Morgunblaðið - 28.02.1963, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 28.02.1963, Blaðsíða 24
Vaiidlátir velja 49. tbl. — Fimmtudagur 28. febrúar 1963 Þýzkur togari hætt kom- inn viö Eyjar Tók niðri á flösum í haugabrimi * IsL skip með hann undir Eiðinu TESTMANNAEYJUM, 2. febr. 1 morgun tók þýzki togarinn Trave niðri á flösum norðaustan í Faxa skeri í aftaka brimi og roki. Lóðs inn frá Vestmannaeyjum og varð skipið Albert komu honum til hjálpar, drógu hann upp undir Eiðið og voru þar með hann 1 allan gærdag, þar eð stýrið var farið og skrúfan löskuð og leki í togarann, og var dælt allan daginn. En reyna á að draga hann inn til Vestmannaeyja í birtingu, ef veður leyfir. Ekkert varð að mönnum, en mildi að ekki hlauzt af stórslys, einkum þar eð aðeins var 6 manna gúmmíbótur um borð. Seinni hluta dags í gær hafði þýzki togarinn Trave frá Kiel samband við Vestmannaeyjar, og kvaðst mundu koma þar kl. 3—5 um nóttina, til að taka 40 lestir Nýtt 1500 manna hverfi í Grensási 65 stór og smá hús rísa þar á næstunni BÚIÐ er að skipuleggja nýtt 1500 manna hverfi norðan Háaleitis- brautar í Reykjavík, og sam- þykkti borgarráð í fyrradag upp- drætti skipulagsdeildar að þvL Hverfi þetta liggur í boga frá Miklubraut yfir að grjótnámi hafnaririnar við Ármúla, á hæstu hæðinni á Grensásnum með sér- lega fajlegu útsýni. Rétt norðan við þetta hverfi fengu Bláa bandið og AA-sam- tökin lóð við Háaleitisbrautina undir starfsemi sína, eftir nán- ara samkomulagi við borgarverk- verkfræðing. í hinu nýja hverfi verða reist 19 fjögurra hæða fjölbýlishús með samtals 312 íbúðum, 39 einn- ar hæðar raðhús og 7 einbýlis- hús. Verzlunarhverfi verður þarna í nágrenninu og eiga börn nýja hverfisins skóla að sækja í Álftamýrarskóla, sem byrjað verður að reisa í sumar við Álfta F ræðslunámskeið íValhöll íkvöld at- sem ins FræðsJunámskeiðið um vinnu- og verkalýðsmálí Verkalýðsráð Sjálfstæðisflokks- og Málfundafélagið Óðinn efna til hófst í | ValhöU við Suð urgötu sl. mánu ! da.g og flutti þá Magnús Jóns- J son, alþm. fyr- [ irlestur um ræðu mennsku. Næsti fundur námskeiðisins er í Vaihöll kl. 8,30 og mun þá Bjarni Bragi Jóns- son, hagfr .tala um; þróun og samsetningu þjóðarframleiðsl- unnair. Þátttakendur eru beðnir að mæta stumdvíslega. mýri við hliðina á íþróttasvæði Fram. Nýja hverfið er skipulagt með tilliti til þess að útsýnis njóti sem bezt og hæstu húsin þannig að þau veiti skjól fyrir austan og norðaustanátt. Verið er að ganga frá verk- fræðilegum undirbúningi að byggingu þessa hverfis og byrjað á útivinnu þar. af vatni, þar sem vatnsbirgðir væru á þrotum í lok veiðiferðar og skipið með 1900 körfur af karfa. Kl. 5—6 um morguninn var Lóðsinn á leið út, til að svipast um eftir togaranum, þar eð hann var ekki kominn. Var mjög slæmt veður, S-SA sjór og 10—Í1 vindstig og aftaka brim, braut á öllum boðum. Sigldi Lóðsinn út víkina og greindu skipsmenn þá óljóst ljós austur undir Bjarnar- ey, en skyggni var slæmt. Sigldi hann ,þá inn fyrir Eiðið, þar sem ekki hefði verið fært að setja lóðsinn um borð í víkinni, en varð að gerast í vari af Eyjum. Þar andæfðu þeir í fyrstu og biðu þess að togarinn kæmi, en höfðu samband við Eyjaradio, sem kallaði togarann upp með þeim. Ekkert svar féiikst, en ljós sást bera norðan við Faxasker. Héldu þeir á Lóðsinum þá að þarna kæmi togarinn og héldu á móti honum, um leið og þeir gófu honum ljósmerki úm að lóðsbáturinn væri kominn. Skipið að sökkva! í sama mund skaut togarinn upp tveimur neyðarrakettum og Framih. á bls. 23. ,Miklu fargi eraf mér létt‘ — segir Ragnar Gunnarsson í samtali við Morgunblaðið Suðurlandsbátar leituðu til Eyja VESTMANNAEYJUM, 27. febr.: — Tveir bátar voru á sjó hér í gær í 10 vindstigum á SA. Voru þeir báðir komnir að landi kl. 7 og náðu allri línu sinni. Einnig komu 4 aðkomubátar til Eyja, þar eð óliggjandi var í heimahöfnum þeirra. Það voru Viktoria og Klængur frá Þor- lákshöfn og Björn og öðlingur frá Eyrarbakka. — FréttaritarL EINAR Olgeirsson og Þjóðvilj- inn háfa borið það á Ragnar Gunnarsson, sem ljóstraði upp um 2 njósnara Rússa hér á landi, að hann hafi verið meðlimur í Sósíalistaflokkn- um um árabil af annarlegum hvötum og jafnvel boðizt sjálfur til að stunda njósnir fyrir Rússa hér á landi. Morgunblaðið átti samtal við Ragnar í gær að heimili hans: — Hvað segir þú um ásak- anir kommúnista í þinn garð eftir að fréttin uin njósnastarf semina var birt? — Mér finnst ósköp eðlilegt, að Einar og Þjóðviljinn haldi því fram að ég sé skúrkur- inn, en ekki Rússarnir, sem njósnirnar stunduðu. — Hvað segir þú um þann áburð Einars Oigeirsson, að þú hafir um árabil gengið erinda Sjálfstæðisflokksins í Komm- únistaflokknum? — Ég neita þessum áburði Einars. Hann á sér enga stoð í veruleikanum. Einar gefur líka í skyn, að ég hafi sjálf- ur leitað til Rússa og boðizt til að njósna fyrir þá. Lögregl an getur auðveldlega afSann- að þetta og leitt fram vitni til að sýna, hversu fráleit þessi kennipg Einars er. Ég tel mig Ragnar Gunnarsson ekki hafa unnið til slíks áburðar. Annars vildi ég benda flokksstjórninni á, að ekki er vanþörf á því, að hún lóti gefa út leiðbeiningarpésa fyr- ir kommúnista um hvernig þeir geti losnað undan ásókn Framlh. á bls. 23. //ssss.ysss.y//p/t////^ififfl/ffyz/Ay///s/s/xf//&)&ip//sssjp//s//*//s/*s*//sss//sssrf/:/fs/fs?/ss/s/ss//.v///M//$p//œ/fí. 'Jg/W£VSgS./SS/SSSSSSS.‘ t ' '////<"'•//'/'///"///'"/ Í5K //> SPILAKVÖLD Sjálfstæðisfélags í Garða- og Bessastaðahreppi er í kvöld, 28. febrúar, í saiukomu- búsinu á Garöaholti. Rangá á siglingu Kattegat. Rangá föst í ís á Kattegat Talað við skipstforann, Jón Axelsson ENN ERU ísalög mikil við strendur Svíþjóðar og Dan- merkur, en allhvass vestan- vindur hefur valdið því, að ís- inn hefur færzt upp að landi við strönd Svíþjóðar, þar sem áður var íslaus renna. Það fór heldur ekki hjá því, að þarna yrðu erfiðleikar, og danska ís þjónustan skýrði frá því í fyrradag, að yfir 200 stærri og minni skíp væru ósjálfbjanga meðfram strönd Sviþjóðar frá Kullen til Gautaborgar. Á- standið var orðið þab alvar- legt á sunnudagskvöld, að skipum var ráðlagt að halda sig í höfn. Síðan á laugardag hafa skipafréttirnar fært okkur þær fréttir daglega, að flutn- ingaskipið Rangá, sem Haf- skip h.f. gerir út, væri þann sama dag væntanlegt til Gauta borgar. Mbl. hringdi í gær í skipstjórann á Rangá, Jón Ax elsson, og átti við hann þetta viðtal: — Það er ís hérna hjá okk- ur, allt fullt af ís hvert sem maður lítur. — Hvernig hefur ferðin annars gengið? — Við komumst loksins méð skipalest frá Halsingborg í gærmorgun lrl. 7, og nú sitj- um við fastir hérna í ísnum og getum okkur hvergi hreyft. Við vorum hreinlega skildir eftir. ^— Geturðu sagt mér ferða- söguna? Við lágum og biðum í Hals- ingborg i 2,¥z solarhring ásamt 70 öðrum skipum. í gærmorg- un fórum við svo af stað í birt ingu, í skipalest með um 45 skipum og isbrjótur ruddi leið ina. Kraftmestu og stærstu skipin fylgdu svo isbrjótnum eftir, og fóru fram hjá okkur þessum minni og skildu okkur Framih. á bls. 23. Forsetahjónin með inf lúenzuna ÁSGEIR Ásgeirsson, forseH og forsetafrú Dóra Þórhallsdótt ir hafa bæði tekið influensu þó, sem gengur í bænum, og hafa af þeim sökum orðið að fresta boðum, sem þau ætluðu sjálf að halda þessa viku og eins að af- þakka boð hjó öðrum. Forseta- frúin veiktist á föstU’dagskvöld í síðustu viku, en forsetinn s.L þriðjudag. Og voru þau bæði með hóan hita í gær. Influensan heldur áfram að stinga sér niður, ekki þó mjög hratt, eftir fréttum úr skólum og barnaheimilum að dæma, þar sem enn eru ekki veruleg brögð að fjarvistum. í einstaka vinnu- hópum virðist influensan þó hafa nóð séir niðri. í fyrrakvöld kom bóluefni til Lyfj averzlunar ríkisins og hafa læíknar bæjarins og sjúkrahús- læknar aðgang að því þar fyrir þó sem þeim finnst óstæða til að bólusetja. Og mun hafa verið byrjað ó þvi í gær að bólusetja starfsfhópa, svo sem lögreglu, slökkvilið, lækna o.fl. Iðjufundur i kvöld IÐJA, félag verksmiðjufólka heldur félagsfund í Tjarnar- bæ í kvöld kl. 9. Á fundinuma verður rætt um stjóirnarkjor- ið í félaginu, sem fram fejp um naestu helgi og eru Iðjufé- lagar hvattir til að fjölmenna á fundinn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.