Morgunblaðið - 29.05.1962, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 29.05.1962, Blaðsíða 3
ÍÞriSjUdagifr 23. iuai 19G2 MORCVtiBL AÐIÐ Um borð í þyrlunni gat Carpenter rétt úi sér eftir þriggja stunda bið í gúmmíbátnum. AKRANESI, 28. maí: — Hingað bárust í dag 4700 tunnur af síld af 5 bátum. Aflahæstur var Sikírnir með 1600 tunnur. Þá Guðrún Þorkelsdóttir frá Eski- firði með 1100, Höfrungur I 1000 Höfrungur II 800 og Haraldur 200. Þeir veiddu síldina suður af jökli. Landa þeir í þrær síld- ar- og fiskimjölsverksiniðjunnar sem staðið hafa tómar í tæpa viku. Bræðsla er þegar hafin í verksmið j unni. Hásetahlutur á Skagfirðingi, aflahæsta bátnum hér á vertíð- inni á línu og netum er 44,310 kr. ÞAÐ var beðið með eftirvænt- ingu víða um heim eftir að vit að var að geimskip Carpenters var lent í sjónum síðdegis s.l. fimmtudag að loknum þremur hringferðum umhverfis jörðu. Á niðurleiðinni rofnaði allt samband við geimskipið vegna hitahjálms, sem mynd- ast umhverfis það af loftmót- stöðunni. Vitað var að geim- skipið var ekki á réttri stefnu til jarðar og að það mundi lenda á sjónum um 320 km. frá ákvörðunarstað. En eftir að geimskipið var lent heyrð- ist ekkert frá því og var því ekkert vitað um líðan Car- penters. Það var ekki fyrr en um þremur stundarfjórðungum eftir að geimskip Carpenters var lent að það fannst. Hafði bandarisk flotaflugvél heyrt í sjálfvirku senditæki geim- skipsins og miðað út stöðu þess. Þegar komið var á vett- vang var Carpenter kominn í gúmmibát geimskipsins við skipshlið Tveir hjúkrunar- menn úr flotanum vörpuðu sér niður til Carpenters í fall- mmmm Annar hjúkrunarmannanna veifar til þyrlunnar úr björgunarbáti Carpenters. Geimfarinn situr í miðju og snýr baki í þyrluna. Til vinstri er geimskflpið „Aurora 7“. mér viðvíkur er ég reiðubú- inn til að fara í tveggja vikna geimferð", sagði hann. sagði hlif og höfðu með sér gúmmí bát. Ekki þurfti geimfarinn þó á aðstoð að halda, því hann var við beztu heilsu. Þyrlur voru nú sendar til að sækja Carpenter. Fluttu þær hann um borð í flugvéla- móðurskipið Intrepid, sem aftur flutti geimfarann til Grand Turk eyju í Bahama eyjum. Á sunnudag mætti Carpent- er á fundi imeð fréttamönnum á Canaveral'höfða og var hinn hressasti. Sagði hann að hring ferðirnar þrjár umhverfis jörðu hafi að vissu leyti alls ekki verið ósvipaðar strætis- Carpenter á leið upp í þyrluna, sem flutti liann um borð Franskl herskip í heimsókn KL. 8 í gærmorgun kom franska freygátan Commandant Bourdais til Reykjavikur og lagð ist að Ægisgarði. Er herskipið fylgdarskip franska fiskveiði- flotans á hinum ýmsu fiskimið- um á Norður-Atlantshafi og kemur frá miðunum við Græn- land og Labrador. Oommandant Bourdais er 1620 smálestir að stærð, og um 100 m. á lengd. Skipherra heitir Winter. Á þriðjudagskvöld kl. 9 munu skipverjar af hinu franska her- skipi keppa við Val í knatt- spyrnu á Melavellinum. Á mið- vikudagsmorgun leggja þeir blómsveig á minnismerkið um franska sjómenn, er farizt hafa við íslandsstrendur í Fossvogs- kirkjugarði. Skipið fer á mið- vikudagskvöld. Finnbogi kom of seint. ÞAÐ vakti athygli á kjörstað í Kópavogi á sunnudagskvöldið, að kl. liðlega 11, rétt í þann mund sem kosningu var lokið, kom Finnbogi Rútur Valdimars son til að kjósa, en varð of seinn og varð að snúa frá. Kona Finnboga, Hulda Jakobsdóttir kaus aftur á móti snemma, eins og skýrt var frá í aukablaði Mbl. á kosningadaginn. Einu sinni áður hefur Finn- bogi orðið af að nota atkvæðis- rétt sinn. Það var í allsherjar- atkvæðagreiðslu um kaupstaðar málið. Þá var hann á kjörstað, en gleymdi að kjósa fyrr en of seint. 4700 tunnur STAKSTEIHAR Mesti sigur Sjálfstæðis- manna í Reykjavík Þegar litið er á úrslit bæjar- og sveitarstjórnarkosninganna í heild geta Sjálfstæðismenn vissu lega verið mjög ánægðir. Mesta ánægju þeirra hljóta þó úrslitin í Reykjavik að vekja, sem óhætt er að segja, að séu stærsti sigur Sjáifstæðismanna i höfuðborg- inni. Að visu fengu Sjálfstæðis- menn nú einum borgarfulltrúa færra en við síðustu borgar- stjórnarkosningar, þegar fulltrú um þeirra fjölgaði úr 8 í 10. En þau úrslit voru ekki fyrst og fremst sigur Sjálfstæðisflokks ins, heldur ósigur vinstri stjórn arinnar. 1 kosningabaráttunni fyrir þessar kosningar lögðu Sjálf- stæðismenn alltaf áherzlu á, að þeir væntu þess ekki, að vin- sældir núverandi rikisstjómar og borgarstjómar dygðu þeim eins vel og óvinsældir vinstri stjórnarinnar 1958. Sjálfstæðis- menn fengu nú sinn stóra sigur í höfuðborginni vegna eigin verka, en ekki óþurftarverka ann arra, og því hljóta úrslitin nú að vera þeim jafnvel meira fagn aðarefni en úrslitin 1958, þótt þau hafi vissulega verið ánægju leg vegna þess einróma van- trausts á vinstri stefnuna, sem þau sýndu. Loks hljóta Sjálfstæðismenn að fagna því mjög, að flokkur þeirra bætti við sig nær 3000 atkv. frá síðustu alþingiskosn- ingum, sem em að mörgu leyti eðlilegri mælikvarði en bæjar stjórnarkosningarnar 1958. Framsóknarmenn unnu á En einnig úti um Iand geta Sjálfstæðismenn verið ánægðir með kosningaúrslitin. Þeir héldu meirihluta sínum í Vestmanna- eyjum, Sauðárkróki og Ólafs- firði, en misstu hins vegar meiri hluta sinn í Keflavík, sem þeir unnu í hinum óvenjulegu kosn- ingum 1958. Auk þess juku þeir verulega fylgi sitt í Hafnarfirði og Kópavogi og unnu meiri- hluta í nokkrum kauptúnahrepp um. En ekki er óeðlilegt, að fram sóknarmenn gleðjist nokkuð yf- ir úrslitunum, þar sem þeir unnu nú nokkra nýja bæjarfulltrúa og juku vemlega fylgi sitt frá sáð- ustu bæjarstjórnarkosningum. Ástæðurnar til þessa em senni- lega fyrst og fTemst þær, að Framsóknarflokkurinn hefur ver ið í stjómarandstöðu og þeir, sem af •inhverjum ástæð- um eru ekki að öllu leyti sam- mála núverandi ríkisstjórn, hafa frekar greitt Framsóknarflokkn um atkvæði sitt en kommúnist- um. Sé hins vegar borið saman við þingkosningarnar 1959 sést þó, að Framsóknarflokkurinn hef ur ekki bætt við sig neinu vem legu atkvæðamagni. Minnkar jafnt og þétt Fylgi kommúnista minnkar nú jafnt og þétt. I Reykjavík töp- uðu þeir hátt á sjötta hundrað atkvæða frá síðustu borgar- stjórnarkosningum og á fimmta hundrað atkvæða frá síðustu al- þingiskosningum. Einnig misstu þeir meirihluta sinn í Kópavogi og töpuðu fulltrúa á Siglufirði, en juku hins vegar fylgi sitt á Akureyri. Hvað Alþýðuflokkinn áhrær- ir má vitna til orða aukablaðs Alþýðublaðsins í gær, sem segir: „úrslit kosninganna hafa orðið Alþýðuflokksmönnum mikil von brigði“. Sennilega gera flestir ráð fyr ir, að Þjóðvarnarflokkurinn hafi við þessar kosningar fengið sitt dánarvottorð undirritað, og um framboð „óháðra bindindis- manna“ má segja, að það hafi verið andvana fædd tilraun, sem enga hugmynd gefi um raunvetu legt fylgi bindindishugsjónarinn ar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.