Morgunblaðið - 20.08.1960, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 20.08.1960, Blaðsíða 5
Laugardagur 20. ágúst 1960 MORCXJ'NBLAÐIÐ 5 FYRIR skömmu síðan var * stofnaður sjóður í Ólafsfirði, 7 er skyidí varið til byggingar vaentanlegs elliheimilis á staðn um. Stofnandi sjóðsins er frú Jónína Sæborg, sem lagði fram um 28 þús. kr. til minningar um eiginmann sinn, Evan Sæ- borg, en hann lézt á sl. vori. Við hittum frú Jónínu að máli sl. þriðjudag, daginn áð- ur en hún hugðist fljúga til Ósló, en þar hefur hún verið búsett síðan 1913. Frú Jónína er enn létt á fæti og létt í lund, þó komin sé yfir sjötugt, og talar íslenzku með ágætum. — Þér eruð ættuð að norð- an, Jónína? — Já, ég er fædd í Ólafsfirði og þar ólst ég upp til 9 ára aldura. Þá var faðir minn, Björn Guðmundsson, kosinn hreppstjóri í Grímsey, og var ég þar í nókkur ár. 14 ára gömul fór ég til Akureyrar til að vinna fyrir mér. Á Akur- eyri kvnntist ég eiginmanni minum, Even, sem vann um þær mundir við að setja upp vélar í síldarverksmiðjuna í Krossanesi. Við giftum okk- ur 1913 og stofnuðum heimili í Ósló. Þar hef ég nú búið i 47 ár og þar búa börnin mín þrjú og barnabörnin fimm. — Það hefur verið fátítt í þá daga að íslenzkar stúlkur settiust að erlendis? — Já, heldur. Þetta var þó ekki mín fyrsta sigling, ég var eitt ár i Kaupmannahöfn og lærði þar hússjórn. Þegar ég kom aftur til Akureyrar, setti ég á stofn Hótel Akureyri. Er mér óhætt að scgja, að ég hafi verið fyrsta konan hér á landi, sem fékkst við hótelrekstur. — Eg hef heyrt að hús ykk- ar hjóna hafi ætið staðið opið öllum íslendingum? — Já, það hafa margir hcim sótt mig, mér til gleði og ég vona þeim til gagns og ánægju. Ég hef alltaf haft samband við ísland í gegnum þessar heim- sóknir. Auk þess hef ég kom- ið til íslands fjórum sinnum eftir að ég gifti mig, til dæmis var okkur hjónum boðið hing- að árið 1955 af stúdentum og ættingjum. Ferðin var eins dá- samleg og hægt er að hugsa sér, Even var mjög hrifinn af islandi og öllu íslenzku, yar meira að segja byrjaður að læra málið. — Hvað vilduð þér segja mér um tildrög að stofnun sjóðsins í Ólafsfirði? — Hugmyndina fékk ég ár- ið 1939, er ég var þar á ferð og hitti aldraða foreldra mína, bláfátæka, þar sem þau bjuggu í litlum skúr. Þá sá ég hve þörfin fyrir elliheimili í bænum var mikil. Svo loks- ins í sumar dreif ég mig norð- ur með ýmsa muni, sem ég seldi, og Iagði andvirðið í stofn sjóð, að viðbættri peningagjöf, og vona ég að það megi verða eir.hverjum til blessunar. — Það er alltaf gaman að koma heím, sagði frú Jónína að lokum. Nú er ég búin að vera hér í 7 vikur, mér til mikillar ánægjui. Ég vildi nota tækifærið til að senda kveðj- ur til allra ættingja og vina, og með þökk fyrir frábærar móttökur. — Líklega verður þetta mín síðasta ferð hingað, en það er þó ómögulegt að segja, bætir Jónína við um leið og hún kveður. Sá unaður, sem getur bætt þjáningar ástarinnar fyrirfinnst ekki. — Saint Evremont. Ástin er konunni i senn unaSsleg og hættuleg. Konan leggur álla lifs- bamingju sína á vald ástarinnar, og ef illa fer, verður framtíðin lienni aðeins döpur minning þess líðna. — Byron. I ástum efast maður oft um það, sem maður hefur mesta tilhneigingu til að trúa. — Stendahl. Söfnin Listasafn Einars Jónssonar, Hnit- björgum, er opið daglega frá ki- 1.30 til 3.30. Þjóðminjasafnið: — OpiO sunnudaga kl. 1—4, þriðjudaga, fimmtudaga og laugardaga kl. 1—3 Arbæjarsafn: Opið daglega nema mánudaga kl. 2—6 e.b. Náttúrugripasafnið: — Opið á sunnu- dögum kl. 13:30—15, og þriðjudögum og fimmtudögum kl. 14—15. Eimskipafélag íslands h.f.: — Detti- foss fer frá Reykjavík í dag til Hólma- víkur. — Fjallfoss fór fró Rotterdam i gær til Stettin. — Goðafoss er á leið til Hull. — Gullfoss fer frá Kaupmh. á hádegi í dag til Reykjavíkur. — Lag- arfoss fór frá Húsavík í gær til Þórs- hafnar. — Reykjafoss er á leið til Rvíkur. — Tröllafoss er í Rvík. — Selfoss er á leið til Rvíkur. — Tungu- foss er í Ventspils. Skipaútgerð ríkisins: — Hekla fer frá Rvik í kvöld kl. 18 til Norðurlanda. — Esja kemur til Siglufjarðar í dag. — Herðubreið er á Vestfjörðum. — Skjald breiO er á leið vestur um land til Ahureyrar. — Þyrill er á leið til Rvík. — Herjólfur fer kl. 13 frá Vestmanna- eyjum til Þorlákshafnar og aftur í kvöld frá Vestmannaeyjum til Rvíkur. H.f. Jöklar: — Langjökull er í Riga. •- Vatnajökull er 1 Reykjavík. Hafskip h.f.: — Laxá er í Riga. Elliheimilið: — Guðsþjónusta kl. 10 árdegis. — Heimilispresturinn. Eimskipafélag Reykjavikur If.f.: — Katla er í Leningrad. — Askja er væntanleg til Vadsö í dag. Skipadeild SÍS: — Hvassafell er á leið til Fáskrúðsfjarðar. — Arnarfeíl er á leið til Austur-Þýzkalands. — Jökul- fell fer í dag frá Moss til Gautaborg- ar. — Dísarfell er á Blönduósi. — Litlafell fór í gær frá Rvík til Vest- fjarðahafna. — Helgafell kemur í dag til Aabo. — Hamrafell er í Rvík. Loftleiðir h.f.: — Leifur Eiríksson er væntanlegur kl. 6:45 frá New York. Fer til Osló og Helsingfors kl. 8:15 og kemur þaðan kl. 01:45 og fer til New York kl. 03:15. — Edda er væntanleg kl. 19:00 frá Hamborg, Kaupmh. og Gautaborg. Fer til New York kl. 20:30. Flugíélag íslands hf.: — Millilanda- flug: Hrímfaxi fer til Oslóar, Kaupmh. og Hamb. kl. 10:00 í dag. Væntanlegur aftur kl. 16:40 á morgun. — Gullfaxi fer til Glasgow og Kaupmh. kl. 08:00 i dag. Væntanlegur aftur kl. 22:30 í kvöld. Fer sömu leið kl. 08:00 í fyrra- málið. — Innanlandsflug í dag: Til Akureyrar (2 ferðir), Egilsstaða, Húsa- víkur, Isafjarðar, Sauðárkróks, Skóga- sands og Vestmannaeyja (2 ferðir). — A morgun: Til Akureyrar (2 ferðir), Isafjarðar, Siglufjarðar og Vestmanna- eyja. Pan American flugvél kom til Keflavíkur í morgun frá New York og hélt áleiðis til Norðurlanda. Flugvélin er væntanleg aftur annað kvöld og fer þá til New York. JÆJA, þá er maöur loksins kominn til Siqlufjaröar. Þaö er landlega, enda laugardagur eöa réttara sagt laugardagskvöld. Eg er nýkominn hingaö. Viö lögöum af staö úr bœnum upp úr hádeginu, ég og Maggi Matt (þiö hljótiö aö þekkja hann Magga, hann er meö blátt ör á nefinu, svaka gœ% á rauöum fólksvagen). Viö brenndum í skothvelli upp í Fornahvamm. Þaöan beint hingaö. Viö nenntum ekki aö koma viö á Króknum. Maggi lét sig hafa þaö aö svelta, enda át hann þau ósköp í Fornahvammi. Og nú erum viö staddir viö einn af pylsuvögnum bcejarins og horfum á ungviöiö heimta mat sinn og engar refjar. (Þetta var ofsalega vel sagt hjá mér. Eg heföi bara þurft aö hafa segulband, eins og Stefán hjá útvarpinu). Hér stendur viö hliö mér ungur maöur á skyrtunni einni saman, ■— og svo auövitaö buxum aö neöan. •— Gott kvöld, segi ég. Þú ert aö fá þér pylsu. ■— O, þaö er nú ekki svo vel, maöur. •— Nú. Ertu kannski búinn aö boröa hanaf -— Búinn. Nei, þaö geturöu bölvaö þér upp á. ■— Þú ert auðvitaö aö vinna í síldinni. ■— Síldinni. Nei. Ööru nœr. —-■ Og hvernig líkar þér svo lífiö hér á Siglufiröif -— Lífiö. Svaka gaman, maöur. Annars stungu helviskir gœjarnir mig af í gær. Þeir hafa líklega brennt beina leiö heim meö skvísurnar. — Og hvaö hefir þú nú helst fyrir stafnif —■ O, maöur hefur djammaö þetta á Höfninni. 0 so t bröggonum. Þaö er búiö aö loka Ríkinu, maöur. ■— Tíu pulsur meö sinnepi! kallar ógurlegur jdki og ryöst aö vagninum. Meöan pylsumaöurinn er aö afgreiöa höföingjann, dettur mér í hug aö leggja fyrir hann nokkrar spurningar. Gott kvöld, segir ég. Eg er ekki frá útvarpinu. — Hvernig ganga síldveiöarnarf Höfðingjanum var nefnilega þaö vel í skinn komiö, að hann heföi getaö gert út tugi síldarbáta. — Þaö er góöur bissness hjá mér, sagöi hann • og leit á mig hlutlausum augum, sljóum. ■— Jœja, mikil sild í dagf spyr ég. — Helduröu, aö sé nokkur bissness að veiöa sild. Eg hef nýjustu íssjoppuna í bœnum. Mínar vélar eru mest mód- erne og ..... V iðtæk javinnustof an Er nú á Laugavegi 178. ATHUGIÖ/ að borið saman við útbreiðslu er langtum ódýrara að auglýsa í Morgunblaðinu en í öðruip blöðum. — Dömur — Dömur ÍTSALA Tækifæriskaup á smekklegum kvenfatnáði. hjá BÁRU Austurstræti 14. Trésmiðir — Bólstrnrnr Af sérstökum ástæðum er til sölu nú þegar húsgagna- verzlun á góðum stað í bænum. Tilboð merkt: „Strax — S45“ leggist inn á afgreiðslu blaðsins fyrir 24. þ. m. Óska eftir að fá keypt kjötsög, áleggshníf, kæliborð og flelri áhöld sem tilheyra kjötverzlun. Úpplýsingar i síma 19155 á mánudag. Starf lœknis við heilsuhæli Náttúrulækningafélags íslands í Hvera gerði er laust til umsókna. Frestur til 20. september. Upplýsingar hjá Úlfi Ragnarssyni lækni í Hvera- gerði og frú Arnheiði Jónsdóttur, Tjarnargötu 10C. Sími: 14768. Hefi opnað trésmíðavinnustofu í h.f. Dvergasteini við Norðurbraut Hafnarfirði. Tek að mér smíði á alls konar innréttingu. MAGNCS NIKULÁSSON — Sími 50407. Skrifstofus túlka Verkfræði- og innflutningsfyrirtæki óskar að ráða sem fyrst stúlku til skrifstofustarfa. Stúdents- eða Verzlunarskóiamenntun áskilin. Laun eftir samkomu- lagi. Tilboð sendist Mbl. merkt: „Skrifstofustörf — 812“. OKKIJR VANTAR vélamann í trésmiðju vora. Timburverzlun Árna Jónssonar & Co. h.f. Laugavegi 148. 500 - 700,000 kr. Húseign við Laugaveg óskast. Útborgun 500— 700.000 kr. Upplýsingar í síma 24680. & Bílkrani til leigu hifingar, ámokstur og gröft. Sími 33318. Jarðýta til leigu Vélsmiðjan BJARG Höfðatúni 8. Sími 17184.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.