Morgunblaðið - 07.06.1966, Qupperneq 23

Morgunblaðið - 07.06.1966, Qupperneq 23
Þriðjuðagur 7. Jðní 1966 MQRGUNBLADID 23 Meiri anægja - minna strit Mýa* Iraktor og moksturstæk' NÝIiEGA kom fram á sjónar- svidið í Bretlandi nýr traktor af meðalstærð, sem fluttur er út af International Harvester Comp- any Englandi. Hinn nýi traktor ber nafnið McCormick International 434 og er 43 hestafla, 4 strokka. 1 Nú er McCormick Internati- onal-fjölskyldan öll orðin með köntuðum útlínum og í tveim lit um, rauðum og ljósum, hinum sömu og gilda fyrir vélar fram- leiddar í Bandaríkjunum, Þýzka landi, Frakklandi og Ástralíu. Auk samræmingarinnar í út- liti við aðrar vélar sama fyrir- tækis framleiddum í öðrum lönd um, hefir verið lögð meginá- herzla á það, við gerð þessarar brezku útgáfu, að gera hana sem haganlegast úr garði fyrir ökumanninn svo að hann megi hafa það sem þægilegast við vinnu sína dag hvern. 1 Sætið er stoppað og stillan- legt í hæð og fjarlægð frá stýri. Sæti þetta er búið jafnvægisút- búnaði og því hægt að snúa og velt til og frá, en þetta er ein- mitt gert í þeim tilgangi að öku- maðurinn verði fyrir minna hnjaski er hann er að vinna með traktornum á ójöfnu landi, þá er sætið stillanlegt eftir þunga ökumanns. Stýrisútbúnaður er þannig úr garði gerður að traktorinn er frekar léttur í stýri. Stýrið er reist þannig að öku- maður sitji eðlilegar við það í hinu hæga sæti og stýrishjólið svo til lárétt og stórt ummáls. Einnig er traktorinn fáanlegum með vökvastýri. Önnur stjórn- tæki eru framarlega, svo rúmt sé um ökumann, en þó ekki svo að hann eigi ekki hægt með að ná til þeirra. Lofthreinsara er komið fyrir framan á vélinni, rétt aftan við kælihlíf, fjarri ryki, reyk og hita, en sjálfa kælihlífina er auðvelt að fjarlægja með einu handtaki. Aðalljósum er einnig komið fyrir aftan við kælihlíf svo þau verði síður fyrir hnjaski og í þeirri hæð sem hentar reglum um ljós ökutækja í umferð. Rafhlöðu hefir verið komið fyrir þannig að auðveldara sé að vinna við áfyllingu og athugun og með einu handtaki er hlíf tekin ofan af áfyllisopunum fyrir olíu, eldsneyti og vatn. Hér hefir verið getið hinna helztu nýjunga, sem vera eiga til hægðarauka ökumanni. Vélin í 434 traktornum er með International fjögurra strokka dieselvél, 43 hestafla við 2200 snúninga á mótor. 434 er með 8 gírum áfram og tveim afturábak, en einnig fáan legur með samhraða áfram aft urábak skiptingu. Sjaldan. gerum við okkur grein fyrir mikilvægi þess að traktorinn sé þungur en 434 er einmitt þessum kostum búinn. Enskar reglur vélaverkfræð- inga segja að þyngd hjólatrakt- ors eigi að vera sem næst 100 pund á hvert vélahestafl. 434 er næst þessu marki enskfram- leiddra traktora. 434 verður með mjög full- komnum beizlisútbúnaði og m.a. með fastri slá til þess að taka af hliðarslátt á beizli. Hemlar eru diskahemlar af yfirstærð. Ennfremur er startari og raf- geymir sérlega stór — miðað við ræsingu í miklu frosti (20°C). County og venjulegar Ford dráttarvélar við afgreiðslu Þórs við Ármúla 7. Getur unnSð verk snjóbíla og minnS gerða farðýta HAFINN er innflutningur drátt- arvéla, sem nefnast County og eru framleiddar af Ford traktor- yerksmiðjunum í Bretlandi. Hér er um að ræða traktor tneð drifi á öllum hjólum, búinn 05 hestafla dísilvél, sams konar þeirri er notuð er í stærstu ger'ð Ford-heimilistraktora. Öll hjól traktorsins eru jafn stór. Trakt- orinn er jafn þægilegur í allri meðferð eins og heimilistraktor- inn, en hefir mikla möguleika fram yfir hann einkum við rækt- unarstörf og alla þyngri vinnu. Hann er með læstu mismunadrifi og 8 gfrskiptingum áfram og 2 afturábak. Þá er hann búinn 14 tommu kúplingu og getur beitt fullu vélarafli við hinar verstu aðstæður. Hægt er að beita fullu vélar- afli á framhjólin ein og samsíða hjól vinna saman og er því hægt oð beita stjórnhemlum líkt og á jarðýtum, sem gerir það áð verk- um að hægt er að snúa vélinni svo til á punktinum. Hægt er einnig að breikka traktorinn að mun með því að snúa hjólunum við og gera hann þannig stöð- Ugri. Fréttamanni blaðsins gafst kostur að skoða þessa nýju vél og sjá hana vinna við erfiðar aðstæður og var svo að sjá seæ þessi vél gæti leyst svipuð verk- efni og minni gerðir jarðýta, en hefir þó marga kosti fram ýfir ýturnar, sérstaklega í sambandi við allan flutning vélarinnar milli vinnustaða, og hraða í akstri. Tæki þetta hefir verið reynt í snjó hér á landi og gef- izt mjög vel. Mun það leýsa svipað verkefni af hendi og snjó bíll, en er auk þess mjög hand- hægt aðra árstíma, þegar ekkert er hægt með snjóbílinh að gera. Fyrirtækið Þór h.f., Skólavörðu stíg 25, flytur vélar þessar hing- að til lands. •m*i i! | ý-Av-V'- I County, Super & Hinn nýi Inte rnational traktor 434 Ný moksturstæki fyrir flestar gerðir traktora. Nýju moksturstækin frá I.H. eru þeim höfuðkosti búin að fljót legt er að tengja þau öll á eða taka af traktornum. Þau fást fyrir B-275 og 434 gerð af trakt orunum. Festieyrun eru boltuð á trakt orinn og sitja á honum alla tíð, en moksturstækjunum með synleg eyru en tækin verða þau sömu. Stuðningsfætur fyrir tækin, þegar þau eru á traktornum, fylgja. Ennfremur eru þau væntanleg með jafnvægisstillingu á skóflu og heykvísl, svo og framlengingu á örmum fyrir heykvísl og vökvastýri skóflu. Hér sést hvernig lof threinsaranum er komið fyrir rammanum, strokkunum og lyftuörmunum er fest á eyrun með fljótlæsingu, sitt hvoru megin. Vökvatengið fyrir moksturs- tækin er sjálflokað og tengist með einu handtaki. Lyftigetan er 850 kg. og skófl an rúmar 335 lítra. Hægt er að skipta um skurðbrún skóflunn ar. Eins og sjá má fylgir vatns- kassahlíf með moksturstækjun- um. Þyngd tækjanna með skóflu er 412 kg. — Þessi tæki má setja á B-414 og B-275. Síðár meir verða þau fáan- leg á flestar gerðir þeirra trakt ora sem hér .eru á markaðnum svo sem, Ferguson, David Brown og Ford. Þarf þá aðeins að kaupa nauð Til sölu Kæli-borð, frystikista, tvö á- vaxtaborð og peningaskápur, ásamt mörgum fleiri áhöldum í matvöruverzlun. Mjög hag- kvæmt verð og greiðsluskil- málar. Tilboð merkt: „Kjara- kaup — 0433“, leggist inn á skrifstofu blaðsins fyrir föstu dagskvöld n.k. Fjaðiir, fjaðrablóð, hljóðkútar púströr o.fl. varahlutir i margar gerðir bifreiða. Bilavörubúðin FJÖÐRIN Laugavegi 168. — Simi 24180.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.