Morgunblaðið - 07.06.1966, Page 22
22
MORGUNBLAÐIÐ
Þriðjudagur 7. júní 1966
Hugleiðingar eftir „harðan" vetur
Eftir Guðjón Guðmundsson d Eyri
í Ingólfsfirði
VETTUR SÁ, sem nú er á enda,
telja hinir yngri menn að hafi
verið harður. Að vísu hefur vet-
urinn verið með meiri snjóum en
að jafnaði undanfarin 20 — 30
ár, en mætti segja að væri tæp-
lega miðlungs vetur, á tímabil-
inu frá 1895 til 1915. Á þeim ár-
um flestum voru firðir isilagðir
rnikinn hluta vetrar þó ekki ræki
hafís að landi, auk heldur þegar
hafísinn rak upp að ströndinni,
en þá voru allar bjargir bannað-
ar með björg úr sjó. Hæpið var
oft að miðsvertrarferðin, sem svo
var kölluð, það var að
skip gætu komist til
Reykjafjarðar eða í aðrar hafnir
með matvöru fyrir hreppsbúa.
Ef sú ferð heppnaðist, þá var
einginn kvíði með að hafa mjöl-
vöru fyrir mannfólkið.
Á þessum árum settu bændur
ekki bústofn sinn á mjölvöru frá
Ameríku eða annarstaðar frá.
Ekki var heldur komin sú hefð á
að kvaka til Landssjóðs með
styrkveitinga þó þröngt væri í
búi hjá einstaklingum eða hjá
hreppsfélögum í heild. Þessi
tími er horfinn, hvað fátækt við-
kemur. Nú eru allsnæktir hjá
hverjum og einum landsins börn-
um, en samt eru kvartanir um
betri lífskjör, meira kaup, styttri
vinnutíma, meira framlag til
allra byggðarlaga, frá ríkissjóði
og jafnframt lækka skatta og
tolla á almenningi. Póstferðir
ákveðnar með lögum vikulega á
afskekktustu staði á landinu,
(lámarkskrafa). Strandferðaskip
ekki talin fær vegna seinagangs
að flytja i>ósf milli fjarða, en
jarðýtur látnar moka snjó dag
og nótt svo bílar komist sinna
ferða án hindrunar, hvernig sem
viðrar.
Frá því að strandferðir hófust
var bætt úr samgöngum lands-
manna eftir þörfum, sérstaklega
á útkjálkum landsins, skipin
höfðu nóg að gera hvað vörur og
fólfcsflutninga áhrærði, nú fram
á síðari ár. En þvi miður hafa
mörg héruð ekki sinnt að láta
strandferðaskipin njóta vöruflutn
inga, svo sem var, heldur láta
þær bifreiðir flytja vörur bæði
að og frá sér, telja víst að það sé
flýtisauki eða kostnaðarminna
En þetta skapar tvöföld útgjöld
hjá ríkinu. í fyrsta lagi allur sá
snjómokstur, sem ríkið innir af
höndum meðan fært er, og þó
vegir séu að mestu auðir en blaut
ir af aur og mold, þá er ekki tal-
ið nema sjálfsagt að aka þungum
vörúbílúm svo lengi sem fært
er að komast áleiðis, burtséð
frá öllum kostnaði. f öðru lagi
þegar teknir eru þungaflutningar
frá skipaútgerðinni, og skipin
sigla sínar áætlunarferðir hálf-
tóm, þá verður eðlilega meira
tap á skipaútgerðinni í heild, og
verður það annar útgjalda-auki
hjá ríkinu.
Nú var nokkur snjór á jörðu,
þó ekki sé mikill við það sem
var 1903, 1910 og 1920. Síðan
má segja að snjólaust hafi verið
hér um slóðir, að undanteknu vor
inu 1949, en þá fennti látlaust
frá sumarmálum og til sjöundu
viku sumars. Þá komu strand-
ferðaskipin okkur að góðu haldi,
sem þau hafa einlagt gert. Það
verður líka að segja að skip skipa
útgerðar ríkisins hafa haft meir
en nóg að gera seinnihluta vetr-
ar, og innt sitt hlutverk vel af
hendi. Jarðýtur með bílatrossur
dugðu ekki.
Árneshreppur var einhver rík-
asti og mannflesti hreppur á
landinu, þá kom hér atvinnuiíf,
þó í minni stíl væri í fyrstu, með
an eingöngu var síldarsöltun, en
það skapaði hreppsbúum töluveTð
an styrk tfl hagsbóta, altt frá ár-
unum 1920 til ’35. Þá komu at-
hafnarmenn með fjármuni inn í
hreppinn og byggðu síldar-
bræðshi á Djúpavík, sem starf-
rækt var um árabfl með góðum
afrakstri. Hér á Ingólfsfirði var
rekin síldarsöltun á þeim árum,
sem skapaði einnig mikið atvinnu
líf, og síðar var einnig reist hér
á Ingólfsfirði síldarverksmiðja
með fyrsta flokks vélum og öfl-
um útbúnaði. En því miður brást
síldarmagnið i Húnaflóa, og þessi
stóru fyrirtæki urðu að standa
auð. En vonandi bíðá þessar verk
smiðjur eftir síldargöngu nýrri.
Á þessu blómaskeiði Árnes-
hrepps var íbúatalan orðin yfir
500 manns, þá sást það líka að
bændur réttu við., ‘Torfbæirmr
voru jafnaðir við jörðu, ög ný
timbur- eða steinhús komu i stað
inn með miklum myndarbrag eft
ir þeim mælikvarða, sem var á
þeim tíma. Á þessum ánim fjölg
aði bústofni bænda allverulega,
þó var ekki þá farið að nota mjöl
vöru til fóðurauka, nema þá áð
litlu leyti fyrir kýr. Heyöflun var
þá mestmegnis á úthaga, því
túnin gáfu ekki nema fóður fyr-
ir kýr, og tæpt það. Það var
vandalaust að ala sauðkindina á
sæmilegu útheyi ef ekki þurfti
að spara hey án mjölvöru gjafar.
Nú hefur ríkissjóður stækkað
tún bændanna allmikið á þeim
21 býli sem í byggð eru, er öll
heyöflun svo að segja á ræktuðu
landi, heyvinnuvélar eru yfir 50
að tölu sem tilheyra þessum
bændum. Virðist því ekki skorta
að bændum hafi tekizt að viða
að sér vélum eftir þörfum .Sem
betur fer virðist ekki vera um
neina fátækt að ræða hér í Ár-
neshreppi, fremur en í öðrum
byggðarlögum. Heimilisfastir,
sem nú teljast í hreppnum, em
246 á íbúaskrá. Hafa fækkað
töluvert á 3. hundrað. Ekki hef-
ur þetta fólk .flutzt héðan vegna
fátæktar, flestir fóru með fjár-
muni, og sumir töluverða, en það
skapar mihkandi viðnámsþrótt
hjá þeim sem eftir em. Ein or-
sök hins mikla fólksflutnings úr
hreppnum er hið mikla aflaleysi,
sem verið hefur hér í Húnaflóa,
því ekki getur heitið þó farið
sé á sjó, hvort heldur sumar eða
vetur að fiskast hafi í soðið, þar
sem áður var nægur fiskur. Það
var ekki nóg með það að síldin
hyrfi heldur hvarf þorskurinn
líka. Ég átti nýverið samtal við
skipstjóra, sem verið hefur skip-
stjóri á togumm, og nú síðari ár
skipstjóri á þessum stærri síld-
veiðibátum með kraft'blokkina og
þorskveiðum að jöfnu. Honum
fómst svo orð, að ef fiskmagnið
minnkaði við strendur landsins í
næstu 20 ár eins mikið og hann
hefði gengið tfl þurrðar á liðnum
20 árum, væri öfl líkindi fyrir
því, að fslendingar yrðu að flytja
fisk inn í landið frá öðmm þjóð-
um tfl neyzlu, Vonandi er að
svona getgátur verði ekki að
vemleika í náinni framtíð. Það
er því ekki útí bláinn, að ríkis-
stjórn og löggjafarþing, hafi með
framsýni gjört samning við mekt
ugt auðfélag erlendis og gert
með því mögulega virkjun sína
af stærstu fallvötnum landsins,
sem runnið hefur til sjávar frá
því land vort byggðist engum
til gagns og það þjóðinni kostnað
arlaust. Stóriðnaður sé, sem
væntanlegur verður hafinn í ná-
inni framtíð þessu samfara hlýt-
ur að auka á velsæld þjóðarinn-
ar í heild. Það virðist nú vera að
verða að veruleika hugsjónir
hinna mikilhæfustu manna ís-
lenzku þjóðarinnar, þeirra Hann-
esar Hafsteins og Einar Benedikts
sonar, þjóðskálds, þó ekki sé vitn
að tfl annara.
Segja má að liðinn vetur hafi
verið stormasamur með stöðugri
austan átt eða norð-austan með
storma og stórviðri alloft og
töluverðum snjó. Þessir lang-
vinnu stormar vetrarins hafa
ekki verið án síns vitnisburðar.
Hér að ströndinni hafa þessi vind
ar með sinni stóm haföldu borið
mikið magn af trjáreka að fjör-
um bænda. Það verðmæti skiptir
milljónum, miðað við verðlag
það sem er flutt frá útlöndum, á
timbri, að visu fullunnu. Svo
mikið viðarmagn hefur ekki bor-
ist hér á Strandir um tugi ára.
Óefað fer eitthvað á sjó út á
þeim stöðum sem engu er bjarg-
að, en mikið magn liggur á fjör-
unum, þar til mannshöndin tek-
ur það til nýtingar í framleiðslu.
Þetta viðarmagn, sem borizt hef
ur á land hér á norðurströnd
landsins, myndi nægja til notk-
unar fyrir landsmenn í 1 tfl 2 ár
þó enginn innflutningur væri
fluttur til landsins í girðinga-
stauraefni frá útlöndum. Búnað-
arfélag og bændur ættu að taka
þetta til athugunar.
Að lokum vil ég varpa þeirri
spurningu fram, til brautryðjandi
áhugamanna í uppbyggingu fram
leyðslumála í þjóðfélaginu hvert
ekki sé timabært að sett verði
upp pappírsframleiðsla hér á
landi, svo koma mætti að gagni
hið mikla hráefni, sem nú liggur
á fjörum landsmanna og sem nú
hefur aukizt í vetur meira en
nokkru sinni fyrr. Eftir þá at-
hugun, ef jákvæð yrði, myndi ég
gerast hluthafi við þá uppbygg-
ingu.
Óska ég svo vinum og vanda*
mönnum, ásamt hreppsbúum,
afls hinns bezta á þessu sumri.
Guðjón Guðmundsson,
Eyri.
Beztu þakkir færi ég þeim, sem sendu mér gjafir
og skeyti á 75 ára afmæli mínu 24. maí.
Kærar kveðjur.
Oddgeir Ólafsson,
Dalseli Vestur Eyjafjöllum.
,t,
Sonur minn
ATLI GUÐMUNDSSON
andaðíst í Landakotsspítala 5. júní.
Kristín Vigfúsdóttir.
Maðurinn minn og faðir okkar
HELGI GUÐMUNDSSON
múrari, Þórsgötu 7,
andaðist 4. júní.
Guðrún Þorsteinsdóttir,
Guðmundur Helgason,
Þorsteinn Helgason.
Jarðarför konu minnar, móður, tengdamóður og
ömmu okkar
VILHELMÍNU JÓNASDÓTTUB
Hringbraut 109,
verður gerð frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 8. júní
kL 10,30. — Blóm vinsamlegast afþökkuð, en þeim er
vildu minnast hinnar látnu er bent á Krabbameins-
félág íslands. — Athöfninni í kirkjunni verður útvarpað.
Hannes Hreinsson,
börn, tengdabörn og bamabörn.
Hjartans þakkir færum við öllum, nær og fjær, sem
sýndu okkur samúð og vinarhug við fráfall og útför
mannsins míns og föður okkar
EGGERTS GUÐMUNDSSONAR
Haukadal, Dýrafirði.
Guðríður Gestsdóttir,
Jón Þ. Eggertsson, Guðmundur Eggertsson,
Andrés M. Eggertsson, Sigurbjörg H. Eggertsdóttir,
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð við andlát og
jarðarför móður minnar
SOFFfU BECH
Fyrir hönd vandamanna.
Kristín Jenks.
Innilegar þakkir færum við öllum þeim, er sýndu
okkur samúð og vinarhug við andlát og útför mannsins
míns, föður, fósturföður, tengdaföður ok afa
KRISTINS P. GRÍMSSONAR
frá Horni.
Einnig viljum við þakka skólastjóra og kennurum
Réttarholtsskóla og sambýlisfólki fyrir sérstakan
heiður við hinn látna.
Guðný Halldórsdóttir,
Ólína Kristinsdóttir, Hreiðar Guðlaugsson,
Guðrún E. Kristinsdóttir, Torfi Þ. Ólafsson,
Magnús Kristinsson,
Snorri Júlíusson,
Gróa Alexandersdóttir,
Svanhildur Eyjólfsdóttir,
Sigríður Guðbrandsdóttir,
Gísli Hansen,
og barnabörn.
Innilegar þakkir færum við öllum þeim er sýndu
okkur samúð og vináttu við andlát og jarðarför
RAGNHEIÐAR GUÐRÚNAR KRISTJÁNSDÓTTUR
frá Straumfjarðartungu.
Sérstaklega þökkum við kvenfélaginu Lilju í Mikla-
holtshreppi fyrir rausnarlegar veitingar og öflum þeim
er aðstoðuðu okkur við útförina.
Heill og hamingja fylgi ykkur öflum.
Börn, tengdabörn og barnaböm.
m. a. einlit þunn efni í mörgum litum,
doppótt efni, bróderuð sumarefni, striga
efni, rósótt efn».
Dragtarefni
m. a. einlit efni
efnasamstæður — köflótt efni.
MARKAÐURINN
Hafnarstræti 11. ,