Morgunblaðið - 02.06.1965, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 02.06.1965, Blaðsíða 26
26 MORCUNBLAÐIÐ Miðvikudagur 2. júní 1965 Ovænlustu tlðindi í 1. deiid: Fram vann Akur- nesinga með 3:2 ÓVÆNTUSTU tíðindi 1. deildar keppninnar 01 þessa gerðust á Akranesi í fyrrakvöld er Fram sótti þangað tvö stig. Þetta voru fyrstu tvö stig Fram í mótinu — en jafaframt töpuðu Akurnesing- ar öðrum leik og eru stiglausir eftir fyrstu tvo leiki sina. Hafa þeir aldrei byrjað svo illa á Is- landsmóti. Leikurinn á Skaganum var «kki mikiil að vöxtum knatt- spyrnulega séð en á köflum var hann skemmtilegur og í honum mikil barátta og all'hörð á köfl- um. Sigurmark Fram var ekki skorað fyrr en fáum mínútum fyrir leikslok. Framarar byrjuðu vel og upp- skáru fljótt mark. Skoraði Helgi Númason með ágætu skoti á 7. mín. Sóttu svo Framarar mun meir allan hálfleikinn og mark Skagámanna komst oft í haettu, en hinn ungi en efnilegi mark- vörður Skagamanna, Jón Ingi, varði vel og bjargaði oft. Mark Helga varð þvi eina mark hálf- leiksins. Fram jók forystu sína eftir 3 mín. leik í síðari hálfleik. Mynd- aðist þá þvaga við mark Akra- ness og Hreinn Elliðason skor- aði af stuttu færL En Akurnesingar voru ekki kveðnir í kútinn. Þeir fengu aukaspyrnu rétt utan vítateigs og skoraði Ríkharður úr henni með glæsilegu skoti efst í horn (sjá mynd) Og stundarfjórðungi síðar jafnar Skúli Hákonarson leikinn með föstu skoti, sem hinn ungi markvörður Fram hafði hendur á, en hélt ekki. Hófst nú mikil og hörð loka- barátta um stigin tvö — en þrátt fyrir allar tilraunir virtist hún ætla að enda án árangurs og að liðin yrðu að deila stigum. En skömmu fyrir leikslok léku Framarar inn í vítateig Akraness MOLAR UANDSUIÐ Tékka og Eng- lendinga „undir 23 ára aldri“ léku marklausan landsleik í Liberec í Tékkóslóvakíu á laugardag. Þar var rigning og eðjuvöllur. og nýliði í 1. deild Hreinn Elliða- son miðherji Fram skoraði annað mark sitt í leiknum með ágætu skoti — og tryggði þannig féiagi sínu bæði stigin og heiðurinn af því að knósetja Akurnesinga í þetta sinn. Eins og fyrr segir var leikur- inn heldur lélegur þó skemmti- legur væri fyrir baráttu sakir. Hvorugt liðanna dró af sér þó oft hefðu þau litla upp>skeru eftir mikið erfiði. Markið er Ríkharður skoraði úr aukaspyrnu utan vítateigs. Markvörður Fram hafði enga mögu- leika til varnar. — Ljósm. Þráin n Þorvaldsson. KR og Keflavík skildu jðfn 1:1 KR jafnabi 5 mín. fyrir leiksðok VESTUR-ÞÝZKA knattspyrnu liðið Stuttgart er á keppnis- ferðalagi í Austurlöndum. Þýzka liðið vann síðast úrvals lið flughersins í S-Vietnam með 15-0. 1 hálfleik stóð 8-0. Núverandi og fyrrverandi Is- landsmeistarar í knattspymu, Keflavík og KR, mættust í fyrri leik sínum í 1. deildarkeppninni á -Njarðvíkurvelli í gærkvöldi. SA hvassviðri og rigningarhragl- andi spillti leiknum, en honum lauk með jafntefli 1 mark gegn 1. Eftir marktækifærum og samleik mega KR-ingar þakka fyrir þessi úrslit. Keflvíkingarn- ir sýndu mun betri knattspyrnu en framherjar liðsins voru feimn ir við að skjóta og misstu því oft af góðum tækifærum. Þrátt fyrir slæmt veður var nMkill mannfjöldi að horfa á leikinn 15-1600 manns. KR lék undan vindi í fyrri hálfleik en fyrstu minúturnar síkiptust liðin á uppthlaupum. Forysta ÍBK Á 7. mínútu komst Baldvin miðh. KR í gott færi en missti knöttinn frá sér fyrir opnu' rnarki. KR fær tvær hornsp. á 14. og 15. mín. en án árangurs. Keflvíkingar herða sóknina og skiptingar þeirra og stuttur sam- leikur er oít skemmtilegux. Sýndu þeir mun betri knatt- spyrnu en KR. Einkum var á- berandi hvað þeir voru mikið fljótari á knöttinn. Á 20 mín. skoraði Karl Her- mannsson með föstu skoti eft- ir góða fyrirgjöf Jóns Öiafs hægri útherja. Á 23. minútu tók Gunnar Guð- mannsson aukaspyrnu utan víta teigs sem Kjartan fékk varið í horn. Úr hornspymunni fékk Gunnar Felixsson knöttinn á vítateig en spyrnti yfir. Liðin skiptust síðan á um að sækja og á 28. min. átti Gunnar Fel. gott skot sem Kjartan fékk varið með því að slá yfir 5 mín. síðar brennir Jón Ólafur af þar sem hann stóð á markteig KR. KR-ingar áttu hættulegt tæki- færi á síðustu mínútu hálfleiks- ins er Guðmundur Haraldsson átti fast skot undir þverslá — en Sigui-vin tókst að bjarga á línunni. Síðari hálfleikur Keflvíkingar hófu sókn í síðari hálfleik og reyndu að ná stutt- um samleik, en KR-ingar aftur á móti notuðu langar spyrnur fram völlinn, og náðu með því snögg- um upphlaupum með miklum hraða. Á 12. mín. bjargaði Högni á marklínu, eftir harða sókn KR- inga, en skömmu síðar varði Heimir naumlega skot Rúnars. Á 21. mín. voru þeir Jón Ól- afur og Heimir í æðislegu kapp hlaupi um knöttinn úti á víta- teig og tókst Heimi að spyrna út fyrir hliðarlínu. Á 33. mín. misnotaði Karl Her mannsson herfilega gott mark- færi er hann reyndi að leika framhjá Heimi, er lá fyrir utan markteig, í stað þess að lyfta knettinum yfir hann í markið. KR jafnar Á 36. mín. ver Kjartan skot Gunnars Felixsonar í horn og á 40. min. tekur Gunnar Fel. horn spyrnu frá vinstri og Ellert skorar með skalla yfir varnar- vegg Keflvíkinga og jafnaði leik inn. Keflvikingar hófu örvænting arfulla sókn og á 43. mín. missir Heimir knöttinn eftir skot Sig urvins bakvarðar. Knötturinn veltur á markteig og gerðu tveir Keflvíkingar tilraun til að skjóta en hvorugur hitti knöttinn. Liðin Keflavíkurliðið sýndi mun betri knattspyrnu og betri knatt meðferð.. Bezti maður í liðinu var Karl Hermannsson, en auk hans áttu góðan leik Rúnar Júl- íusson og framverðirnir Sigurð- ur, Högni og Grétar. Kjartan markvörður átti mjög góðan leik. Ellert Schram var áberandi bezti maður KR-liðsins. Hann lék nú sem fyrr farmvörð og var sterkur í vörn og skipulagði sókn liðsins. Baldvin Baldvina- son miðherji sýndi mikinn hraða, en skortur hans á knatt- meðferð og einleikstilraunir hans skemmdu oft sóknartilraunir liðsins í heild. Af öðrum KR-ing um mætti minnast á þá nafn- ana Gunnar Felixson og Gunnar Guðmannsson, sem nú kom enn á ný 'til leiks í 1. deild — hljóp í skarðið fyrir slasaðan félaga. Dómari var Hannes Þ. Sigurðs son. — B. Þ. Þróttur varm 12:0 Barna- og unglinganám- skeiö að hefjast Á MORGUN, fimmtudag, hefjast á fjórum íþróttasvæðum í Reykja vik námskeið í íþróttum og leikj- um á vegum Æskulýðsráðs, Leik- vallanefndar, íþróttabandalags og íþróttavallanna. Verða námskeið þessi fyrir börn óg unglinga á aldrinum 5—13 ára. Á þriðjudögum, fimmtudögum Ármannssvæði, Þróttarsvæði (Skipasundi), Golfvelli og Álf- heimabletti Á mánudögum, miðvikudögum og föstudögum verður kennt á þessum svæðum: KR-svæði, Vals-svæði, Fram- velli og Víkingsvelli. Á hverjum stað verður nám- og laugardögum verður kennt á I stkeiðunum tvískipt, fyrir hádegi þessum stöðum: . kl. 9.30—11.30, verður tekið við börnum 5—9 ára, en eftir hádegi við eldri börnum, 9—13 ára, og þá kl. 14—16. á hverjum stað verða 2 íþróttakennarar, sem leið beina börnunum. Innheimt verður vægt þátttöku gjald fyrir tímabilið, sem verður 4 vikur, gjaldið er kr. 25.00. — Allar upplýsingar eru veittar í símum 15937 (Æskulýðsráð) kl. 2—4 og 35850 (IBR) ki. 4—6 dag- lega. í FYRRAKVÖLD léku á Mela- vellinum, í annarri deild, Þrótt- ur og Skarphéðinn. Leikurinn var í heild lélegur. Slæmt ástand virðist vera með skipan dómara. Tíu mínútum áður en leikurinn átti að' hefjast var aðeins annar línuvörðurinn mættur — enginn dómari. Vallarverðir sáust ekki, til að stugga æstum strákaskara út fyrir leikvöllinn. Þróttur tók leikinn strax í sín- ar hendur,' og áður en margar mínútur voru liðnar, er komið 1:0 fyrir Þrótt. Þetta fyrsta mark setti Skarphéðinsmenn út af lag- inu, markmaðurinn hafði hendur á knettinum, missti hann inn, frekar ódýrt mark. Þróttur sækir nú stöðugt og kemst þeirra mark aldrei í hættu. Líður nú fram undir miðjan hálfleik, en þá er eins og allt opnist fyrir Þrótt og þeir skora hvert markið á fætur öðru. í leikhléi er staðan orðin 5:0 fyrir Þrótt. í síðari hálfleik verða yfirburð ir Þróttar enn meiri. Þá var engu líkara en Skarphéðinsmenn væru hreinlega hættir. Ekki var lengur um skipulag að ræða. Hver þvældist fyrir öðrum, og í gegn- um alla þessa þvögu skoruðu svo Þróttarar eins og þeir ættu lífið að leysa. Mörkin hefðu getað orð ið mun fleiri, en þegar 21 leik- maður er í einni kássu fyrir fram an sama markið, er orðið erfitt að koma knettinum í netið. Lið H.S.K. vantar greinilega allt sem til þarf, til að geta leikið knattspyrnu, jafnvel á íslenzkan mælikvarða. í liði þeirra eru ein- staklingar sem eru mjög góð efni, en vantar tilsögn og já- kvæðari þjálfun. Sigur Þróttar kom fáum á ó- vart. Þó er ekki hægt að segja að þessi leikur þeirra hafi verið glansleikur, en það er alltaf erf- itt að leika knattspyrnu þegar allt er í einum hrærigraut. Dómarinn Rétt áður en leikurinn átti að hefjast var dómarinn ekki mætt- ur. Þá bar að garði mann sem ætlaði að gera allt aðra hluti en að dæma knattspyrnuleik þetta kvöld og var hann þvingaður i starfið. Annar línuvarða fékkst og úr hópi áhorfenda. Það skal tekið fram að þessir menn, sem hlupu þarna í skarðið, hafa báð- ir dómararéttindi. Það er eins og sumum finnist að önnur deildin sé eitthvert aukamót. Hvort þeim á Melavell- inum finnst þetta einnig veit ég ekki, en enginn vallarstarfs- maður var þó til staðar, til að reka strákahópinn, sem alltaf þrengir sér inn á sjálfan leik- völlinn, út fyrir. Þetta er ekki f verkahring dómarans, hann hef- ur nægilegt að gera. Vel má vera að þetta hafi stafað af því að vallarstjórinn, Baldur Jónsson,- var ekki til staðar þetta kvöld, þá er ég þess fullviss að hann kippir þessu í lag. Dómari var Ragnar Magnús- Næstu leikir í 2. deild em I kvöld. Þá leika í Hafnarfirðl Haukar og Þróttur og á Mel*- velli Víkingur og BreiðabUk. ^

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.