Morgunblaðið - 28.09.1962, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 28.09.1962, Blaðsíða 5
Föstudagur 28. sept. 1962 M O R C T’lM n r 4 fíl Ð 5 ÍSHH UM miðjan október mun Barnamúsikskólinn hefja starf semi sína á þessum vetri. Hef ur nýr skólastjóri verið ráð- inn að skólanum í vetur. Er það Stefán Edelstein, sonur dr. Edelstein, er stofnaði skólann. Stefán, sem er nýkominn heim frá námi í Freiburg í Þýzkalandi, ræddi fyrir skömimu nokkra stund við fréttamann blaðsins. — Hefur þú dvalizt lengi erlendis, Stefán? — Ég hef nú dvalizt við nám í Freiburg samtals í rúmlega 3 ár. Annars er ég fæddur í Freiburg og átti þar heima, þangað til* ég var 6 ára gamall, að fjölskyldan fluttist til íslands og faðir minn fékk stöðu hér sem cello kennari við Tónlistarskólann. — Þú hefur þá gengið hér í skóla? — Já, þangað til eftir lands Auk þess er í skólanum svo- kaliaðir meistarabekkir í öll- um helztu hljóðfærunum og tónsmíði, en honum veitir eitt fremsta nútímatónskáld Þýzka lands, Wolfgang Fortner for- stöðu. — Skólinn, sagði Stefán er til húsa í mjög faliegu bar- okhúsi í miðri borginni. Þá er Freiburg sjálf mjög skemmti- leg og falleg 'borg, sem liggur í dal, urngirt fjöllum Svarta- skógar nema úr suðri. Stutt frá borginni er t.d. 1500 metra hátt fjall, Svartiskógur gefur ótæmandi möguleika fyrir gönguferðir á sumrin, og er sérlega vel fallið til skíða- ferða á veturna. — Hvernig eru íbúarnir? — Mér hafa þótt bændur Svartaskógar einna líkastir ís- lenzkum bændum af þeim bændum, sem ég hef séð. Þeir eru stoltir og sjálfstæðir hafa kýr og kindur eins og íslenzk- ir bændur og lifa af fjárrækt og mjólkurafurðum, en auk þess hafa þeir auðvitað skóg- IMýr skolastjóri Barnamúsikskólann próf, árið 1949, að ég fór utan til Englands til náms í út- varpstækni. Dvaldist ég í Eng- landi í rúm 5 ár og hafði reynd ar hugsað mér að setjast þar að. En ég skipti um skoðun og reyndar einnig um atvinnu, því að eftir að hafa unnið hálft annað ár í fagi mánu í Kaupmannahöfn kom ég til íslands aftur árið 1966 og tók próf í söngkennslu við Kenn- araskólann vorið eftir. Jafn- framt kenndi ég við Barna- músikskólann hjá föður min- um og veturinn eftir einnig við Miðbæjarskólann, en sigldi svo til Þýzkalands haustið 1958. ★ — Við hvaða skóla varstu þar? — Þar dvaldist ég næsta vet- ur við nám í Stadtliohe Hochs ohule fiir Musik í Freiburg, en kom svo heim og kenndi við Barnamúsikskólann og Laugarnesskólann veturinn 1959 til 1960, er ég fór aftur utan til Freiburg. í Freiburg stundaði ég nám í því, sem erlendis kallast Schulmusik. Við getum kallað það kennslu í tónlist í skól- um og er hún miðuð við barna skóla- til menntaskólastigs. Nám þetta er eitt umfangs- mesta tónlistarnám, sem til er í Þýzkalandi, hélt Stefán" á- fram. Auk eins aðalfags, verða menn t.d. að læra söng, kór- stjórn, hljómsveitarstjórn, kontrapunkt, raddskrárspil, þjóðlagaundirspil, músiksögu, formfræði og tónfræði, o.s.frv. — Hvaða aðalfag valdir þú? — Ég valdi píanóleik, en hann hefur alltaf verið mitt uppáhald, frá því að ég var barn. — Hvernig er prófum hátt- að í skólanum? — Prófið er tekið í 2 lið- um. Eftir 2 ár er tekið próf í öllum greinum nema aðal- faginu, söng, kór- og hljóm- sveitarstjórn og kontrapunkti. Þessi fög eru stunduð í eitt ár í viðbót, eða þangað til seinni hlutaprófið er tekið. Auk þessa verða þýzkir stúdentar einnig að læra eitt fag óskylt músi'kvísindunum til viðbótar t.d. sögu eða stærðfræði, en það hafði enga raunhæfa þýð ingu fyrir mig svo að ég sleppti því. — Er þetta stór skóli? — Nei, hann veitir aðeins um 250 nemendum inngöngu og er einh allra minnsti tónlist arháskóli í Vestur-Þýzkalandi. Þó starfar hann í mörgum deildum og veitir kennslu í öllum hljóðfærum, allt frá pioooloflautu til kontrabassa. inn. Hús þeirra eru sérkenni- lega byggð, þökin gífurlega löng og ná næstum því alla leið niður að jörðu, og er á þeirn mikill halli ti'l þess að snjórinn renni niður á vet- urna, þegar snjóþyngsli eru mifcil. — Hvað eru margir íbúar í Freiburg? — Þeir eru um 140 þúsund. Borgin fór afar illa út úr stríð inu, en hefur verið byggð upp aftur að mestu leyti, og yfir- leitt í gamla stílnum. Freiburg er merkilega mik- il menningarborg miðað við fólksfjölda. Það gerir háskól- inn, þar sem 12000 stúdentar stunda nám. Einnig eru þar þrjú leikhús, óperuíhiús, sin- fóníutónleikar og aragrúi af tónleikum listamanna frá Þýzkalandi og öðrum lönd- um. Kom það oft fyrir, að ég færi á tónleika 4—5 sinn- um í viku. Auk þess efnir skólinn sjálfur stundum til nemendatónleika. -— Komst þú ekki fram á slífcum tónleikum. — Jú, tvisvar sinnum. Auk þess tók ég þátt í píanósam- keppni í skólanum og hlaut þar verðlaun ásamt öðrum. Þá var ég sendur á vegum skólans til Berlínar í júní árið 1961 til þess að taka þar þátt í skólamúsikmóti, sem þar stóð yfir í 10 daga. Var þar margt um hljómleika og fróð- Stefáln Edelstein. haldið annað hvert ár og sækja það milli 7 og 8 hundr- uð manns, hvaðanæva að úr Þýzkalandi. Ég sótti einnig fleiri mót í Þýzkalandi, t.d. Kranichsteiner Musikfest í Darmstadt, og Musifcfest í Donanerschingen, þessar há- tíðir voru helgaðar nútíma- tónlist bæði með tónleikum og námskeiðum. í Darmstadt hafði ég það einstaka tækifæri að komast í námskeið í píanóleik hjá próf, Steuermann, sem var mikill vinur Sohönbergs, föð- ur tólftónatækninnar. Kenndi Steuermann m. a. hvernig leifca ætti og túlka píanóverk Séhönbergs. Tilgangur alls þessa náms míns, sagði Stefán að lok- um, var að fullmennta mig áður en ég tæki við skóla- stjórn Barnamúsikskólans en sá skóli var eins og flestir vita stofnaður af föður mínum fyrir meira en 10 árum Stjórnaði hann skólanum þang að til hann fór utan árið 1956. Hafði Ingólfur Guðbrandsson þá skólastjórn með höndum næsta vetur, en dr. Róbert A. Ottósson tók við skólastjórn haustið 1957. Haustið 1961 tók Dr. Róbert við embætti söng- málastjóra þjóðkirkjunnar og sé hann sér þá ekki fært að halda skólastjórninni áfram. Var þá fundin sú ágæta lausn að fá Jón G. Þórarinsson til þess að vera skólastjóra í fyrravetur og brúa þannig bil ið þangað til ég kæmi heim og tæki við þessari arfleifð Framhlið Staatliche Hochschule i Freiburg. Haíló Kópavogsbúar! Óska eftir að kaupa 3ja herb. íbúð í Kópavogi, — helzt í Vesturbænum. Get borgað 130 þús. Uppl. í síma 10749 milli 7—8 í kvöld. Til leigu 4 herbergi og eldhús á Njálsgötu 5. Engin fyrir- framgreiðsla. — Barnlaust fólk gengur fyrir. Uppl. á staðnum kl. 2*ó—6 í dag, föstudag. Tvö samliggjandi skrifstofuherbergi í Mið- bænum til leigu. Hentug fyrir heildverzlun. Tilboð merkt: „3440“ sendist Mbl. fyrir 1. okt. Stúlka óskast til þess að annast heimili fyrri hluta dags, þar sem húsmóðirin vinnur úti. — 4 fullorðnir. Uppl. í síma 33747 eftir kl. 7. Kona óskar eftir vinnu við matreiðslu eða oakstur, t. d. fyrir mötuneyti eða verzlun. Tiiboð merkt: „3426“ sendist blaðinu fyrir sunnudag. Stúlka 14—16 ára óskast til sendiferða Og snúninga. — Fyrirspurnum ekki svarað í Sima. Hálsbindagerðin Jaco Suðurgötu 13. Hjón með eitt barn óska að taka á leigu litla íbúð. Má vera í úthverfi. Tilboð merkt: „Fyllsta reglusémi — 3026“ sendist blaðinu. Til leigu góð 3ja herb. Ibúðarhæð við Miðbæinn. Fyrir barn- laus hjón. Tilb. sendist Mbl ásamt uppl. um greiðslu, merkt: „3436“ fyrir 10. okt. Stúlka óskast í blaða- og tóbaks- verzlun. 5 tíma vaktir. Yngri en 20 ára kemur ekki til greina. Uppl. í síma 14301. RACÐAMÖL Rauðamöl, fín og gróf. — Vikurgjall. — Ennfremur mjög gott uppfyllingarefni. Sími 50997. Þýzk húsgögn Óvenju falleg þýzk mahog- any svefnherbergishúsgögn til sölu á Laugarásvegi 53. Sími 3-82-74. Verzlunarhúsnæði óskast í Suðvesturbænum. Tilboð sendist Mbl. fyrir laugardag, merkt: „2010 — 3446“. Hafnarf j örður Ung bannlaus hjón óska eftir að taka á leigu 1 eða 2 herb. og eldhús, sem fyrtst. Uppl. í síma 51192. Hið margeftirspurða Terylene í drengjabuxur o. fl. nýkomið, ódýrt. Klæðaverzlun H. Andersen & Sön, Aðalstræti 16. Keflavík Svartur óg galvaniseraður saumur nýkominn í öllum stærðum. Veiðiver. sími 1441. Takið eftir íbúð óskast 1. okt. Reglu- semi. Arsfyrirframgreiðsla, ef óskað er. Uppl. í síma 10504. 2ja—4ra herb. íbúð óskast til leigu nú þegar fyrir fámenna og reglu- sama fjölskyldu. Uppl. í síma 15667. • Ritvél Sem ný Rheinmetall ritvél til sýnis og sölu að Öldu- götu 5, kjallara, í dag og næstu daga. Hús á Stokkseyri til sölu. Get tekið bíl upp í útborgun. Uppl. í síma 12600. Mæð<fur, sem vinna úti, vantar 2—3 herb. íbúð. Uppl. í síma 36542. Óskum eftir 4—5 herb. íbúð 1. i — Þrennt fullorðið. Hringið í síma 33400. Geymsluhúsnæði Geymsluhúsnæði til leigu á góðum stað í bænum. Uppl. í síma 38138. Röskur sendisveiiin óskast nú þegar. Gott kaup. SINDRASMIÐJAN HF. Borgartúni. l\lý sending Kvöldkjólar Mikið úrval. Skólavörðustíg 17 — Sími 12990.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.