Morgunblaðið - 28.09.1962, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 28.09.1962, Blaðsíða 1
I 2^* síJnr 49. árgangur 215. tbl. — Föstudagur 28. september 1962 t'rentsmiftja TVorgunblaðsins Konungsfjölskyldan grófst undir rústunum • Hæsta lánveiting Húsnæðismála stofnunarinnar til þessa MORGUNBLAÐIÐ hafði af því spurnir í gær að Hús- næðismálastofnunin hefði ný lokið við stóra úthlutun lána til húsbygginga. Það sneri sér því til Eggerts Þorsteins- sonar, formanns Húsnæðis- málastofnunarinnar og spurð Enn ein stór- ■ sprengjan Uppsölum, 27. sept. — AP Ekkert lát er enn á kjarnorku- sprengingum Kússa við Novaja Semlja. Snemma í morgun mældust .á tækjum jarðmæl- ingastofnnnarinnar í Uppsöl- um að enn ein stór kjarnorku- sprengja hefði verið sprengd á tilraunasvæðinu við Novaja Semlja. Var afl hennar 32 megalestir — eða samsvarandi 32 milljónum lesta af TNX sprengiefni. Sprengjan mun hafa sprungið í 70 km f jarlægð frá þeim stað, er síðasta stór- / sprengja var sprengd sl. 1 þriðjudag. ist nánar fyrir um þetta mál. Eggert sagði að nú væri lokið afgreiðslu stærstu lánveitinga, sem stofnunin hefði frá upp- hafi veitt, eða alls 50 milljónum króna. Hann sagði það lauslega ágizkun sína að með þessum lánveitingum hefðu milli 900 og 1100 íbúðir fengið einhverja úr- lausn, ýmist byrjunarlán eða fullnaðarlán. Úthlutun lánanna stóð 10—15 daga. Með þessari fjárveitingu hafa nú á þessu ári verið lánað- ar alls 82 milljónir króna. Fé til þessarar lánveitingar var aflað þannig að félagsmála- réðherra beitti sér fyrir sam- komulagi við viðskiptabankana, sem skipta á sig, eftir sparifjár- aukningu hjá hverjum um sig, alls 25 milljónum en hinsvegar veitir atvinnuleysistryggingar- sjóður og stærstu sparisjóðirnir í nágrenni Reykjavíkur hinar 25 milljónirnar, þar af atvinnu- leysistryggingasj óðurinn 22 mill- jónir. Hér er um að ræðp skulda- bréfakaup þessara peningastofn- ana. Með þessari lánaúthlutun hef- ur Húsnæðismálastofnunin látið frá sér fara jafn mikið fé og veitt vaí á öllu sl. ári, en það var þó hæsta lánveitingarárið fram til þessa. Auk þessa gengst félagsmála- Framihald á bls 2. I Þrengslavegurinn austur fyr- ir Fjall er nú rétt að verða samfelldur. A myndinni, 7 Ijósmyndari blaðsins, Ól. K. Mag., tók fyrradag úr lofti, Sést að aðeins vantar um 100 m spotta til að endar mæt- ist á austurbrún Hellisheið- ar. Er vinnuflokkur frá Vega- gerðinni að aka í uppfyll- ingu á þessum kafla, en bílslóð er á milli utan til við ^ vegarstæðið. Sjá bls. 13. Rosningar í apríl Buenos Aires, 27. sept. — AP Haft er eftir áreiðanlegum heim ildum innan herliðsins, sem studdi uppreisn Ongania, hers- höfðingja í sl. viku, að áður en langt um líði verði kunngjörð sú fyrirætlun forsetans, Jose Maria Guido, að láta almennar kosning ar fara fram í Argentínu í apríl n.k. Áður hafði verið fyrirhugað, að kosningar færu fram í október 1963. I\lestu flóð í sögu Spánar Talið að um 600 hafi farizt Barcelona, 27. september AP Varaforsætisráðherra Spán- ar, Munoz Grande, hershöfð- ingi, skýrði fréttamönnum svo frá síðdegis í dag, að ætla mætti, að sex hundruð manns hafi týnt lífi í hinum gífurlegu fléðmn í Katalóníu- héraðinu. Fundizt hafa 360 lík og meira en 400 er enn saknað. Á sjötta hundrað manns hafa slasazt meira eða minma, þar af hafa 200 verið lagðir á sjúknahús. Auk þessara mannskaða hafa gii- urleg verðmæti spillzt — nemur tjónið hundruðum milljóna ísl. króna. Flóðin eru talin hin mestu í sögu Spánar. Sjálfboðaliðar gefa s - sig stöðugt fram til björgunar- starfsins, sem er víða hið erfið- asta. Var í dag komið fyrir flóð- Ijósum á ýmsum stöðum til þess að unnt væri að halda áfram í nótt leitinni að særðum og látn- um. Á lista yfir þá er látizt hafa eru einungis spænsk nöfn. — Nokkrir erlendir ferðaflokkax munu vera í landinu, en ekki er vitað til að neitt hafi hent þá. í skotárás á höllina HershÖfðingjar taka voldin í Yemen Adeu 27. sept Ap—NTB 1 9 Stjórnarbylting hefur verið gerð í Asíu-ríkinu Je- men við Rauðahaf, þar sem búa um 4.5 milljónir manna. • Herinn hefur steypt af stóli hinum nýja þjóðhöfð- ingja landsins, Imam Moham med Al-Badr, og grófst hann undir rústum hallar sinnar í skotárás, ásamt fjölskyldu og nánustu stuðningsmönn- um. — • Imam Mohammed Al-Badr tók við völdum af föður sínum Imam Amhad, er lézt í síðustu viku, 71. árs að aldri. Föðurbróð- ir Imam Mohammed, Sail Al- IsEam Al-Hassan prins, sem bú- settur hefur verið í Bandaríkj- unum og verið formaður sendi- nefndar Jemen hjá Sameinuðu Þjóðunum, hefur lýst því yfir, að hann muni halda til Jemen og gera tilkall til þeirra valda, sem honum heri í landinu. • Sennilegt er talið, að bylt- ing þessi sé gerð að tilstuðlan Nassers, forseta Egyptalands,. í opinberri yfirlýsingu, sem hiershöfðingjar í Jemen sendu frá sér í morgun um útvarpsstöð ihöfuðborgarinnar Sanaa, segir að bundinn hafi verið endir á konungdóm í Jemen og verði komið þar á lýðveldi í framtíð- inni, en þangað til verði völdin í höndum hensins. Muni uppreisn- armenn vinna að því að vinna btig á hunigri, ótta og sjúikdóm- um í landinu. Hershöfðingjarnir segjast hafa vísan stuðning allra fursta landisins og fólksins í báð- uim aðalborgum landsins, Sanaá, þar sem búa 100.000 manns og Taiz, þar sem íbúar eru 15.000. Ennfremur hafi stjórnir þriggja •Sadct. % % ... \:£ ' ^VhdTnár' Tais nóclia Rssab ADEN 't , w; iaeuvt' •./'S0IMAUL, ,-*= stærstu héraða landsins, Salef, ,Ibb og Hajja, og hafnarbæjarins Hodeida, sent uppreisnarmönn- um heillaóskaskeyti og lýst yfir stuðningi við þá. Uppreisnin var gerð í morg- un. íbúum í Sanaa var gefinn kluikkustundar frestur til þess að hverfa af götum borgarinnar ella m-yndi herinn skjóta á hvern mann. Var fólk jafnframt hvatt til þess að koma í veg fyrir flótta konungs fjölskyldunnar, ef við hann yrði vart. u Framhald á bls. 23.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.