Morgunblaðið - 22.01.1967, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 22.01.1967, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 22. JANÚAR 1967. I>egar ég kom inn aftur var hún að útskýra það fyrir Lydiu, að aldrei gæti hún botnað í því. hvað hefði getið fengið mig til að gerast tryggingaspæjari. En ég var allt annað að hugsa. Þeg- ar hún svo hreytti út úr sér við mig: —■ Hvað varstu að blaðra um, að líf ykkar væri í hættu? þá fylgdist ég ekki almennilega með, en tautaði bara: — Nú, var ég að segja það? — Já, víst sagðirðu það og ennfremur ....... Ég tók fram í fyrir henni og var enn niðursokkinn í hugsanir mínar: — Heyrðu, frænka, hef- urðu nokkurn tíma heyrt nefnt nafnið von Kesselring? — Harvey, þú virðist litla mannasiði kunna og nota þá þó enn minna, það lítið er. Hvers vegna spyrðu að því? — Von Kesselring? — Já, von Kesselring. — Jæja, minnir það þig á nokkuð? — Já, það gerir það nú reynd- ar — ef það er sami maðurinn. Hai'n var talsvert merkur, þýzk- ur leikar,i af einhverjum júnk- araættum, eða frá ein/hverju höfuðbóli, sem gaf honum rétt á þessii von fyrir framan nafnið, en hann gekk í iið með Hitler snemma á tímum og varð hátt- settur SS-foringi — slapp svo eft ir stríðið og var sagður hafa lent hérna í Ameríku. Ég man, að ríkislögreglan var eitthvað að lýsa eftir honum — og talaði við talsvert margt leikhúsfólk. >ú skilur, hann hafði nefnilega dálítið andstyggilega atvinnu. Hann þékkti hina ýmsu fyrr- verandi nazista hér vestra, og einnig nokkra þýzk and-nazista, sem höfðu komizt hingað ólög- lega inn í landið — og ......... jæja ........ hann píndi út úr þeim peninga. Það var hans at- vinnuvegur. — Og þeir hafa náttúrlega fundið hann? — Nei, það gerðu þeir nú reyndar aldrei. Menn héldu, að hann hefði komið sér fyrir ein- hvers staðar við leikhússtörf, af því að hann missti aldrei áhug- ann á slíku — en .... nei .... ég held þeir hafi aldrei komizt að því, hvar hann var. En hvers- vegna ertu að spyrja að þessu Harvey? — O, það var bara vitleysa, sem mér datt í hug. Við skulum alveg gleyma því. En við Lydia vorum að velta því fyrir okkur, hverjir þessir kvöldgestir þínir mundu verða. — Þú skilur, að svona undir apríllok er dálítið snemmt hérna í sveitinni. Þá er ekki eins hægt að velja úr, fyrirvaralaust og í gær varstu að spyrja mig um Mark Sarbine — og þú manst, að ég sagðist halda, að hann væri hálfgert úrþvætti — sem hann líka er — en hver er það ekki, 29 ef út í það er farið. Jæja, hann og Helen, konan hans, eiga hús hér í nokkurra mílna fjarlægð, og í morgun datt mér í 'hug að hringja til þeirra og bjóða þeim svona fyrirvaralaust. Lydia glápti á hana með op- inn munninn. Ég sagði við hana: — Lokaðu munninum, Lydia, ann ars flýgur einhver býflugan upp í hann, eins og Evelyn frænka sagði alltaf við mig, þegar ég var á þínum aldri. En segðu mér, frænka: — Tóku þau borðinu? Lydia lokaði munninum. — Já, hann varð afskaplega feginn. Ég vissi ekki, að þú þekktir hann í raun og veru, Harvey. Hann sagði, að það INGÓLFS-€AFÉ BINGÓ kl. 3.oo Spilaðar verða 11 umferðir. Aðalvinningur eftir vali: Borðpantanir í síma 12826. INGÓLFS-CAFÉ GÖMLU DANSARNIR í kvöld kl. 9 HLJÓMSVEIT GARÐARS JÓHANNESSONAR. SÖNGVARI: BJÖRN ÞORGEIRSSON. DANSSTJÓRI: BAI.DUR GUNNARSSON. mundi verða sér ánægja að end- urnýja kunningsskap ykkar. Þau hjónin koma eitthvað um klukkan sjö. Lydia opnaði aftur munninn, en áður en hún gæti nokkuð sagt, spurði ég frænku, hvort hún ætti en gamla knattborðið í kjallaranum. — Já, það er þar enn, Har- vey. Ég hef plastdúk yfir því, en nú snertir það enginn framar. — Heldurðu, að þér þætti fyr- ir því ef ég stæli henni Lydiu stundarkorn og kenndi henni nokkur brögð á knattborðið? Hún er annans afskaplega fim, en ...... — Harvey! sagði Lydia, en komst ekki lengra. — Og hæversk er hún, bætti ég við. — Já, farið þið bæði, sagði frænka. — Ég kem svo kannski til ykkar eftir stutta stund. Um leið og ég dró Lydiu burt með mér, hvíslaði ég að henni: — Viltu halda þér sam- an? Ertu alveg vitskert? Geturðu ekki skilið hálfkveðná vísu? — Nei, svaraði hún. — Það eina, sem ég hef áhuga á, er að halda lífi. Ég er farin að elska þig, Harvey! 11. kafli. Lydia tók sér eina knattprik- ið, sem var bogið. Þarna voru að minnsta kosti átta prik í grind- inni, og hún þurfti endilega að velja sér það eina bogna. Ég benti henni á það. — Gerir það nokkuð til? spurði hún. Ég benti henni á, að það gæti toluverðu breytt ef knattprik væri bogið, en svo hætti ég for- tölunum og stakk bara öðru priki í höndina á henni. — Ég ætla nú að kenna þér ofurlítið, sagði ég. — Ekki mik- ið, heldur rétt undirstöðuatriðin. Hlustaðu þéss vegna á mig og hættu með þessa ástarvellu. — Þú heldur, að ég sé heimsk, sagði hún. — Nei. Ekki beinlínis heimsk. En þú ert skrítin. Þú verður að játa, að þú ert dálítið skrítin. — Já, líklega er ég það. — Ég á við, að þú heldur áfram að gera hina og þessa vit- leysuna, sem ekki er neitt hægt að finna út úr. Eins og þegar þú renndir bílunum í tjörnina forð- um. Því get ég beinlínis ekki skilið í. — Þurfum við að fara út í þá sálma núna? — Nei, en segðu mér bara, hvort það var nokkurt vit í þvi. — Nei, líklega hefur það nú ekki verið. En eins og á stóð var mér áhugamál að láta halda mig vera dauða. — Hvers vegna? — Til þess að hafa frjálsari hendur til að ná aftur í menið frá Sarbine. Og nú .... af því mér er ekki um það að eiga að borða með Sarbine og þessarl andstyggðar kellingu hans .... — Bíddu nú andartak, Lydia. Allt og sumt, sem ég reyndi að gera, var að gefa þér bendingu, án þess að segja það upphátt — um að þegja alveg í bili um allt samband þitt við Sarbine. Ég v11 fá hann hingað í matinn. Og 5 vannst nú hjá honum mánuði saman, var það ekki? — Ég veit. En það var áður en hann fór að gera tilraunir til að myrða mig. — Jæja, þú heldur væntanlega ekki, að hann fari að reyna að myrða okkur í kvöld? — Ekki það? Hvað ætti að vera því til fyrirstöðu? Kannski þú? — Þetta var dáfallega sagt. — Jæja, við hverju býztu, Harvey? Þú ert ekkert líkur neinum spæjara, sem ég hef nokkurntíma lesið um. Ég man eftir, að ég las einu sinni um einn þessara einkaspæjara, og sá mað ur var með byssu á sér, skil- urðu? ...... og hinn maðurinn miðaði á hann byssu, og konan hans var þarna líka, en hann var ekki nokkra vitund hrædd- ur af því að hann vissi, að hann gæti tekið hinn dónann með byssunni sinni .... — Tekið? — Já, þú veizt .... tekið haijn. Hlaupið á hann eða eitthvað þessháttar. Og það gerði hann líka. En ef nú einhver miðaði á þig byssu, Harvey. Ég kann nú vel við þig, en þú ert bara svodd an lydda. Hvernig geturðu ver- ið spæjari, án þess svo mikið sem að gefa nokkrum manni á hann? — Til hvers ætti ég að vera að því? Gengur þú kannski milli manna og gefur þeim á hann? — Ég er nú ekki spæjari, eða er ég það kannski? — Nei, og ég heldur ekki. Ef nákvæmlega er til tekið, þá er ég í tryggingastarfsemi, á viss- an hátt. Og hvað skyldir þú hugsa um mig ef ég færi allt í einu að gefa fólki á hann? í fyrsta lagi þyrfti þetta að vera smávaxið fólk, annars mundi það svara mér í sama — en um hvað er ég að tala? Hvernig komumst við út í þessa bjána- legu stælu? — Þú ætlaðir að fara að kenna mér á knattborðið, og mig fyrir mitt leyti langar ekkert sérlega til að borða með Sarbinehjónun- um. Hugsaðu þér, ef hann væri nú þessi von Kesselring, sem þú ert alltaf að tala um? — Já, setjum svo, að hann sé saini maður, Lydia. Ég vil nú samt sem áður, en hann komi i þetta kvöldboð. Þú mátt alls ekki fara að vanmeta Sarbine, hreint ekki. Við vitum ekkert um hann, en hann veit sitthvað um okkur. Hann vissi að minnsta kosti nóg um mig til þess að setja mig í samband við Evelyn frænku. — Hvernig ... . ? — Reyndu að nota vitið, sem guð gaf þér, Lydia. Hann gat sér þess til, að við mundum leita hingað og þess vegna kom hann hingað sjálfur, upp á von og óvon. Dettur þér kannsi í hug, að hann hafi skilið þetta svikna hálsmen sitt eftir í íbúðinni í New York? — Hví ekki það? — Vegna þess, að á þessari stundu gætum við vel verið á leiðinni til borgarinnar, með húsleitarúrskurð og leitað um alla íbúðina. En hann er að leika sér að okkur. Forsendurnar hans eru alveg hárréttar — að við sé- um að sækjast eftir meninu en ekki honum, og að við munum aldrei fara að blanda lögreglunni í málið. — Ég vil nú að minnsta kosti blanda lögreglunni í það, sagði Lydia einbeittlega. — Ég átti menið, skilurðu það? Mér er fjandans sama um það og langar ekkert til að eiga það. Ég ætla að segja mig úr kvenskátaregl- unni, og allt og sumt, sem ég heimta, er að fólk hætti að reyna myrða mig. — Vertu nú skynsöm, Lyd- ia ..... — Ég er það .... aldrei þessu vant. Ég á menið og ég á rétt á að ákveða .... — Viltu muna eftir því í eitt skipti fyrir öll, sagði ég, — að þú átt ekkert í meninu? Jafnvel þótt þú gætir með einhverjum lagakrókum sannað, að þetta væri upphaflega Fredericks-men ið, þá veiztu, að það men er ekki lengur til. Sennilega hefur það IÐNNEMAR - IÐNNEMAR ÁRSHÁTIÐ HÁRGREIDSLUNEMA verður í GLAUMBÆ í kvöld Tvær hljómsveitir — Góð skemmtiatriði HARGREIÐSLUNEMAR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.