Morgunblaðið - 29.05.1962, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 29.05.1962, Blaðsíða 24
Fréttasrmar Mbl — eftir iokan — Erleudar fréttir: 2-24-85 Innlendar fréttir: 2-24-84 KRÚSJEFF Sjá blaðsíðu 13. 121. tbl. — Þriðjudagur 29. maí 1962 Skriöa úgnaði mannslífum A LAUGARDAGSKVÖLDH) féll skriða úr Laugartlalsfjalli og gekk næstum niður í Laugar- ‘vatn. Eyðilagði skriðan áratuga eða aldagamlan skógargróður og ógnaði nýbyggingum verulega, svo og tjöldum á venjulegu tjald Stæði við Laugarvatn, en svo giftusamlega tókst til að mann- tjón varð ekki né heldur tjón á persónulegum eignum, en vegur- inn í Laugardal tepptist og varð að fá ýtu til að ryðja hann. Ljósmyndari og blaðamaður frá Mbl. fóru á staðinn í gær. Verður ekki lýst þeiim skemmd- um sem skriðan hecfur valdið á trjágróðri í hlíð Laugardals- fjalls nokkru austan við skólann. Þar sem skriðan fór niður f jallið eru nú berar móbergsheliur eftir og vætla lækjarsprænur sak- lausar J>ar um eins og ekkert hafi í skorizt en skörð og geilar eru í trjágróðrinum eims og þar hafi eldur eða annað verra farið um á 40—80 m breiðu svæði. Skiðan, sem hljóp úr fijallinu, var í þremur aðalstraumum. Allar tungumar fóru yfir veg- inn, og sú sem lengst fór, féll næstum yfir allt tjaldstæðið og rann úr henni lengi svo að Laug arvatn var mórautt. Skemmdir af völdum skriðunn ar eru miklar, einkum er varðar trjágróður þar eystra. Laugar- dalsifjall hefur lengstum verið prýtt skógi frá náttúrunnar hendi, en þar í hlíðinni hafa ýmis félög lagt lið að fegrun landsins. M. a. er þar lundiur Norðmanna, en hann sópaðist nú að verulegu leyti á brott. Á persónulegum eignum fólks olli skriðan ekki tóni, en hins vegar lokaði hún veginum í Laug Friðrik Bjarna- son tónskóld lótinn HAFNARFIRÐI — Friðrik Bjarnason tónskáld andaðist að Sólvangi aðfaranótt mánudags- ins. Hann hafði átt við vanheilsu að stríða nokkur undanfarin ár. Friðrik Bjamason var fæddttr 27. nóvember árið 1880 og var af hinni kunnu Bergsætt á Stokkseyri. ardal og var hann lokaður unz stór jarðýta ruddi af homun. Þess eru ekki dæmi í manna mánnum að skriða hafi fallið á þessum stað. Náttúrufræðingar, sem séð hafa staðinn telja að klaki í jörðu hafi ekki verið aðalorsökin, heldur óvenjulegar rigningar, sem ýtt -hafi af stað tiltöluleiga þunnum gróðri á mú- 'bergshellu. ** mm mm mm~ mm~i Skriöan nýja barnaskólanum og niður í vatn. (Ljósm.: vig). „Fjallið hrynur I kvöld" SKRIÐAN sem féll úr Laugar- dalsfjalli og lokaði veginum í Laugardal, ógnaði eignum manna og jafnvel lífi fólks, en svo fór þó á síðustu stimdu að ekki varð tjón af. 1 mestri hættu var íbúðarhús Haraldar Matthíassonar, sögu og náttúru fræðikennara við menntaskól- ann að Laugarvatni, konu hans Kristinar ólafsdóttur og þriggja barna. — Við vorum að vappa um skriðuna í gær, sem hafði stöðvazt um það bil 10 metra frá glæsilegu húsi fjölskyldunn- ar, er húsmóðirin var á vegi okkar. — Þetta var agalegt að sjá, sagði hún aðspurð. Þetta er ekkert núna — og þó hafði mold og urð lagt hálfa hlíðina í auðn. Þið hefðuð átt að sjá hlíðina áður en skriðan féll og allan gróðurinn í henni. Nú er þetta núið móbergið. — Sáuð þér skriðuna falla niður? — Já, Haraldur, maðurinn minn, heyrði fyrstur dyninn. Og svo magnaðist hljóðið. Við i þetta, bar að dótturina, Þrúði stukkum út að glugganum og Guðrúnu. Og þá sagði móðir sáum þessa hrikalegu sjón. hennar: 1 því að Kristín sagði okkur J _ Annars var undarlegt hrvem ig Þrúður sá þetta fyrir. Hún bortfði á rigninguna um hádegið og varð litið upp í fjallið og sagði: „Mamma, ég held að fjali ið hrynji í kvöld“. — Við kváðum þennan spá- dóm niður eins og gengur, sagði Framhald á bls. 23. Bjarni Benediktsson, formabur Sjálísfæbisflokksins: Sjálfstæðisflokkurinn hefur „veruíega styrkt aðstöðu sína“ f FRÉTTAAUKA Ríkisútvarps- ins í gærkvöldi sögðu talsmenn stjórnmálaflokkanna álit sitt á úrslitum bæjar- og sveitarstjóm arkosninganna. Hér fer á eftir álit formanns Sjálfstæðisflokks ins, en umsagnir talsmanna hinna stjórnmálaflokkanna eru á bls. 2. í ÞESSUM kosningum var að sjálfsögðu 'fyrst og fremst kos- ið um það, hverjir skuli skipa sveitarstjórnir næstu fjögur ár- in. Þar feoma ýms sjónarmið önn ur en hrein flokksleg til greina. Á stöku stað hefur verr tekiat til en skyldi, eins og gengur, en yfirleitt megum við Sjálfstæðis menn vel við una. Víðast hvar höldum við velli og bætum sums staðar við okkur. Sigurinn i Reykjavík er þó að sjálfsögðu þýðingarmestur. Sá sigur er staðifesting á fyrra Framh. á bls. 2 Sjálfstæölsfiokkurinn fékk 47,1 % I kaupstöðum og meirihluta í Reyk iavík Þakkir til Reykvíkinga HIÐ mikla traust, sem borgarbúar hafa sýnt borgarstjórnar- meirihluta Sjálfstæðismanna, mun verða okkur, sem valizt höfum í borgarstjórn, í senn aukin hvatning og skuldbinding til þess að vinna áfram af fremsta megni að framfaramálum Reykjavíkur. Ég flyt Reykvíkingum innilegar þakkir og vonast til að hin nýkjörna borgarstjóm megi ávallt bera gæfu til að ráða mál- nm Reykjavíkur til lykta með hagsmuni og heill allra borgar- búa fyrir augum. Komimúnistar tapa fylgi ÞAÐ sem mestan svip setti á úrslit kosninganna var hinn glæsilegi sigur Sjálf- stæðisflokksins í Reykjavík, en þar bætti hann við sig nær 3 þúsund atkvæðum, sé miðað við síðustu alþingis- kosningar. — Fylgi flokksins stóð einnig mjög traustum fótum í öðrum kaupstöðum Iand>ins, eins og glöggt sést af því, að hann hlaut 47,1% gildra atkvæða eða nánast helming þeirra. Eins og fyrirsjáanlegt var hélt fylgi kommúnista enn áfram að minnka; þó hvergi eins og í Kópavogi, en þar misstu þeir einn bæjarfull- trúa, þótt fjölgað væri um tvo í bæjarstjórninni. f bæjar- og sveitarstjórnarkosn ingunum á sunnudag var kosið í 42 kaupstöðum og kauptúnum hlutbundinni kosningu, en öhlut bundið á þrem: Höfnum, Hrís- ey og Stöðvarfirði, og sjálfkjör ið í fjórum kauptúnum: Bíldu- dal, Bolungarvík, Hofsósi og Djúpavogi. Þar sem Mutbundin kosning fór fram, voru samtals 77 þús. 255 manns á kjörskrá, en at- kvæði greiddu 68 þús. 293 eða 88,4%. Mest var kosningaþátt- takan í Hveragerði, eða 97,2!l%. í kaupstöðunum, 14 talsins, var kosið um 128 borgar- og bæjar fulltrúa, bættust fjórir við frá Framh. á bls. 2 Hngslæður vöruskiptO' jöfnuður ú úrinu V ÖRUSKIPTA JÖFNUÐURINN var í aprílmámuði óhagstæður um 44,2 millj. kr., en á samia tíma í fyrra óhagstæðux um 54,3 millj. í aprílmánuðd 1962 var flutt út fyrir 274,6 millj. en inn fyrir 318,8 millg. Vöruskiiptaj öfnuður'inn á árlmtl var till aprílloka hagistæðux urr» 147,6 millj. flutt imn fyrir 980,3 millj. en út fyrir l.lQiTfi millj. í fyrra var vöruskiptajöfnuður- imm þessa 4 fyrstu mámuði árs> ins hagstœður um 27,1 miRj.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.