Morgunblaðið - 02.06.1965, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 02.06.1965, Blaðsíða 27
Miðvikudagur 2. júní 1965 MORGUNBIAÐIÐ 27 ^ Ketill Ingólfs- son ver doktors- ritgerð í Zörich Ketill Ingólfsson. TJTVARPIÐ skýrði frá því í gær- kvöldi, að Ketill Ingólfsson hefði varið doktorsritgerð við háskól- ann í Ziirich í Sviss í fyrradag. Ritgerðin er um kjarnaeðlisfræði, fjallar um svonefnda sviðskenn- ingu og heitir á þýzku: „Beitráge zu exakten Auswertungen in den Quantitatstheorie der Bellenfeld- er“. Ketill Ingólfsson er fæddur í Reykjavík árið 1936, sonur hjón- anna Ingólfs Þorsteinssonar, bankafulltrúa, og Vilborgar Vil- hjálmsdóttur. Hann varð stúdent við Menntaskólann í Reykjavík 1956, nam eitt ár við Háskóla ís- lands, en hefur síðan stundað nám í Ziirich. Auk náms í tækni- legri eðlisfræði hefur Ketill lagt stund á nám í píanóleik við tón- listarháskólann í Zurich, en hann hafði áður lokið prófi við Tón- listarskólann hér í Reykjavík og haldið hér píanótónleika. Fádæma fiskiBeysi AÐ sögn fréttaritara blaðsins á Stöðvarfirði og í Borgarfirði eystra er fádæma fiskileysi á þeim slóðum um þessar mundir. Borgfirðingar hafa þó fengið tals vert af hrognkelsum. Að sögn fréttaritara á Stöðvarfirði muna elztu menn ekki eftir öðru eins sflaleysi. Síldín enn s*y99 EKKI frétlist mikið af síldveiði eystra í gær, þótt bátar köst- ■uðu töluvert á þremur stöðum. Lóðað var á stórar torfur á öll- um svæðunum, sem voru allt að 40 faðma þykkar, en síldin er stygg. Svæðin eru 80 mílur og 60 mílur undan Glettingi og rúm léga 100 mílur austur frá Langa nesi. SLausasala j vindlifiga i bönnuð I GÆR, 1, júnf, tók gildi I reglugerð, sem fjármálaráðu- Sneytið gaf út í s.l. mánuði og felur í sér bann við sölu vindlinga í lausasölu. Segir í reglugerðinni, að ekki megi selja vindlinga í áteknum um búðum. — Námuslys Framhald af bls. 1 Um þúsund björgunármenn unnu sleitulaust í allan dag við að reyna að komast til innikró- uðu mannanna. En þeir fundu hvergi lífsmark, aðeins liðin lík. AUt bendir því til þess að þetta sé annað mesta námuslys, sem orðið hefur í Japan. En í nóvem- ber 1963 fórust 453 námumenn við sprengingu í Omuta-nám- unni skammt þarna frá. Eftir sprenginguna gekk Yos- hio Sakurauchi, iðnaðar- og verzl unarmálaráðherra, á fund Eisako Sato, forsætisráðherra, og lagði fram lausnarbeiðni sína. Sagði Sakurauchi við fréltamenn að hann harmaði mjög þetta slys, sem orðið hefði einmitt þegar ríkisstjórnin var að ganga frá nýjum ákvæðum til að tryggja öryggi námumanna. Kvaðst hann taka á sig fulla ábyrgð vegna slyssins og því vilja láta af emb- ætti. Slysið i Yamano-námunni er þriðja námuslysið í Japan á þessu ári. 61 maður fórst í Yúbari-nám- unni á Hokkaido 22. febrúar sl. og 30 fórust við pprengingu í kolanámu skammt frá Nagasaki 9. apríl. — Norðlendingar Eramhald af bls 28 og benti á að margt mætti af þeim læra. Fyrir rá'ðstefnunni lágu frá undirbúningsnefnd greinargerðir og tillögur varðandi atvinnu- ástand og úrbætur frá kauptún- um og kaupstöðum á Norður- landi, auk annarra þingskjala. Ráðstefnunni var skipað í þrjár verkefnanefndir er skiptu þannig með sér verkum: fram- tíðarmál, atvinnumál og skyndi- úrræðL Á laugardagskvöld bauð bæjar stjórn Akureyrar fulltrúum til kvöldverðar í Skíðahótelinu. Fundir á ráöstefnunni hófust að nýju á sunnudag kl. 2 e.h. og að lokum umræðum um tillögur og nefndarálit var gengið til af- greiðslu mála. Allar ályktanir ráðstefnunnar vorú samþykktar samhljóða. í þeim kemur m.a. fram að nauðsynlegt sé að á Norðurlandi fari fram svæðis- skipulagning og kerfisbundin byggðauppbygging. Lýst er ánægju yfir fyrirhugaðri stofn- un framkvæmdasjóðs strjálbýl- isins. Lögð áherzla skipulagða atvinnuuppbyggingu með auknu fjármagni og verkaskiptingu í atvinnugreinum á milli byggðar laga. Þá taldi ráðstefnan nauðsyn að rikisstjórnin hlutaðist til um að bæjar- og sveitarfélögum verði lána'ð fé þegar í vor til atvinnuaukningar. Atvinnuleysis bætur verði hækkaðar og fjár- magni atvinnuuppbyggingar í þeim byggðarlögum er búa við ónóg atvinnuskilyrði og verjast þurfa atvinnuleysi. Aflatrygg- ingasjóður bæti að mestu mismun á aflahlut og kauptryggingu, þeirra báta er leggja upp í heima höfn. Stofnlán fiskibáta verði lengd. Ríkið hafi forgöngu um síldar og fiskflutninga til Norður lands til atvinnuaukningar. Þá fól ráöstefnan undirbúnings nefndinni að starfa áfram og fylgja eftir tillögum hennar og kalla saman fulltrúafund kaup- staða og kauptúna á Norðurlandi til þess að ræða um atvinnu og svæðismál Norðurlands. Undirbúningsnefndina skipa: Áskell Einarsson, bæjarstjóri, Húsavík, formaður, Magnús E. Guðjónsson, bæjarstjóri, Akur- eyri, ritari, Ásgrímur Hartmanns son, bæjarstjóri, Ólafsfirði, Rögnvaldur Finnbogason, bæjar- stjóri, Sauðárkróki, Stefán Frið- bjarnarson, bæjarritari, Siglu- fiiöi. Formaður undirbúningsnefnd- ar sleit ráðstéfnunni rétt fyrir kl. 7 e.h. á sunnudag með ræðu. (Frá Ráðstefnu um atvinnu- tnál á Norðuriandi), Geirlaugur Árnason, rakarameistari á Akranesi, lýkur við aö kliþpa ítúnar. Oddur skrifar: Gdfnaljós með hrísbugga Á nú að fara að slá hausinn á mér, þegar grasið grær sem óð- ast um alla jörð? spurði Rúnar bítill andvarpandi, nýkominn út frá Njáli skólastjóra. „I>ú hefur fengið ágætis einkunn, 9,29“, hafði skólastjóri sagt, „og átt að taka við tveimur bókaverðlaun- um í kirkjunni, og nú verðurðu að láta klippa þig“. Rúnar bítill klóraði sér í höfðinu; hárið vildi hann ekiki missa. Ókunnur mað- ur hafði sagt: í>etta er gáfuleg- ur hnakki. Hann gekk inn í næstu búð, keypti sér þrjú glös af All-Star-Drene shampoo og tæmdi budduna. Hálfri annarri klukkustund seinna bankaði hann hjá Njáli skólastjóra á Vallholti 23 og sagði: „Ég er bú- inn að þvo mér þrisvar sinnum um höfuðið, semsagt í einum rykk. Þarf ég endilega....“. „ — Ég hef aldrei sagt, að þú værir lúsugur, væni minn“, greip skólastjóri fram í. „Hann er ólæknandi“, tautaði Rúnar bítill í hálfum hljóðum — vildi ekki missa hárið. — Þögn. Nú var eins og eldingu slægi niður í bítilinn. „Hefur guð ekki gefið mér hárið, og er þá synd að bera það, jafnvel þótt í kirkju sé?“ — Sikólastjóri sá sigurglampa í augum bítilsins og dáðist að stráknum. Samt þótti honum nú nóg komið og var hvass á brún: „Komdu nú ekki eins og tröll- karl með hrísbagga á höfði til Rúnar bítill i fullum skrúða fyrir klippingu. að veita viðtöku bókaverðlaun- unum“. Rúnar bítill sá sitt ó- vænna og lagði af stað til Geir- laugs Árnasonar, rakarameistara, en hafði á tilfinningunni, að hann væri ósigraður. — Oddur. — Hvitra gisla Framhald af bls. 1 um, en vitað af fimm mála- liðar hafa fallið og átta særzt. Leitinni að föngum upp- reisnarmanna er haldið áfram. Er talið sennilegt að þeir hafi verið fluttir til trúboðs- stöðvarinnar Banalia um 190 km. fyrir suð-austan Buta. — S-Vietnam Framhald af bls. 1 þyrmingar Viet Cong-manna. Lík beggja Bandaríkjamannanna höfðu bersýnilega verið notuð sem skotskífur fyrir hríðskota- byssur, en lík hinna innfæddu mörg verið skorin í sundur. Báru andlitin enn merki þeirrar skelf- ingár, sem gripið hefur hermenn- ina við pyntingar kommúnista. Ein sveit bandarískra flugvéla réðist í dag á brú eina um 110 kílómetrum fyrir sunnan Hanoi, höfuðborg Norður-Vietnam. ’Er þetta ekki í fyrsta sinn, sern loft- árás er gerð á þessa brú, en ekki hefur fyrr en nú tekizt að eyði- leggja hana. Alls töku 48 flugvél- ar þátt í órásunum í dag, og réð- ist ein flugsveit á vopnabúr og birgðastöð við Hoi An þriðja dag inn í röð. Stóð sú árás yfir í tíu mínútur og segja flugmennirnir að gífurlegar sprengingar , hafi orðið í birgðágéýmslunum. — Bergristur Framh. al bls. 15 hingað, ekki sízt þar seiri íslend- ingar hugsa ekki að jafnaði aftur íyrir fornöld og þessi. list væri frá forfeðrum þeirra kotnin. Sýningin verður opnuð í dag kl. 5 fyrir boðsgesti og síðan opnuð almenningi, en hún verður opin alla daga frá kl. 14-22 fram til 20. júní. — Miinchen Framhald af bls. 10 an kost og orðið að horfast all- óþyrmilega í augu við hæfi- leikaskort sinn á sviði málara listarinnar. Var Hitler þá þeg- ar orðinn gagnsýrður Gyðinga hatari. 8. nóvember 1923 gerði hann hina frægu — en enda- sleppu — „bjórkjallaraupp- reisn“ í Búrgerbráukjallaran- um í Múnchen. Og eftir að hann komst til valda lét hann reisa í borginni margar bygg- ingar nazismanum til dýrðar. I styrjöldinni varð Múnchen hart úti í árásum Banda- manna. Um það bil þriðji hluti borg arinnar var lagður í rúst og glötuðust þá mikil menning arverðmæti eins og svo víða annars staðar. En mörgu tókst þó að bjarga, og mætti af því nefna sérstaklega rokoko- skreytmgár Cuvilliés-leikhúss ins, sem rifnar voru niður og faldar á öruggum stað. Um það bil hálfum mánuði síðar hafði húsið sjálft verið lagt í rúst. Eftir styrjöldina var leikhúsinu komið upp á ný með hinum gömlu skreyting- um og er nú mikið yndi þeirra fjölmörgu, sem þangað sækja til að hlýða á rokokomúsik Mozarts og samtíma manoa hans. I Múnchen er eitt mesta safn málverka Rubens, sem til er í heiminum. Meðfylgjandi mynd er úr einum Rubens-salnum í „Alte Pinakothek", en þar er. að finna mikla málverkafjársjóði, ui.a. fjölda mynda hollenzku meistaranna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.