Morgunblaðið - 20.08.1960, Síða 18

Morgunblaðið - 20.08.1960, Síða 18
18 MORCUNBLAÐIÐ Laugardagur 20. ágúst 1960 Þessa mynd tók Sveinn Pormóðsson af Víkingunum við komu þeirra í fyrrakvöld til Reykjavíkur. Til vinstri á myndinni er Pétur Bjarnason, formaður Víkings, sem jainframt er þjálfari drengjanna, en til hægri er Ólafur Erlendsson, sem var farar- stjóri í ferðinni. Víkingsdrengirnir komnir heim Loíabir fyrir prúbmennsku, ástundun og góða framkomu ÞÁTTTAKA hefur sums staðar verið. með ágaetum, en deyfð í einstaka sveit- um og béruðum. I»eir, sem ætla sér að synda 200 m eru hvattir til að gera það sem fyrst. Sigurmöguleik- ar eru miklir, ef þátttaka verður nú jafnmikil og 1954. Verðlaunin eru bik- ar, sem forseti Islands gaf til keppninnar. NÚ eru 4 vikur eftir af tímabili Norrænu sundkeppninnar. Keppn inni iýkur 15. september. Þátttak- an hefur sums staðar verið með ágætum. Til eru sveitir, þar sem þegar hafa synt rúmlega 30% íbúanna. í Laugaskarði í Hvera- gerði er útlit fyrir að syndi eins margir og 1954. Er það % fleira en 1957. Deyfð hefur þó ríkt í einstaka sveitum eða héruðum, t. d. i Kjósarsýslu og Dalasýslu. Stafar þetta einkum af erfiðleik- um í sambandi við sundstaði. Eigi hefur tekizt að ná heildar- tölum um þáttöku íbúa einstakra sýsina en hér fer á eftir skrá yfir þátttöku í kaupstöðum eins og hún var 15. ágúst síðastiiðinn: Keflavík Hafnarfj. Reykjavík Akranes ísafjörður Sauðárkrókur — Ölafsfjörður — Akureyri .. — Húsavík .. — Seyðisfjörður — Neskaupst. — Vestm.-eyjar — (Ath.: tölurnar eru hundraðs- töiuleg þátttaka íbúanna miðað við íbúafjölda. Fram skal tekið, að á tölunum er fjöldi þeirra utanbæjar-manna, sem synt hafa í sundiaugum kaupstaðann). Heildarþátttakan mun nú vera um 23 þús. Vantar þá hálft annað þúsund til þess að sami fjöldi náist og 1957 — en 15 þúsund á þann fjölda, sem mest hexur náðst í slíkri keppni (1954). Enn er unnt að auka þátttök una til muna, eða allt í 40 þús- und. Þeir, sem ætla sér að synda 200 metrana, eru hvattir til þess að gtra það sem fyrst, en geyma það ekki til síðustu daganna, því að þá getur myndazt slík þröng, að framkvæmd sundsins verði erfið. Dandsnefndin aflaði 20 þús. sundmerkja og eru þau nú á þrot- um hjá nefndinni. Sigurverðlaun keppninnar, bik ar forseta íslands, eru nú til sýnis úti á iandi. Þessa dagana eru þau sýnd á Húsavík. ★ VÉLASALAN hf. í Reykjavík hefur gefið bikar fyrir keppnina milli Reykjavíkur, Akureyrar og Hafnarfjarðar, og verður hann unnin til eignar í þessari sund- keppni af þeim kaupstaðnum, sem hæstri hundraðstölu nær. Á þessum stöðurr. hafa nú synt: Hafnarfj. . . 1220 manns 17.8% Reykjavík . 9500 — 13.4% Akureyri .. 1098 — 12.8% Vélasalan gaf einnig bikar til keppni þessara staða 1954 og vann Hafnarfjörður þann bikar. Þátttaka i sundkeppni skólanna Sundráð Reykjavikur hefur (’57 - 18.2% og ’54 - 31.2%) (’57 - 17.6% —”54 - 28.1%) (’57 - 15.2% — ’54 - 27.6%) (‘57 - 17.7% — ’54 - 33.0%) (’57 - 31.2% — ’54 - 38.2%) (’57 - 23.6% — ’54 - 24.7%) (’57 - 30.3% — ’54 - 51.7%) (’57 - 18.6% — ’54 - 25.0%) (’57 - 18.0% — ’54 - 35.5%) (’57 - 18.0% — ’54 - 35.5%) (’57 - 27.1% — ’54 - 42.2%) (’57 - 21.1% — ’54 - 27.8%) gefið bikar til keppni milli skól- anna í Reykjavík innan vébanda Norrænu sundkeppninnar. Innan skólanna er meirihluti þess hluta þjóðarinnar, sem syndur er, enda er sundið ein af skyldu- greinum skólanna. Ef allir nem- endur í skolum landsins synda 200 metrana, er jafnaðartala ís- lands í keppninni jöfnuð, og allir aðrir þátttakendur aukning. Þátttakan í skólum er orðin: Barnaskólar Laugarnesskoli .. ... 594 40% Miðbæjarskóli ... 416 37% Austurbæ j arskóli ... 425 32% Melaskólinn .... ... 402 31% Langholtsskólinn ... 262 28% Breiðagerðisskóli ... 347 27% Vogaskólinn .... ... 188 25% Framhaldsskólar Réttarholtsskóli .... 186 57% Gagnfrsk. Vestb...... 176 45% Lindargskólinn ........ 93 36% Landsprófið ........... 74 35% Kennaraskólinn .... 43 32% Gagnfrsk. Austurb. .. 192 29% Hagaskólinn ........... 90 25% Lægstur er Háskóli íslands, 5 þátttakendur, eða 0.6%. Námskeið í Handknáttleik í GÆRKVELDI hófst námskeið í handknattleik á vegum Glímu- féiagsinsins Ármanns. Nómskeið- ið mun standa. yfir í þrjár vikur og verður kennt tvisvar í viku á þriðjudögum og föstudögum, er námskeiðið bæði fyrir stúlkur og pilta á aldrinum 12—16 ára. Stúlkurnar æfa frá kl. 7,30—8,30 síðdegis og verður kennari þeirra Sigríður Lúthersdóttir. Piltarnir æfa frá 8.30—9.30 síðdegis og verður Gunnar Jónsson og Lúð- vík Lúðvíksson kennarar þeirra. Námskeiðsgjald er 10.00 og er öll- um heimili þátttaka. RÓM, 19. ágúst. — Meðlimir alþjóða Ölympíunefndarinnar komu saman í dag til að ræða dagskrá 57. þings nefndar- innar, sem mun standa hér yfir í þrjá daga. Var talið líklegt að Rússar myndu leggja áherzlu á, að teknar yrðu upp umræður á þinginu þess efnis að fleiri grein- VfKINGS-drengirnir, sem dval- ið hafa síðastliðnar þrjár vikur í Danmörku komu heim í fyrra- kvöld með Dr. Alexandrine. — Drengirnir dvöldu mestan tím- ann á íþróttaskólanum í Vejie, þar sem þeir tóku þátt í hand- knattleiksmámskeiði. Árangur ar yrðu teknar upp í keppni leikanna. Vitað er að Rússar vilja fjölga greinum Ólympíuleik anna og einr að þeir standi yfir í lengri tíma. Aftur á móti eru vestrænar þjóðir á móti breyt- ingu í þessa átt. Önnur vandamái, sem fulltrú- ar alþjóða Ólympíunefndarinnar munu fjalla um, eru að finna leiðir til að draga úr þjóðernis- rembingi þjóða í milli og sumir fulltrúanna eru hlynntir því að fella niður fánahyllingu opnun- ardagsins og að þjóðsöngvar séu sungnir. Einnig munu fulltrúarn- ir ræða þátttöku S-Afríku með- an kynþáttastríðið ríkir í löndum þar og einnig að taka ákvarðan- ir varðandx áhugamannareglur Ólympíuleikanna, sem eru lengi búnar að vera hið mesta vanda- mál. Ólympíueldurinn Meðlimir alþjóða Ólympiu- nefndarinnar gerðu ráð fyrir að halda fund meðan Ólympíueld- urinn væri fluttur frá Sikiley til ítalíu, en koma hans þangað er liður í opnunarhátíð leikanna. Ólympíueldurinn kom til Sikil eyjar í fyrrakvöld með ítölsku freygátunni Vespucci. Yfir 35.000 manns höfðu safnazt saman á hafnarbakkanum þar sem eldur- inn var borinn í land af ítölskum sjóliðsforing]a. Húrrahróp klufu kvöldkyrrðina, flugeldar lýstu upp himinhvolfið, skip þeyttu flautur og kirkjuklukkur hljóm- uðu. í gær átti að flytja blysið yfir Messínasundið til ítalíu, en það- an munu hlauparar flytja það norður eftir ítalíu til Rómar. dvalarinnar í Vejle sést bezt á leikjum þeim, er drengirnir léku við jafnaldra sína frá Kaupmanna hafnarféla.ginu KSG, en dönsku dren-girnir voru einnig þátttak- endur , í handknattleiksnám- skeiðinu. Fyrsta leiknum töpuðu Víkingarnir 17:29 og öðrum leikn um 14:17, en í síðasta leiknum, sem leikinn var rétt áður en drengirnir fóru frá Vejle sigruðu Víkingarnir 20:8. Af öðrum leikj- um, sem drengirnir háðu er það að segja að 2. fl. frá Horsens vann Víkingur með 15:4 og við 1. fl. frá Vejle gerðu þeir jafntefli 7:7. í keppni við Ringsted-félagið VHB tapaði 2. fl. 15:7, en 3. fl. vann 11:4 og hlutu drengirnir fyrir þann sigur silfurbikar, sem er jafnframt fyrsti silfurbikarinn, sem flokkur frá félaginu keraur heim iheð frá útlöndum fyrir unn inn sigur. í Ringsted léku Vík- ingsdrenigirnir einnig aukaleik við 1. fl. og unnu þann leik 11:7. Hinir ungu Ví'kingar gátu sér hvarvetna gott orð fyrir prúð- mensku og á íþróttaskólanum voru þeir lofaðir fyrir ástundun og góða framkomu. Hörð körfuknatt- leikskeppni ÞESSA dagana heyja körfuknatt leiðslið frá 18 þjóðum harða keppni um að komast í aðal- keppni Olympíuleikanna í körfu knattleik Aðeins 5 af þessum þjóðum komast áfram í aðal- keppnina, til viðbótar þeim 12, er þegar hafa unnið til réttar- ins til að keppa í aðalkeppninni. Þessar 18 þjóðir kepptu fyrst í fjórum riðlum og komast tvö efstu lið í hverjum riðli í und- anúrslit. Síðan var þeim átta liðum skipt í tvo riðla og kom- ast tvö efstu í hvorum þeirra í aðalkeppnina, en nr. 3 í hvorum riðli verða að keppa um hvort þeirra hreppir fimmta sætið. í a-riðli undanúrslitanna keppa Kanada, Belgía, Spánn og Tékkó slóvakía. í b-riðlinum eru Ung- verjaland, Júgóslavía, Israel og Pólland. Keppnin fer fram í borginni Bologna á Ítalíu, en hinir fimm sigurvegarar halda síðan til Rómar, en þar hefst aðalkörfu- Framhald á bls. 19. Á Olympiudaginn fór fram úrslitaleikur í landsmóti 2. flokks, milli Akraness og Vals. Veður var hið versta og skemmdi mikið fyrir hinum ungu og efnilegu leikmönnum i að ná góðum leik. — Eeikurinn var samt allskemmtiiegur og tvisýnn. Akurnesingarnir fóru með sigur frá leiknum, skoruðu 2 mörk, en Valsmönnum tókst ekki að skora, þó oft hafi þeir verið nærri því, eins og myndin, sem Sveinn Þormóðsson tók, sýnir. alls 1078 eða 24.6% 1199 — 18.1% 9600 — 13.8% 584 — 16.0% 710 — 26.3% 380 — 34.4% 225 — 25.7% 1321 — 15.7% 50 — 3.5% 150 — 20.1% 285 — 20.1% 660 — 14.9% Mörg vandamál bíða Olympíunefndarinnar Otympíueldurinn fluttur til Italíu í gcer Mánuður effir af nor- rœnu sundkeppninni

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.