Morgunblaðið - 28.02.1963, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 28.02.1963, Blaðsíða 8
8 MORCVNBLABIB Fimmtudagur 28. febrúar 1963 Við verðum að sníða okkur stakk eftir vexti Á FUNDI sameinaðs þings í gær svaraði Ólafur Thors forsætis- ráffherra fyrirspurn frá Hanni- bai Valdimarssyni um launakjör alþingismanna. ENGAR TILLÖGUR A ÞESSU ÞINGI Forsætisráðherrann kvað spurt í fyrsta lagi: Hvað hyggst ríkis- stjórnin fyrir um lagfæringu á launakjörum alþingismanna á yfirstandandi þingi? Ríkisstjórn- in hyggst ekki gera neinar til- lögur um það á þessu þingi, svo að það liggi alveg skýrt fyrir. í öðru lagi er spurt: Hvaða upp- lýsinga hefur skrifstofa Alþingis aflað sér vegna undirbúnings málsins um launakjör og fríð- indi þingmanna í nágrannalond- unum og gefa þær upplýsingar um, hvort ástæða er til leiðrétt- ingar á þingfararkaupi alþingis- manna? Um þetta er það að segja, a ð skrifstofa Alþingis hefur a f 1 a ð upplýs- inga um laun þingmannai n o k k r u m ná- grannalöndun- um, þ. á m. í Danmörku, Nor- egi, Svíþjóð og Englandi. Uppl. þessar, sem miðaðar eru við launin seint á árinu 1960, voru í aðalatriðum teknar >pp í grein argerð frumvarps til laga um þingfararkaup alþingismanna, er samið var snemma á sl. ári að tilhlutun þingfararkaupsnefndar og í samráði við forseta Alþingis. Frumvarp þetta var til athugun- ar hjá ríkisstjórninni, þingflokk- unum og þingfararkaupsnefnd seint á síðasta þingi. Af flutningi þess varð, eins og kunnugt er, ekki, en hins vegar fengu allir þingmenn aðrir en ráðherrar nokkrar kjarabætur á því ári. Ég hygg þess vegna, að flestir eða »llir alþingismenn kunni skil á þessu máli, en ég skal þó til glöggvunar minna á aðeins höf- uðatriðin varðandi launakjör þingmanna framangreindra ná- grannalanda. iuns vegar tel ég ekki ástæðu til að lesa hér upp alllanga greinargerð frá skrif- •tofunni um launakjör þing-1 manna í nágrannalöndunum, en að sjálfsögðu eiga allir alþingis- menp aðgang að þeim upplýsing- um og ef það er talið þingmönn- um til framdráttar, að menn birti það, þá sé ég ekkert athuga- vert við það á nokkurn hátt. LAUNAKJÖRIN 1 NÁGRANNALÖNDUNUM Þessi meginatriði eru sem hér skal greina. >að er um kjör þingmanna. Það er í fyrsta lagi Danmörk Og hér er jafnframt miðað auk þess, sem áður er greint, við grein í Nordisk kontakt um hækkun launa þingmanna þar seint á árinu 1961,- En í Dan- mörku fá þeir auk grunnlauna launaviðbót til greiðslu kostnað- ar, sem þingmennskan hefur í för með sér. GrunnJaunin eru tæpar 2® þús. danskra kr. og uppbæturnar nema nokkuð mis- hárri upphæð eftir, hvar þing- mennirnir eru búsettir, allt frá 4500 og upp í 11000 danskar kr. í Noregi eru föst laun 26 þús. norskar kr., en auk þess fá þing- menn dagpeninga eftir búsetu líka, sem nema frá 20—45 norsk- uim kr. í Svíþjóð eru föst laun tæp- lega 26 þús. sænskar kr. á ári. Dvalar kostnaður fyrir þá, sem búa ekki í Svíþjóð, Stokkhólmi eða grennd, er ýmist 2300 sænsk ar kr. eða tæplega 4300 eftir búsetu. 1 Bretlandi hafa þingmenn í neðri málstofunni £ 1000-0-0 á ári og þar að auki £450-0-0 vegna kostnaðar við þing- mennsku. Þeir í efri deildinni eða lávarðadeildinni fá hins vegar 3 pund fyrir hvern' dag, sem þeir mæta til funda í lá- varðadeildinni. Eins og ég gat um, eru nánari upplýsingar fyrir hendi um þetta al-lt saman, en ég hel 1 ekki, að við þeir einu, sem þetta snertir nú beint, eigum að eyða tíma þingsins í að fara að lesa þetta hér upp. Þetta eru einar 5—6 vélritaðar síður og sannast sagna þannig, að ég er ekki viss um, að menn séu neinu bættari, þó að þeir aðeinS líti á það, en ég skal tryggja það, að það sé öll- um til sýnis, sem þess óska. EKKI EINHLÍTT AÐ MIÐA VIÐ AÐRAR ÞJÓÖIR Þá var spurt í seinni hluta b-liðs fsp., hvort þær upplýsing- ar, sem fyrir hendi eru, rök- styðji leiðréttingu á kaupi ís- lenzkra þingmanna. Það er nátt- úrlega alveg augljóst, að kaup íslenzkra þingmanna er mikið lægra, heldur en annarra þing- manna. En þó verður sjálfsagt hér um kaup þessara manna nokkur ágreiningur, eins og öft vill verða og ég hygg, að ég án þess að hafa rannsakað það sér- staklega, viti með vissu, að ýms- ir af 'starfsmönnum ríkisins t. d. eru mikið verr launaðir hér held ur en í Danmörku. Ég held, að það sé rétt munað hjá mér, að í skýrslu, sem ég fékk um þetta fyrir 1—2 árum, kom fram, að íslenzkir verkamenn höfðu held- ur lægri kjör heldur en þeir í Danmörku. Aftur á móti minnir mig t. d., að ráðuneytisstjórar hefðu sem næst 150 þús. kr. hærra kaup í Danmörku heldur en hér. Það er þetta sama, sem við eigum við að etja. Við verð- um að sníða okkur stakk eftir okkar vexti. Við erum fátæk þjóð, sem þurfum margt að gera. Og ég held, að það sé ekki ein- hlítt, að okkar menn, sem kom- ast hér í áríðandi og sumir í valdamikil störf í þágu þjóðar- innar miði kaupkröfur sínar við það, sem menn í svipuðum stöð- um hjá öðrum þjóðum hafa. Og ég verð líka að viðurkenna, að af þeim langa kunnugleika, sem ég hef átt við þessa menn og samstarf við marga eins og þing- bræður mína og ýmsa embættis- menn ríkisins, þá hefur mér fundizt það mjög fjarri, að ein- mitt þeir, sem vandasömustu störfin vinna, séu skilningslitlir, einmitt á þetta, að við lifum í okkar landi, okkar fámenna þjóð og fátæka verður að borga okk- ur og við getum ekki gert kröf- ur, sem eru byggðar eingöngu á því, hvað aðrar þjóðir geta greitt sínum valdhöfum og þeim, sem ábyrgðarstörfum gegna. HVORT ÞINGMENN SÉU TILNEYDDIR Hannibal Valdimarsson (K) kvað ráðherrann hafa viður- kennt, að launakjör íslenzkra alþingismanna væru ekki sam- bærileg við launakjör erlendra þingmanna. Hér á íslandi fengju þeir um 50 þús. kr. á ári en Danmörku milli 170 og 180 þús. kr. eða ^im þrefalt hærra kaup. Sér væri kunnugt um, að þeir sem sætu á lögþingi Færeyja, væru betur launaðir en íslenzkir alþingismenn og stæði lögþingið þó skemur yfir. Sagði h a n n , að sér hefði þótt miður að heyra, að ríkis- stjórnin teldi enn ekki ástæðu til lagfæringar í þessu efni. — Launakjör al- þingismanna hefðu ekki að- eins versnað vegna aukinnar dýr- tíðar heldur og vegna stækkunar kjördæmanna, sem hefði haft í för með sér aukinn tilkostnað. Það hlyti því að koma mjög til álita, hvort alþingismennirnir sjálfir kæmu sér ekki saman um flutning frumvarps, er lagfærði þeirra kjör. NIÐURSTAÐA KJARADÓMS HEFUR MIKIL ÁHRIF Ólafur Thors forsætisráffherr* kvað1 sig ekki mikið langa til aff leika það hlutverk að verja ríkis stjórnina í þessu máli og deila á alþingismenn fyrir kröfuhörku og tala gegn því, að þingmenn eigi skilið hærra kaup. Hins veg- ar mundi þetta mál verða látið kyrtt liggja, er kjaraúómur hef- ur fjallað um það mál, sem hans bíður, enda hefði niðurstaða hana þar mikil áhrif á. Og kvaðst ráð- herrann halda, að ekki mundi bæta fyrir málinu. þótt um það yrði deilt á Alþingi. Hitt væri annað mál, ef al- þingismenn, sem eru dómarar i málinu, telja að þeirra sóma eða þeirra hagsmunum sé misboðið, þá geta þeir sjálfir flutt frum- varp og dæmt út frá sinni þörf annars vegar og hins vegar getu sinnar þjóðar. Nýjar leiðir til bættrar sambúð- ar verkalýös og vinnuveitenda Úr ræðu Sigurðar Bjarnasonar á Alþingi Sigurffur Bjarnason hafði í gær framsögu fyrir áliti allsherj- arncfndar um tillögu til þings- ályktunar um hlutdeildar- og arff skiptifyrirkomulag í atvinnu- rekstri íslendinga. En hann flutti þessa tillögu ásamt þeim Magnúsi Jónssyni og Matthíasi Á. Mathiesen á s.I. hausti. f framsögu sinni korr.st Sig- urffur Bjarnason m.a. að orði á þessa leiff: Allsherjarnefnd hefur rætt þetta mál og er samimála um, að æskilegt sé að atbugun verði lát- in fara fram á því, hvort hlut- deildar- og arðskiptifyrirkoamu- lag henti í íslenzku afihafnalífi. Er það skoðuip hennar, að eðli- legt sé að nefnd sú, sem nú vinn- ur að atihugun á lengd vinnutíma og fleiri atrið- um og úrræð- um til þess að bæta samibúð launiþega og vinnuveitenda taki þetta mál einnig til með- ferðar. Það er ____ því tillaga alls- herjarnefndar, að till. verði vísað til ríkisstjóm- arinnar í trausti þess, að hún Lagningu þverbrautar á Vestm.- eyjaflugvöll lokið á næsta ári INIý viðhorf I flugsamgöngum víða um land Á FUNDI sameinaffs þings í gær svaraffi Ingólfur Jónsson sam- göngumálaráðherra fyrirspurn Unnars Stefánssonar um bygg- ingu þverbrautar á Vestmanna- eyjaflugvöll. Sjálfsagt aff ljúka verkinu á næsta ári Ráðherrann kvað fyrirspurn- ina í þrem liðum. í fyrsta lagi: Hvenær er ráðgert að fullgera 600 m áfanga af þverbraut á Vestmannaeyjaflugvöll? Á þessu máli hefur farið fram allræki- leg athugun og verkfræðingur flugmálastjórnarinnar, Ólafur Pálsson, telur möguleika á þvi að Ijúka verkinu næsta ár, sennilega fyrri hluta þess. Þá er spurt að því, hversu mik- ið þessi hluti þverbrautarinnar muni kosta. Og svar við því er samkv. ætlun Ólafs Pálsson 4,7 millj. kr. þ. e. það, sem eftir er að vinna, en var- ið hefur verið til þverbrautarinn- ar 1 millj. kr. og verður þá heild- arkostrtaður 5,7 millj. Þá er einnig spurt að því, hversu mikið fé sé handbært til þessara framkvæmda á þessu , ári. Því er til að svara, að flug- ráð hefur ekki enn gert tillögu um það, hvernig því, sem nú er á fjárlögum skuli varið á þessu ári. Og meðan endanleg ákvörð- un hefur ekki verið tekin, er ekki hægt að segja um það, hversu mikla fjárhæð Vest- mannaeyjaflugvöllur fær. En vel mætti hugsa sér að þoka þessu verki áfram, án þess að það væri unnið að öllu leyti fyrir fjárveitingu á þessa árs fjár- lögum. Ég tel sjálfsagt að ljúka verkinu á næsta ári. En með til- liti til þess,-hve flugmálastjórn- in hefur í mörg horn að líta við skiptingu fjárveitinga á fjárlög- um er sýnt, að ekki verður unnt að halda stöðugt áfram verkinu við Vestmannaeyjaflugvöll með það fyrir augum að ljúka því á næsta ári nema með því að taka nokkurt fé að láni í því skyni, og tel ég það sjálfsagt að gera. Það sem sérstaklega rekur á eftir því að ljúka þessum áfanga er það, að nú sjáum við mögu- leika til þess að 600 m löng braut geti komið Vestmannaeyingum að fullum notum fyrst um sinn. Samvinna milli flugfélagsins og Björns Pálssonar Áður var talað um að byggja lengri braut, sem mundi kosta a. m. k. 20 millj. kr., þar sem Dakota-vélar gætu örugglega lent. En nú er Björn Pálsson að kaupa flugvél til landsins, sem getur örugglega lent og tekið- sig upp á 600 m. Með henni er unnt að leysa samgöngumál Vest- mannaeyja í bráð. Ég hef rætt þetta mál við Björn Pálsson og einnig minnzt á það við forstjóra Flugfélags íslands og virðist ekk- ert því til fyrirstöðu, að tekin verði upp samvinna þa» á milli. Mundi það geta fjölgað flugdög- um til Vestmannaeyja um helm- ing eða meir. Breytt viffhorf víffa um land Benti ráðherrann á, að í mörg horn er að líta. Ýmislegt þarf t. d. að gera við Akureyrarflug- völl á þessu ári, einnig við Egils- staða og Reykjavíkurflugvöll. Á s.l. ári var hafin flugvallargerð á Patreksfirði og þá reiknað með 900—1000 m langri braut, en nú hefur viðhorfið breytzt með til- komu flugvélar Björns Pálssonar, svo vel má vera að 600 m nægi fyrst um sinn. Á Bíldudal er sjúkraflugvöllur og þarf ekki mikið þar að gera, til þess að Björn geti einnig lent þar. Á Þingeyri er 600 m braut. í Önund- arfirði liggur vel við að gera flug- braut á sléttum bökkum og ætti ekki að hafa mikinn kostnað í för með sér að bæta svo aðstöð- una, að Björn geti einnig komið Framh. á bis. 13. beini því til fyrrgreindrar nefnd ar að taka efni hennar til athug- unar. Nauffsyn nýrra leiffa Allsiherjarnefnd fókk umsögn um tillöguna frá Vinnuveitenda- sambandi íalands, Vinnumála- sambandi samvinnufélaganna, Alþýðusamtoandi íslands, Iðnað- armálasbofnunni og Félagi ísL iðnrekenda. Enda þótt skoðanir þessara aðila væru nokkuð skipt ar um tillöguna, sumir mæltu með henni en aðrir töldu hana ekki tímabæra, kom þó sú „koð- un fram hjá þeim öllum, að nauð synlegt sé að freista nýrra leiða til að sætta vinnu og fjármagn og koma í veg fyrir árekstra á vinnumarkaðinum. Aukin ákvæffisvinna Af hálfu okkar flm. till. leyfi ég mér aðeins að láta í ljós ósk og von um það, að sú milliþinga- nefnd sem fær hana til athugun- ar kynni sér þau sjónarmið sem bezt, er fram koma í henni og fökstuðningi þeim, sem henni fylgir. Það er að sjálfsögðu Skoð- un okkar, að margar fleiri leiðir en hlutdeildar- og arðskiptifyr- irkomulag í atvinnurekstri megi fara til þess að draga úr þeirri tortryggni, sem rikt hefur og rilc ir enn milli verkalýðs og vinnu- veitenda á fslandi. í því sam- bandi má t.d. nefna aukna á- kvæðisvúnnu, stofnun almenn- ingshlutafélaga, samstarfsnefnd ir launþega og atvinnurekenda, ýmiss konar vinnuhagræðingu, sameiginlega hagstofnun laun- þega og vinnuveitenda, sem fylg- ist með greiðslugetu atvinnuveg- anna og tryggi réttmæta hlut- deild launþega í aukinni fram- leiðslu. Hindmn árekstra Kjarni málsins er að okkar áliti að ekki megi láta þess ó- freistað að leggja út á nýjar leið ir til þess að bæta sambúð verka lýðs og vinnuveitenda og koma í veg fyrir þá óheillavænlegu á- rekstra, sem sífellt eru að verða milli þessara aðila og kosta þjóð félagið gífurlegt fjánmagm og bakar því stórkostlegt tjón. í nútíma þjóðfélagi megum við ekki einblína til liðins tíma, úr- ræða hans og aðferða. Við meg- um ekki hika við að fara nýjar leiðir, sem betur kunna að henta, og samhæfast breyttum viðhorfum og nýjum tima.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.