Morgunblaðið - 28.02.1963, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 28.02.1963, Blaðsíða 3
jnmmtudagur 28. febrúar 1963 MORGVISBLAÐIÐ 3 LÖGREGLAN hafði mikinn viðbúnað fyrir fund rúss- nesku njósnaranna, Kisilevs og Dimitrievs við Ragnar Gunnarsson sl. mánudags- kvöld. Þannig lauk ævintýraleg- asta njósnamáli, sem uppvíst hefur orðið um á íslandi. Tveir af njósnurum erlends stórveldis stóðu afhjúpaöir. M, NAIShnii* SVSOhnóh X SnjHtmt • únmm V Skvrir K Þrvmur I y////»rm\l\ HiUtM ÍZ * klÁíuL HvAV/z m kl.lll JW ALLMIKrL ókyrrð er nú á norðanv'erðu Atlan.tsih.afi, en tiáþrýstisvæði helzt stöðugt yfir meginlandi Bvrópu. Hæð armiðjan var yfir Danmörku un ihádegi í gær, 1040 milli- bar. Hins vegar var mikið hafi og þar suður aí. Aðallægð iægðarsvæði yfir Græn/landis- haÆi og þar suður af. Aðal- lægðin var uan 1600 >km. suð- vestur af Reykjanesi, 970 milli bar eða 70 millibar laegri en í Daiunörku. Miá búast við að skakviðri ihér næstu dægur, en allgóðri hláku. XJm hádegi var 4. st. frost í Kaupmanna- höfn og 3 st. frost í OsIxd, en í Londion var 5 st. hiti, 11 st rfost í New York, 3-6 stiga hiti í Reyikjavtík. Horfur á. f®studag SA-átt og rigning en geng- ur síðan í SV átt með skúrum eða éljum á Suður- og Vest- urlandi. Hér lauk njósnaferli Rússanna tveggja. Hér voru þeir um- kringdir lögreglumönnum sl. mánudagskvöld, afhjúpaðir Stefnumótið hafði verið á- kveðið kl. 8,30 um kvöldið á vegamótum Úlfarsfellsvegar og Hafravatnsvegar. Ákveðið hafði verið, að þetta kvöld skyldu Rússarnir afhjúpaðir, hvernig sem fundi þeirra og Ragnars lyktaði. Þegar klukkan 7 um kvöld- ið, 1!4 klukkustund áður en stefnumótið átti að vera, höfðu lögreglumenn tekið sér Örvarnar sýna leiðina, sem rússnesku njósnararnir fóru til fundar við Ragnar Gunnars son. Krossinn sýnir staöinn, þar sem lögreglan stóð þá að verki, skammt frá Hafravatni. vatn LögregEusnemi leyndust við öll vegamót á Hafravatnssvæðinu Á hak við vegginn földust lögregluþjónar með talstöð og mótorhjólin sín í þann mund, sem varðstöðu við 511 vegamót á Kisilev og Dimitriev hittust á vegamótunum. Veggurinn er í rústum þar skammt frá. Hafravatnssvæðinu. Lögreglumennirnir, yfir 20 í allt, höfðu samband sín á milli í talstöðvum. Þeir leynd ust hak við gamla bragga, í húsarústum eða voru í hvarfi við hóla. í grenndinni var yfirsaka- dómarinn og lögreglustjórinn í bifreið og fylgdust þeir með öllu, sem fram fór. Allt fór fram eins og áætl- að hafði verið. Rússarnir komu á tilsettum- tíma, og annar þeirra fór upp í híl Ragnars. En hak við fram- sætið leyndust tveir rann- sóknarlögreglumenn. — Þeir höfðu einnig talstöð. Á þeirri stundu, sem Rúss- inn tók eftir lögreglumönnun- um í bílnum, var leiknum lok ið. Þeir gerðu þegar viðvart í talstöðina og lögreglubílar komu á fullri ferð úr öllum áttum. STAKSTEINAR Sovézkar njósnir á íslandi Hvar sem tveir mcnn hittast á götu, er umræðuefnið eitt og hið sama: njósnastarfsemi sovézka sendiráðsins og hins tékkneska hér á landi. Margur hefur í sak- leysi sínu haldið, að njósnir þekktust ekki á Íslandi; slíkt gerðist aðeins úti í „hinum stóra heimi“ eða í kvikmyndum. Nú ætti öllum að vera það fullljóst, að ísland er engin undantekn- ing. Sovézka njósnanetið nær einnig til Íslands. Starfsmenn sovézka sendiráðsins ráða ís- lenzka kommúnista í vinnu til þess að njósna og stunda sjálfir njósnir í skjóli diplómatavega- bréfs síns. Mál það, sem nú hefur komizt upp, er vafalítið ekki einsdæmi. Ekki er ólíklegt, að hér gangi um menn, sem ekki hafa staðizt mútufreistingar, fyr- ir utan alls konar „sérfræðinga" sendiráðanna. „Leitað til margra íslendinga“ Bjarni Benediktsson, dóm.v málaráðherra, segir um þetta i dagblaðinu „Vísi“ í gær: „Grunur hefir leikið á því, að hér á landi væru stundaðar njósnir. Eftir að upp komst um tékkneska njósnamálið í vor varð sá grunur að fullri vissu. Vafalaust hefir verið leitað til margra íslendinga í þessu sama skyni, en ekki er vitað, hvé margir hafa neitað að taka þátt í slíkum skaðræðisgjörðum, né heldur, hvort nokkrir, og ennþá síður hve margir, hafa Iátið á- netjast. Það, sem hér hefir komið fram, er auðsjáanlega á byrjunarstigi, en sýnir, hve reynt er að leiða menn stig af stigi til þess að njósna i þágu erlends stórveldis. Það ber að meta það að verðleik- um og þakka þeim mönnum, sem skýra réttum yfirvöldum frá því að þeir hafi verið beðnir að framkvæma slík skaðræðisverk, og sem koma upp um þá erlendu menn, sem að baki standa. Menn deila um margt. Allir góðir íslendingar, hvar í flokki sem þeir standa, hljóta þó að for- dæma njósnir, sem beinast gegn öryggi íslenzku þjóðarinnar. Þeir, sem snúast gegn þeim, er ljóstra upp slikum glæpum, en mæla njósnurunum bót, sanna, svo að ekki verður lengur um deilt, hver hugur þeirra er. Hann er a. m. k. ekki með málsstað ís- lands og öryggi þess“. . Viðbrögð kommúnistablaðsins Viðbrögð kommúnistamál- gagnsins við málinu voru hia spaugilegustu í gær, enda seld- ist blaðið víðast hvar upp á sölustöðum, og kaflar úr þvi voru lesnir upp á fjölmennum vinnustöðum við almennan að- hlátur. Reynir „Þjóðviljinn" að sverja Ragnar Gunnarsson af sér og segir, að það hafi „lengi verið kunnugt, að hann hefur verið meðlimur í Sósíalista- flokknum af annarlegum hvöt- um“. Hvers vegna var honum þá ekki vísað úr flokknum, fyrst þessar „hvatir" hafa Iengi verið kunnar? Einar Olgeirsson segir í við- tali við „Vísi“: „Rússarnir liggja hér í því“. Um Ragnar segir Ein- ar: „Ragnar hefur um árabil gengið erinda Sjálfstæðisflokks- ins að útvega þeim fréttir af fundum Sósíalistaflokksins“. — Sem sagt: hann er aðallega njósnari Sjálfstæðisflokksins hjá kommúnistum, en aukalega njósnari Rússa í kommúnista- flokknum og í landinu öllu! — Hvers vegna fékk hann að vera í flokknum? Kannski Sjálfstæðis flokkurinn og sendiráð Sovét- rikjanna hafi haldið hlifiskildi yfir honum þar í sameiningu?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.