Morgunblaðið - 29.05.1962, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 29.05.1962, Blaðsíða 20
20 GEORGE ALBERT CLAY: GINA Saga samvizkulausrar konu ------- 67------ Þriðjudagur 29. maí 1962 Sama er mér þó að þú skiptir um elskhuga með hverju tungli. Ég á við, af því að þú fram- seldir Luisu. Reyndu ekki að neita því Gina, sagði hann, þeg- ar hún ætlaði að fara að segja eitthvað. Við höfum aukasam- band við alla síma í borginni, og sízt hefur okkur sézt yfir leynilögregluna og Kempei Tai. Einhver kona hringdi úr skrif- stofu Tekis þetta kvöld og vildi láa handsama Luisu. Hún hafði vit á að leyna nafni sínu, en þessi kona varst þú. Nei, Tim! I>etta er ósatt. Það hefði ég aldrei getað gert. Það hefðir þú vel getað og gerðir líka. Ég hefði nú getað fundið afsökun fyrir þig Gina, hefði þetta verið af hernaðar- ástæðum hjá þér, en það var bara af afbrýðissemi. Þú greipst iþetta tækifæri vegna þinna per sónulegu hagsmuna. Það er það, sem ég get ekki fyrirgefið. Ef þú ert svona viss, hvers vegna fórstu þá að verja mig, Af því að það var aðeins hugs anlegur möguleiki, að þetta hefði verið önnur kona. Og svo átti ég þér líf mitt að launa. Var það þá ekki vegna neins, sem við höfðum átt saman áður fyrr. Ekki vegna þess, sem við vorum hvort fyrir annað forð- um? Ég var búinn að segja þér, að hjá mér er enginn gærdagur til. Ég fullvissa þig um, að ég gerði það ekki! nauðaði Gina. Hann var svo harður og kaldur og kærulaus, að hún var í vand- ræðum að finna ráð til að vinna hann aftur. Hún lagði viðarbút á eldinn gekk síðan aftur fyrir stólinn hans og neri á honum ennið — það hafði Teki þótt svo gott. Hann hreyfði sig, eins og til að afstýra þessu, en hann var þreyttur og fannst þetta þægilegt og róandi. Höfuðið á honum lá á stólbakinu og hann fann hvíld. Ertu ekkert forvitin um enda- lok mannsins þíns? spurði hann loksins. Ekki þegar ég er hjá þér, svaraði hún og var hreykin af hreinskilni sinni. Ég þrái ekki annað í lífinu, Tim. Fái ég alltaf að vera hjá þér, er það mér nóg. Þú áttir einu sinni kost á því. En ég vissi það ekki þá. Ég vissi þá ekki, hvað ég vildi. Þeir dæmdu manninn þinn í aevilangt fangelsi, sagði hann, en þá mundi hann eftir öðru og hrukkurnar í andlitinu dýpk- uðu. Ég held ég hafi aldrei 'heyrt hraustlegri orð en þegar Don Diego sagði: „Dæmið son minn fyrstan manna.“ Hvert fór allt fólkið? spurði hún. Henni var alveg sama um Vicente og hreystiyrði Don Diegos. Hinir saklausu voru fluttir upp í fjöllin, sagði hann. Við verðum komin burt héðan um það leyti, sem þeir ganga aftur til borgarinnar. Þeir, sem hlutu fangelsisdóma eru faldir í her- búðunum okkar. Við afhendum þá réttum yfirvöldum með um- sögnum okkar þegar Ameríku- mennirnir koma. Hvenær verður það, Tim? spurði Gina með ákafa. Hven- ær koma þeir, Tim? MORGUNBLAÐIÐ Tim hló og það var í fyrsta sinn. Ég vildi, að ég vissi það, sagði hann, og ef ég vissi það, yrðir þú síðasta manneskjan, sem ég mundi segja frá því. Hinir voru skotnir. Og það var rangt! æpti hann allt í einu, svo snöggt, að Gina hrökk við. Hann ýtti frá sér ihöndum hennar og gekk fram fyrir eldinn og skugginn hans gekk með honum á veggnum, svo að þarna voru tveir menn í senn og hvorugur þeirra kærði sig um Ginu. Það var rangt! Við höfðum ekkert vald til að dæma 'þá. Við hefðum átt að halda áfram eins og að undanfórnu. Ameríkumennirnir hefðu unnið þetta miklu betur. Hversvegna gerðirðu það þá? Guð minn góður, Gina. Hann snarsneri sér við. Þú heldur vonandi ekki, að ég hafi staðið fyrir þessum réttarhalda-skrípa leik? Auðvitað átti þetta fólk refsingu skilið, en bara ekki fyrr en hægt var að prófa það á réttan hátt fyrir reglulegum dómstóli. Við erum ekki annað en útileguflokkur í fjöllunum og þegar við drepum menn, er það ekki réttlæti heldur morð. Nei, Tim, reyndi hún að segja, en hann vildi ekki hlusta á ihana. Hann stikaði fram og aft- ur um gólfið, ýfði hárið á sér með fingrunum og lokaði aug- unum, rétt eins og hann vildi ek'ki sjá það sem fyrir þau bar. Ég reyndi að afstýra því, sagði hann. Guð má vit.a, að ég reyndi það, en árangurslaust. Þetta eru grimmir menn, sem hafa séð blóð renna, árum sam- an. Þeir hafa annað hvort orðið að drepa eða drepast. Ég gat ekki haft hemil á þeijn lengur. Skilurðu það ekki? Þeir voru orðnir ræningjar og morðingj- ar, þegar ég tók forustuna fyrir þeim. Þeir voru til skammar og forsmánar fyrir hvern almenni- legan Filipseying. Og ég gerði úr þeim her. Gerði bá að tákni vonar og frelsis. Hann fleygði sér á rúmið og Gina gat heyrt, að hann bylti sér til og frá. Mér finnst þetta ekki rétt hjá þér, Tim, sagði hún rólega. Ég ■held, að skæruliðarnir haldi virðingu sinni, og þegar fólk átti skilið að deyja. Það voru áreiðanlega sak- lausir innan um, sagði hann. Blóðþorstinn og æsingurinn vildi ekki láta okkur hlusta á þá, en ég veit alveg, að þeir voru ekki allir sekir. Hversvegna hvílir þú þig ekki? flýtti hún sér að segja. Ég verð að fara eftir svo sem klukkutíma, Gina, og ætti að hvíla mig. Þú ættir að fara. En Gina gat ekki farið. Hann þarfnaðist hennar svo mjög. Hann var svo áhyggjufullur og órólegur, að þessvegna kvaldi hann sjálfan sig með röngum ásökunum. Hún sat á rúminu fyrir fram- an hann og aftur neri hún hægt á honum ennið, en þegar hann greip hendi til að stöðva það, sá hún í fyrsta sinn, að önnur var öll skökk og visin, svo að honum var ekkert gagn í henni, en hún spurði einskis. Svo renndi hún hendinni inn undir skyrtuna hans og strauk um axlir hans og brjóst, eins og hann hafði kennt henni að gera endur fyrir löngu, þegar þau lifðu í öðrum heimi, sem nú var næstum gleymdur þeim báðum. Hún fann stóru örin á brjóstinu á honum, og þá sagði hann, án þess að hún spyrði: Þetta er eftir vinina þína ,þegar ég var í fangelsi hjá þeim. Og við hryllinginn, sem greip hana, minntist hún Marios, og rak upp hljóð og lagðist ofan á hann og þrýsti vörum sínum að hans vörum. Elskaðu mig, Tim, bað hún. Ég á enga ást handa þér. Æ, gerðu það, Tim. Hún kyssti hann aftur og vildi ekki sleppa honum, og hann var eins og máttlaus í höndum hennar, kærulaus og úrvinda af þreytu, og svaraði á engan hátt atlotum hennar. Tim, Tim, þú hlýtur að eiska mig. Þú getur ekki gleymt mér. Og hún hélt honum enn fastar og þegar hann svaraði engu, færðist ástríða hennar enn í aukana og hún þuklaði hann all- an, þangað til hún var komin í æsing eins og kona, sem finnur til ástríðu í fyrsta sinn, og loks fann hún, að hann var einnig orðinn æstur og ástríðufullur og vildi gleyma hryllingnum, sem hann hafði svo nýlega verið haldinn. Teki majór hafði lagt réð sín vandlega — en seint. Hann hafði klukkustundum saman vit að, að eitthvað var á seyði og þegar skýrslurnar bárust skrif- stofu hans um, að hver maður- inn eftir annan væri horfinn, fór hann að leggja saman tvo og tvo unz. honum var fyllilega ljóst, hvað var að gerast, en ekki hvar það var að gerast. Út- varðarstöðvar fóru að tilkynna í síma, um sólaruppkomu, að menn hefðu hitt dauðlúið fólk á veginum, sem skýrði frá at- burðunum, sem það hafði orðið vitni að, en enginn vissi hvar. Smámsaman tók þetta að taka á sig mynd og þegar fregnir bárust um skothríð — líklega frá aftökusveit — rétt hjá sveita setri de Aviles, vissi hann hvern ig allt var í ppttinn búið. Hann flýtti sér með hraða, sem aðeins leynilögregla getur -fengið út úr þýlyndum hermönn um og þegar hann nálgaðist dyrnar á búgarðinum, lét hann umkringja húsið, svo að enginn gat haft von um að komast út. Gina opnaði augun og sá, að hann stóð við rúmið, og hún reis upp, svo að teppið féll nið- ur um hana og’ brjóstin voru nakin. Hún lét fallast aftur og breiddi út faðminn, eins og til að vernda Tim með nöktum lík- ama sínum. En þá æpti hún af gleði, því að hún fann nú, að þama var enginn Tim. Þú ert enn lifandi, sagði Teki feginn. Ég var hræddastur um, að þú værir það ekki lengur. Gina hélt að sér teppinu. Það var erfitt að vakna til meðvit- undar. Teki... .ég.... Ég veit, hvað gerðist, Gina. Ég veit meira að segja, hvernig þeir rændu þér að heiman frté þér. En nú er þér óhætt. Ég er hjá þér. Já, nú er mér óhætt, sagði Gina og brosti. O, Teki, ég er svo fegin. Komdu þér i fötin! Hann hló Bíddu fyrir utan, sagði hún Hversvegna það? Hann hló. Æ.gerðu það, Teki. Þegar þau gengu út um dyrn- ar og voru komin út fyrir ytri girðingarnar, sá Gina, að á flötu sléttunni voru margir smáhópar af fólki, sem voru aðskildir en virtust þó mynda eina heild. Þarna voru líka nok'krir hópar 'hermanna, sem stóðu iðjulausir, og ekki langt frá þeim nokkrir menn og konur, flest Kínverjar og sýnilega þjónustufólk þarna. Þeir voru undir eftirliti, en. 'þeim var ekkert gert til miska. Nokkrir foringjar stóðu hjá her bíl og Teki leiddi Ginu til iþeirra. Bíddu í bílnum, Gina, þangað til ég er búinn að aðgæta, hvaða fiska ég hef fengið í netið mitt, sagði Teki, og svo flyt ég þig Iheim í Klettahúsið. Það gæ.i meira að segja verið, að ég gæ*i verið þar eitthvað hjá þér. Gina fór inn í bílinn og hún varð þess vör, að hún gat ekki haft augun af húsinu, frekar e.i frú Lolyta. SHÍItvarpiÖ Þriðjudagur 29. maí. 8.00 Morgunútvarp (Bæn. — 8.05 Morgunl'eikfimi. — 8.15 Tón» leikar. — 8.30 Fréttir. — 8.35 Tónleikar. — 10.10 Veðurfr.). 12.00 Hádegisútrvarp (Tónleikar. — 12.25 Fróttir og tilkynningar). 13.00 „Við vinnuna**: Tónleikar. 15.00 Síðdegisútvarp (Fréttir, tilk. og tónleikar. — 16.30 Veðurfregn- tekið tónlistarefni). 18.30 Harmonikulög. — 18.50 Tilkynn ingar. — 19.20 Veðurfregnir. 19.30 Fréttir. f 20.00 Fná tónleikum Sinfóníúhljóm- sveitar íslands í Háskólabíói 17 þ.m.; síðari hluti. Stjórnandi: Olav Kielland. Sinfónía nr. 2 op. 21 eftir Olav Kielland. 20.40 Erindi: Skógur í gær, gluggi 1 dag (Bjarni Tómasson málara- meistari). 21.00 G-ítarleikar: Laurindo Almeida leikur tónverk eftir Villa- Lobos. 21.15 Á förnum vegi í SkaftafellssýsJu: Jón R. Hjálmarsson skólastjóri ræðir við tvo Mýrdælinga, Sæmund Jónsson í Sólheima- hjáleigu og Ásgeir Pálsson 1 Framnesi. 21.50 Formáli að föstudagstónleikum Sinfóníúhljómsveitar íslanda (Dr. Hallgrímur Helgason). 22.00 Fréttir og veðurfregnir. 22.10 Lx>g unga fólksins (Guðrún Ás- mundsdóttir). 23.00 Dagskrárlok. Miðvikudagur 30. maí. 8.00 Morgunútvarp (Bæn. — 8.05 Morgunleikfimi. — 8.15 Tón- leikar. — 8.30 Fréttir. — 8.35 Tónleikar. — 10.10 Veðurfr.). 12.00 Hádegisúlfcvarp (Tónleikar. —• 12.25 Fréttir og tilkynningar>, 13.00 „Við vinnuna“: Tónleikar. 15.00 Síðdegisútvarp (Fréttir, tilk. og tónleikar. — 16.30 Veðurfregn- ir. — Tónl. — 17.00 FréttiP Tónleikar). 18.30 Óperettulög. — 18.50 Tilkynn* ingar. — 19.20 Veðurfregnir. 19.30 Fréttir. 20.00 Varnaðarorð: Gestur Ólafsson bifreiðaeftirlitsmaður talar um umferðarmál. 20.05 Tónleikar: Eugene List og East- man-Rochester hljómsveitin leika „Rhapsody in Blue“ eftip Gershwin; Howard Hanson stjf 20.20 Lestur fornrita: Eyrbyggja sagaj XXIII. (Helgi Hjörvar rithöf- undur). 20.40 íslenzk tónlist: Lög eftir Sig- valda Kaldalóns. 21.05 ,,Fjölsfcylda Orra'*, níunda fjöT* skyldumynd til framhailds átta slíkum í fyrravor: Höfundur og stjórnandi: Jónas Jónasson, Leikendur: Ævar Kvaran, Guð- björg I>orbjarnardóttir, Halldóp Karlsson, Guðrún ÁsmundsdótH ir, Bryndís Schram, Ríkharðoií Sigurbaldursson og Valdima* Lárusson. 21.16 Tónleikar: Svíta op. 14 eftip Béla Bártók (George Solchany leikur á píanó). 21.40 ,,Frá harmi til huggunar**, tré? saga Sigurðar Jónssonar bónd« í Stafafelli (Séra Emtt Bjöma- son flytur). 22.00 Fréttir og veðurfregnlr. "X 22.10 Danslög, þ.á.m. leikur Mjóm- sveit Guðmundur Finnbjöms- sonar „görnlu dansana". efti# ísl. höfunda. Söngvarar: Huld^ Emilsdóttir og Sigurður Ólafg- son. * 23.30 DagskrárloJc. — Ég meina það, sem ég segi. Þú þarft a3 fá þér vinnukonn, *kki eldri en 25 ára, snoppufríöa og vel vaxna! * GEISLI GEIMFARI >f >f- X- — Við getum ekkert gert fyrir þá, sem í geimskipinu voru. Þessu er af- lokið. — Við verðum að til- kynna öryggiseftirliti jarðar um þetta slys. Á meðan......... — Það tókst, John! Vertu rólegur. .... Ég verð búinn að losa okkur báða eftir andartak!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.