Morgunblaðið - 28.09.1962, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 28.09.1962, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐtÐ TTðstudagur 28. sept. 1962 ^ HOWARD SPRING: 42 RAKEl ROSING — Maðurinn minn er orðinn dálítið heyrnarsljór er rsett er um skartgripi og pelsa, J>á heyrir hann alls ekkert. XX. 1. Upavon lávarður var öllum erfðakenningum trúr. >að, sem áður hafði verið siður í Mark- hams, varð enn að vera siður í Markhams. Árlega leiksýningin haifði svo lengi verið til siðs, að hún hafði fengið á sig einskonar helgi. Þessi árlega leiksýning hafði verið uppfinning Georgi- ðnu, til þess að fá tækifæri til að hitta alla gömlu félagana einu sinni á ári, en Georgiana — fædd Shadbolt — var amma lá- varðarins. Hún hafði snögglega þotið upp á leiklistarhimininn, guð mátti vita hvaðan, en af lágum stigum var hún að minnsta kosti. En frami hennar hafði verið mikill og óvenjuleg- ur. Svo fækkaði kunningjunum smám saman, við dauðsföll og brottflutning, en leiksýningin var orðin fastur siður og henni því haldið áfram, og nú voru það viðvaningar, sem héldu þeim uppi en ekki atvinnuleikarar eins og í fyrstunni. En það var ann- ars merkilegt að Heathættin skyldi ekki framleiða fleiri lei'k- ara en raun bar vitni. Eftir daga Georgiönu hafði enginn atvinnu- leikari verið í aettinni fyrr en Mina kom til sögunnar, en samt var nú sagt, að flestar korlur af ættinni væru með leikaradellu. Jafnvel Julian hafði tekið geril- inn. Hann hafði leikið öðru hverju frá því hann mundi eftir sér, oig hann og Mina höfðu dvalið langtímum saman í gömlu hlöðunni og byggt leiksvið og búið til og málað það sem þeim tiiheyrði, jafnvel höfðu þau fengizt við búningana og ljósin. En nú þegar hann ætlaði að fara að semja leikrit, kom það sér vel að hafa nokkura æfingu með pennanum. Og samt fékk hann þessa stór- fenglegu hugmynd snögglega, eins og andinn kæmi allt í einu yfir hann. Hann hafði fengið bréf frá föður sínum, þar sem honum var tilkynnt, að gamli maðurinn aetlaði að koma til borgarinnar, tiltekinn dag, og nú væri tími til kominn að fara að hugsa eitthvað um leiksýninguna. Komdu með Gharlie Roebuck til mín og við skulum reyna að ganga frá þessu. Bezt að koma á Café Royal klukk an eitt. Ég hef stefnt Minu þang- að. Ég veit nú ekkert, hvar þetta er, en ég finn út úr því. Ég hef heyrt mikið látið af lauksúpunni þar. Julian fleygði bréfinu í Charlie, en hann hafði undanfarin ár ver- ið ein öruggasta hjálparhella Markhamsleikanna. Láttu þér detta eitthvað í hug, skepnan þín? En í guðs almáftugs bænum, komdu bara ekki með „Veginn til Dover". Nei, það er nú kominn tími til að fara að salta hann, tautaði Charlie. Það. gat verið gott og vel, þegar ömm- ur okkar voru upp á sitt bezta og forfeður okkar gátu boðið úf bæði hersveit og leikflokki. En hvemig á maður aíþfara að þessu iíú á dögum. Það er alltaf sami hæmgurinn á, sem sé kvenmanns- leysið. Þú ættir að klófesta þessa Bannerman-kvensu áður en það er um seinan. Þá gæti hún í fyrsta sinn á ævinni gert eitt- hvert gagn. Hún puntar að minnsta kosti upp á sviðið. Julian setti frá sér kaffiboll- ann og barði hnefa í borðið! Þarna komstu með það, helvízk- ur! Vissirðu kannske að ég var að semja leikrit og einmitt með hana í huga? Vissirðu það? Ja..með tilliti til þess, að þú hefur nú verið að slefa um það daglega í heilan rqánuð, þá. ... En nú var Julian kominn í verulegan æsing. Já, guð minn almáttugur! æpti hann. í fyrsta sinn verður Markhams-leikrit samið af Heathættinni! Veizfu kannske, að mér hefur gengið alveg foráttuvel með leikritið, kall minn? Vissurðu, að ég er næstum búinn með það og að það er gott? Ég veit nú heldur lítið fyrr en ég les það, sagði Charlie þrjózku- lega. Farðu út að kaupa núna fyrri partinn, þó að það sé ann- ars vinnudagurinn þinn, og láttu mig hér eftir einan með leikritið, og svo skal ég segja þér hverrrig mér finnst það, þegar þú kemur aftur. Á meðan geturðu komizt eftir því, hvort Bannermann- kvensan vill koma í hádegisverð með samsærismönnunum. Svona — snáfaðu nú! Ég skal þvo upp. Julian var sýnilega í ofmiklum lyftingi til þess að honum væri trúandi fyrir leirtaui. Hann tók hatt sinn, klappaði Charlie á bakið og sagði. Þú getur átt von á góðu, drengur minn, og svo hljóp hann blístrandi út úr Anda- garðinum. Charlie gerði sér litlar vonir um þetfa „góða“, sem hann ætti i vændum. Hamn þvoði vandlega UPP og tók síðan — án alls æs- ings eða eftirvæntingar — snyrti- legt handritið sér í hönd. Julian hafði þann góða sið að fara með handritið til vélritara, jafn- hraðan og hverjum kafla var lok- ið, svo að Charlie átti hægt með að komast fram úr verkinu. Hann kveikti sér í pípu, fleygði sér í stól og bjóst til að lesa leik- ritið, sem bar nafnið „Veikur ís“. þetta hafi skaðað hana sem aug- lýsing. Annars er ég ekki al- manaks-ljósmyndari, heldur ein- göngu í auglýsingum, og hef mörg landsþekkt og ágæt fyrir- tæki að viðskiptavinum. En ég er samt hreykinn af þessum myndum af Marilyn, af því að þær eru listaverk. Það hafa margir listamenn sagt, sem hafa skoðað þær. Það er alveg sama, hvort maður lítur á þær réttar eða á höfði, eða yfirleitt hvernig sem þeim er snúið; samræmið í þeim fer aldrei út um þúfur. Ég spurði Marilyn, hvort hún hefði í engu verið á myndun- um. „Jú, víst var ég ekki í engu“. „í hverju varstu þá?“ „Ég var í góðu skapi*. ,,En hvað varð af öllum hinum myndunum, sem þú tókst?“ spurði ég Kelley. „Ja. það var nú verri sagan. Ég kom plötunum fyrir í skápn- um þarna. Jæja, eina nóttina brauzt einhver þjófur hér inn. Hann stal ekki neinu af öllum dýru áhöldunum mínum. Snerti ekki nokkurn hlut nema þessar plötur. Stal þeim — hverri ein- ustu einni. Ég held hann hafi verið brjálaður, eða hvað finnst þér? X. Gengur fyrir Graucho Marx — alklædd. Einn dag, síðdegis, var Marilyn að fá sér samloku í Schwabadero. Stúlkan, sem sat við hliðina á henni, sagði frá því, að hjá RKO væri verið að ljúka við mynd með Marx-bræðrum. Þetta væri sjálfstæð myndataka. Þeir væru að taka upp aftur nokkur atriði og þyrftu á að halda Ijóshærðri stúlku með kynþokka. Hún hefði sjálf verið þar um morguninn, en þeir höfðu ekki getað notað Klukkan ellefu hringdi Charlie til Minu. Nei, ég er ekki að gera að gamni mínu. Aldrei verið meiri alvara. Strákskrattinn hef- ur gert stórkostlegt leikrit. Þú verður að koma og sjá það og lesa. Þá vitum við öll, hvað við erum að tala um, þegar við hitt- um pabba þinn. Hann lagði frá sér símann og sneri sér aftur að leikritinu, skrítilega hátíðleg-ur á svip. Hann fann það alveg á sér, að þarna hafði Julian tekizt upp. Nú höfðu þeir keppt hvor að sínu marki árum saman. Jæja, Julian hafði orðið á undan. Til hamingju með það. Sjálfur hafði hann aldrei samið neitt, sem gæti komizt í gæðaflokk með „Veikum ís“, sem var kaldrana- legt nútímaleikrit um metorða- snáp, sem ruddi öllum erfiðleik- um til hliðar á þeirri forsendu, að hann væri eins góðu-r og hin- ir. Hann er kominn á þá grænu grein, sagði Charlie við sjálfan sig, en um leið sló þeirri hug- mynd niður í hann, að nú væri sennilega lokið sam-býli þeirra í Andagarðinum, með öllu daglega rifrildinu og skemmtiferðum í ryðbeyglunni. En á þessari stundu var Julian að troða sér inn í lítinn sportbíl við hliðina á Rakel Bannermann, alls óvitandi um, að strangur en þó vingjarnlegur dómari hafði sett kórónu á höfuð honuni. Mán- hana til þess arna. Hún bætti því við, að Lester Cowan væri leik- stjórinn. Marilyn hringdi til Cowans og sagðist vera ljóshærð og hefði líka þótt hafa sæmilegan kyn- þokka, bæði hjá 20th Century og Columbia. Cowan bauð henni að koma og tala við Groucho og Harpo. Þegar hún kom voru þeir uður var nú liðinn síðan Ojtoby og Rakel höfðu keypt bílinn og Rakel hafði fundið, að það sem Oxtoby kallaði umferðargáfu, hafi komið í Ijós hjá henni, eins auðveldlega og að drekka vatn. Svo að nú varð Oxtoby að liggja í letinni og láta sér leiðast í herberginu sínu uppi yfir bíl- skúrnum. Stóri bíllinn var aldrei hreyfður, svo að eina verkið hans var að fægja litla bílinn rauða, þa-ngað til hann glansaði eins og slökkviliðsvagn. Þetta hafði verið stórkostlegur mánuður hjá Rakel. Hún hafði hjálparlaust fundið hárgreiðslu- stofu og allskonar kvenfatabúð- ir og nú var lífið hjá henni dá- lítið farið að komast í það horf, sem hún hafði séð í vökudraum- um sínum. Og nú var Rose ekki við, og hún varð að bíða í þrjár klukkustundir eftir þeim. Þeir skoðuðu hana í krók og kring, segir hún, „rétt eins og ég væri frönsk sykurkaka". Cowan sagði, að hún þyrfti ekki að segja neitt — hún gæti talað, sem tala þyrfti með líkamanum. Hún þyrfti bara að koma inn, en göngulagið væri lika fyrir miklu. Chamberlain orðin safnvörður yfir stórkostlegu safni af dýrasta tagi, og kunni því vel. Það eina, sem Rakel saknaði enn, var þetta svokallaða næturlíf, sem hún sá enn í fjarska en hafði ekki að- stöðu til að taka þátt í. Hún hafði eignazt allt milli himins og jarðar nema vini. Að vísu var Mina Heath alltaf til taks, ef á þurfti að halda, en það eina, sem Mina gerði hvorki fyrir Rakel né aðra, var að vera úti á nótt á nóttinni og hún vildi helzt ekki skartbúa si’g við neitt tækifæri nema til neydd. Rakel var þannig í vanda stödd með vinstúlku, sem vildi heldur yfir- lætisleysið, sem hún sjálf var að reyna að forðast, en skrautið og óhófið, sem Rakel sóttist mest eftir. Svo átti hún að koma inn 1 skrifstofuna og sýna Groucho göngulagið si-tt. Það þyrfti að laða fram mesta kvensemis'bros- ið, sem Groucho ætti til í eigu sinni. „Geturðu gengið?" spurði Groucho. Hún fullvissaði hann um, að aldrei hefði neitt verið fundið að göngulaginu sínu. „En geturðu gengið svo að reykjarstrókurinn standi út úr hausnum á mér?“ spurði Groucho. Hún gekk svo yfir þvert gólfið, en það var líka nóg. „Hún gengur eins og kanina", sagði Groucho, hrifinn og band- aði reyknum frá höfðinu á sér. „Þú ert ráðin" sagði Cowan. „Komdiu klukkan hálfátta í fyrramálið". „Og gakktu ekki svona neins staðar þar sem engin lögregla er nærri“, áminnti Harpo hana. Þegar á sviðið kom, morguninn eftir, skáldaði Graucho upp ein- hverja rullu handa Marilyn að fara með. Groucho lék Sam Grunion, einkaspæjara. Marilyn kom bylgjandi inn í skrifstofuna til hans. íklædd þröngum og flegnum kjól, alsettum glitperl- um, Og Grouoho var næstum bú- inn að gleypa vindilinn, sem hann var að reykja, við þessa opimberun. Hann afmyndaði á sér andlitið í satýrsglott, meðan Marilyn útskýrði erindi sitt og kvaðst þurfa á einkaspæjara að halda. „Hvað get ég gert fyrir yður?“ spurði Groucho með kaupmanns- rödd. Svo keifaði hann niður eftir sviðinu, horfði beimt i myndavélina og sagði í hálíum hljóðum: „Eins og ég kannske þyrfti að spyrja að því?“. Svo kom hann upp eftir sviðinu aftur, Og var nú aftur kominn með em- bættistóninn: „Hvað er að?“ „Ja,..það eru alltaf karlmenn að elta mig“, svaraði Marilyn. Svo ruggaði hún mjöðmunum glettnislega og hvarf af sviðinu. Þegar Cowan sá sýnishornin af myndinni, komst hann allur i uppnáms og sagðist verða að gera eitthvað fyrir hana. Tveim dögum seinna var Marilyn af til- viljun að lesa slúðurdálk Louellu Parsons, og rakst þá snögglega á sitt eigið nafn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.