Morgunblaðið - 20.08.1960, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 20.08.1960, Qupperneq 10
10 MORGUN BL AÐIÐ Laugardagur 20. ágús't 1960 Laugardagur 20. ágúst 1960 MORGUNBLAÐIÐ 11 fttwotsitÞfaMfr Utg.: H.f. Arvakur Reykjavík. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.) Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Lesbók: Arni Óla, sími 33045. Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6 Simi 22480. Askriftargjald kr. 45.00 á mánuði innanlands. I lausasölu kr. 3.00 eintakið. SKRÚÐGARÐAR | FYRRADAG, á afmælis- " degi Reykjavíkur, vígði £rú Auður Auðuns, borgar- stjóri menmngarmála, nýjan skrúðgarð í einu úthverfa höfuðborgarinnar. Garður þessi er í Bústaðahverfi, þar sem bæjarstjóm hefur aðstoð að fjölda einstaklinga, sem við bág kjör og slæmt hús- næði bjuggu, til að eignast eigin íbúð. Hér er um að ræða fyrsta skrúðgarðijm, sem gerður er í úthverfum höfuðborgar- innar. Mikið kapp hefur ver- ið lagt á að prýða eldri hverf- in og mikiil árangur náðst, svo að héðan í frá er hægt að leggja aukna áherzlu á fegrun úthverfanna, sem hvert af öðru hafa risið upp með miklum hraða. Höfuðborgarbúar hafa lagt á það megináherzlu, að sem allra flestir gætu eignazt eig- in híbýli og þá verið látið sitja á hakanum að ganga endanlega frá götum og prýða íbúðahverfin. Þessi stefna hefur vafaiaust verið rétt, því að það er ómetanlegt öryggi og ánægjuauki hverrar fjöl- skyldu að geta búið í eigin íbúð. Svo stórfellt átak hefur þegar verið gert í bygginga- málunum, að nú virðist tíma- bært að leggja meiri áherzlu á fegrun og gatnagerð en áð- ur. Mjög er það ánægjulegt um garðinn í Bústaðahverfi, að íbúamir þar hafa lagt sig fram um gerð hans. Þeir hafa sýnt verkamönnum þeim, sem þar unnu, þakk- læti sitt og áhuga. Mun það vafalaust hafa átt mikinn þátt í því, að garðurinn varð mun ódýrari en áætlað hafði verið. En auk þess hafa íbúarnir að kvöldlagi vökvað blóm í garð- inum og gætt þess að engar skemmdir væru unnar. Og við vígsluna lýsti formaður Húseigendafélags hverfisins því yfir, að íbúarnir væru staðráðnir í að ganga vel um garðinn og halda honum vel við. Slíka samvinnu er nauð- synlegt að hafa við íbúana, því að þá er þess fyrst að vænta, að umgengnin verði eins og bezt verður á kosið og ánægjan verður þá einnig meiri. Á þessu sviði sem öðr- um ber að efla ábyrgð ein- staklinganna og forðast að fela opinberum aðilum forsjá allra málefna. POWERS-MÁLIÐ T T M allan heim hefur af ^ miklum áhuga verið fylgzt með hinum svoköll- uðu Powers-réttarhöldum í Moskvu. Mikill fjöldi frétta- manna hefur verið þar eystra, þar á meðai 100 fréttamenn, sem Rússar virðast hafa sér- staka velþóknun á, boðnir af sovézkum ráðamönnum. Einn þeirra er Þórarinn Þórarins- son, ritstjóri Tímans, sem kunnugt er. Rússar hafa hagað réttar- höldunum þannig í flestum greinum, aö allar líkur eru til þess að þau reynist þeim nokkur styrkur í áróðursbar- áttunni. Þannig virðast þeir ekki ætla að gera endasleppt við að hagnýta sér flug U-2 flugvélarinnar til áróðurs. Réttarhölaunum yfir Powers sem einstaklingi er hagað þannig, að erfitt sé að benda á að öðru vísi sé að farið en vera mundi í réttarríki. Þegar hins vegar kemur að sér- fræðilegum spurningum eða þeim, sem öeinlínis snerta yf- irboðara flugmannsins, virð- ist verjandi hans hafa fyrir- jnæli um að trufla ekki fram- burð rússnesku sérfræðing- anna. Þegar betta er ritað, er alls endis ókunnugt, hver verða muni örlög hins unga banda- ríska flugmanns. Líklegast er að það viti aðeins einn maður í veröldinni, sjálfur Krúsjeff, sem gefa muni dómsstólnum fyrirmæli um, hvernig dóm- urinn eigi að hljóða, þegar réttarhöldum lýkur. Enginn efi er á þvi að við þá ákvörð- un verður það fyrst og fremst haft í huga, hvernig málið verði bezt notað til áróðurs. Sú staðreynd getur orðið þess valdandi að Powers fái mildan dom Gegn því stríð- ir svo auðvitað aftur að Rúss- ar vilja halda öðrum, sem við njósnir kynnu að vera riðnir á yfirráðasvæði þeirra, í ótta. Áhuginn er því hvarvetna mikill á því að fylgjast með endaiokunum og sjálf- sagt munu flestir, flugmanns- ins vegna og fjölskyldu hans, óska þess að Krúsjeff þyki sér hentara að dómur verði vægur, þótt rússnesk yfirvöld telji sig bá geta bent á sann- girni sína. UTAN UR HEIMI Vatnabíll Til ails konar nota Það kom fyrir oftar en einu sinni, þegar herflutn- ingaskip Bandamanna kom- ust ekki nægilega nærri ströndinni, að byggðar voru bryggjur með því að aka jeppum í sjóinn og leggja of- an á þá stálnet fyrir aðrar bifreiðir til að aka eftir. í eyðimerkurhernaðinum lét Montgomery gera virki úr jeppum, sem staflað var í hrúgur, en notaði aðra jeppa til að dreifa reykskýi fyrir framan víglínuna. Þótt jeppinn sé ekki sér- lega þægilegt farartæki, hafa engar sjúkrabifreiðir flutt jafnmarga sjúka og særða og þessi „múlasni“ frá Ohio — aðallega vegna þess að á vígstöðvunum var um tvennt að velja, annaðhvort að vfir- gefa hina særðu, eða sækja þá í farartæki, sem kæmist yfir fjöll og firnindi, þ. e. a. s. í jeppa. Hann stóðst sandrok eyði- merkurinnar, seltu sjávarins, steikjandi bruna hitabeitissól óbyggðum arinnar og nístandi kulda heimskautalandanna í þágu friðarins Jeppinn hefur nú — eftir tuttugu ár — tvö æviskeið að baki sér, styrjaldarárin og sig urgöngurnar í stríðslok. í dag er útlit hans svo til óbreytt þrátt fyrir aldurinn. En starf hans hefur tekið miklum breytingum, því nú vinnur hann fyrir friðirm. Hann starfar fyrir björgunarsveit- ir ,heilbrigðisnefndir og vís- indarannsóknir við erfið skil yrði — og ekki sízt fyrir land búnaðin-n um allan hinn Vest ræna heim. Meira en ein milljón jappa starfa nú í þágu friðarins. Jú, það er full ás-tæða til að óska til hamingju! (La-usl. þýtt). I stnði stokk hann yhr jarðsprengjurnar. FRÆGASTA bifreið heims, og jafnframt sú sem flest heiðursmerki hefur hlotið, er tvítug um þessar mundir. Þessi vel- þekkta og velliðna bifreið hefur verið hyllt um víða veröld fyrir framlag sitt í stríði og friði. Bifreiðin þekkir öfga- kenndir mannanna. Hún hefur verið fótum troðin, yfirgefin, notuð sem virki og undirstaða í brýr, en einnig flutt hershöfðingja og þjóðarleiðtoga í sigur- göngum. Afmælisbarnið er loks tek- ið að sligast, það er að segja undan þunga heiðurslaun- anna, sem á það hafa hlaðizt. Það sá fyrst dagsins Ijós í Willys bílasmiðjunum í Tole- doborg í Ohi-o rúmu ári áður en Bandarík,i amer.n gerðnst. aðilar að síðustu heimsstyrj- öld. amerísku borið fram Dsjíp. En seinna fékk „múlasninn" fjölda gælunafna, og hér á íslandi gengur hann yfirleitt undir nafninu „Jeppi“. Allt í lagi meðan ökumaðnrinn ekki flýtur burt. hugsanlega þjónustu. Það Dsjíp átti að mega stafia þvi og Fjórhjóla „múlasnirm", er lesta, það átti að geta farið varð árangurinn af þessum Eldskírnin Hann varð 330 sentimetra langur, 150 sentimetrar á breidd og 90 sentimetra hár. Drif var á öllum hjólum og gangur sexskiptur, og mátti aka Jeppa með 110 kílómetra hraða á klukkustund. Eldskírnina fékk Jeppi vegi og vegleysur og jafnvel miklu kröfum, hlau-t í fyrstu strax eftir að Bandaríkja- „Vélknúinn múlasni“ Bandaríski herinn hafði gert pöntun á ökutækí, sem átti að vera „Vélknúinn múl- asni“. Kröfurnar, sem gerðar voru urðu ti-1 þess að verk- fræðingarnir fóru heim og tóku taugastyrkjandi meðul. Ökutækið átti ekki að krefj- ast neins — en veita alla Ávait að berjast og nú fyrir friði vötn. Það átti að vera búið ekkert nafn. Hann var að- menn urðu stríðsaðilar í ótrúlegrj vélaorku, og svo eins nefndur „GP“, skam-m- heimsstyrjöldinni. — Jeppar átti að vera unn-t í fjölda- stöfun fyrir „General Pur- voru í notkun á öllum víg- framleiðsl-u að sm-íða tvö slík pose“, sem þýðir í raunimni stöðvum, fluttir þamgað með tæki á m/ín-útu dag og nótt. „til alls konar nota“ og er á flugvélum og skipum, varp- að út í fallhlífum, eða ekið í land í svo djúpu vatni að ökumennirnir urðu að standa við stýrið til að halda höfð- in-u ofansjávar. Við löggæzlu Við landbúnað í snjó Frumútgáfan Allt getur skeð „Sportmodell“ Frægasta bifreid heims 20 ára Verða unnin úr honum 4 dýrmæt efni? EINS og skýrt hefur verið frá i fréttum hér í blaðinu, hefur Jarð- hitadeild Raforkumálaskrifstof- unnar með höndum rannsóknir á þara, með tilliti til þess að hægt er að vinna úr honum ýms mjög dýrmæt efni. Um sl. mánaðamót komu þeir Sigurður Hallsson, ann-ar efnaverkfræðinganna sem hafa rannsóknirnir á hendi, og Jóhannes Briem, úr 13 daga rann- sóknarleiðangri á Breiðafirði. Var leiðangurinn farinn í þeim tilgangi að athuga öflunarmögu- leika þarans, sem ná þarf úti á 4—10 m. dýpi, og reyna hvort þar til ætluð tæki væru nothæf við íslenzkar aðstæður og hver þeirra reyndust bezt. Til fararinnar var leigður 18 tonna bátur, Konráð frá Fl-atey, skipstjóri Reynir Vigfússon og vélamaður Rafn Ólafsson. Miðin voru undir Skálanesi og fram af Reykjanesi. Tækin tvö, sem reynd voru við öflun þarans, eru tvær einfaldar klær af mismun- andi stærð, sem dregnar eru á eftir bátnum með mismunandi hraða og mismunandi toghalla og svo n-okkurs konar sleði með hníf til að skera þarann. Hann er byggður upp úr tækjum, sem notuð eru í Skotlandi og tæki sem próf. Þorbjörn Sigurgeirsson lét smíða til tilrauna við Alftanes. Kom í ljós að einföldu klærnar reyndust betur. Erlendis er mest tekinn stórþari, sem rís upp, en hér verður sótzt eftir Hrossaþara, þar sem mest er í honum af hinni dýrmætu alginssýru, eða Beltis- þara en þessar tegundir eru ekki nógu stinnar og liggja niðri. Þær festa sig við hnullungssteina, sem oft koma upp með þaranum. Sigurður tjáði blaðinu, að klærn ar hefðu reynzt afkastameiri litla klóin gæti tekið upp tonn á klst. og hin 2 tonn. Sagði hann að þessi tilraun-arferð 'til öflunar þarans hefði orðið mjög árangursrík, svo að sennilega þyrfti ekki að endur taka hana eða halda slíkum til- raunum áfram fyrr en möguleik- ar til stórframleiðslu væru að öðru leyti fyrir hendi. Öflun þar- ans ætti ekki að standa í vegi fyrir því að hann se unninn, þó ekki sé búið að gera endanlega kostnaðaráætlim á þeim lið. Og nóg er af þaranum, því honum reiknast svo til að á þeim mið- um, sem bezt er til þaraöflunar, séu 50—70 millj. króna verðmæti. Jarðhiti og þaramið Rannsóknir á þara og vinnslu hans hófust hér á landi árið 1946, en þá voru athuguð rek- þarasvæðin við Suður og Suð- Sigurður Hallsson, efnaverk- fræðingur, við sjókortið. vesturland á vegum Rannsóknar ráðs af dr. Jóni Vestdal og efna- greining gerð á þarasýnishornum úr Skerjafirði af Jóhanni J-akobs syni, efnaverkfræðingi. 1950 gerði próf. Þorbjörn Sigurgeirsson, sem þá var form-aður Rannsóknarráðs, athuganir á þaramagninu á norð- anverðum Breiðafirði og seinno gerðu efnaverkfræðingarnir Hall grímur Björnsson og Baldur Lín- dal kostnaðaráætlun um fram- leiðslu á natrium alginati úr þara, en það er hið dýrmæta efni, sem stefnt er að því að framleiða. Síðan 1956 hafa rannsóknirnar verið í höndu-m raforkumála- stjóra og hafa verkfræðingar Jarð ferðina sjálfa. Kváðust þeir hafa fengið gott veður og bátverjar verið einstakleg-a hjálplegir við rannsóknirnar. Mest fékkst af Hrossaþara og Beltisþara og voru hrossaþaraplönturnar stórar, allt upp í 5 m. lang-ar og blöð þeirra um meter á breidd. í frístundunum, sem ekki voru margar, safnaði Sigurður þör- ungasýnishornum og hatði með sér heim yfir 30 tegundir, sem hann segir að ekki sé nema brot af því sem þarna er. Jóhannes safnaði aðallega steinasýnishorn- Þararannsóknir um borð i Konráði. Frá vinstri: Jóhannes Briem, Reynir Vigfússon skipstjóri og Rafn Ólafsson vélamaður. Þeir létu mikið af þeirri gest- risni og fyrirgreiðslu, sem þeir fengu á eyjunum og í landi. Þeir fengu t. d. aðgang að verkstæði hjá Aðalsteini bátasmið í Hval- látrum, sem hjálpaði þeim við viðgerðir og endurbætur á sleðan um, og það gerði Lárus í Króks- fjarðarnesi einnig. „Annars kom ekkert merkilegt fyrir, við töp- uðum að vísu sleðanum einu sinni j cg leki kom að bátnum' . sögðu þeir „En báturinn er mesta happa | fleyta að sögn skipstjórans. Þetta * Framhald á bls. 19. hitadeild-ar gert kostnaðaráætlan- ir og tilraunir með þurrkun þar- ans og efnagreiningu á honum. Jarðhiti er undirstaða þess að hægt sé að þurrka þara hér á landi. Þess vegna koma Reykhól- -ar svo mjög til greina sem staður fyrir þaraþurrkverksmiðju og hafa því þaramiðin þar í nánd einkum verið rannsökuð. Dýrmæt efni til iðnaðar Efnin, sem ætla má að megi vinna úr þaranum, eru fjögur og eru þau um helmingur af þurr- efni þarans, en um 87% af hon- um er vatn. Hér er um að ræða alginssýru, mannítt, laminarin og fucoidin og eru það allt dýrmæt efni. Sölt af alginssýru eru t. d. notuð í m-atvælaiðnaði, trefja- iðnaði, gúmmíiðnaði, málningar- iðnaði, lyfjaiðn-aði við læknisað- gerð, í snyrtivörur o. fl. Mannit er notað til framleiðslu á alls kyns efn-asamböndum, þar á meðal í sprengiefnaiðnað, máln- ingar- og gerfiefnaiðnaði. Til gam-ans má geta þess að Frakkar hafa í mörg ár gert tilraunir með framleiðslu á manniti úr þara og eru nú að reisa verksmiðju, sem á að framleiða 130 þús. punda verð mæti á ári og fer öll framleiðslan í þeirra eigin gerfiiðnað. Lamin- arin er m. a. notað í alls konar lyf gegn blóðsjúkdómum og fucoidin einnig í lyf. Eftir að búið er að ná þaran- um, er um tvenns konar fram- leiðslumöguleika að ræða. Hægt er að framleiða úr þaranum fersk um, en á því eru ýmsir annmark ar. Einnig má framleiða fyrst mjöl, og úr því hin dýrmætu efni og getur verksmiðjan þá unnið alit árið. Sigurður Hallsson sagði, að nú væri verið að athuga hagkvæma þurrkunaraðferð, sem ekki skemmdi hin dýrmætu efni, og mundi hann sennilega ljúka þurrkunartilraunum í haust. Þeg ar búið yrði að fullathuga þurrk u.naraðferðina, yrði hægt að snúa sér að rannsóknum á heppileg- ustu aðferðinni til framieiðslu á þessum efnum með tilliti til ís- lenzkr-a aðstæðna og verður vænt anlega farið út í þær rannsóknir á næsta vetri. Alginssýru og hin efnin yrði að framleiða við stóra Hrossaþaraplönturnar eru allt upp í 5 m á lengd og meter á breidd. útflutningshöfn, vegna nauðsyn- legs innflutnings á efnivöru, svo sem sóda o. fl. og brennisteins- sýru til framleiðslunnar þyrfti að framleiða hér á landi. Yfir 30 þörungarsýnishorn Að lokum spurðum við þá Sig. urð og Jóhannes um rannsóknar- Klærnar, sem sjást hér fremst á myndinni, reyndust bezt til að ná þaranum. A Breiðafirðí liggja þaraver5mæti fyrir tugi milljóna

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.