Morgunblaðið - 28.02.1963, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 28.02.1963, Blaðsíða 20
20 MORCVNBLAÐIÐ Fimmtudagur 28. febrúar 1963 PATRICI A WENTWORTH: MAUD SILVER KEMUR í HEIMSÓKN XLI Klukkan hálftíu á mánudags- morgun, sópaði hr. Holderness saraan bréfunum sínum og stóð upp frá morgunverðarborðinu. Hann var barnlaus ekkill og syst ir hans hafði í mörg ár verið ráðskona hjá honum. Þetta var föl og veikluleg meykerling með stöðugan óánægjusvip á andlit- inu. Þegar bróðir hennar tók Times og stakk blaðinu undir arminn, leit hún upp og hleypti brúnum. — Ertu að fara strax? — Klukkan er orðinn hálftíu. — Fékkstu þér aftur í boll- ann? Hann hló. — Þú helltir sjálf í hann. Ungfrú Holderness greip um höfuð sér. — Gerði ég ^að? Svei mér ef ég veit sjálf hvað ég geri. Ég svaf ekki dúr í nótt. Ég get ekki skilið, hvernig ég hef etað klár að allar svefntöflurnar mínar — mér fannst askjan vera hálf- full. — O, þú hefur sennilega feng ið höfuðverk og tekið þær allar í fyrrakvöld. Ungfrú Holderness setti upp hneykslunarsvip. — Nei, það hefði verið stórhættulegt. — O, jæja, hættan er krydd tilverunnar. •Hann var kóminn út að dyrum, þegar hún spurði hann, hvort hann kæmi heim í hádegisverð. Hann svaraði því neitandi og yf irgaf hana — fyrir fullt og allt. Hann ók ekki oft til skrifstof unnar. Hann hafði fæðzt þarna í húsinu og svo faðir hans og afi á undan honum. Þegar það var reist, hafði það staðið í út- jaðri borgarinnar, svo að ennþá var garður að baki því, en vell- irnir fyrir utan voru nú allir þaktir húsum og strætum. Vega lengdin í skrifstofuna var innan við hálfa mílu. svo að hann fór oftast gangandi. Þessi dagur var öllum hinum líkur og hann gekk nú út á aðal götuna, með skjalatösku undir hendinni. Eftir hálftíma yrði hann ' skrifstofunni sinni að líta gegn um morgunpóstinn. Þessi mánudagur var flestum bræðrum sínum líkur. Tugir manna mundu muna eftir því síð ar að hafa hitt hann og heils^ð honum. Hver þeirra sagði á eftir það sama og í undrunartón: — Hann leit út alveg eins og venju lega. — Hann var ekkert öðru- vísi en vant var. — Manni hefði ekki getað dottið í hug, að neitt væri að. Hr Holderness hefði heldur ekki fundizt þetta sjálfum. Þetta var góðviðrismorgun í septem- ber. Hann var hress og hraustur og í bezta skapi. Forfeður hans voru ættaðir úr Norður-Englandi Hefðu þeir verið fæddir norður við landamærin, hefðu þeir ef til vill verið eitthvað • daufari í skapi. Hann hafði spilað djarft. 51 Hann hafði verið í mikilli hættu. En hættan var krydd til verunnar. Hann hafði snúið ó- sigrinum upp í sigur, hættunni í öryggi, og þetta hafði hann á- orkað með klókindum sínum og greint, með snarræði hugans og kröftum hægri handar sinnar. Það var hreint ekki svo slaklega gert af hálfsjötugum manni. Hann hafði bjargað sjálfum sér og fyrirtæki sínu. Já, veröldin var hreint ekki svo bölvuð. Hann kallaði á Alan Crover og spurði hann um Jardina-skjölin. Þegar Alan hafði komið með þau og farið út aftur, horfði hr. Holderness á eftir honum og hleypti brúnum. Það var ekki sjón að sjá drenginn, hann var voteygður og skjálfhentur. Hann hleypti enn brúnum. Það væri betur ef drengurinn væri ekki farinn að drekka. Það gæti ekki gengið, að hann færi að taka upp á slíku .. nei, það gæti alls ekki gengið. Hann hafði alltaf virzt svo reglusamur.. en það var aldrei að vita. Hann var að einbeita sér að Jardine, málinu, þegar haún heyrði fótatak á ganginum .. þungt fótatak og þarna voru fleiri en einn á ferð og nú nálg- aðist það dyrnar hans. Hann leit UPP °g þannig sáu þeir hann, lögreglustjórinn og Drake full- trúi. Á eftir þeim kom Whitc- ombe lögregluþjónn og lokaði dyr unum á eftir þeim, en kom ekki inn fyrir sjálfur. Dyrnar voru lokaðar og menn irnir stóðu innan þeirra, og horfðu á hann, hnarreistan og vel búinn ^ og augnabrýnnar’ boga- dregnar yfir dökkum augunum og rjóðar kinnarnar. Ef ekki hefði verið nýtízkulegi klæðnað urinn, hefði þarna getað verið kominn hann langafi hans. Það var einmitt þetta, sem Randal March datt í hug: átjándu ald- ar maður, sem teldi þá eiga að taka, sem valdið hefðu og þá eiga að halda, sem það gætu. Hann mundi ekki, hvaðan þess- ar setningar voru, en hér áttu þær við. Það varð aðeins andartaks þögn, en margt getur skeð á einni svipstundu. Þessi stolti mað ur, sem hélt sér uppi á viljafestu og sjálfsáliti, féll saman, fyrir fullt og allt. Randal March gekk fram og sagði. — Við erum hér komnir í dapu-rlegu erindi, hr. Holderness. Það sást ekkert á hinum. nema hvað roðinn í andlitinu dökknaði. — Einmitt? sagði hann Og vottaði ekki fyrir skjálfta í röddinni. Drake fulltrúi gekk að borð- inu Og tók sér stöðu þar. Hann tók upp vasábókina og las upp úr henni: — Er númerið á bílnum yðar XXM 312? — Vissulega. — Við höfum fengið vitneskju um, að honum hafi verið lagt á grasröndinni utan við brautina að Mellinghúsinu milli kl. 10 og 10,20 e.h., síðastliðið miðviku- dagskvöld, og aftur í hér um bil tuttugu mínútur, milli hálftíu og tíu á laugardagskvöldið var. , Hr. Holderness sat beinn, með aðra höndina á borðbrúninni, en í hinni hélt hann á skjalinu, sem hann hafði verið að lesa. — Má ég spyrja, hver hefur gefið yður þessar upplýsingar? — Maður, sem þekkir bílinn og er reiðubúinn að sverja þetta. Það skrjáfaði ofurlítið í skjal inu í hendi hr. Holderness. Hann hafði kreppt fingurna um það Hann hlýtur að hafa tekið eftir hljóðinu, því að hann beindi aug unum í áttina. Hann linaði takið. Sléttaði skjalið út og lagði það frá sér. Að því loknu mælti hann ailltvarpiö Fimmtudagur 28. febrúar 8.00 Morgunútvarp. 12.00 Hádegisútvarp. 13.00 „ frívaktinni": sjómannaþátt- ur (Sigríður Haglín). 14.40 „Við, sem heima sitjum" (Sig- ríður Thorlacius). 15.00 Síðdegisútvarp. 14.40 Framburðarkennsla í frönsku og þýzku. 18.00 Fyrir yngstu hlustendurna (Margrét Guðmundsdóttir og Valborg Böðvarsdóttir). 18.20 Veðurfregnir. 18.30 Þingfréttir. 19.00 Tilkynningar. 19.30 Fréttir. 20.00 „Sviknar ástir", kantata eftir Bach. 20.15 Talað mál og framsögn; síð- ara erindi (Haraldur Björns- son leikari). 20.45 Tónleikar 1 útvarpssal: Strengjakvartett í F-dúr eft- ir Dvorák. 21.15 Raddir skálda: Baldur Ragn- arsson les frumort ljóð, Bald- ur Óskarsson frumsamda smá sögu og Hannes Sigfússon ljóðaþýðingar. 22.00 Fréttir og veðurfregnir. 22.10 Passíusálmar (16). 22.20 Kvöldsagan: „Svarta skýið" eftir Fred Hoyle; IV. (Örn- ólfur Thorlacius). 22.40 Harmonikuþáttur (Reynir Jón asson). 23.10 Dagskrárlok. Föstudagur 1. marz 8.00 Morgunútvarp. 12.00 Hádegisútvarp 13.15 Lesin dagskra næstu viku. 13.25 „Við vinnuna": Tónleikar. 14.40 „Við, sem heimá sitjum". 15.00 Síðdegisútvarp. 17.40 Framburðarkennsla í esper- anto og spænsku. 18.00 „Þeir gerðu garöinn frægan": Guðmundur M. Þorláksson talar um Jón Sjgurðsson. 18.20 Veðurfregmr. 18.30 Þingfréttir. 18.50 Tilkynningar. 19.30 Fréttir. 20.00 Erindi: Verkalýðurinn og pjóð félagsþróunin (riahnes a uns- son félagsfræðingur). 20.35 Tónleikar: PíanoKOnsert nr. 1 í Des-dúr op eítir pro- kofjeff. 20.50 I ljóði: Að vera íslendingur, þáttur í umsjá alaurs Paima- sonar. 21.15 'ronleikar: Kvintett íyrir horn, fiðlu, tvær víólur og selló (K407) eftir Mozart. 21.30 Utvarpssagan: „íslenzkur að- all" eftir Þórberg Þórðarson; X. (Höfundur les). 22.00 Fréttir og veðurfregnir. 22.10 Passíusálmar (17). V 22.20 Efst á baugi (Tómas Karls- son og Björgvin Guðmunas- son). 22.50 Á siðkvöldi: Létt-klassísle tónlist. * 23.25 Dagskrárlok. ALLTAF FJÖLGAR YOLKSWAGEN V O R I Ð N Á L G A S T Eruð þér farin að hugsaj til sumarferða? Er það þá ekki einmitt VOLKSWAGEN sem leysir vandann? PANTIÐ TÍMANLEGAl VOLKSWAGEN jr 5 manna bíll VOLKSWAGEN kostar aðeins kr. 121.525,00. VOLKSWAGEN er fjölskyldubíll VOLKSWAGEN er vandaður og sígildur. VOLKSWAGEN er örugg fjárfesting. VOLKSWAGEN hentar vel íslenzkum vegum og veðráttu. VOLKSWAGEN er með nýju hitunar- kerfi. VOLKSWAGEN er því eftirsóttasti bilUnn. VOLKSWAGEN ER EINMITT FRAMLEIDDUR FYRIR YÐUR HEILDVERZLUNIN HEKLA H F Laugavegi 170—172 — Reykjavík — Sími 11275. KALLI KÚREKI Teiknari: Fred Harman L — Hvernig stendur á því að þú veizt svona mikið um þennan gamla íramhlaðning? — Fyrir nokkrum árum var ég prófessor í sagnfræði. — Hver var þessi Coronado? ■— Hvernig getur þú verið svona fávís. Hann kannaði þetta landsvæði árið 1541, og hermenn hans og vin- veittir Indíánar börðust gegn Mexí- könunum í mörgum bardögum. — Herklæð? þeirra gátu stöðvað byssukúlu, en ör fór erfiðislaust í gegn. — Þú meinar að þeir hafi haft þessi járnföt og hjálma. • 16250 VINNINGAR! Fjórði hver miði yinnur að meðaltali! Hæstu vinningar 1/2 milljón krónur» Lægstu 1000 krónur. Dregið 5. hvers mánaðar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.