Morgunblaðið - 20.08.1960, Page 20

Morgunblaðið - 20.08.1960, Page 20
Þaraverðmœti sjá bls 11. IÞROTTIR eru á bls. 18. 188. tbl. — Laugardagur 20. ágúst 1960 Er síldarvertíð- inni að Ijúka? Fullar nœtur af kolmunna AKUREYRI, 19. ágúst: — Laust fyrir kl. 10 í kvöld tilkynnti Ægir smávegis síldarlóðningu út af Norðfirði, um 26 mílur út af Norðfjarðarhorni. Einnig fannst þar nokkur rauðáta. Kemur með ber og perur Fór með flatfisk og lax KLUKKAN 2.30 aðfaranótt föstudagsins fór flugvél frá Flugfélagi íslands áleiðis til Hollands með flatfisik og lax til Amsterdam. Tók vélin 2800 kg. af laxi og 4400 kg. af kola- og lúðuflökum. Vél- in var væntanleg kl. 2.30 í nótt og flytur þá 4 tonm af frosmum berjum, hálft amnað tonn af nýjum ferskjum og eitt tonn af nýjum perum. Munu þessir ávextir koma í búðir á þriðjudag. Félagsbréf AB Gróður jarðar eftlr Hamsun og Hugur einn það veit — bók um hugsýki og sálkreppur — eftir Karl Strand lækni, næstu mánaðarbækur félagsins. t?T er komið 18. hefti Félags- bréfs Almenna bókafélagsins. Efni þess er sem hér segir: Aðal- geir Kristjánsson, cand. mag. skrifar um Brynjólf Pétunsson, en Guðmundur Steinsson rithöf- undur á þarna gamanleikrit í ein- um þætti, er hann nefnir Líf- trygginguna. Þórður Einarsson skrifar um spænska nobelsverðlaunahöfund inn Juan Ramón Jimenéz og birt- ir þýðingu sína úr bók hans Glói og ég. Ljóð eru í ritinu eftir Sveinbjörn Beinteinsson og ab, en um bækur skrifa þeir Þórður Einarsson og Njörður P. Njarð- vík. Þá eru í heftimu ritstjómar- greinar, fréttir frá Almenna- bókafélaginu o. fl. Auglýstar eru næstu mánaðar- bækur félagsins, en þær eru Gróður jarðar (Markens Gröde) eftir Knud Hamsun í þýðingu Helga Hjörvar, og Hugur einn það veit — bók um hugsýki og sálkreppur — eftir Karl Strand Vindur var þá norðan þrjú til fjögur vindstig. — St. E. Sig. Síldarleitin á Raufarhöfn tjáði blaðinu seint í gærkvöldi að síld arleitarflugvélar hefðu verið á lofti úti fyrir Austfjörðum og bátar úti, en engrar síldar orðið vart. Nokkrir bátar köstuðu norð- anvert á Glettinganesflakinu og fengu fullar nætur af kolmunna. Næturlokun flusvallar- hdtelsins mdtmælt * Athugað hvort Islendingar taki greiðasöluna í sínar hendur UTANRÍKISRÁÐUNEYTIÐ hefur mótmælt næturlokun kaffiteríunnar í hótelinu á Keflavíkurflugvelli, en her- inn, sem rekur hótelið, hefur haft þau mótmæli að engu. — Að undanfömu hefur nefnd unnið að athugun á því, að ís- lendingar tækju að sér greiða sölu í hótelinu. Hefur nefndin skilað áliti nýlega og lagt til- lögur sínar fyrir utanríkisráð- herra. Dregið úr þjónustu Eins og áður hefur verið skýrt frá hér í blaðimu, hefur Flug- vallarhótelið á Keflavíkurflug- velli lokað fyrir kaffiteríu sína Rúmum sex millj. jafnað niður á Siglufirði SIGLUFIRÐI, 18. ágúst. — Út- svarsskrá Siglufjarðar var lögð fram í dag. Ails var jafnað niður kr. 6.229.000.00. Lagt var á sam- kvæmt lögboðnum stiga kaup- staðanna, en öll útsvör síðan lækkuð um 27%. Útsvör sl. árs voru dregin frá nettótekjum áður en til álagning ar kom og þeir gjaldendur, sem gera full skil fyrir 15. september nk., fá 10% afslátt á útsvari sínu. Af fyrirtækjum bera þessi hæst útsvör: Kaupfélag Siglfirð- inga 174.600 kr., Söltunarstöðin Sunna 91.300, Söltunarstöð • Ó. Henriksen 79.300, Bæjarútgerð Siglufjarðar 70.100, Olíuverzlun íslands 69.000, Gunnar Halldórs- son hf. 66.000, Söltunarstöð Sig- fúsar Baldvinssonar 60.500 kr. Af einstaklingum bera hæst útsvör: Þráiran E. Sigurðsson 78.300 kr., Jón Jóhannsson 43.- 200, dánarbú Matthíasar Ágústs- sonar 33.600 og Jóhannes Jósefs- son 33.800 kr. — Stefán. Töðuíen^ur nokill og sóður Ætloði til ísiunds — en strnndnði ÞÝZKA skemmtiferðaskipið „Völkerfreundschaft“, sem átti að koma til Reykjavíkur 4. sept. með um 550 sikemmtiferðamenn, tók niðri og laskaði stýris- útbúnaðinn nálægt Stokkhólmi. Barst Ferðaskrifstofu ríkisins skeyti um að skipið verði að fara í viðgerð og hætt sé við ferðina til Islands að þessu sinni. „Völkerfreundsóhaft" er um 18 þús. tonna skip, var áður eign Sænsk-amerísku línunnar og hét þá „Stockholm". Ef „Völkerfreundschaft" hefði komið, hefði það orðið í sjöunda skiptið í sumar sem stórt skemmti ferðaskip kemur til Reykjavíkur. Farþegarnir ætluðu að dvelja síð degis þann 4. í Reykjavík, fara austur að Gullfossi og Geysi dag inn eftir og frá Reykjavík um hádegi þann 6. Stórskipið Ariadne kemur í þriðja sinn til Reykjavíkur með skemmtiferðafólk um næstu he*gi. og matsal frá kl. 8 að kvöldi til 7 að morgni. Geta flugfarþegar því ekki íengið heitan mat á þeim tíma nema panta með 5 tíma fyrirvara, en það er tveim- ur tímum áður en farþegaþotur leggja af stað frá París, svo dæmi sé tekið. Veldur ráðstöfun þessi miklum óþægindum og dregur úr þjónustu á hótelinu. Lokun frestað um hálfan mánuð Morgúnblaðið aflaði sér frek- ari upplýsinga um þessi mál í gær. Er forsaga lokunarinnar sú, að allt frá því gengisbreytingin var gerð hafa verið raddir uppi hjá forsvarsmönnum hótelrekst- ursins, að hækka verðlagið til samræmis. Var þó ekki horfið að því ráði fyrr en um síðustu mán- aðamót. Átti einnig að loka kaffi teríunni yfir nóttina frá þeim tíma, en utanríkisráðuneytið fékk því framgengt, að lokun var frestað um hálfan mánuð. Fyrir nokkrum dögum mæltist utanríkisráðuneytið til þess, að lokun yrði enn frestað þar til tími hefði gefizt til að athuga hvort íslendingar gætu tekið greiðasöluna í sínar hendur, en þeirri beiðni var hafnað. Þá mót- mælti utanríkisráðuneytið lok- uninni og krafðist fyrra forms á greiðasölunni. Hefur ekki borizt svar frá hexnum við þeim mót- mælum. Undanfarin ár hefir banda- ríska stofnunin, American Field Service, sem vinnur að auknum góðkynnum milii Bandaríkjanna og annarra landa, boðið nokkrum íslenzk um unglingum til ásrsdvalar vestra, þar sem þeir hafa búið á úrvalsheimilum og stundað skólanám. Að þessu sinni var 10 ung- mennum boðió txl Bandaríkj- anna og voru þau valin úr stórum hópi umsækjenda. — Hér sést hópurinn ferðbúinn við flugvél Loftleiða, sem flutti ungmennin héðan áleið- is til New Xork aðfaranótt 18. þ.m. Yfir tíu stór- 1 r *C r • luour i roori STYKKISHÓLMI, 18. ágúst: — Góðviðri hefir verið á Snæfells- nesi það sem af er þessum mán- uði. Logn og sólskin meiri hlut- ann. Heyfengur er því hér með bezta móti og mikið gras og blóm legt í matjurtagörðum. Nú stunda ti^ubátar aðallega lúðuveiði frá Stykkishólmi og hefur veiðzt ágætlega undanfar- ið stundum yfir 10 stórlúður í einni sjóferð. Er nægur markað- ur fynr aflann. Aftur hafa sömu bátar ekki verið neitt á hand- færaveiðum eða með lóðir, enda fiskur orðinn tregur. Einn bátur er þegar farinn að stunda héðan dragnótaveiði en um aflabrögð hans veit ég ekki enn þar sem hann er nýbyrjaður. Þá er hugmyndin að fleiri stundi héðan dragnótaveiði. Rekneta- veiði hefur alveg brugðizt hér enn sem komið er, hvað sem gerast kann þegar líður á þennan mánuð. BRODDANESI, 7. ágúst. — Til þessa hefur veðrátta verið mjög hagstæð til heyskapar. í lok júlí- mánaðar var almennt lokið fyrri slætti og sumir bændur höfðu alhirt töður sínar, einkum þeir sem verka vothey, — en algengt er að um helmingur töðunnar sé verkaður þannig og næstum öll hjá sumum. Sprétta á túnum var ágæt, og er því töðufengur mikill og góð- ur. Sl. laugardag 6. þ.m. höfðu bændur í Bæjar- og Óspakseyrar- hreppum bændafagnað í sam- komuhúsinu að Óspakseyri. Voru þar sýndar kvikmyndir og flutt erindi o. fl. Þetta er í þriðja skipti halda slíkan sameiginlega bænda sem bændur í þessunf hreppum dag. — G. B. Jakarta, Indónesiu, 18. ágúst: —- Dr. Subandrio, utanríkisráðherra, sagði í dag, að 1000 indónesiskir hermenn mundu bætast liðssveit- um S. þ. í Kongó í næsta mánuði. Sendinefnd frá Kongó yfir KeflavikurflugveUi KLUKKAN 2,30 í gær flaug fimm manna sendinefnd frá Kongó í rússneskri farþega- þotu yfir Keflavíkurflug- völl á leið sinni til New York, en þangað fer hún til að túlka málstað Kongó- stjórnar í sambandi við fund Öryggisráðs Samein- uðu þjóðanna um síðustu atburði í Kongó. Formaður nefndarinnar er Antoine Gizemga, varaforsætisráð- herra. Upphuflega átti flugvélin að koma við á Keflavíkur- flugvelli og hafði beðið um lendingarleyfi kl. 14.31. —■ Voru fulltrúar frá rúss- neska sendiráðinu komnir suður á flugvöll, ásamt nokkrum blaðamönnum, en rétt í þann mund er vélin var að koma yfir Keflavík, tilkynnti flugstjórinn að hann mundi halda áfram til Gander, án viðkomu. Hin rússneska flugvél er hverfihreyflaflugvél af gerðinni 11-18 „Moskva“. Hún hafði farið frá London kl. 11 08, eftir að hafa taf- izt þar um nóttina vegna þess að það stóð á lending- arleyfi i New York. Var flugtímmn til Gander áætl- aður 7 klst., en flugvélin hafði eldsneyti til 9 tíma flugs. Veður var gott alla leiðina og gott veður í Gander. Um borð voru 17 marans, að áhöfninni með- talinni.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.