Morgunblaðið - 28.02.1963, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 28.02.1963, Blaðsíða 6
6 MORCV1SBLAÐIÐ Fimmtudagur 28. febrúar 1963 Tízka aðalkeppi- nautanna í París Lenti í spiltnu, slosnðist illn HELLISANDI, 27. febr. — SL. sunnuda-g, er mótorbáturinn Am kell var á netaveiðuim, lenti eirm skipverjinn í spilinu, þegar verið var að draga inn faarið. Snerist hann með því marga (hringi og slasaðist illa, tvíbrotn- aði á handlegg, fótbrotnaði og fékk áverka á höfuð og andlit. Báturinn fór strax með mann- inn, sem-heitir Haukur Þorkels- son inn til Ólafsvíkur þar sem læknir tók við honuim. Síðan var Björn Pálsson fenginn til að koma og flytja hann á sjúkra- bús í JFteykjavík. Laeknar segja að líðan Hauks sé eftir atvikum. I>etta er ung- ur maður, innan við þrítu-gt og í eðli sínu mjög hraustur mað- ur. Á TÍZKU SÝNIN GU Yves Saint-Laurent kom fram hóp- ur stúlkna í samkvæmiskj ól- um hlöðnum blómum, perl- um og hverskyns glingri, og birtist hér með mynd af ein- um slíkum. Yfirleitt fékk sýn- ing hans harða dóma, eins og áður hefur verið sagt frá hér í blaðinu. Marc Bohan hjá Diors-tízkuhúsinu stóð hins- vegar með pálmann í hönd- unum og birtum við hér mynd af einni dragt, sem ber öll helztu einkenni tízku hans, sem er: nýstárleg ermaísetn- ing, hálfermar, tvíhnepptur jakki og kraginn fellur ekki að hálsinum. Hatturinn situr á hnakkanum. — Bohan lét margar sýningarstúlkur sínar vera með derhúfur, sem tyllt var í hnakkann og sneri der- ið niður. Þess má geta, að svo virð- ist sem Bohan hafi fengið nasasjón af blóma- og perlu- kjólum Yves (eða öfugt), því svipaðir kjólar skjóta upp kollinum hjá honum og eru kallaðir „svalakjólár". Þykja þeir yfirleitt smekklegri en kjólar Yves. Þeir eru allir hvítir að lit (hvítt er tízku- litur ársins) og ermalausir með víðum handvegi, en allir kjólar Bohans voru annað hvort þannig eða með Dior- Yves Saint Laurent: Blóma- kjóll. ermum (svo nefnist hin nýja ermagerð, sem sýnd er á myndinni). dragt. FÍB og annara „bílaklúbba“ má skipta í tvo aðalflokka: a. Athuganir, upplýsingar og ábendingar varðandi mál, sem í eðli sínu eru framkvæmdalega séð í höndum þess opinbera eða einstakra fyrirtækja. Má þar nefna: Vegamál, umferðamál, tryggingamál, viðgerðaþjónustu allskonar, viðskiptamál o. fl. b. Þau mál, sem framkvæmda lega eru að nokkru eða öllu leyti í höndum bifreiðaeigenda- félaganna sjálfra. Má þar eink- um nefna: Vegaþjónustu, um- ferðafræðslu, tækniþjónustu, út gáfustarfsemi, lögfræðilega að- stoð, sérstaka viðskiptasamn- inga fyrir félagsmenn, upplýs- ingar og ferðafyrirgreiðslu o. fl. Mál, sem heyra undir undir a-flokk, varða hagsmuni bif- reiðaeigenda almennt og raunar allra landsmanna. Sá þáttur fé- lagsstarfseminnar, sem miðar að þvi að beina þessum málum inn á jákvæðar brautir, er í þágu þjóðfélagsins í heild. í b-flokki eru hagsmunamál, sem félagsmenn einir verða að- njótandi eða aðrjr, ef þeir greiða fyrir það sérstakt gjald. Undanfarin ár hefur FÍB unn- eigendafélaga „Bílstjóri“ telur að „bíla- klúbbar" eigi ekki að hafa af- skipti af þeim málum, sem fram kvæmdalega séð eru ekki í þeirra höndum og „leysast af annara völdum en þeirra“. Hér gætir misskilnings. Verkssvið eftir eina öld Árið 1946 voru samþykkt á Alþingi lög um Austurveg. Þar —-----------------------------♦ • Athugasemdir frá stjorn FÍB Þann 1’J. febrúar birti Vel- vakandi smábréf frá „bílstjóra", þar sem gætir nokkurs misskiln ings og ókunnugleika á starfs- háttum bifreiðaeigendafélaga. Þótt bréf þetta sé almenns eðlis, er þar vikið að nokkrum þátt- um í starfsemi Félags íslenzkra bifreiðaeigenda (FÍB), einkum umferðafræðslu, vegaþjónustu og afskiptum af tryggingamál- um. Þar sem FÍB er almennasta og stærsta bifreiðaeigendafélag landsins, þá vill stjórn þess biðja Velvakanda fyrir nokkrar skýringar og leiðréttingar á málsmeðferð „bílstjóra". • Starfssvið bifreiða- ið að öllum þeim málum, sem eru í báðum flokkum og mörgu fleiru. Glöggt dæmi úr fyrra flokki eru vegamálin. Sýnt hef- ur verið fram á að bifreiðaeig- endur greiða árlega um og yfir 300 millj. króna í hina sérstöku skatta af bifreiðum og rekstrar- vörum þeirra. Þó ekki væri var- ið nema % eða 3A af þessu fé til vegamála væri hægt að byggja vandaða vegi á öllum fjölförnustu vegum landsins á tiltölulega skömmum tíma. FÍB var fyrsti aðillinn, sem benti á þessa staðreynd og rökstuddi hana opinberlega. Þetta mál hef ur náð slíkum vinsældum, að nú vilja allir þá „lilju kveðið hafa“. Árangur af vaxandi skiln ingi almennings og stjórnmála- manna er þegar að koma í ljós. Sérstaklega má nefna 10 ára áætlun Reykjavíkurborgar um malbikun gatna. Slíkt er til mikillar fyrirmyndar og mun hafa ómetanlega þýðingu fyrir meira en helming þjóðarinnar. • Austurvegur Bæða Berlín í byrjun marz Washington, 27. febr. (NTB—AP). BANDARÍKJASTJÓRN hefur nð staðfest þær fregnir, aS innan skamms hefjist að nýju viðræð- ur um Berlínarmálið milil Bandaríkjanna og Sovcétríkj- anna. Er nú ákveðið að Dean Rusk utanríkisráðherra Banda- ríkjanna og Anatolij Dobrynin, sendiherra Sovétríkjanna í Was- hington hittist til viðræðna í byrj un marz. Það var Krúsjeff forsætisráð- herra Sovétríkj anna, sem lagði það til í bréfi til Kennedys Bandaríkjaforseta fyrir skömmu, að viðræður hæfust að nýju um Berlín. Foy Kohler sendiherra Bandaríkjanna í Moskvu til- kynnti síðan Andrei Gromyko, utanríkisráðherra Sovétríkjanna að Bandaríkjastjórn væri fús til þess að fallast á tillögu forsætis- ráðherrans og vonaðist til þesa að Sovétríkin hefðu eitthvað nýtt fram að færa til lausnar Berlín- armálinu. Friðrik teflir á stórmeistara- móti FRIÐRIK Ólafsson skýrði Morg- unblaðinu svo frá í gær, að hann muni keppa í ameríska alþjóða- mótinu „Piatakowsky Cup“, sem hefst 7. júlí. Á mótinu leiða 8 stór meistarar saman hesta sína. Þeir eru auk Friðriks, Botvinnink, Petrosjan, Gligoric, Fischer, Reshevsky, Panno og Najdorf. var gert ráð fyrir að byggður yrði vandaður vegur frá Reykja vík að Selfossi á fáum árum. Því miður skipti FÍB sér ekkert aí þessu máli á þeim árum og urðu framkvæmdir nánast eng- ar. Á s.l. ári benti FÍB á að taka myndi 90—100 ár að byggja þennan veg með þeim fjárveit- ingum, sem að undanförnu hafa runnið til þessa mannvirkis. AlUr skilja nú, að þjóðarnauð- syn býður að breytt sé hér um stefnu. • Hærra árgjald, meira starf, fleiri félagsmenn Þá víkur „bílstjóri" að þvf að árgjald FÍB hafi hækkað veru- lega á síðustu árum. Þess má geta að þegar félagið var stofn- að 1931 var árgja],d þess 30 kr* svarar það nú til 600 króna að verðmætum. Núverandi árgjald er því aðeins % af verðmætum upprunaleg árgjalds. Fyrstu ár- in starfaði FÍB mikið og lét mörg mál til sín taka, en síðar meir dofnaði yfir starfseminni m. a. af því að árgjald félagsin* fylgdist ekki með vaxandi dýr- tíð og athafnamáttur félagsina þvarr. Síðan árgjaldið hækkaði hefur starfið margfaldazt og tala félagsmanna nær þrefald- azt. Hver vill vera í félagi, sem litlu eða engu fær áorkað, sök- um fjárskorts? • Umferðarfræðsla og akstur í hálku „Bílstjóri“ fullyrðir að FÍB hafi á s.l. ári sýnt lélega kvik- mynd um akstur í hálku. Kvik- mynd sú, sem FÍB sýndi var gerð af danska bifreiðaeigenda- félaginu og hefur í Danmötku verið talin einhver bezta fræðslumynd um akstur I hálku, Framh. á bls. 1S.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.