Morgunblaðið - 28.09.1962, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 28.09.1962, Blaðsíða 24
FRÉTTASIMAB MBL. — eftir lokun — Erlendar fréttir: 2-24-85 Innlendar fréttir: 2-24-84 W0Vtt#tóú*fo 215. tbl. — Föstudagur 28. septcmber 1962 Sauðárkrókur Sjá bls. 10. Stór skemma reist á Grandabryggju Eimskip mun fd þar aðstöðu fyrst um sinn — en ekki til frambúðar Á FUNDl hafnarnefndar í gærmorgun var samþykkt að láta reisa stóra skemmu á Grandabryggju, vestast í Reykjavíkurhöfn, með það fyrir augum að Eimskipafé- lag íslands fái þar fyrst um sinn og til bráðabirgða Lýst eftir leigu- bílstjóra EINS OG kunnugt er af frétt- um varð alvarlegt umferðar- slys í Bankastræti um kl. 2 að fararnótt sl. sunnudags er tvær konur urðu þar fyrir bíl. Umferðardeild rannsóknarlög- reglunnar er kunnugt um að er slysið varð var leigubíll 6 nyrðri akbraut Bankastrætis svo að segja beint á móti slys staðnum. Bílstjórinn varð var við slysið því hann nam staðar og þrír farþegar, sem í bíl^ hans voru, stigu út og voru'á slysstaðnum þar til sjúkrabíll flutti konurnar á brott. Fóru farþegarnn þá að svipast um eftir bílnum en hann var þái farinn. Telja farþegarnir að leigubíllxnn hafi verið frá Hreyfli. Það eru eindregin til mæli að bilstjóri þessi gefi sig þegar fram við umferðardeild, rannsóknarlögreglunnar, þar eð hann er talinn mikilvægt vitni í máiinu. nokkra aðstöðu til afgreiðslu vöruflutningaskipa sinna. — Ekki taldi nefndin þó fært að verða við óskum félags- ins" um að fá framtíðarat- hafnasvæði á þessum stað — heldur mun fiskiskipaútgerð- in hafa þar aðsetur sitt. Mbl. átti tal við hafnarstjóra, Valgeir Björnsson, síðdegis í gær og innti hann eftir niður- stöðum nefndarinnar. ■— Skýrði hann svo frá, að á fundinum hefði verið tekin endanleg af- staða til umsókna Eimskipafé- lagsins um athafnasvæði í Ör- firisey. Hefði nefndin ekki tal- ið unnt, að heimila félaginu framtíðarafnot af staðnum. Hins vegar hefði verið sam þykkt, að höfnin léti reisa stóra skemmu á Granda- hryggju, landmegin við Faxa- verksmiðjuna, og yrði skemman Ieigð félaginu til fárra ára, meðan unnið er að því að leysa á varanlegan hátt úr þörf Eimskipafélags íslands fyrir athafnasvæði í Reykjavík. Mjög stór skemma Uppdrættir að skemmu þeirri, sem reist verður, liggja þegar fyrir næsta fullgerðir. Er áform- að að skemman verði 120 m á lengd og 29,4 m á breidd — eða rösklega 3500 m að flatarmáli; brúttórúmmál hennar verður 30,500 rúmmetrar. Eins og hið mikla rúmmál skemmunnar bendir til, verður lofthæð henn- ar mjög mikil .veggirnir 7,90 m. Verður skemman þannig úr Framhald á bls. 23. Rækjudeifan leyst Rækjuveiðideilan, sem 9taðið hefur yfir fyrir vestan, leystist í fyrrakvöld. Þá héldu þeir Jón Sigurðsson, fulltrúi sjávarútvegs málaráðuneytisins og In.gvar Hallgrí'msson fiskifræðingur fund með verksmiðjueigendum og fiskimönnum og varð það niður- staðan, að rækjuveiðimönnum skyldi leyft að veiða allan rækju kvótann á samfelldu tímabili og byrja 1. október. Rækjuveiðimenn á ísafirði voru sem kunnugt er mjög ó- ánægðir með að fá aðeins að veiða 400 lestir, og einkum að þeim var gert að veiða þær á tveimur tímabilum. Mbl. átti í gær símtal við Rík- harð Björgvinsson í Langeyrar- verksmiðj unm við Álftafjörð og staðfesti hann að deilan væri leyst. Sagði hann að fiskimenn væru ekki ánægðir, flestum þætti leyfiskvótinn of lítill, en þeir mundu sætta sig við þessa úrlausn. GRANDABRYGGJA og FAXAVERKSMIÐJAN.— Skemma sú, sem ákveðið hefur verið að reisa á Grandabryggjunni og leigð verður Eimskipafé lagi íslands fyrst um sinn, mun standa á miðri bryggjunni og taka yfir verulegan hluta uppfyllingarinnar. Frá bryggjubrún fremst og einnig til beggja hliða verður 1514 metri að skemmuvegg (steypta ræman yzt á hryggjunni er 1314 m) og að ofan mun skemman ná upp á móts við krikann fyrir framan stefni ms. Tröllafoss, sem ligg- ur við bryggjuna vinstra megin. Verður Faxaverksmiðjan endurnýjuð? Faxa og selja eignir þess. Munu umræður um sölu nu vera Umræðui um sölu verksmiðjunnar MORGUNBLAÐIÐ hefur fregnað, að umræður fari nú fram um sölu Faxa- verksmiðjunnar í Örfiris- ey, en eins og skýrt var frá blaðinu verksmiðjunnar langt komnar. Ef af sölu verksmiðjunn ar verður til útgerðaraðila í Reykjavík, mun hug-. borgarstjórn mynd Þeirra að endur- nýja verksmiðjuna og smum tíma, hefur Reykjavíkur ákveðið að reka þar fullkomna síld sameignarfélaginu arbræðslu. slíta 34 skip um heima og eriendis Komin fram tilboð um byggingu Djúpbdtsins *?!?*, ^* UM þessar mundir er mikið um skipabyggingar og skipakaup 200 nýir bílar í mánuði MORGUNBI AÐIÐ hefur kannað hjá Hagstofunni, hversu umfangs mikil bifreiðakaup landsmanna hafa verið á þeim tíma, sem bíla- innflutningurinn hefur verið frjáls. Fékk blaðið gefinn upp fjölda innfluttra fólks- og jeppa- bifreiða frá 1. október 1961 til 31. ágúst 1962, eða þá 11 mánuði, sem innflutningsírelsisins hefur gætt. Á þessum tíma var alls flutt inn 2051 bifreið frá 9 löndum. Af þeim voru 1421 fólksbifreið og 630 jeppar frá þremur löndum. Flestar bifreiðir hafa verið fluttar inn frá Bretlandi 226 fólks bifreiðar og 579 jeppar. Fólksbif reiðarnar muau flestar vera frá Ford-verksmiðjunum þar á meðal mikið af leig ibifreiðum, sem seld ar voru með lánakjörum. Enn- fremur eru það bifreiðar frá Austin og Vauxhall verksmiðjun um og fáeinar af öðrum gerðum. Jepparnir eru Land Rover og Austin Gipsy. Næsta land er svo Vestur- Þýzkaland, en þaðan hafa verið keyptar 782 fólksbifreiðar. Þær munu flestar vera frá þremur verksmiðjum, Volkswagen, Opel og Ford. Ennfremur eru þar bílar frá Mercedes Benz, NSU og DKW verksmiðjunum. Þriðja landið er svo Tékkóslóv- akía, en þaðan hafa verið fluttar 126 bifreiðar, og eru þær allar frá Skoda-verksmiðjunum. Frá Bandaríkjunum hafa verið fluttar 113 bxfreiðar og þar af 46 jeppar. Fólksbifreiðarnar eru frá ýmsum verksmiðjum, en jepparn ir allir Willys. Frá Frakkiandi hafa komið 90 fólksbifreiðat, flestar frá Renault og Simca verksmiðjunum en nokkrar frá Panhard og Peugeot. Frá Svíþjóð hafa komið 80 bif reiðir, flestar frá Volvo og þó nokkrar frá SAAB. Frá Rússlandi hafa komið 41 fólksbifreið og 5 jeppar og frá Austur-Þýzkalandi ein fólksbif- reið. Ennfremur eru margir að athuga um byggingu fiskiskipa og hafa þau máll orðið ofarlega á baugl eftir hina vel heppnuðu síldar- vertíð. Blaðið spurði Hjálmar R. Bárðarson i gær um byiggingu Djúpbátsins, sem koma á í stað Fagranessins, sem orðið er gam- alt skip og fullnægir ekki flutn- ingaþörfinni við ísafjarðardjúp. Lánaskortur innanlands. Bygging hins nýja Djúpbáts sem verður stálskip var boðin út og bárust tilboð frá 9 aðilum Eitt tilboðanna var íslenzkt. Var það sambærilegt við hin lægstu erlendu tilboð hvað byggingar kostnað snertir og kæmi af þeim sökum fyllilega til greina að taka I því. Hins vegar bjóða hinar er- lendu skipasmíðastöðvar lán til 7 ára fyrir 70% byggingarkostn- aðarins. íslenzka skipasmíðastöð in verður hins vegar að fá alla gieiðslu meðan á smiði skipsins síendur. Eigendur Djúpbátsins geta því ekki tekið hinu Islenzka tilboði nema stöðin geti boðið sambœrileg lánakjör við hinar erlendu stöðvar. Geta ekki staðizt samkeppni Mál þetta er því ekki leyst, sagði Hjálmar R. Bárðarson, skipaskoðunarstjóri. Sjái inn- lendar lánastofnanir sér ekki fært að veita sambærileg lán innlendum skipasmíðastöðvum og erlendár stöðvar bjóða, geta stöðvarnar hér ekki staðið í sam- keppninni um smíði stálskipa. Eins og nú horfir eru því all- ar líkur til að erlendu tilboði verði tekið, nema lausn finnist á lánamálinu. Er slæmt til þess að vita að stálskipaiðnaðurinn hér geti ekki þrifizt vegna láns- fjárskorts, sagði skipaskoðunar- stjóri. Nýr flóabátur á Breiðafjörð Þá er einnig í ráði að byggð- ur verði flóabátur fyrir Breiða- fjörð. Er fyrirhugað að hann verðt s.vipaðri stærð og Djúp- Framhald á bls. 23.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.