Morgunblaðið - 07.06.1966, Side 14

Morgunblaðið - 07.06.1966, Side 14
14 MORCUNBLAÐÍÐ Þriðjudagur 7. júní 1966 Heimsfrægur píanó leikari hér á ferð Píanósnillingurinn ameríski, Daníel Pollack, er væntanlegur hingað til lands þriðjudaginn 7. þessa mánaðar og efnir til Hveggja opinberra hljómleika, auk þess sem hann mun leika á segulband fyrir ríkisútvarpið. Þetta er í annað sinn, sem Pollack leikur hér á landi, því að hann kom hér við í hljóm- leikaför árið 1963 og lék þá við frábærar undirtektir áheyrenda. Að þessu sinni leikur hann ekki í Reykjavik, heldur verða hljóm leikar hans haldnir í Keflavík þriðjudaginn 7. júní og á ísa- firði daginn eftir, og eru það tónlistarfélögin á þessum stöð- um, sem gangast fyrir tónleik- unum. Á fimmtudag heldur hann svo vestur um haf. Hljómleikarnir í Keflavík í kvöld verða í Nýja bíói og hefj- ast kl. 21, en hljómleikarnir á Isafirði verða í Alþýðuhúsinu og ‘hefjast kl. 21. Pollack er aðeins liðlega þrí- tugur, en samt hefir honum hlotnast, mikill sómi víða um heim fyrir píanóleik sinn. Hann byrjaði að læra aðeins 4ra ára gamall, og tæplega átta ára vakti furðu gagnrýnenda og aðdáun. Þegar hann var tæpra tíu ára lék hann með Fílharmóníuhljóm- sveit New York og aftur vakti hann undrun og hrifningu gagn- rýnenda með djúpum skilningi sínum og innsýn í verk ýmissa meistara. Segja má, að Pollack hafi að vissu leyti unnið mesta sigur sinn í apríl 1968, þegar hann hlaut verðlaun í fyrstu alþjóð- legu Tsjaikovskipíanókeppninni í Moskvu, en hann og Van Cli- burn eru einu Bandaríkjamenn- irnir, sem verðlaunaðir hafa ver- ið í þeirri keppni. Hér eru ekki tök á að rekja, hversu víða Pollack hefir farið til að leika eða i hve mörgum borgum hann hefir heillað tón- listarunnendur, en í því efni hefir þó yfirleitt mátt segja, að færri hafi komizt að en hafi viljað. Er það því sérstakt happ fyrir íbúa Keflavíkur og ísafjarð ar, að hann skuli efna þar til tónleika, er hann stendur hér við í lok hljómleikafarar um ýmis Evróplönd. Viðfangsefni hans á hljóm- leikunum verða eftir Bethoven, Chopin, Liszt, Schumann, Bach- Siloti, Graffes, Barber og Rigg- er. Síldarsöltunarstúlkur Söltunarstöðin Óskarsstöð h.f. á Raufarhöfn óskar að ráða nokkrar dugiegar síldarsöltunarstúlkur í sumar. Kauptrygging Uppl. í síma 10724 ÓSKARSSTÖÐ H.F. Afgreiðslustúlka Stúlka vön afgreiðslu óskast í snyrtivöruverzlun í miðbænum frá 18. júní til 1. ágúst. Umsóknir sendist afgr. Morgunblaðsins fyrir 10. þ.m. merkt; „Rösk — 9429“. ATVINNA Maður vanur innflutningi, talar og skrifar ensku og dönsku, óskar eftir vel launuðu starfi. Tilboð sendist MbJ. fyrir 12. júní merkt: „9431“. Afgreiðslumaður á vörulager óskast. Þarf að hafa bílpróf. Upplýsingar á skrifstofunni ekki í síma. Heildverzlun Eiríks Ketilss. SÓLHÚSGÖGN ÚTIBORÐ kr. KOLLAR kr. SÓLSTÓLAR kr. BAKSTÓLAR kr. SÓLBEKKIR kr. 298.- 120.- 298.- 498.- 645.- MIKIL VERÐLÆKKUN. Miklatorgi — Lækjargötu 4. LTAINI AF LANDI LTAN AF LANDI LTAN AF LANDI Lúðrasveit drengja í Stykkishólmi. Við vertiðarlok ■ Stykkishólmi Sigurbjörn Kristjánsson, elzti starfandi sjómaður vertið í Stykkishólmi. STYKKISHÓLMI. — Vertíð er nú lokið í Stykkishólmi fyrir nokkru. Afli var ekki eins mikill á bát og í fyrra, en annars má vertíð teljast sæmileg. Hæstan afla hafði Þórsnes SH 108, var með 803 lestir. Er skipstjóri á þeim bát Kristinn Ól. Jónsson, ungur og dugandi formaður. Mun það eini báturinn, sem mannaður var eingöngu plássmönnum. Annars voru hér margir Fær- eyingar á vertíð góðir sjó- menn en eru nú allir farnir heim. Núna í vor lauk Skipasmiða stöðin Skipavík hér í Stykkis- hólmi við smíði á vélbát fyrir Erlend Sigurðsson, Sveinbjörn Eiríksson og Þórólf Sæmunds- son í Keflavík. Var bátnum gefið nafnið Ver. Lillian Guð mundsson skírði hann. Bátur þessi er um 35 lestir að stærð, úr eik og furu. Vélin er 165 hesta GM-vél. Teikningu að bátnum gerði Egiil Þorfinns- son í Keflavík. Yfirsmiður var Þorvarður Guðmundsson, en vélsmiðja Kristjáns Rögn- valdssonar s.f. sá um niður- setningu véla og tækja, en raflögn annaðist Helgi Eiríks son, rafvirkjameistari. Bátur- inn er hinn vandaðasti og eig endur ánægðir með frágang allan. Kristinn Ól. Jónsson, skipstj. Vélbáturinn Ver KE 45, í reynsluferð. Bátar í Stykkishólmshöfn í vertiðarlok. LTAN AF LANDI LTAN AF LANDI LTAN AF LANDI ATHUGIÐ Þegar miðað er við útbreiðslu. er langtum ódýrara að auglýsa í Morgunblaðinu en öðrum blöðum. Roskin kona eða maður óskast við næturvörzlu á hótel úti á landi. Upplýsingar í síma 10039.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.