stúdentsprófið tóku, ekki há- skólaprófi. Sem næst 80% af stúlkunum gerði það ekki held- ur. Ekki verður um það fjallað að þessu sinni, hvort æskilegt sé, að kvenfólkið láti sér nægja áhyggjurnar af heimilisstörfuu- um eða sinni öðrum störfum í staðinn eða jafnframt. Það er skoðun mín, að konur ættu að stunda sérnám í ríkara mæli ea nú er — þjóðinni til gagns og kvenfólkinu sjálfu til upplyft- ingar. En snúum okkur heldur að karlmönnunum. Flestir þeirra pilta, sem ljúka stúdentsprófi, hefja háskólanám. Sumir hætta. af því að þeim bjóðast störf með betri kjörum en þeir geta gert sér vonir um að njóta að háskóla prófi loknu. Aðrir hætta nán\i vegna ýmiss konar erfiðleika, ekki sízt fjárhagslegra. Sumir þessara rnanna hafa stundað há- skólanám lengi og oft með ærn- um kostnaði. E.t.v. fá einhverjir þeirra vinnu, þar sem not verða af námi þeirra, en aðrir hafa minna gagn af náminu í starfi sínu, þó að það hafi væntanlega orðið til þroska og sálubótar Þegar hugleiddar eru þær tölur, sem ég nefndi áðan, hlýt- ur sú spurning aff vakna, hvort þess sé ekki kostur aff nýta bet- ur en nú er starfskrafta þ.úrra, sem stundað hafa langskólanám, — hvort þjófffélagiff geti ekki fengiff meiri arð af því fé. sern varið er til að kosta þetta nám Verffur þaff hvorttveggja til aff vekja þessa spurningu, aff marg- ir stúdentar ljúka ekki háskóla- prófum svo sem fyrr grtnnir — og svo hitt, aff ýmsir leggja fvr ir sig háskólanám í fræðigrein- um, sem næilega margir aðrir stunda effa nema, svo aff heppi- legra væri, að menn legffu ann. að fyrir sig. Aff minu mati geta þeir sem leitast við að svara þessari spurningu, ekki komizt hjá því að nema staffar við eitt svið mannlegrar starfsemi, sem minna virðist rækt hér á landi en viturlegt og hæfilegt er. Þar er um að ræða ýmis fræði, sem stunduð eru í þágu íslenzkra atvinnuvega. Er þá í fyrsta lagi átt við ýmsa vísindastarf- semi, sem vafalaust þarf að efla til mikilla muna frá því, sem nú er. En í öðru lagi og ekki síður er átt við ýmsa starfsemi, sem sennilega á helzt að kalla tækni lega, t. d. leiðbeininga og eftir- litsstörf, verkstjórn og önnur störf við lausn tæknilegra vcrk efna. Hér virðist ærið að starfa eins og þjófffélagsháttum er íar- ið nú á dögum. Atvinnudeild háskólans. Stofnun sú, sem heitir Atvinnu deild háskólans, var sett á fót árið 1936. Þegar hún var stofn- uð og reyndar áður, var mik- ið um það rætt, að æskilegt væri að við háskólann væri sérstök deild í atvinnufræðum. Á Al- þingi urðu snarpar deilur um málið árið 1936 í lögin, þsir sem fyrir er mælt um atvinncu deildina, var þá sett eftirfarandi ákvæði: „Þegar því verður við komið að dómi Rannsóknarstofnunar- innar, háskólaráðs og atvinnu- málaráðherra, skal tekin upp kennsla við Háskóla íslands í þeim fræðigreinum, sem Rann- sóknarstofnunin einkum fjallar um, og skyldum námsgreinum. Skal þá lögð sérstök áherzla á fyrrihlutanámsgreinar tekniskra fræða og náttúruvísinda, med hliðsjón af, að síðari hluti náms- ins geti farið fram erlendis". Og siðar í sömu lagagrein sagði: „Kennarar Rannsóknarstofn- unarinnar mynda þá sérstaka kennsludeild í háskólanum og lýtur hún sömu almennu fyrir- mælum um skipulag sem aðrar kennsludeildir háskólans“. Af þessu sést, að frá upphafi var ráff fyrir því gert, að atvinnu deild háskólans yrði bæði rann- sóknar. og kennslustofnun — Hins vegar hefur það aldrei orð- ið að veruleika, að stúdentar gætu stundað þar nám til að búa sig undir störf í þágu atvinnu- lífsins. Á þingi 1936 urðu sem fyrr segir harðar deilur um málið, og | vildu ýmsir þingmenn, studdír j af hluta háskólaráðs, iáta stofna | sérstaka atvinnufræðideild við i háskólann án tafar. — Á þingi 1940 voru sett lög um náttúru- rannsóknir, og eru i þeim þau ákvæði um atvinnudeildina, sem nú eru í gildi. Er þar enn gert ráð fyrir. að atvinnudeildin verði kennslustofnun. Sjálfsagt má finna þeirri hug- mynd margt til foráttu að taka upp kennslu í atvinnufræðum viff háskólann. Heyrt hef ég t. d. ýmsa halda því fram, að betra væri að hafa slíka kennslu í sér stakri stofnun og veita þar fleir um aðgang en stúdentum. Þetta og fleira þarf athugunar við. — Staðreynd er hitt, að tæknimennt þjóðarinnar þarf að efla og að líklegt er, að verulegur hluti þeirra, sem nú Ijúka stúdents- prófi, myndi leggja nám á þessu svið fyrir sig, ef þeir ættu þess kost hér á landi. Þór Vilhjálmsson. ★ (Meginhluti greinair þessarar er tekinn úr erindi Um dagínn og veginn, sem flutt var '. út- varp 20. júlí sl.). Uppeldisáhrif Æsku lýðsfylkingarinnar Á æskulýðssíðu Þjóðviljans birtist 4. ágúst sl grein eftir rit- stjórann Franz A. Gísason. Nefnist greinin „Um fegurð Þórs merkur og íslenzkan æskulýð1'. Ritstjórinn lýsir þar af mikilli málsnilld hneykslanlegu fram- ferði æskulýðsins um verziunar- mannahelgina í faðmi íslenzkr- ar náttúru. Farast honum m. a. svo orð: Hundruð un.glinga, margt varla komið af barnsaldri slangrar um hálf- eða dauða- drukkið, æpandi, skrækjandi, hvíandi, hneggjandi, bölvandi, grátandi'. Öll er lýsing hans á „skemmtan" unglinganna hroða leg, en því miður líklega sönn. En svo bætir hann við: „En því er hægt að breyta. Því munum við breyta-“. Við hverjir? — Greinarhöfundur á vafalaust við Æskulýðsfylkinguna,enda mælir hann þessi hógværu orð í næatu setningu: „Er við röltum heim í tjaldið okkar að áliðinni ótt.i rís upp í vitund okkar þakkiæti og stolt yfir því uppeldi sem samtök okkar, Æskulýðsfylkmg- in, hafa veitt okkur". — Hvernig var annars sagan um Fariseann og tollheimtumanninn? Og hvernig hefur nú Æsku- lýðsfylkingunni tekizt að ala upp meðlimi sína og temja þeim að njóta fegurðar landsins á við- eigandi hátt? Fyrir nokkrutr. ár- um hélt Æskulýðsfylkingin ár- lega svonefnd Jónsmessumót. Mót þessi voru landsfræg fyrir svall og ólifnað. Eitt slíkt mót héldu kommúnistar m. a. á þeim helga stað Þingvöllum. Þar keyrði drykkjuskapur og ó.’.fn- aður alls konar svo úr hofi, að það mót varð einmitt tilefn: þess, að Þingvallanefnd neyddist til að banna með öllu slíkar sam- komur á staðnum. Nei, reynslan sannar, að sízt eru samkomur Æskulýðsfyhcing arinnas til þess fallnar að kenna æskulýðnum góða siði og virð- ingu fyrir fegurð fósturjarðar- innar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.