Morgunblaðið - 07.06.1966, Page 32
Helmingi útbreiddara
en nokkurt annað
íslenzkt blað
Langstærsta og
fjölbreyttasta
blað landsins
Síldarþrær fullar,
- bræösla hafin
Sprunga var falin undir nýsnævi á Vatnajökli og mjólkurbíllinn lenti í henni og hallaðist. ViS
bílinn stendur Penfield sendiherra. (Ljósm. Árni Kjartansson).
Þrenn hjón héldu upp á brúb-
kaupsafmæli á Vatnajökli
þ. á. m. bandarisku sendiherrahjónin
1.ÖNDUNARSTÖÐVUN er nú
víðast á höínum eystra, en verk
smiðjumar eru flestar byrjaðar
bræðslu, svo bátar þurfa yfirleitt
ebki að bíða nema skamman
tima eftir löndun. Síldin hefur
nú færat nokkru sunnar.
Morgunbiaðið hafði samband
við síidarleitarskipið Hafþór í
gærkvöldi og fékk þær upplýs-
ingar að veiði væri fremur treg.
Sunnan suðvestan kaldi var á og
hé.ldu bátarnir sig beidur
giynnra en áður eða 150—170
imíiur aust- norðaustur frá Glett
inganesi.
Annars staðar hafði iítið orðið
vart við síld.
Sjö bátar höfðu tilkynnt Haf-
'þór um veiði í gærkvöldi. Þeir
voru Snæfell með 200 tonn, Ólaf
ur Tryggvason með 170 tonn,
Heimir með 150 tonn, Sólrún
með löO tonn, Hafrún með 190
tonn, Sigurborg með 140 tonn og
Guðbjörn Kristján með 180 tonn.
Löndunarstöðvun var á Vopna
firði, Norðfirði, Eskifirði og
Seyðisfirði, en á þessum stöðum
var sums staðar að losna þróar-
rými. T.d. var búizt við að s.L
nótt myndi losna um 600 tonna
þróarrými hjá SR á Seyðisfirði.
Bátarnir gátu hins vegar haid-
ið sunnar með aflann, t.d. til Fá-
skiúðsfjarðar.
Morgunbiaðið hafði í gær sam
band við nokkra fréttaritara sína
á síldarstöðvunum og fékk eftir-
farandi uppiýsingar:
Brœðsla hafin
á Raufarhöfn
Raufarhöfn, 6. júní.
SÍLDARVERKSMIÐJAN hóf
bræðslu í dag, en hún hefur alls
tekið á móti 7500 tonnum (75 þús.
tunnum).
Hér er mikið um skipakomur.
Sum koma með tómar tunnur,
önnur taka mjöl og lýsi.
Mikill undirbúningur er fyrir
síldarsöltun. f>að er bara beðið
eftir því að síldin fitni, nái 17%
til 18% fitu. Hún er nú 13% og
14% feit.
Veður er hér gott og skipin fá
sæmilegan afla á hverjum degi.
.— Einar.
Þrœr fullar
á Vopnafirði
Vopnafirði, 6. júni.
ÞRÓARRVMI er hér fullt eins og
er. Verksmiðjan hefur brætt 5500
tonn frá því er bræðsla hófst á
föstudag, þar af um 200 tonn í
nótt.
Bræðsla gengur vel, en eítir er
að koma saman nýrri samstæðu
og þegar hún er komin mun
bræðslugetan verða um 6000 mál
á sólarhring. Mun þessi sam-
stæða verða tilbúin til notkunar
eftir viku til tíu daga.
I nótt mun losna hér rúm fyrir
1200 tonn. Veðríð er ágætt, SV
kaldi, bjartviðri og hlýtt. Vegir
eru illfærir, nema fyrir jeppa
og stórar vörubifreiðir. Á flug-
vellinum hafa verið allt að 8
lendingar á dag.
— Ragnar.
LEIÐANGUR Jöklarannsóknar-
félagsins á Vatnajökul á þessu
vori gekk vel. Komu jöklafarar
í bæinn á sunnudagskvöld eftir
8 daga ferð. Fengu þeir yfir-
leitt fallegt veður, en þoka lá
yfir milli sólskinsstundanna. —
Auk snjóbíla Jöklarannsóknarfé
lagsins tveggja voru 3 einka snjó
bílar með í förinni, þar á meðal
Gusi Guðmundar Jónassonar.
Meðan allur hópurinn var í
Grímsvatnaskála á Vatnajökli,
var haldið þrefalt afmælishóf,
því þrenn hjón í förinni áttu
brúðkaupsafmæli, Þórður Sig-
urðsson bifreiðastjóri og Guð-
laug Erlendsdóttir áttu silfur-
brúðkaup, Penfield sendiherra
Bandaríkjanna og frú hans 20
ára hjúskaparafmæli og Árni
Kjartansson kaupmaður og
Hulda Filipusdóttir 10 ára brúð
kaupsafmæli, höfðu farið í brúð
kaupsferðina á Vatnajökul fyrir
10 árum.
Leiðangursstjóri Jöklafélags-
ins var Sigurður Þórarinsson.
Var unnið við mælingar í Gríms
vötnum og athugaðar tvær mæl
Framhald á bls. 31
Sleginn mikið
hcifuðhögg
Framhald á bls. 31
Ungur maiur drukknar í
54 hvalir
hafa veiðzt
Akranesi, 6. júní: —
FIMMTÍU og fjórir hvalir
höfðu veiðzt á slaginu núna
kl. 6 í kvöld.
Kl. 5 á föstudaginn var
höfðu veiðzt 40 hvalir, svo að
á þessum stutta tíma hafa
þeir orðið að hafa sig alla
við að skjóta og skutla, því
það er sýnilegt að sprett hef
ur verið úr spori á hvalamið
um. — Oddur.
Oddastaðavatni
Báti með þremtir movmtim
hvolfdi á vatriirtu — tveím tókst
að synda
ÞAÐ slys varð aðfaranótt sunnu
dags á Oddastaðavatni í Hnappa
dal, að báti með þrem mönnum
hvolfdi. Drukknaði einn þeirra,
Ólafur Kjartansson, Hauka-
tungu í Kolbeinsstaðahreppi,
«----------------------------
til lands
sem var 22 ára að aldri.
Með Ólafi í bátnum voru
Þórður Ásmundsson, Grund, og
Þorsteinn Benjamínsson, Yztu-
Görðum.
Slysið varð kl. rúmlega 4 um
Siglfiröingum heimilað að kaupa
sí!d af erlendum veiðiskipum
Sjávarútvegsmálaráðuneytið
hefur heimilað sildarverksmiðj-
unni Rauðku á Siglufirði og fé-
lagi síidarsaltenda þar að kaupa
ótakmarkað magn af 20 erlend-
um veiðiskipum.
Heimiidin gildir til 1. ágúst
n.k. og hefur ráðuneytið áskilið
sér rétt til að setja reglur um
löndun. Heimildin veitir binum
erlendu skipum ekki rétt til
veiða ínnan fiskveiðilögsögunnar
eða aðgerðar á afla þar.
Þetta er í fyrsta skiptið, sem
heimiJd til kaupa afla af erlend-
um veiðiskipum er veitt, frá því
Alþingi samþykkti nú í vor breyt
ingu á lögum frá 1922, sem bönn
uðu slíkt. .
Heimildin er veitt á þeirri for-
sendu, að síldarrannsóknir benda
til þess, að Siglufjörður verði af-
skiptur við sildarlöndun ís-
lenzkra veiðiskipa.
Að því er Gústav Nílsson,
framkvæmdastjóri Rauðku, tjáði
Mbl. í gær er nú verið að byrja
að athuga með að fá erlend skip
til að Janda afla sínum á Siglu-
firði.
Mestar líkur væri til að unnt
yrði að fá norsk eða færeysk
síldveiðiskip til að selja síld á
Siglufirði, en hér væri um algera
tiiraun að ræða og óvíst hvern-
ig til tækist.
Gústav taldi litla von til þess
að íslenzk skip lönduðu á Siglu
firði, en Rauðka vonaðist til að
geta tekið síldarflutningaskip á
léigu í sumar.
Hann kvað Rauðku hafa tekið
á móti rúmlega 80 þúsund mál-
um á sl. sumri og þar af hefði
um helmingur borizt með flutn-
ingaskipum.
nóttina. Þegar bátnum hvolfdi
syntu þeir félagar til lands, en
Ólafi tókst ekki að komast alla
leið.
Þegar félagar hans sáu hvað
verða vildi reyndu þeir að
hjálpa honum, en það tókst ekki.
Þeir Þórður og Þorsteinn
gerðu aðvart á næsta bæ, sem er
Hraunholt. Þaðan var haft sam-
band við Haukastaði og sýslu-
manninn í Stykkishólmi.
Á sunnudagsmorgun kom
sýslumaður á staðinn og í fylgd
með honum var Andri Heiðberg
kafari, og maður frá Slysavarna
félaginu í Reykjavík.
Tókst fljótlega að finna likið
og ná því upp. Málsrannsókn
hófst þegar á sunnudag og varð
lokið síðar um daginn.
Ólafur Kjartansson var
ókvæntur og vann að Hauka-
stöðum hjá föður sínum, Kjart-
ani Ólafssyni, bónda þar.
Fundur undir-
neindor í dug
EINS og frá hefur veri'ð skýrt í
Mbl. var kjórin undirnefnd á
viðræðufundi atvinnurekenda og
fulltrúa Verkamannasambands-
ins til þess að fjalla um væntan-
lega kaup- og kjarasamninga. —
Undirnefnd þessi heldur fimd í
dag kl. 2 og eiga sæti í henni
Björgvin Sigurðsson, Hjörtur
Hjartar, Eðvarð Siguiðsson og
Björn Jónsson.
Akureyri, 6. júní: —
UNGUR maður var sleginn mik
ið höfuöhögg fyrir ntan Sjálf-
stæðishúsið á sunnudagsnótt,
þegar hann var að reyna að
stilla ölvaðan bróður sinn.
Vatt sér þá að honum maður,
sem hann þekkti ekkert og sló
hann svo mikið högg í höfuðið,
að hann missti meðvitund. Hann
er enn án meðvitundar. Var í
fyrstu talið að hann væri höfuð
kúpubrotinn, en meiðsli hans
munu þó ekki vera svo alvar-
leg. Sv. P.
Brezkur toguri
siglir n bryggju
100 þús. kr. tjón
Neskaupstaður, 6. júní: —
Á FÖSTUDAG kom hingað
brezkur togari, Princess Royal,
frá Grimsby með veikan mann.
Þegar togarinn ætlaði að leggj-
ast að bryggju sigldi hann á
nýja garðinn. — í sjóprófum
kom það fram, að vél togarans
hafði ekki tekið við sér, þegar
gefin var fyrirskipun um að
sigla aftur á bak. — Skemmdir
urðu töluverðar á togaranum, en
gert var við þær hér til bráðá-
birgða og lét hann að því búnu
úr höfn. Hins vegar urðu
skemmdir á bryggjunni, sem
metnar eru á um 100 þúsund
krónur. Ekki hefur enn verið
gert við bryggjuna, en hún er
steinsteypt með stálþil. Ekki
mun hinn brezki sjómaður hafa
verið alvarlega veikur.
— Ásgeir.