Morgunblaðið - 02.06.1965, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 02.06.1965, Blaðsíða 15
Miðvikudagur 2. júní 1965 MORCUNBLAÐIÐ 15 MUBUjÚM Láta vel af sjó- hæfni Storm- svölunnar Heimsiglingin hefst í dag SVO SEM kunnugt er fór á til Skotlands til að sækja dögunum hópur íslendinga þangað 18 tonna seglskútu, ■ ---——— ^ “\ý • - •• • -.v v ., • •':' !• ■ •’' ,: SES»:< = •.•"":>:••• Þessi mynd sýnir sjósetningu Stormsvölunnar á eynni Bute í Clyde-friði. Hér er Stormsvalan komin á flot, og má glöggt sjá byggingar lag skútunnar af myndinni. sem nýstofnaður siglinga- klúbbur, Óðinn, hefur fest kaup á, og hyggjast íslend- ingar sigla heim skútunni, sem í síðustu viku var skírð Stormsvalan. Var ráðgert að þeir legðu af stað í íslands- siglinguna um miðjan dag í dag, miðvikudag, en hún mun taka viku til tíu daga að því er talið er. Skútan var sjósett í sl. viku og hófust þá reynslusiglingar þegar á Clydefirði. Reyndu Islendingarnir hana m.a. í sex vindstigum og létu hið bezta af sjóhæfni Stormsvölunnar. Þeir hafa nú birgt sig upp af vistum, komið fyrir í skút- unni talstöð, miðurnartækj- um og nauðsynlegum siglinga og björgunarú.tbúnaði. Talið er að siglingin muni taka viku til tíu daga. Er ætl- unin að sigla aðeins fyrir seglum. Hjálparvél er hins- vegar í Stormsvölunni, en hún er aðeins notuð til þess að flytja skútuna til í höfnum o. s. frv. Vélin verður ekki notuð á heimleiðinni nema nauðsyn krefji. Hugsanlegt er að Stormsval an komi við í Færeyjum, en það er þó engan veginn víst. Um borð í skútunni eru fimm fslendingar, Hörður Jó- hannsson, skipstjóri, Ólafur Bertelsson, Pétur Ingason, Einar Stefánsson og Guðmund ur Bertelsson. Hér sjást þrír þeirra, sem sóttu Stormsvöluna til Bute og sigla henni heim til íslands. Frá vinstri: Einar Stefánsson, Ólafur Bertelsson og Guðmundur Einarsson. Bergristur frá Noregi Sýning í Þjóðminjasafninu KOMIN er til íslands sýning af Xiorskum bergristum, eða list frá steinöld og bronzöld og hefur hún verið sett upp í Bogasal Þjóð irúnjasafnsins, þar sem hún verð ur opnuð í dag. Sýningin er á vegum menntamáladeildar norska utanríkisráðuneytisins og hefur próf. Anders Hagen frá há- skólanum í Björgvin sett hana upp, en hér gekk Gísli Gestsson, safnvörður frá henni til sýning- ar. Kristján Eldjárn, þjóðminja- vörður, sýndi fréttamönnum sýn- inguna í gær og skýrði frá til- drogum hennar. Bergristurnar eru myndir málaðar eða grafnar á steina eða klappir og oft gerð- ar af miklum hagleik. Þær eru víðar til á Norðurlöndum, en á þessari sýningu er aðeins um að ræða þær helluristur, sem fund- ízt hafa í Noregi. Myndirnar eru yfirleitt höggnar í berg og rauð- ur eða svartur litur borinn í. Þar sem slíkar myndir verða að sjálf- sögðu ekki fluttar úr stað, er norska sýningin byggð upp úr mjög góðum og stórum ljósmynd um og gúmmiafsteypum. Stór bergristusvæði hafa fund izt í Noregi, bæði úti við strönd- ina og inni í landi og eru flest- ar risturnar gerðar á tímabilinu Kristján Eidjárn, þjóðminjavörður og Gísli Gestsson, safnvörður, sýna nokkrar af myndunuin á norsku bergristusýningunni í Bogasalnum. Helluristur frá Þrændalögum. List bænda. 300 til 500 fyrir Krist, en þá stóðu sumir þjóðflokkar enn á menningarstigi steinaldar, en aðrir höfðu kynnzt eirnum og þeirri menningu, sem honum fylgdi. Sumar myndirnar ákvarð ast af veiðimannamenningu og aðrar af bændamenningu. Þó þessar bergristumyndir séu með réttu taldar góð list nú, er ekki talið að þær hafi verið gerðar sem list vegna listarinnar, held- ur hafi þær verið ristar í bergið í trúarlegum tilgangi eða sem töfrar. Veiðimenn drógu einkum upp myndir af þeim dýrum, sem þeir sóttust eftir við veiðar, og bændur til að auka frjósemi jarð- 'ar, manna og dýra. Myndirnar eru margvíslegar og í þeim mik- ið af naturalistiskum og stíliser- uðum dýramyndum. Þær voru ýmist ristar á lóðréttan vegg, eins og hreindýrsmyndin fræga, sem mynd er af á sýningunni, eða á flatar klappir. Þær eru oft á stöð um, sem erfitt er að komast að oig það hefur verið erfitt að klappa þær í bergið. Höfundarn- ir hafa því lagt mikla vinnu i það. Kristján Eldjárn sagði að menntamáladeild norska utan- ríkisráðuneytisins hefði á sl. vetri boðið Þjóðminjasafninu þessa sýningu, en hún hefur farið víða. Væri fengur að því að fá hana Framhald á bls. 27

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.