Morgunblaðið - 29.05.1962, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 29.05.1962, Blaðsíða 22
22 MORG tJ N lit.A&lÐ feríífiuiaáguí 291 rtiaí 19021 MÞRÓTTMR Tvo mork i öilum leikjunum — íslandsmótið hófst á 3 stöðum á laugardag lSLANDSMÓTH) í knattspyrnu hófst á laugardag á þremur stijó- um á landinu. í Reykjavík léku Fram og Akureyri og vann Fram með 2—0. Á ísafirði léku ísfirð- ingar og KR og unnu KR-ingar með 2—0 og loks léku á Akra- nesi Akurnesingar og Valsmenn og skildu jafnir 1 mark gegn einu. Leikur Fram og Akureyrar í Reykjavík boðaði engin tímamót í knattspyrnuiníni. Fram hafði all »n tímann undirtökin í leiknum og vann vel verðskuldaðan sigur. Það virðist eins og Akureyringar séu ekki í útJhaldsþjálfun. Á ísafirði áttu íslandsmieistar- ar KR í erfiðleikum lengd vel. Er 80 mín. voru af leik stóð 0—0 en á síðustu 10 mánútunum tókst KR-ingium að skora 2 mörk og tryggja sér þannig dýrmætan sigur. Við segjum dýrmsetam því það getur hent bezta lið að fara á vöil úti á landi og tapa, einkum þar sem vallarástæður eru eíkifci betri en þær gerast á ísafixðL Á Akranesi áittust við Akur- nesingar og Valsmenn. Þeirri viðureign lauk með 1—1. Etftir þau úrslit virðist sem það geti leikið á ýmsu hver æðstu verð- laun fær í fyrstu deild. Annars var dagurinn fyrir kosninar ekki heppilega valinn fyrir mótsbyrj- un. Og það má m. a. sjá á þessum skrif'um. w ' ' +, ■WKJW'VV v Einar markvörður kastar sér án árangurs. Hallgrímur í færi en Einar fær varið Keflavík vann 5:0 Keflavíkurflugvelli, 28. maí. ÍBK—ÍRH 5:0. STÓRSIGUR Keflavikur yfir Hafnarfirði 1 2. deild var fyiii- lega verðskuldaður. Að vísu má segja að Hafntfirðingar hafi verið óheppnir að skora ekki tvisvar hjá Keflavík þegar Árni bak- vörður hreinsaði á Mnu. Þá má einnig benda á ótalmörg tæki- færi Keflavíkur, þegar skotfimin brást fyrir opnu marki. ÍBK lék undan strekkingsgolu 1 fyrri háltf leik og þegar á 2. mínútu skor- aði Jón Jóhannsson fyrsta mark ISABELLA kvensokkar eru viðurkenndir fyrir endingu og útlitsfegurð ISABELLA lækkar sokka-kostnaðinn Fást í tízkulitum í verzlunum um allt land. Keflavíkur. Högni skoraði 30 rniín. síðar og Sigurður Alberts- son bætti 3. markinu við, eftdr góða sendingu frá Einari Magn- ússyni. Á 13. mínútu háltfleiks var þessu snúið við. Þú skoraði Einar eftir sendingu Sigurðar og Einar skoraði einnig 5. mark Keflavíkur eftir góða samvinnu við Jón miðherja. í liði ÍBK áttu Sigurður Albertsson mjög góðan leik og einnig var Högnd dugleg- ur að skipuleggja sókn KetfLvák- inga. Hinn umgi Einar Magnús- son lofar góðu, en hiættir þó við að vera einum otf nettur í send- dnigum sínum. Það voru möng ný andlit í liði Hafnarfjarðar. I liðinu virðast vera margir efnilegir einstakling ar, en liðið í heild náði ékki svo vel saman, að það réði við braða Kefivíkimga. — Þ. Þ. Eg barðl og barðl - það er dsjálfrátt — sagði Griffith hnefaleikamaður „EG BARA hélt áfram að berja. Þegar maður nær mótherja sín- um út að kaðli, slær maður og slær, unz dómarinn kemur og skerst í leikinn". Með þessum orðum lýsti Emile Griffith hinni örlagaríku 12. lotu í hnefaleikakeppni hans og Cubu mannsins Parets, en eftir þann leik lézt Paret og vabti dauði hans mikla öldu um heim allan gegn linefaleikum. Bandarikja- menn vilja rannsaka þetta dauðs fall og nú standa réttarhöld vegna leiksins og Griffith var í réttinum í gær. Griffith viðurkenndi að þeir Paret hefði lent í Orðasennu fyr- ir leikinn er þeir voru vegnir, og 'hefði legið við slagsmálum þá þeirra á milli. En er hann var spurður Ihvort þessi senna hefði átt þátt í hinum örlagaríku högg um hans 1 kappleiknum, svaraði hann. „Nei. Þetta gerizt sjálfkrafa. Höggin bara dynja. Þegar mað- ur veit að maður hefur tök i mótherjanum fyrir framan sig þá bara dynja höggin“. Griffitíh vildi ekki leggja sök á dómarann Goldstein, en hann hetfur mengið gagnrýni fyrir að skakka ekki leikinn fyrr. „Hann kom á réttum tima”,_sagði Gritff- ith og allur hans fram/burður var sagður með djúpri, hægri röddu. Og Griffith bætti við: • Það eina rétta Fyrr í réttinum hafði umboðs- maður Parets sagt, að hann hefði æpt ti’l dómarans og beðið hann að stöðva leikinn. Þegar Goldstein kom fyrir rétt, sagði hann. „Eg gat ekki breytt Framhald á bls. 23. - Kosningaummæli Framih. af bls. 2. suma kaupstaðina, en á móti kemur svo aftur að aðrir stóðu sig betur en ég bjóst við. í heild tel ég útkomuna svipaða. í kauptúnahreppunum er ennþá erfiðara að gera upp útkomuna vegna þess, hve samkosningar eru þar víða. Alþýðuflokkurinn endurheimti meirihluta sinn í Sandgerði og bætti víða aðstöðu sína. Heildarniðurstaða mín er þessvegna sú, að enda þótt ég hefði búizt við betri útkomu á nokkrum stöðum, megi Alþýðu- flokkurinn vel við una.“ Framsóknarmenn „ánægðir meS þessi kosningaúrslit.“ Varaformaður Framsóknar- flokksins, Ólafur Jóhannesson, prófessor sagði: „Framsókriarmenn hafa á- stæðu til að vera mjög ánægðir með þessi kosningaúrslit. Þau sýna, að Framsóknarflokkurinn er í öruggri sókn og hann á miklu og vaxandi fylgi að fagna í kaupstöðum og kauptúnum Hann er nú orð inn næststærsti stj órnmálaf lokk f urinn, eins og á alþingi. Þessi fylgisaukning á þéttbýlu svæð- unum verður flokknum auð- vitað ómetanleg ur styrkur í baráttunni nú á næstunni. Ég vil nota þetta tækifæri til- að þakka fólki fyrir það traust sem það hefur í þessum kosn- ingum sýnt stefnu og starfi Frarrtsóknarflokksins. Það er okkur sönnun þess, að við höf- um barizt fyrir góðum málum og það verður okkur, sem trún- aðarstörfum gegnum fyrir flokk inn, hvatning til að duga sem allra bezt. Á hinn bóginn held ég, að kosningaúrslitin feli í sér aðvörun til ríkisstjórnarinnar og þá sérstaklega til annars stjórn- arflokksins, en út í það fer ég ekki nánar. hér. Að mínum dómi eru kosningar þessar einn ig áminning til þeirra lýðræðis- sinnaðra umbótamanna, sem unnið hafa með kommúnistum í Alþýðubandalaginu. Ég held, að þessi kosningaúrslit sýni, að það er ekki ráðlegt, að stofna til nýrra flokka, eða kosninga- samtaka um einstök málefni eða sérsjónarmið. Hitt er skynsam- legra að þoka sér saman í flokka um meginstefnur, en leggja minni háttar ágreinings- efni til hliðar eða gera út um þau innan flokks á lýðræðisleg- an hátt. Ég hygg að þessi kosn- ingaúrslit séu vottur þess, að á næstu árum verði aðalstjórn- málaátökin hér á landi milli stærstu flokkanna, Framsóknar- flokksins og Sjálfstæðisflokks- ins. Ég vil svo aðeins að end- ingu þakka öllum hinum mörgu, sem unnið hafa að glæsilegum sigri Framsóknarflokksins í þess um kosningum.” „Orusta er töpuð“ Varatform. Þjóðvarnarflokks- ins, Gils Guðmundssoni, sagði: „Það er ótvírætt, að Fram- sóknarflokkurinn er sigurvegar- inn í þessum kosningum. Sjáltf- stæðisflokkurinn heldur að vísiii nokkurn veginn velli, og öðru sinni hafa Reykvíkingar verið svo rausnarlegir að veita hon- um hreinan meirihluta í höfuð- borginni. Þeir sem óttast ofur- vald Sjálfstæðisflokksins hatfa ýmsir bruðið á það ráð að efla stærsta andstöðufloklc hans, Framsóknarflokkinn, og er nú eftir að vita bvernig það kann &ð gefast. Við sem stóð um að Flistanum í Rvík horf- umst í augu við það að orusta er töpuð. Lýðræðissinnaðir vinstri menn, virðast í bili fjær því en áður að leysa sinn pólitíska vanda. En meðan hann er ekki leystur er hætt við, að almenn ingur í þessu landi fái að kynn ast allnáið afleiðingum þess, að flokkur hins óheflaða kapital- ísma, Sjálfstæðisflökkurinn, ráði stefnu jafnt í innanlands- sem utanríkismálum!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.