Morgunblaðið - 22.01.1967, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 22.01.1967, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 22. JANÚAR 1067. 25 I»egar nýjasta mynd snillingsins Charles Chaplins var frumsýnd í London, var öll fjölskyld- an viðstödd nema tveir synir, elzti sonur Chaplin, Charles, 41 árs, sem var í viðskiptaerindum í Bandarikjunum og Christoplier, 4 ára, sem lá veikur í rúmi sínu. Myndin „Greifafrúin frá Hong Kong“ var frumsýnd kvöldið 5. janúar og fékk slæma dóma gagnrýnenda. Myndin hér að ofan er tekin við frumsýninguna, afChaplínfjölskyldunni, og sýnir taiið frá vinstri: Jósefínu, Sydnc, Viktoríu, Jane (fremst), Noelle (kona Sidneys), frú Michael Chaplin, ChapUn sjálfur og kona hans (að hálfu leyti faiin á bak við mann sinn), Michael, Anetta (fremst), Eugene og Ger- aldina. Þetta var í fyrsta sinn sem feðgarnir Chaplin og Michaei mættust opinberlega eftir orða- sennu þcirra og viðskilnað fyrir tveim árum. Uóik-3ó Mia Farrow á von á baml. Hin 2ll árs gamla eiginkona kvikmyndaleikarans heimsfræga, Frank Sinatra, segist nú eiga von á barni. Um sama leyti hefur sonur Sinatra, Frank Sinatra yngri, opinberað trúlofun sína xneð konu sem er á sama aldri og kona föður hans, 21 árs. Hún heitrr Pamela Peterson og var Með morgunkaffinu Hinn rómaði píanóleikari og grínisti Viktor Borge var að skemmta í Álaborg og þar var meðal áhorfenda miðaldra kona, sem sífellt var kallandi fram í eftir brandarana. — Nei, þessi er of gamall. Borge var orðinn leiður á þessu, og næst þegar hún kallaði — þessi er of gamall, svaraði IBorge: — Það eru nú fleirL Konan tók þátt í fagnaðarlát- unum, sem fylgdu og Borge sagði og brosti elskulega: —’ — Já, þér skiljið þá grín? — Já, já, svaraði konan hlæj- andL — En þetta var alvara, sagði Borge. Hún þagði eftir það. ★ Það var I samkvæmi að ein- hver stakk upp á að fara í all- nýstárlegan leik. Gestirnir skyldu gletta sig og glenna eins herfilega og þeir frekast gætu — og síðan skyldi sérstakux dóm ari skera úr um hver hlutskarp- astur yrðL þ.e.a.s. ljótastur. Dómarinn hugsaði sig lengi um, en hvað loks upp dóm sinn — að kona nokkur, sem sat úti í horni, skyldi hljóta verðlaunin. — Ég var ekki með, hreytti konan út úr sér. ★ Synir prestsins og lögreglu- stjórans rifust heiftarlega og fóru í slag. Milli högganna mátti heyra þessar sígildu ógnanir: — Passaðu þig bara, annars setur hann pabbi þig í steininn. — O, gættu þín sjálfur, svar- aði prestssonur, — annars get- urðu verið viss um að hann pabbi minn jarðar pabba þinn fljótlega. ★ Verið var að tala um konur og það að þær gætu ekki þagað yfir leyndarmáli. Þá greip einn gestanna fram í og afsakaði kon- urnar með þessum orðum: Það er alls ekki rétt að konan geti ekki þagað yfir leyndarmáli. Hún getur það, — ef hún veit ekki að það er leyndarmáL ★ Hjónin sitja við sjónvarpið og horfa á nautaat. „Hann minnir mig á þig“ hvíslaði frúin — „Ö, þakka þér fyrir“ svaraði hann hreykinn. „Ég verð að segja að nautabaninn Utur mjög vel út“ „Nautabaninn? Ég átti nú við nautið“. Keisarinn 1 Persiu er við goða heilsu. áður flugfreyja. Báðar eru þess- ar ungu konur ljóshærðar, en hár greiðsla þeirra er mjög óli'k. Mia Farrow hefur hárið eins stutt og frekast getur, en Pam- ela er með hár niður á axlir. -1 :*#*<*<&•'**'■>■' Keisarahjónin ásamt börnum sínum: Farahnaz, 7 ára, Reza Cyrus, 4 ára. Aftast á sleðanum sést frænka keisarans, Mahnasi prins- essa. Yngsti sonur keisarahjónanna hefur ekki fengið að fara með í ferðalagið, sökum æsku sinnar. Pamela Peterson, unnusta Frank Sinatra yngri. liSflflli! Mia Farrow á nú von á barni. Orðrómur hefur leikið á, að keisarinn í Persíu gangi með al- varlegan sjúkdóm. Því var það að fréttamenn í Persíu gerðust svo djarfir að spyrjast fyrir um heilsu keisarans. Og svarið kom fljótlega. — Án þess að brjóta þagnarheiti mitt get ég með góðri samvizku sagt, að heilsa hans hátignar keisarans af Persíu er mjög góð. Þetta er svar svissneska lækn- isins Fellinger, sem er góður vinur keisarans, og þar með er orðrómurinn úti um að heilsa keisarans sé slæm. Keisarinn og fjölskylda hans dveldst um þe3s- ar mundir að höfðingja sið í vetr arfríi í St. Moritz — og svo vel þrífst fjölskyldan þar, að sagt er að þau múni framlengja vetrar- fríið um mánuð. En eins og fyrri daginn er það hvorki keisarinn né ríkisarfinn sem athygli manna beinist helzt að, heldur er það keisaraynjan, Farah. — Hún hefur verið mjög dugleg að læra á skíðum. Daginn fyrir komu keisara- hjónanna til St. Moritz yfirgaf mjög virðulegur gestur staðinn — Soraya, fyrrum keisaraynja í Persíu. KVIKSJA FROÐLEIKSMOLAR Rómverjar vildu hlægja. Upphaflega kom skemmtun i formi leiklistar frá Aþenu til Rómar árið 363 f. Kr. Það voru hinir svokölluðu Ludi scenici- sviðsleikir. Þessir leikir voru eingöngu dans, söngur og flautu leikur, sem innfluttir Etrúrar JÚMBÓ léku. En leið leið á löngu þar til Rómverjar sáu, að þeir gátu ósköp vel flutt þvílika leiki sjálfir. Og ný stétt myndaðist — leikarastéttin, sem bætti við margvískonar gríni og látalát- um við alvarlegum leik Etrú- anna. í fyrstu var ekki litið á leiklistina sem heiðarlega at- vinnugrein .og því var það að rómverskir leikarar öðluðust lengi vel ekki borgaraleg rétt- indi, hversu mjög, sem þeir þó kunnu að skemmta fólki. Sorg- arleikurinn, sem var rótgrónast ur af grískum leikjum, kom fyrst til Rómar löngu á eftir grínleiknum. Aftur á móti var í Róm lengi vel mikið látið með leiki, eins og skilmingaþræla- leiki, línudans, dýraleiki og alls kyns látbrögð, sem oft voru að því komin að drepa alla æðri leiklist Teiknari: J. M O R A ytrr.'i’t — Skipstjórinn, segir Chien-Fu og verður léttari í viðmóti, — þarna er auð- vitað ástæðan. Ég sá að hann hreyfði sig áðan . . . við skulum haldan þangað, hann liggur auðvitað á fjársjóðnum. Skipstjóranum, sem finnst nú að hann hafi nógu lengi leikið dauðan mann, sér þorparana tvo koma nær. Þarna er tæki- færið . . . . . . sem hann, Júmbó og Spori hafa beðið eftir. — Nú skjótum við þessum tveim þorpurum skelk fyrir bringu, segir Spori. Og eins hátt og hann getur, hrópar hann: — Upp með hendur og standið kyrrir, annars skýt ég ykkur í smá- agnir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.