Morgunblaðið - 02.06.1965, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 02.06.1965, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLADIÐ Miðvikudagur 2. }úní 1965 Sigurður A. IUagnússon: Um Leiklistarskóla Þjóöleik- hússins og forstööumann hans FJALLIÐ tók jóðsótt og fæddi mús, varð mér hugsað þegar ég hafði lesið pistil frá Kristínu Magnúsi hér í blaðinu á sunnu- daginn. Þar hefur hún mörg orð og stór um gagnrýni mína á Leiklistarskóla Þjóðleikhússins, kallar hana „níðskrif“, „svívirð- ingar“, „sögusagnir og ágizkanir sem ekki eiga við rök að styðj- ast“, líkir henni við galdraof- sóknir miðalda, og fleira góðgæti þessu líkt framreiðir hún af kven legum yndisleik. Tilefni pistilsins mun vera greinarkorn sem ég birti hér í blaðinu 12. maí vegna fyrirspurn ar frá nemendum Leiklistarskól- ans, sem vildu fá að vita hvers vegna ég teldi skólann þjóðinni til skammar. Gerði ég stuttlega grein fyrir viðhorfi mínu í nefndu greinarkorni, en hafði fjallað ítarlegar um sama efni í tveimur greinum í fyrravetur. Ekkert af því sem sagt var í þess- um skrifum hrekur hin orðskáa valkyrja nema þá staðhæfingu að ekki sé kennd taltækni í Leik- listarskólanum (þá vitneskju hafði ég frá einum af núverandi kennurum skólans). Hún upplýs- ir sem sé að höfuðnámsgrein nemenda á liðnum vetri hafi ver- ið taltækni, og hafi Gunnar Eyj- ólfsson haft kennsluna á hendi. Þetta eru vissulega góð tíðindi, þó ég leyfi mér að efast um, að Gunnar Eyjólfsson, sá ágæti leik ari, megi teljast sérfróður í þess ari tilteknu grein. Hér á landi eru fáir sérfræðingar í taltækni, en einn þeirra, Björn Guðmunds- son, kenndi við skólann á sín- um tíma. Af einhverjum ástæð- um hætti hann kennslunni, og um árabil var alls engin kennsla í þessari mikilvægu námsgrein, þar til nú í vetur að Gunnar Eyjólfsson hefur tekizt hana á hendur. Efa ég ekki að hann ræki það starf samvizkusamlega, en vil eftir sem áður halda því fram að heppilegra væri að hafa sérmenntaðan kennara í svo veigamikilli námsgrein. Önnur atriði í fyrrnefndu greinarkorni lætur Kristín Magnús að mestu órædd, hvernig sem á því stendur, en ver tals- verðu rúmi til að lýsa kennsl- unni í skólanum. Er ekkert nema gott um slíkar upplýsingar að segja, einkanlega þar sem svo hefur verið búið um hnútana í Leiklistarskólanum, að nemend- ur áræða ekki að láta „utangarðs mönnum" í té upplýsingar um hann af ótta við „refsiaðgerðir" skólastjórnar. Er þess skemmst að minnast, að í fyrravetur fór fram könnun meðal nemenda skólans, eftir að fyrri grein mín 'birtist í Lesbókinni, til að ganga úx skugga um, hver þeirra hefði veitt mér upplýsingar um námið og „afflutt skólann“ í mín eyru. Þó voru upplýsingarnar, sem ég íékk, einungis hlutlaus frásögn af tilhögun námsins. Um upplýsingar Kristínar Magnúsar er það hins vegar að segja, að þær hnika í engu þeirri staðreynd, sem var höfuðinntak greina minna í fyrra, að Leik- listarskóli Þjóðleikhússins er ekki fullgildur leikskóli, heldur með kvöldskólasniði: nemendur sækja hann I frístundum sínum. Kristín Magnús telur mig ódóm bæran á Leiklistarskólann þar sem óg hafi ekki sótt þar kennslu stundir, og lýsir sú staðhæfing fullkomnu skilningsleysi hennar á því sem ég hef um skólann skirfað. Ég hef ekki gagnrýnt sjálfa kennsluna, einmitt vegna þess að mig brestur þekkingu sem ég i torvelt með að afla mér — nema gerast nemandi skól ans! Það sem ég hef gagnrýnt cr námstilhögunin og það sjón- armið skólastjórans, að ekki sé | þörf á fullgildum leikskóla hér-1 lendis. Hér er um tvö fjarskyld efni að ræða. Kennslan kann að vera sómasamleg innan þess ramma, sem henni er settur, en að mínu áliti er ramminn of þröngur, fullnægir ekki þeim kröfum sem við hljótum að gera til ríkisleikskóla. Það gleður mig vissulega, að gerðar hafa verið umbætur á skólanum og honum sniðinn víð- ari stakkur (hann var lengdur um eitt ár á liðnu hausti), þó enn sé engan veginn nóg að gert, en ég vona bara að þær umbætur verði ekki skrifaðar á reikning þeirra manna, sem séð hafa ástæðu til að ræða um niðurlægingu hans opinskátt og af fullri einurð! Kristín Magnús eignar mér ýmsar miður uppbyggilegar hvat ir í sambandi við skrifin um Leiklistarskólann, og skirrist ekki við að upplýsa lesendur um þær hvatir sem stjórnað hafi skrifum Haralds Björnssonar um skólann. Hún kveður „svívirðing ar“ hans vera „af allt öðrum toga spunnar en raunverulegri óá- nægju með starfsemi skólans". Sennilega má hún gerst vita hvernig Haraldur Björnsson finnur til og lítur á málin, og fjarstætt væri að væna hana um „sögusagnir og ágizkanir sem ekki eiga við rök að styðjast“. „Sérmenntaðir menn í stjórn leiklistarskóla hafa verið fáir fyrir fimmtán árum og eru enn,“ segir Kristín Magnús. Satt má það vera, en þeir voru samt til fyrir fimmtán árum og það fleiri en einn. Nægir í þvi sambandi að benda á menn eins og Indriða Waage, Harald Björnsson og Lárus Pálsson. Sú staðhæfing Kristínar Magn úsar, að nemendur þurfi „ekki á hugmyndum að halda um leik- skóla, þeir eru í leikskóla", er ein þeirra spakvitru athuga- semda sem ég á erfitt með að finna heila brú í, og lái mér hver sem vill. Á öðrum stað segir hún: „Um leið og fræðimaður vor, Sigurð- ur A. Magnússon, heldur því fram að ekki sé veitt nauðsynleg undirbúningsmenntun í leiklist í L.Þ. hefur hann sagt, að um níu starfandi leikarar hjá Leik- félagi Reykjavíkur hafi ekki hlotið menntun í leiklist og séu þar með „þjóð sinni til skamm- ar“. „Ef það er svona röksemda- færsla sem leikkonan er að aug- lýsa eftir í skrifum mínum, þá verð ég að hryggja hana með því, að ég er með öllu óskólaður í rökfræði af þessu tagi og treysti mér ekki til að beita henni. í fyrsta lagi felur skortur á nauð- synlegri undirbúningsmenntun engan veginn í sér, að útskrifað- ir nemendur séu ómenntaðir eða gersneyddir hæfileikum. Hæfi- ieikar eða leikafrek þeirra leik- ara, sem lokið hafa prófi frá Leiklistarskóla Þjóðleikhússins, eru að minni hyggju engin við- hlítandi afsökun á ónógri kennslu og þjálfun í skólanum, enda hygg ég að umræddir leikarar hefðu kosið að fá fyllri og lengri skól- un áður en þeir lögðu út á lista- brautina. í annan stað hef ég hvergi látið að því liggja, að nem endur Leiklistarskólans, eldri eða yngri, væru þjóðinni til skamm- ar, enda væri það svipuð firra og að halda þvi fram, að prófessor- ar við Háskóla íslands séu þjóð- inni til skammar af því þeir njóta hvergi nærri svipaðrar aðstöðu til vísindastarfa ogfræði-iðkana eins og starfsbræður þeirra erlendis. Hins vegar er það þjóðinni til skammar að búa ekki betur að æðstu menntastofnun sinni. Um kennaraskipti í tilteknum námsgreinum Leiklistarskólans hef ég ekki skrifað aukatekið orð, en gagnrýndi hins vegar þann hátt, sem hafður var á fyrir nokkrum árum, að kennsla var beinlínis látin niður falla svo mánuðum skipti vegna anna einstakra kennara við stór hlut- verk í Þjóðleikhúsinu. Vonandi er sá siður nú úr sögunni fyrir fullt og allt. Ég hef líka gagn- iýnt þá mjög svo hæpnu ráðstöf- un, svo ekki sé dýpra í árinni tek ið, að nota nemendur á fyrsta ári kauplaust við leiksýningar í Þjóð leikhúsinu. Nemendur í leikskóla sem er ekki einu sinni fullgildur, eiga ekki erindi upp á leiksvið fyrr en í fyrsta lagi á þriðja ári. Má ég að endingu taka það fram, þar sem það virðist hafa farið milli mála hjá ýmsum þeim er sízt skyldi, að gagnrýni mín á Leiklistarskólanum er ekki sprottin af óvild í garð skólans, kennara hans eða nemenda, held- ur af þeirri frómu ósk, að hægt verði að bæta úr því sem miður hefur farið og gera skólann hæf- ari til að gegna því mikilsverða hlutverki sem honum er ætlað. Af þeim sökum kemur mér það undarlega fyrir sjónir, þegar sómakærir leikarar ganga fram fyrir skjöldu til að verja kákið og bera mér á brýn alls konar annarlegar hvatir. Þeim ætti ekki síður að vera það kapps- mál en mér, að skólinn verði sem beztur. Á því veltur að tals- verðu leyti heill íslenzkrar leik- listar 1 framtíðinnL Fáein orð í tilefni blaðaviðtals Úr því pistill Kristínar Magnús ar varð mér tilefni þessa skrifs, er ekki úr vegi að slá tvær flug- ur í einu höggi og víkja nokkr- um orðum að viðtali við þjóð- leikhússtjóra, sem einn af rit- stjórum „Tímans“, Indriði G. Þorsteinsson, birti um fyrri helgi. Það var einkum fróðlegt fyrir þá sök að þjóðleikhússtjóri virð- ist seint ætla að þreytast á því að leika sína gömlu, slitnu plötu um áræðið, glöggskyggnina, framtakið og yfirmannlegt þrek- ið sem skapanornirnar færðu bonum í vöggugjöf. Ég er búinn að lesa þetta sama blaðaviðtal (með fáeinum tilbrigðum) a.m.k. þrisvar á undanförnum árum og er satt að segja farið að lengja i eitthvað nýtt frá þeim mæta manni. Hann hlýtur að hafa hugs að einhverja ferska hugsun síð- ustu misserin, þó annirnar séu yfirþyrmandi! Eða hefur hann kannski varið allri sinni andg- gift í ævintýragerð Ómars Bergs? Hvað sem um það er, þá finnur þjóðleikhússtjóri enn hjá sér kvöð til að svara gagnrýni minni á Leiklistarskólanum með dylgj- um um, að meðferð Þjóðleikhúss- ins á leikriti eftir mig og við- brögð almennings við því séu undirrót skrifa, sem hann nefnir „skæting“ í sinn garð. Og hann bætir við: „Það er ekki því að heilsa að hann komi með nein rök. Ég hef einu sinni svarað honum og benti þar á rök, sem hann gat ekki svarað. Og síðan hef ég ekkert reynt að fást við hann, enda þýðingarlaust að eyða tíma í slíkt. Hann kemur bara alltaf með nýjar upphróp- anir, ný illyrði og éig hef engan tíma til að svara svoleiðis vit- leysu, sem er gjörsamlega út í bláinn.“ Sú kenning þjóðleikhússtjðra og gulu pressunnar, að afdrif margnefnds leikrits (sem ég sé enga ástæðu til að vera óánægð- ur með) séu með einhverjum dulrænum hætti tengd skoðun- um mínum á Leiklistarskólanum eða öðrum þjóðlífsfyrirbærum, er gripin úr lausu loftL en ber því fagurt vitni hve tamt ýms- um lítilsigldum íslendingum er að setja gagnrýni og almennar umræður um málefni dagsins í samband við lítilfjörleg einka- mál. „Skætingurinn“, sem þjóð- ieikhússtjóri ber mér á brýn, mun vera fólginn í þvL að ég hef talið eðlilegra og heppilegra, að skólastjóri og einn prófdómari ríkisleikskólans hefði einhverja sérmenntun í leiklistarmálum, og svo hef ég vitaskuld hent á lofti ýmis fræg ummæli þjóðleikhús- stjóra, sem honum kæmi betur að væru gleymd og grafin. Um rökin hans, sem mér var um megn að svara, hljóta greinar ckkar beggja að vera-öruggastar heimildir. Þær birtust hér í Morg BRÓÐIR minn, Benjamín Frank- lín Eiríksson, var elzti sonur foreldra minna, fæddur að Hall- dó'rsstöðum á Vatnsleysuströnd, hinn 12. marz, 1892. Hann drukkn aði á mótorbátnum Argo á leið frá Vestmannaeyjum til Reykja- víkur hinn 28. febrúar, 1910. Þetta átti að vera síðasta vertíð hans til sjós. Hann átti að ganga menntaveginn. Hann var frábær námsmaður. Móðir mín tregaði hann mjög, en fannst hún fá sárabætur þeg_- ar ég fæddist um haustið. Á veggnum í stofunni á Sjónarhóli hékk stækkuð mynd af honum. Myndin þótti svo lík mér að gest- ir voru oft spurðir hvort þeim fyndist þessi mynd af mér ekki góð. Á seinustu árum hefir mér fundist hann líkur Dalai Lama á mynd. Þegar ég fæddist dreymdi móðír mína tvo drauma sem hún sagði mér, og báðir réðu nöfn- um mínum. Benjarráin settist oft upp á eldhúsborðið, sem var fast undir glugganum og söng þá gjarna uppáhaldskvæðið sitt: „Ó, hve feginn vildi ég verða aftur, vors- ins barn og hérna leika mér.“ Móður mína dreymdi að Benja mín kæmi og settist upp á eld- húsborðið og segði: „Jæja, nú er ég alkominn-------.“ Enda fannst henni ég vera hann. Hún sagði að hann hefði skrifað eitthvað, og harmaði oft að það væri glat- að, ekkert myndi til frá hans hendi. Þó mun til bréf frá hon- um. Þegar ég var unglingur fluttist til Hafnarfjarðar múrari, sem verið hafði á Flensborgarskólan- um með Benjamíni. Hann minnt- ist á hann við mig, lofaði gáfur hans, og sagði að hann hefði ver- ið yngri en þeir hinir skólafélag- arnir. Þetta var það helzta sem ég vissi um þennan bróður minn fram til ársins 1939. Sumarið 1939 ferðaðist ég um unblaðinu 28. febrúar og 3. marz 1964. Um hitt get ég verið sam- dóma þjóðleikhússtjóra, að hann hefur ýmislegt þarflegra við tímann að gera en hætta sér út í ritdeilur. Síðar í Tíma-viðtalinu getur þjóðleikhússtjóri þess, að komið hafi fram í skrifum hjá mér, „hvað allt væri miklu betra hjá Leikfélaginu, hvað þeir hefðu betri leikara og annað heldur en Þjóðleikhúsið." Er til of mikils mælzt af forstjóra einnar helztu menningarstofnunar þjóðarinnar, að hann finni þessari fullyrðingu stað, eða er hann kannski í krafti embættisins óábyrgur orða sinna? Sigurður A. Magnússon. Vestur- og Norðurland sem fram kvæmdastjóri Landssambands Stéttarfélaganna. Kom ég m.a. við á Flateyri. Þar hitti ég mann að nafni Friðrik Hafberg, er áð- ur hafði búið í Hafnarfirði. Hann fór að segja mér að hann hefði verið á skaki með Benjamíni. Ég varð forvitinn og fór að spyrja hann. Sagði hann mér að Benja- mín hefði verið haigmæltur og að hann kynni eina vísu eftir hann. Ég tókst á loft. Hann lofaði mér að heyra vísuna: Þegar enginn er til hlés allir eru að skaka hæðir mig á hnöllum trés helvítið hann Jóhannes. Það seig á mér andlitið. Við erum sjaldnast reiðubúnir að veita djúpri lífsvizku viðtöku mótþróalaust. „Augu þeirra voru haldin.“ Mér fannst vísan um hégómlegt efni, og auk þess á óhefluðu máli: helvítið hann Jóhannes. En þessi nótt hefir opnað augu mín fyrir sannleikanum í málinu. 1. júní, 1965. íslenzki fálkinn eftirsóttur ytra AÐ því er dr. Finnur Guð- heimilum sínum, — aðrir mundsson, fuglafræðingur, seg vildu gjarna senda þá vinum ir í viðtali, sem birtist í blað- sínum erlendis. Haldið er fast í intu „Hvíti fálkinn“, en það er við friðunarókvæðin, og liggja / gefið út á Keflavíkurvelli, eru við þungar sektir, verði ein- 1 iðulega gerðar tilraunir til að hverjir uppvísir að því að ( smygla úr landi íslenzkum veiða fólka eða smygla úr í fálkum. Fálkar eru seldir landi. / dýru verði erlendis, t. d. í \ Englandi, Þýzkalandi og Aðspurður hvort hætta sé Bandaríkjunum, og eru þeir á því að fálkastofninn deyi hafðir til veiða, eins og fyrr út hér á landi, svarar dr. á öldum, þegar tignarfólki var Finnur, að svo sé ekkL eins mikið í mun að eiga íslenzka og nú standi sakir. „Sem bet- fálka með það fýrir augum. ur fer hefur fálkum fjölgað Síðan 1940 hefur fálkinn talsvert, þannig að lítil „hætta verið friðaður hér á landL en á því“, segir dr. Finnur, og til þess tima voru mikil brögð hann bætir við „Samt sem áð- að því, að fálkar væru veidd- ur, er nauðsynlegt að vera vel ir. Suma langaði til að eiga þá á verði um að friðunarákvæð- til skrauts uppstoppaða, á in“. Benjamln H. J. Eirlksson: Vbscb bróður míns

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.