Morgunblaðið - 22.01.1967, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 22.01.1967, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 22. JANÚAR 1967. beinn, annar Alliancefélaginn, vsir Halldóri samferða og réð sig á sama togarann, því að ákveðið var, að Kolbeinn yrði stýrimað- ur á skipinu." Halldór hafði éftirlit með smíði skipsins, en það var smið- að í Glasgow. Eins og áður seg- ir kom Jón forseti í Reykjavík- urhöfn hinn 23. janúar 1907. Við komu skipsins var Reykjavíkar- höfn með sömu ummerkjum og á dögum Ingólfs Árnarsonar að því undanskildu, að í flæðarmál inu voru nokkrar smábryggjur, sem litlir uppskipunarbátar gátu flotið að um hálffallinn sjó og á flóði. Hafnargerð var ekki hafin og hófst ekki fyrr en 1913. Vatnsveita var engin og varð að sækja vatn í vatnspóst á Lækjar torgi, flytja það í tunnum á vögn um niður á Ziemsensbryggju, hvolfa úr tunnunum þar í upp- skipunarbát, sem fóðraður var með segldúk, og bátnum síðan róið út að skipi og vatninu aus- ið í fötum á ketil skipsins og á neyzluvatnsgeymi. Ekkert raf- magn var í bænum, engin véla- verkstæði til viðgerða og ekkert netaverkstæði. Varð félagið að eiga sjálft birgðir af flestum þeim vörum, sem nauðsynlegar voru útgerð skipsins. Hvíldu það því mest á herðum skipstjórans að segja fyrir um það, sem gera þurfti viðvíkjandi útbúnaði og afgreiðslu skipsins. Til dæmis kom það í Ijós, þegar skipið afl aði vel á saltfiskveiðum,að mik- il vankvæði voru að koma afl- anum I land á þeim litlu upp- skipunarbátum, sem fyrir hendi voru, og flutu ekki við bryggj- urnar um fjöru. Voru þá að ráði Halldórs skipstjóra, smíðaðir stórir flatbotnaðir prammar, «em tóku hver um sig, hálfan eða allan farm togarans. Voru þessir prammar dregnir að bryggjunum um flóð og síðan fjaraði undan þeim, en hægt vai að halda vinnunni áfram, þótt þeir stæðu við bryggjuna. Slíka pramma hafði Halldór séð á stór fljótum Ameríku og sá, að þeir myndu henta við uppskipun hér. Á timabili voru um 20 slíkir prammar notaðir til uppskipun- ar í Reykjavík, þangað til hafn armannvirki komu til sögunnar eða meðan þau voru ekki fuil- gerð. Prammar þessir voru síð- ast notaðir til flutninga á möl og sandi til bæjarins. Togaraútgerðin kallaði á nýj- ar framkvæmdir, hafnargerð, vatnsveitu, rafveitu, vélaverk- stæði, netaverkstæði og hvers konar þjónustu. Er það sízt orðum aukið, sem Klemenz Jónsson segir i Reykja- víkursögu sinni, sem út kom ár- ið 1929, um togaraútgerðina: „I>að er þessari útgerð, sem bærinn á aðallega að þakka hinn mikla vöxt og viðgang, er hann hefur tekið síðustu árin, og gert hann að því sem hann er. Með hverju nýju skipi jókst - atvinn- hetta er ummæli hins merka stjórnmálaskörungs og sagnfræð ings Klemenz Jónssonar um tog araútgerðina fram til ársins 1929. Næstu 30 árin eftir 1929 reyndist togaraútgerðin lyfti- stöng fyrir landið eigi síður en á þeim árum, sem Klemenz Jónsson ræðir um í sögu Reykja víkur. Með útfærslu landhelginnar 1958 var meginhlutinn af þeim miðum, sem togararnir- höfðu sótt á frá upphafi, af þeim tek- inn samkvæmt lagaboði. Hallaði þá skyndilega undan fæti hjá togaraútgerðinni, einkum þar sem 1 afli á fjarlægum miðum brást samtímis því, sem heima- miðin voru því sem næst íok- uð fyrir togveiðum. Hefur þetta leitt til stórfellds tapreksturs togaraúgerðarinnar með þeim af leiðingum að meiri hlui togar- anna hefur helzt út lestinni og hinir, sem eftir eru, eiga mjög í vök að verjast. Reynir nú á framsýni og mann dóm alþingismanna um það, hvort þeir láta gjörðir sinar leiða til endaloka þessa atvinnu vegar eða bæta togaraútgerðinni að fullu á einn eða annan hátt þær þungu búsifjar, sem hún hefur orðið að þola vegna út- færslu landhelginnar. Good Year og Kentile gólfflísar nýkomnar í fjölbreyttu og fallegu úrvali. LITAVER Grensásvegi 22, símar 30230 og 32262. ÚTSALA - ÚTSALA STÓRKOSTLEG VERÐLÆKKUN A ÚTSÖLUNNI Á KVEN- OG BARNAFATNAÐI. SÖLBRÁ LAUGAVEGI 83 — SÍMI 20695. Árshátíð Vélstjórafélags íslands og Skólafélags Vélskólans verður að Hótel Sögu sunnu- daginn 29. janúar. — Dökk föt. Aðgöngumiðar seldir á skrifstofu Vél- stjórafélagsins og Vélskólanum. Múrarafélag Reykjavíkur Stofnað 2. febrúar 1917. Múrðrafélag Reykjavíkur 50 ÁRA 50 ára afmælisfagnaður Múrarafélags Reykjavíkur verður haldinn í Súlnasal Hótel Sögu, fimmtudaginn 2. febrúar n.k., og hefst með borðhaldi kl. 19,30. Húsið opnað kl. 19. Aðgöngumiðar seldir í anddyri Súlnasals Hótel Sögu laugardaginn 28. jan. kl. 15—18. Borð tekin frá á sama stað og tíma. Múrarar! Fjölmennið og minnist hálfrar aldar afmælis félags ykkar. SKEMMTINEFNDIN. Lúxus bíll til sölu Af sérstökum ástæðum er til sölu Ford Fairlane 500. Bíllinn er mjög glæsilegur og lítið ekinn. Til greina kemur að taka Ford Bronco upp í greiðslu. Upplýsingar í síma 10494. ÚTSALA Tækifæriskaup Bendum sérstaklega á leðurjakka stúlkna og drengja. — Kuldajakkar drengja, nælon úlpur á telpur, rúllukragapeysur (odelon) perlonjakkar á telpur, drengi og karla. Sjóliðajakkar á gjafverði o. m. fl. Verzlun Ö.L. Traðarkotssundi 3 (á móti Þjóðleikhúsinu). Húsnæði Til sölu 4 fokheldar íbúðir í Keflavík. Til greina koma skipti á íbúðum í Reykja- vík. — Uppl. í síma 92-7406. Súgþurrkun Bændur, nú er kominn tími til að gera pantanir á súgþurrkunartækjum, sem eiga að afgreiðast á vori komanda. Eins og áður, munu verða á boðstólum, blásarar af gerðunum H-ll, H-12 og H-22, svo og HATZ og ARMSTRONG-SIDDELEY dieselvélar. Ennfremur útvegum við rafmótora, þeim er þess óska. Bændur, tryggið afgreiðslu næsta vor, með því að senda pantanir yðar sem fyrst. LANDSSMIÐJAN. TftK Farið leiBar ySar í hálku og snjó! 1) Ef bifreiðin spólar, sprautið þá BARÐA-TAKI á hjólbarðana! 2) BARÐA-TAK bræðir snjó og klaka úr mynztrum hjólbarðanna! 3) BARÐA-TAK skilur eftir efni á hjólbörðun- um sem veitir öruggari viðkomu þegar hált er! 4) Hafið brúsa af BARÐA-TAKI í skottinu til vonar og vara! BARÐA - TAK fæst á benzmstödvum og varahlutaverzlunum I

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.