Morgunblaðið - 20.08.1960, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 20.08.1960, Qupperneq 16
16 MORGVNBLAÐIÐ Laugardagur 20. ágúst 1960 STEPHEN LEACOCK: SKEMMTISIGUNGIN Jæknirinn nennti að koma ein- hverntíma í prestsetrið, skyldi hann sýna honum kort yfir innrás Xerxesar í Grikkland. En hann yrði bara að koma einhverntíma dagsins milli barnakennslunnar og mæðrafundarins. Þá vissu þeir báðir, að heim- sóknir þeirra hvors til annars voru afskornar, fyrst um sinn, og svo gekk læknirinn fram á til Smiths, sem aldrei hafði lært grísku, og fór að segja honum frá för Champlains yfir kletta- eiðið. Smith leit við og horfði á klettaeiðið, rétt sem snöggvast, og sagði síðan, að sjálfur hefði hann farið yfir miklu verra eiði, sem hann til tók, þar sem flug- urnar ætluðu allt að drepa — og svo hélt hann áfram að spila póker við tvo unglinga úr Duffs- banka. Gallagher lækni varð það Ijóst, að svona færi alltaf, þegar maður væri að reyna að fræða einhvern um eitthvað, og að upp á þakklætið til að gera, væri manni eins gott að lesa aldrei neitt og gera aldrei neitt. Það var einmitt á þessari stundu sem hann ákvað með sjálf um sér að gefa örvaroddana járn smiðaskólanum — en eins og all- ir vita urðu þeir vísir að Gallag- hersafninu, sem síðar var svo nefnt. En nú á þessari stund hund leiddist lækninum, svo að hann fór að ganga um allt skipið og meðal annars horfði hann á Henry Mullins, sem var að kenna Georg Duff að búa til sítrónu- lausan sítrónukokteil, og loks fór hann og settist hjá lúðrasveit- inn, og óskaði sér þess heitast, að hann hefði aldrei hreyft sig að heiman. Og skipið sigldi áfram og sól- in kom hærra og hærra á loft, og frískandi morgunloftið varð að kæfandi hádegismollu, og nú var komið þangað sem vatnið mjókk ar og kemur að Indíánahólman- um alsettum trjám og gróðri og með ofurlitla trébryggju út í vatnið. Þar fyrir neðan rennur lítil á úr vatninu, og þar eru hávaðarnir, og þar má sjá milli trjánna rafstöðvarhúsið úr rauð- • • Orstutt framhaldssaga um múrsteini, og þar má heyra fossaföllin í veitustokknum. Sjálfur er Indíánahólminn al- þakinn trjám og vínviði og vatn- ið í kring um hann er svo slétt, að allt sést tvöfalt og er eins það sem snýr upp og það, sem snýr niður. Svo þegar blásið er í eim- pípu skipsins, heyrist það berg- mála milli trjánna i eyjunni og glymja til baka frá vatnsbökk- unum. Sviðið er ailt svo þögult og kyrrt og samfellt, að ungfrú Cleg horn — þið vitið, sú fölleita á símstöðinni — sagði, að hér vildi hún láta jarða sig. En enginn hafði tíma til að taka eftir þeim orðum, því að allir voru önnum kafnir við að bjarga körfunum sínum og öðrum farangri. Ég þori ekki einu sinni að reyna að lýsa lendingunni, þegar skipssíðan marraði við trébryggj una og allir hlupu út í sama borð ið og Christie Johnson öskraði til fólksins að fara út í stjórnborðs síðuna, en enginn fann þá síðu. Þetta þekkja allir, sem einhvern tíma hafa farið í skemmtisigiingu frá Mariposa. Heldur ekki væri það á mínU færi að lýsa sjálfum deginum og lífi fólksins undir trjánum. seinna voru ræðuhöld og Pepper leigh dómari hneykslaði alla með því að fara að predika íhalds- stefnuna, og það svo, að seinna skrifaði maður, undir nafninu Patriotus Canadiensis, og skamm aði þetta tiltæki í aðalblaðinu í bænum. Og þá má ekki heldur gleyma kapphlaupunum á grasflötunum þarna í hólmanum. Þarna var hlaupið i flokkum — drengir und ir þrettán ára aldri, stúlkur yfir nítján ára aldri, o.s.frv. Þannig fer íþróttakeppni jafnan fram i Mariposa. Menn hafa frá önd- verðu gert sér ljóst, að smábarn stendur höllum fæti móti sex- tugri konu. Séra Drone stjórnaði hlaupun- um, skipti í flokka og útbýtti verðlaununum, en Meþódista- presturinn hjálpaði tij. og hann og ungi prestlingurinn, sem þjón aði í bili í Biskupakirkjunni, héldu sinn í hvorn enda snúr- unnar við lokamarkið. Það varð að notast mestmegn- is við klerkdóminn um stjórn á þessum hlaupum, vegna þess, að karlmennirnir höfðu einhvernveg inn slæðzt burtu, og voru nú flestir að drekka bjór úr tveim stórum tunnum, sem höfðu verið settar upp á stokka úr viðarlurk um, inni í skóginum. En ef þú hefur á annað borð einhverntíma tekið þátt í svona skemmtiferð frá Mariposa, þá veiztu þetta alltsaman, svo að það er óþarfi að fjölyrða mjög um það. Svona leið dagurinn smátt og smátt og allt í einu komu sólar- geislarnir skáfleytt gegnum trén og um leið blés eimskipsflautan úr sér miklu skýi af hvitri gufu og fólkið kom skálmandi niður á bryggjuna og innan stundar var Mariposa Belle komin út á vatn- ið á heimleið, til bæjarins, sem var í tuttugu mílna fjarlægð. —o— Ég er viss um, að þú hefur einhverntíma tekið eftir munin- um, sem á því er, í svona ferðum, hvort maður er á útleið að morgni eða á heimleið að kvöldi. Að morgninum eru allir svo óþreyjufullir og fjörugir, flækj- ast til og frá um allt skipið, spyrjandi um alla skapaða hluti. En á heimleið, þegar kvöldið nálgast meir og meir og sólin síg ur bak við hæðirnar, er eins og allir verði kyrrlátir, þögulir og syfjaðir. Þannig var því háttað um fer- þegana á Mariposa Belle. Þarna sátu þeir á bekkjum og kjafta- stólum í smáhópum og hlustuðu á regluleg slög skrúfunnar í vatn inu, og voru næstum farnir að sofa í sætunum. Og svo þegar sólin var setzt og myrkrið færð- ist yfir, varð næstum aldimmt á þilfarinu og svo hljótt, að mað- ur hefði getað haldið, að þarna væri ekki nokkur lifandi sála um borð. Og ef þú hefðir horft á skipið frá bakkanum, eða úr einhverj- um hólmanum, hefðirðu getað séð Ijósið úr gluggaröðinni glampa á vatnsfletinum og rauðan bjarma af brennandi viði upp úr reykháfnum, og þú hefðir getað heyrt mjúka dynkina frá skrúf- unni í mílna fjarlægð út yfir vatnið. öðru hverju hefðirðu meira að segja getað heyrt söng um borð — raddir stúlkná og karlmanna blandaðar í samhljóm sökum fjar lægðarinnar, stígandi og fallandi á langdregnu laginu: „Ó Canada Ó, Ca-na-da“. Þú getur sagt hvað sem þú vilt um söngkóra dómkirknanna í Evrópu, en hljómurinn af „Ó, Canada", svífandi yfir vatnsflöt inn á kyrrlátu kvöldi, er full- góður handa okkur, sem þekkj- um Mariposa. Það var víst einmitt meðan fólkið var að syngja eins og hér hefur verið lýst, að sá kvittur gaus upp, að skipið væri að sökkva. Ef þú hefur einhverntíma tekið þátt í svona snögglegu sjóslysi muntu geta skilið þetta, sálfræði lega, hvernig það, sem er að ger ast verður á allra vitorði eins og á svipstundu, án þess að orð sé um það sagt. Þannig var það að minnsta kosti um borð á Mari- posa Belle, að fyrst var einn bú- inn að heyra þetta og síðan ann ar. Að því er ég gat næst komizt var sá fyrsti til að vita það, Georg Duff, bankastjórinn, sem kom hægur í fasi til Gallaghers læknis, og spurði hann, hvort hann héldi, að skipið væri að sökkva. Læknirinn sagði nei; sagðist hafa haldið það fyrr um kvöldið, en nú héldi hann það ekki lengur. Eftir það hafði Duff, að eigin sögn, sagt við McCartney lög- fræðing, að skipið væri að sökkva, en lögfræðingurinn hafði svarað, að það efaðist hann stór lega um. Þá kom einhver til Pepperleigh dómara, vakti hann og sagði, að það væru komnir sex þumlungar af vatni í skipið og það væri að sökkva. Pepperleigh sagði, að þetta væri hreinasta hneyksli ef satt væri, og lét söguna ganga áfram til konu sinnar, og hún hafði sagt, að þetta ætlu þau alls ekki að líða, að skipið væri látið sökkva svona, og þetta skyldi verða sín síðasta skemmti sigling, ef svo færi. Svona barst orðrómurinn út um allt skipið, og allsstaðar safnað- ist fólkið saman í hópa og talaði um þetta bálvont og æst, eins I og fólk gerir gjarna, þegar svona j stendur á. Séra Drone og nokkrir með i honum voru auðvitað ekki svona margorðir um þetta, og sögðu, að ■ þarna væri ýmislegt að taka til- lit til, og vitanlega væru tvær hliðar á hverju máli. En flestir vildu á engar skynsamlegar for- tölur hlusta. Ég held jafnvel, að sumir hafi verið hræddir. Þvi, sérðu til, þegar skip sökk svona síðast -r- oða kannske næst siðast — hafði einn maður drukknað, og þetta gerði fólk auðvitað órólegt. Nú, hvað er þetta? Var ég virkilega ekkert búinn að segja um dýptina á Wissanottivatninu? Nei, auðvitað hélt ég, að þið viss uð um hana, og náttúrlega er vatnið sumstaðar svo sem nógu djúpt, enda þótt ég haldi nú, að þarna á þessum slóðum, sem skip ið var nú, yrði vandfundið sex feta dýpi eða meira. Já, vitan- lega var ég ekki að tala um skip, sem sekkur úti á reginhafi, tak- andi með sér herskara af vein- andi fólki niður í kolgræn undir djúpin. Nei, hjálpi oss vel, ekk- ert því líkt! Slíkt skeður hvort sem er aldrei á Wissanottivatn- inu okkar. En það, sem raunverulega skeður er það, að Mariposa Belle sekkur öðru hverju, en siendur svo bara í botni meðan allt er lagfært. Ef einhver Mariposabúi kemur ofseint þangað sem hann á að * koma, getur vel verið, að hann j afsaki sig með þvi, að skipið hafi J sokkið undir honum, og þá skilja ! það allir og taka það gilt. Þannig er mál með vexti, skil j urðu, að þegar Harland & Wolff byggðu hið góða skip, skildu þeir eftir nokkrar opnar rifur milii borðanna í byrðingnum, og svo eru þær rifur fylltar upp með tvisti á hverjum sunnudagi. Ef þetta er látið undir höfuð leggj- ast, sekkur skipið. Það er bein- línis siðaregla þarna um slóðir, að gufuskip eins og Mariposa Belle skuli jafnan vera forsvaran — Ég aðvara þig strákur. Láttu mig ekki aftur sjá þig eyða tim- anum í að mála myndir! Farðu að sofa! Seinna um nóttina . . . — Herra Trail! Herra Trail! lega „diktuð“ — eins og fræði- menn á þessu sviði orða það — á hverju sumri, og svo eru um- sjónarmenn, sem ferðast um öll héruðin og líta eftir, að þessi regla sé í heiðri höfð. Þá geturðu betur skilið — þeg ar ég er búinn að útskýra þetta svona vel — hneykslun fólksins er það varð þess vísara, að skip ið var orðið óþétt, og að allur mannskapurinn yrði kannske að dúsa á einhveri flúðinni eða rif- inu meiri hluta nætur. Og ég segi ekki einu sinni, að þetta hafi verið allskostar hættu laust, að minnsta kosti er mað ur ekki með neina sérstaka ör- yggistilfinningu, þegar skipið stendur fast á hverjum hundrað metrum og líti maður yfir borð- stokkinn, er ekkert að sjá nema kolsvart vatnið í náttmyrkrinu. Öryggi! Núna, þegar ég fer að hugsa um það, er ég ekki viss um, nema þetta sé bara verra en að sökkva i Atlantshafið. Þar hefur maður þó að minnsta kosti loft- skeytasamband og auk þess heila glás af skipsþjónum og vönum sjómönnum. En á Wisanottivata- inu, þegar maður er kominn svo langt út, að rétt grillir í Ijósin x bænum — og skrúfan verður stopp — og maður heyrir hvissið í gufunni, sem þeir hleypa út til þess að afstýra ketilsprenginu — og þegar maður snýr augunum frá glóðarbjarmanum frá kyndi- stöðinni og út í kolsvart myrkrið — og næturvindurinn er farinn að ýlfra í sefinu — og maður sér nokkra menn fara upp í brúna til að senda upp neyðarblys. Ör- yggi, segirðu!? Það geturðu sjálf ur átt, en hvað mig snertir, þá lofaðu mér að fara beint heim í Mariposa undir næturskugga hlynanna, og látum þetta verða í siðasta sinn sem ég hætti mér út á Wissanotivatnið! Já, öryggi og hættuleysi! Er það ekki skrítið, hvað hættulaus annarra manna ævitýri sýnast, eftir að þau eru um garð gengin. En þú hefðir svei mér líka orðið hræddur, ef þú hefðir verið þarna rétt áður en skipið sökk, og séð þegar þeir voru að kjótla öllu kvenfólkinu upp á efsta þilfar. Ég skil aldrei hvað sumir þarna gátu verið rólegir í tíðinni; hvern ig hr. Smith, til dæmis, gat hald ið áfram að reykja og segja hverjum, sem hafa vildi, frá því þegar skipið sökk undir honum á Nipissingvatninu forðum og ann að ennþá stærra skip seinna á Abbitibbivatninu. Og þá — allt í einu — skalf skipið og sökk. Maður gat fundið það sökkva — dýpra — dýpra nú hvað er þetta, ætlaði það aldrei að komast til botns? Vatnið var komið í hæð við neðra þilfarið — en þá guði sé lof — hætti það að sökkva, og þarna lá Mariposa Belle heil á húfi á einu rifinu. Svei mér ef sumir fóru ekki bara að hlæja. Þetta var svo skrítið, og ef maður hefur hug- rekki til að bera, þá hlær maður bara að hættunum. Hætta! Ja, svei! Slúður! Allir virtust taka undir þetta. Þetta er ekki ann- að en smáviðburður, sem er jafn nauðsynlegur í svona ferð og pip arinn er í plokkfiskinn. SUlItvarpiö Laugardagur 20. ágúst 8.00—10.20 Morgunútvarp (Bæn. — 8.15 Tónleikar — 8.30 Fréttir — 8.40 Tónleikar — 10.10 Veðurfr.). 12.00 Hádegisútvarp. (12.25 Fréttir og tilkynningar). 1250 Oskalög sjúklinga (Bryndís Sig- urjónsdóttir). . 14.00 Laugardagslögin. (Fréttir kl. 15.00 og 16.00). 16.30 Veðurfregnir. 19.25 Veðurfregnir. 19.30 Tilkynningar. 20.00 Fréttir. 20.20 Smásaga vikunnar: ..Seinna bréf ið“ eftir Helga Hjörvar (Höf. Jes). 20.55 Atta frægir tenórsöngvarar syngja óperuaríur: Enrico Caruso, Beniamino Gigli, Jan Peerce, Giu seppe di Stefano, Richard Tucker, Jussi Björling, Cesare Valetti og Mario Lanza syngja. 21.30 Leikrit: ,,Hanastél“, gamanleikur eftir Philip Levine, í þýðingu Olafs Jónssonar blaðamanns. — Leikstjóri Gunnar Eyjólfsson. 22 00 Fréttir og veðurfregnir. 24.00 Dagskrárlok.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.