Morgunblaðið - 02.06.1965, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 02.06.1965, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ Miðvikudagur 2. júní 196* Útgefandi: Framkvæmdastjóri: Ritstjórar: Ritstjórnarfulltrúi: Auglýsingar: Ritstjórn: Auglýsingar og afgreiðsla: Áskriftargjald kr. 90.00 I lausasölu kr. Hf. Árvakur, Reykjavík. Sigfús Jónsson. Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Þorbjörn Guðmundsson. Árni Garðar Kristinsson. Aðalstræti 6. Aðalstræti 6. Sími 22480. á mánuði innanlands. 5.00 eintakið. ÚTGERÐIN, ÖFLUGASTA EINKAFRAMTAKIÐ Á Sjómannadaginn var þess ■*“■ minnzt að öll lífsafkoma þjóðarinnar byggist á sjávar- útvegi. Það var fyrst með auknum afköstum í fiskveið- um, sem hagur þjóðarinnar tók að batna, og æ síðan hafa lífskjörin fyrst og fremst byggzt á auðæfum þeim, sem sjómenn hafa fært á land. Sjávarútvegurinn er áhættu samur atvinnurekstur, og þess vegna hefur útgerð ætíð gengið misjafnlega og margir hafa tapað fjármunum á henni. Engu að síður er það staðreynd, að einmitt í sjáv- arútvegi hefur framtak ein- staklinganna afrekað mestu. Tilraunir hafa verið gerðar til samvinnuútgerðar og opin- bers reksturs útgerðarfyrir- tækja, en þær hafa ekki gefið góða raun. Útgerðin hefur gengið bezt hjá mönnum, sem barizt hafa áfram, þeim mönnum sem sjálfir hafa stundað sjósókn, byrjað sem hásetar en komizt til skipstjórnar og nokkurra efna, og síðan sjálfir hafið út- gerð. Þeir þekkja þennan rekstur og vita að þar duga engin vettlingatök. Vissulega er það ánægju- legt að nú þegar fiskiskipa- flotinn hefur verið endurnýj- aður hafa hundruð manna eignazt sín fiskiskip, ýmist einir eða nokkrir í félagi, og þótt það sé ekki ætíð sældar- brauð að standa fyrir útgerð, munu þessir menn berjast á- fram fyrir bættum hag fyrir- tækja sinna og þar með þjóð- arheildarinnar. Á atorku þeirra ogdugnaðistarfsmanna þeirra, sjómannanna, byggist afkoma þjóðarinnar. En ljóst ætti þá líka að vera að hagur útgerðar er háður verðlagi á erlendum mörkuð- um og tilkostnaður innan- lands má ekki hækka svo að íslenzk útgerð standist ekki samkeppnina við aðrar fisk- veiði^’óðir. Þess vegna verð- ur leita allra ráða til að ha’ verðbólgunni í skef jum og forðast verulegar víxl- hækkanir kaupgjalds og verð lags. Það er mesta hagsmuna- mál þjóðarheildarinnar. SKOÐANIR FISKIFRÆÐINGA j útvarpsþætti á Sjómanna- daginn gerði Jón Jónsson fiskifræðingur grein fyrir því að fiskmagn við endur landsins vseri takmarkað, og þess vegna gætum við ekki gert ráð fyrir því að fiskveið- ar gætu séð þjóðinni fyrir þörfum hennar, þegar lands- mönnum hefði fjölgað stór- lega og krafizt væri batnandi lífskj ara. Þetta eru að vísu ekki nein- ar nýjar upplýsingar, en engu að síður er tímabært að vekja á því athygli að okkur er lífs- nauðsynlegt að auka fjöl- breytni athafnalífsins og koma upp öflugum iðnaði, því að sjávaraflinn er takmark- aður og þar að auki getur hann brugðizt meira og minna eins og sagan sannar, þótt að vísu sé með nútíma- tækni hægt að afla meir en áður var. En Jón Jónsson gat þess einnig að fiskifræðingar for- dæmdu ekki togveiðar á sama hátt og löggjafarvaldið hefur gert. Hann færði að því skýr rök, að veiðar í botnvörpu þyrftu ekki að vera skaðlegri en aðrar veiðar. Fiskurinn er jafn dauður hvort hann er veiddur í vörpu, net eða línu sagði hann, og allt tal um það, að botnvarpan eyðileggi botngróður, er út í bláinn. Það er út af fyrir sig skilj- anlegt, að þeir menn, sem horfðu á hundruð erlendra skip.a moka upp aflanum lengst inni í fjörðum og eyði- leggja útgerð smábáta, hafi ímugust á botnvörpunni. Þó er hún afkastamesta og ódýr- asta veiðarfærið og augljós rök mæla með því, að aflað sé á þann hátt sem hagkvæm- ast er. Oft hefur það viljað við brenna að sjónarmið vísinda- manna hafa verið virt af vett- ugi og enn er það svo, að lít- ið er hlustað á skoðanir fiski- fræðinga varðandi veiðiað- ferðir. En til hvers er að hafa vísindamennina, ef ekki er á orð þeirra hlustað? Morgunblaðið telur tíma- bært að teknar séu upp um- ræður um það, með hverjum hætti sé unnt að koma við auknum togveiðum íslenzkra skipa hér við land, og er blað- ið opið til umræðna um það mál, og væntir þess að kunn- áttumenn láti til sín heyra. Jón Jónsson, fiskifræðing- ur, hefur hafið þessar um- ræður á sjálfan Sjómanna- daginn, og Vonandi munu bæði hann og aðrir ræða þetta mál, svo að reynt verði að brjóta það til mergjar. 13 fóstrur brautskráðar úr Fóstruskólanum Fóstruskólanum var slitið lau^ardaginn 22. maí sl. Skólinn starfaði sL ár í tveim bekkjar- deildum, eins og undanfarin ár. Voru nemendur alls 37. Brautskráðar voru 13 fóstrur, sem réttindi hafa til að starfa á barnaheimilum og stjórna þeim. Skólastjóri er frú Valborg Sigurð- ardóttir. Myndin hér var tekin við það tækifæri af fóstrunum og skólastjóra skólans. Á myndinni eru, talið frá vinstri: Guðbjörg G uðmundsdóttir, Rvík, Svala Svavarsdóttir, Rvík, Sigrún Björns- dóttir, Rvík, Sigrún Gísladóttir, Akranesi, Guðríður Ilelgadóttir, Rvík, Hrafnhildur Sigurð- ardóttir, Akranesi, Valborg S igurðardóttir, skólastjóri, Anna Hilmarsdóttir, Húnavatnssýslu, Særún Axelsdóttir, Hafnarfirði, Emelía Jónsdóttir, Rvík, Hjördis Hjaltadóttir, Hveragerði, Kristín Guðmundsdóttir, Rvík og Gubjörg Þorbjarnardóttir, Grenivík. Á myndina vantar Þor- björgu Sigurðardóttur frá Hrísey. — Ljósm. Mbl.: Sv. Þ. Yfir 170 millj. í heiminum nú EINS og stendur eru yfir 170 milljón talsímar í heiminum. Um næstu aldamót er búizt við, að fjöldi þeirra verði kom inn upp í 600 milljónir. Jafn- framt aukast hin alþjóðlegu talsímaviðskipti svo ört, að nauðsynlegt verður að koma á sjálfvirku talsímasambandi bæði milli landa og heimsálfa. Eins og stendur er talsíma- netið þéttast í Bandaríkjun- um, en þar næst kemur Sví- þjóð. Kanadamenn eru iðnast- ir við að tala í síma. íslending- ar hafa farið fram úr Banda- ríkjamönnum og eru næstiðn- astir allra þjóða heims við sím töl. Þessar upplýsingar er að finna í síðasta hefti af tíma- ritinu „Telecommunication Journal“, sem, er málgagn Alþ j óðaf j arskiptasambandsins (ITU), sem nýverið átti 100 ára afmæli. Miðað er við á- standið eins og það var 1. janú ar 1964 — eða fyrir rúmu ári. í heiminum voru 170 millj. talsíma (fyrir tíu árum var talan 90 milljónir). í Banda- ríkjunum voru 84,4 milljónir, í Japan 10,6 milljónir, í Bret- landi 9,3 milljónir. Svíþjóð var í 9. sæti með 3,2 milljónir talsíma. í Bandarikjunum voru 44,26 talsímar á hverja 100 íbúa, í Svíþjóð 42,25, á Nýja-Sjá- landi 35, í Kanada 34,89 og í Sviss 33,95. Árið 1963 talaði hver íbúi að jafnaði 597,7 sinnum í síma. Næst kom ís- land með 574,9 árleg símtöl á hvern íbúa, en Bandaríkin voru í þriðja sæti með 570 símtöl á íbúa. Hringja í 9 til Asíu Vegna hinna miklu tækni- framfara á undanförnum ár- talsímar um er nú unnt að hrinda í framkvæmd þeim áætlunum um sjálfvirkt eða hálf-sjálf- virkt talsímanet fyrir allan hnöttinn, sem verður nú æ meir aðkallandi. Innan ITU er búið að ganga frá áætlun um símanúmer fyrir hinar ýmsu álfur og svæði. Norður-Amer- íka hefur svæðisnúmerið 1, Afríka 2, Ev.rópa 3, og 4, S- Ameríka 5, Kyrrahafssvæðið sunnanvert 7, Kyrrahafssvæð- ið norðanvert 8 og meginland Asíu 9. Hvert land hefur sitt lykil- númer, og er fyrsta talan í því svæðisnúmerið. — Sá sem || hringja vill til aðalstöðva Alþjóðafjarskiptasambandsins í Sviss á fyrst að hringja í númerið sem gefur samband við útlönd í heimalandi hans (tvær eða þrjár tölur), síðan númerið 41 (svæði og land), þar næst 022 (númerið fyrir Genf) og loks 347000 (sem er símanúmer ITU). Þegar mest er, verða menn að nota 14 til 15 tölustafi á símakringlunni. Rússar vilja ákveöa greiðslur sínar S.þ. New York, 25. maí (NTB) SOVÉTRÍKIN hótuðu í gær að taka aftur tilboð sitt um frjáls framlög til Sameinuðu þjóðanna, ef þau fengju ekki sjálf að á- kveða upphæð framlaganma og til hvers þeim verði varið. Banda rikin og Bretland hafa krafizt þess, að framlög nú verði að nægja til þess að lækka skuld Sovétríkjanna við Sameinuðu þjóðirnar í sambandi við friðar- gæzlu samtakanna í Kongó og í löndunum fyrir botni Miðjarðar- hafs, að því marki, að liún verði minna en. tveir þriðju hlutar af þvi, sem Sovétríkjunum ber að greiða, sem meðlim í Sameinuðu þjóðunum. Samkvæmt sáttmála Samein- uðu þjóðanna er unnt að svipta ríki innan samtakanna atkvæðis rétti á Allsherjarþinginu ef það skuldar meira en tvo þriðju þess, sem því ber að greiða. Deilan um skuldir Sovétríkj- anna við Sameinuðu þjóðirnar, olli því, að öll starfsemi síðasta Allsherjarþings var lömuð. Það var Nikolaj Federenko, fulltrúi Sovétríkjanna hjá Sam- einuðu þjóðunum, sem lýsti þessu yfir í gær. I ræðu sinni sagði Federenko, að allar full- yrðingar um, að Sovétríkin skuld. uðu Sameinuðu þjóðunum fé, væru rangar, sökum þess að að- gerðir samtakanna við friðar- gæzlu í löndunum fyrir botni Miðjarðarhafs Og í Kongó, væru ólöglegar og yrði kostnaður vegna þeirra að greiðast af þeim löndum, sem ábyrgð bæru á deil- unum á þessum stöðum. Vesturveldin halda því fram, að Sovétríkin skuldi Sameinuðu þjóðunum 65 millj. dollara vegna friðargæzlunnar og að þau verði að greiða að minnsta kosti 25 millj. dollara af þessari fjárhæð, til þess að missa ekki atkvæðis- rétt á Allsherjarþinginu samkv, ákvæðum samtakanna. Kaupmannahöfn, 31. maí. • Berlingske Tidende segir í dag, að Peer Gregaard, for- stjóri „Ny Teater“ í Kaup- mannahöfn muni taka við em- bætti leikhússtjóra við Kon- unglega leikhúsið af Henning Brönsted, sem lætur af því starfi 1. júlí 1966.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.