Morgunblaðið - 12.05.1967, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 12.05.1967, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 12. MAÍ 1967. Ólafur Björnsson prófessor: REYKSKÝINU YFIR ,HINNI LEIÐINNI' BLÁSIÐ BURT DAGBLAÐIÐ Tíminn hefur sem kunnugt er nú á annað ár skemmt lesendum sínum með þvi að leggja fyrir þá einskonar gestaþraut, eða þá að ráða í það, í hverju ,hin leiðin“ sem svo var nefnd f fyrstu, en siðar var skírð mörgum öðrum heitum, væri fólgin. Fram til þessa hef- ur þessi þraut þó reynst al- menningi æði torráðin, og hefir það sízt orðið til þess að auð- velda lausnina þá sjaldan Tím- inn hefir haft í framimi ein- hverja tilburði til þess að „skýra“ það í hverju „hin leið- in“ væri fólgin. Stjórnum eins og alltaf áður Eins og getið hefur verið hér i blaðinu bar það við á stjórn- má'lafundi Framsóknarmanna á Snæfellsnesi fyrir skemmstu, að bóndi þar úr héraðinu innti leiðtoga flokksins eftir því, hver myndu verða úrræði Framsókn- ar, ef þeir kæmust í valdaað- stöðu eftir kosningarnar. Tók hann fram, að hann fylgdi Fram sóknarflokknum að málum. Formaður Framsóknarflokksins, sem staddur var á fundinum mun engu hafa svarað en Hall- dór Sigurðsson alþm. tók þá af honum ómakið og svaraði fyrirspurn bónda á þann veg, að flokkurinn myndi sitjórna eins og hann hefði alltaf gert áður, og stefnuna þekktu allir. Halldór er sem kunnugt er einn hinna greindustu og málefna- legustu þingmanna Framsókn- arflokksins, og sá sem einna óliklegastur er til þess að tala af sér á opinberum vettvangi. Enda mun því síður en svo hafa verið til að dreifa að þessu sinni. Honum hefur hins vegar verið það ljóst, að neikvætt nöldur9skraf, svo sem einkennt hefur allan málflutning stjórn- arandstöðunnar er hugsandi kjósendum, hvort heldur er til sjávar eða sveita ekki að skapi. Þeir vilja auðvitað ekki kaupa köttinn í sekknum, heldur fá að vita, hvaða úrræða er von, ef taka á upp nýja stjórnar- stefnu. Ummæli Halldórs eru þvi mjög lofsverð að því leyti, að þau eru til þess fallin að skapa stjórnmáladeilunum fyrir kosningar málefnalegri grund- völl en málflutningur stjórnar- andstæðinga hefur hingað til stuðlað að. Já, allir þekkja stefnuna Stjórnarandstæðingar hafa haldið uppi hörðum árásum á þau hagstjórnartæki, sem beitt hefur verið til þess að gera kleift að framkvæma þá gjör- breytingu viðskiptahátta, sem orðið hefur á valdatímabili nú- verandi ríkisstjórnar, og einkum er í því fólgin, að valfrelsi neyt- endanna hefur leyst höftin og skömmtunina af hólmi. Að- spurðir um það, hvaða hagstjórn artæki ættu þá að koma í stað- inn, hafa þeir yfirleitt engu svarað. Hér verður það auðvitað ávalt svo, hverjir sem við völd eru, að einhvern veginn verður að takmarka gjaldeyrisnotkun þjóðarinnar við það, sem gjald- eyrisöflunin leyfir hverju sinni. Sá er og tilgangur þeirra hag- stjórnartækja, svo sem vaxt- anna, sparifjárbindingarinnar o. fl., sem stjórnarandstæðingar ráðast mest á. Á tímabilinu 1934—58 var öðrum hagstjórn- artækjum hins vegar beitt í þessu skyni, svo sem kunnugt er, nefnilega opinberum úthlut- unarnefndum, fyrst og fremst þeirri, er látin var úthluta gjald eyrisleyfum. En allt umrætt tlmabil var Framsóknarflokkur- inn, sem kunnugt er í ríkisstjórn að undanteknu tæplega 5 ára tímabili frá 1942—47, en ein- mitt þá var helzt um einhverja glufu í haftamúrinn að ræða, þótt styrjaldaraðstæður og hið almenna öngþveiti í alþjóða- viðskiptum fyrstu árin eftir styrjöldina kæmi að vísu í veg fyrir að hægt væri að afnema höftin með öllu. Starfsemi út- hlutunarnefndanna setti þá svip sinn á allt athafnalíf og raunar einnig einkalíf borgaranna á sama hátt og frjálsræðið gerir það nú. Ekki verður heldur komið auga á nein hagstjórnar- tæki önnur, er komið geti í stað þeirra sem nú er beitt. Svar Hall dórs við því, hvers sé að vænta af hálfu Framsóknar í efna- hagsmálum virðist því alveg ótvírætt. Ég get þó ekki varist þeirri hugsun, þótt það sé e. t. v. að bera í bakkafullan lækinn að stinga upp á fleiri nöfnum á Framsóknarleiðina að „gamla leiðin“ sé betra heiti en „nýja leiðin“. Hvernig voru gjaldeyrishöftin í framkvæmd? Vegna þeirra kjósenda, sem komnir eru af æskualdri, ætti í rauninni að vera óþarft að rifja upp, hvernig haftakerfið reyndist og hve geysilega skerð- ingu lífskjara og breytingu lífs- venja það myndi hafa í för með sér, ef að því yrði horfið að nýju. En með tilliti til yngstu kjósendanna og þess, að stjórn- arandstæðingar virðast mjög skáka í skjóli þess, að margur sé fljótur að gleyma, er full ástæða til þess, einmitt vegna þess hve mjög kosningarnar hljóta að snúast um þetta mál, að rifja ýmislegt upp frá þess- um tíma. Vafalaust hafa flestir eða allir þeir, sem í úthlutun- arnefndunum sátu, viljað rækja störf sín eftir beztu samvizku. Mjög hljóta þó flestar ráðstaf- anir þeirra, að verða umdeildar. Það er að vísu ódýru verði keypt, að slá fram almennum staðhæfingum sem þeirri, að banna skuli fyrst og fremst inn- flutning á öllum „óþarfa.“ En hvað er óþarfi? Á haftaárunum var lengst af bannaður eða a.m.k. mjög tak- markaður allur innflutningur hljóðfæra. Sönggyðjan hefir sennilega ekki átt upp á pall- borðið hjá nefndinni, sem lík- lega hefur verið sammála um það, að hljóðfæri teldust óþarfi, en hinir söngelsku eru þar auð- vitað á öðru máli. Þá var innflutningur á nýjum ávöxtum lengst af bannaður eða takmarkaður á haftaárunum. Stóðu um skeið blaðadeilur milli þekktra lækna hér í borg- inni og innflutningsnefndar út af þessu. Töldu læknar nýja ávexti einhverja hina hollustu fæðu og mörgum beinlínis nauð- synlega. En nefndin taldi brjóst- vit sitt hér betri leiðarstjörnu en bókvit læknanna. Prófessor í læknisfræði sagði mér einu sinni, er ég hitti hann á förnum vegi, að sér hefði um árabil verið synjað um gjaldeyrisleyfi fyrir bækur, er sér væri þörf á vegna kennslu sinnar og vís- indastarfa. En nefndin hefur litið svo á, að prófessorar hlytu að vera svo lærðir fyrir, að óþarft væri fyrir þá að lesa sér meira til. Kerfinu um að kenna Vissulega var ókleift fyrir þá menn, er gjaldeyrisúthlutun höfðu með höndum að gera öll- um til hæfis. Þeir hefðu að vísu getað orðið við óskum hljómlistarunnenda, lækna og vísindamanna um innflutning á hljóðfærum, nýjum ávöxtum og vísindaritum. En þá hefði orðið að skera niður innflutning á ein- hverju öðru, sem bitnað hefði þá á einhverjum öðrum aðilum en þeim, sem nefndir hafa verið. Það er nærtækt í þessu sam- Ólafur Björnsson. bandi að minna á hin athyglis- verðu ummæli Svetlönu Stalin er hún lét falla föður sínum til varnar í viðtali við bandaríska blaðamenn fyrir skemmstu. En hún sagðist telja það rangt að - GARRISON Framhald af blaðsíðu 1. kveðst m.a. hafa komizt að raun um það, að vitnum hafi verið mútað til þess að gefa vitnisburð, sem stutt gæti grun um sam- særi. Samkvæmt frétt AP- fréttastofunnar, sem Mbl. barst í dag er þegar hafin rannsókn á meintum mútu giöfum til vissra aðila, sem viðriðnir eru „rannsókn“ Garrisons. Grein sína hefur Aynes- worth á þessa leið: ,.Jim Garrison hefur rétt fyrir sér. Það hefur verið gert samsæri í New Orleans — en það er samsæri, sem Garrison stendur sjálfur að. Það er samsæri til að finna óvænta og furðulega lausn á dauða John. F. Kennedys, og sam- ræma hana öllum málsatvik- um; í þágu þessa málefnis hefur saksóknarinn og menn hans óbeinlínis verið valdir að dauða manns og þeir hafa auðmýkt, niðurlægt og að lokum eyðilagt fjárhagslega allmarga aðra. Meðulin, sem Garrison not- ar eru reyndar jafnvel enn vafasamari en málsóknin reglumönnum hans hafi boðið ófúsu „vitni“ 3000 dali og starf hjá flugfélagi, ef hann aðeins vildi „láta í té stað- reyndir“ varðandi meintan fund manna, sem komu sam- an til að skipuleggja morðið á Kennedy. Öðrum manni, sem eyddi mörgum klukkustundum ár- angurslaust til að telja Garrison af samsæriskenn- ingu sinni, hefur tvisvar ver- ið ógnað — einu sinni af einu „vitna“ Garrisons, og síðar af Garrison sjálfum. Öðrum — kúbönskum út- lögum, sakamönnum, eitur- lyfjaneytendum, kynvilling- um, flækingum — hefur einn- ig verið ógnað en vægar farið í sakirnar, vegna þess að flest fórnarlamba Garrisons eru mjög auðsæranleg. Helzt þeirra er Clay L. Shaw, við- skiptajöfur og kunnur í sam- kvæmislífinu. Hann á nú yfir kenna mannvonsku hins látna föður síns um allt misferli og óhamingju fólksins er býr við kommúniska stjórnarhætti. Þar sama á við um haftakerfið. Að þjóðin bjó við miklu lakari kjör þegar haftakerfi-ð ríkti en hún gerir nú, var ekki að kenna þeim mönnum, sem með fram- kvæmd þess fóru heldur kerfinu sjálfu. Þetta stafar einfaldlega af því, að fólkið þekkir betur þarfir sínar sjálft en nokkrar opinberar mefndir geta gert, jafn vel þótt skipaðar séu hinum góðviljuðustu mönnum. Sá ekki sólina Svo er sagt frá fyrrnefndum stjórnmálafundi Framsóknar- manna á Snæfellsnesi, að ræðu menn hafi hver á fætur öðrum vitnað, að þeir kæmu ekki auga á þá velmegun, sem hér ríkti Þetta kemur þó svo í bág við staðreyndir, sem hverjum manni ættu að vera augljósar, að það minnir óneitanlega á Axlar- Björn sáluga, þegar hann var uppi á þessum sömu slóðum, sera fundurinn fór fram á, og kvart- aði um sólarlitla daga, þegar venjulegum mönnum sýndist sól skína í heiði. Hver á alla einkabílana, sem fluttir hafa verið inn síðustu 7—8 árin, öll heimilistækin, og öll sjónvarpstækin og hverjir hafa notið hinnar stórfelldu aukningar skemmtiferðalaga til útlanda á sama tíma? Ætli það sé ekki íslenzkur almenningur? Sú neyzla, sem talin er bezti mælikvarðinn á almenna vel- megun hefur á umræddu tíma- 'bili aukizt í álíka stórum stökk- um og SIS tókst í skjóli gjald- eyrishaftanna að auka veltu sína á kostnað annarra fyrir- höfði sér málshöfðun fyrir að hafa tekið þátt í samsærinu til að myrða forsetann". Aynesworth skýrir síðan frá því, að Jim Garrison hafi sýnt framtakssemi í starfi í New Orleans, og njóti þar talsverðrar virðingar fyrir röggsemi; því hafi flestir borgarar New Orleans álitið, að hann hefði eitthvað fyrir sér, er hann fyrst hreyfði þessu máli. Fyrsta handtakan, sem Garrison lét framkvæma, var á David Ferrie, sem hafði ver- ið yfirheyrður af Warren- nefndinni skömmu eftir morð- ið. Drykkjusjúklingur nokkur hafði látið að því liggja, að Ferrie væri sá, sem hefði átt að fljúga með Oswald i burtu eftir morðið. Seinna játaði drykkjusjúklingurinn að hafa logið upp sögunnL FBI og bandaríska leyniþjón- ustan höfðu ekkert við Ferrie að athuga. Samt sem áður varð hann miðpunktur rann- sókna Garrisons. Ferrie sagði sjálfur, að rannsókn saksókn- arans væri skrípaleikur. og að hann mundi höfða mál á hendur Garrison, léti hann handtaka sig. Vikurnar liðu og að lokum fór svo, að Ferr- ie, sem var vilialítill og óstöð- ugur, þoldi ekki yfirheyrsl- urnar og lézt af mikilli heila- blæðingu. Garrison sagði. að hann hefði bersýnilega framið sjálfsmorð. en við Aynes- Worth saeði hann orðrétt á heimili sínu viku eftir lát Ferries: „Já, við hjálpuðum til við að drepa tíkarsoninn". Nokkrum dögum seinna kom fram annað „lykilvitni" sölumaður, Perry R. Russo að nafni. Russo staðfesti kenn- ingu Garrisons, en þeim, sem yfirheyrðu hann fannst fram- koma hans undarleg. „Það var næstum eins og hann hefði verið dáleiddur“ sagði einn lögmaðurinn. Vörnin í málinu komst litlu síðar að raun um. að Russo hafði verið dáleiddur, nokkrum klukku- stundum áður en hann var yfirheyrður. Þá kom fram enn eitt vitnL 27 ára gamall negri og eitur- lyfjaneytandi. Hann hafði neytt eiturlyfja frá 13 ára aldri og þurfti fjóra skammta af heróíni á dag til að halda tækja á kreppuárunum 1934—■ 38, sbr. grein um það efni sem ég skrifaði hér i blaðið þ. 29. apríl sL Framsóknarmenn eru ekki eicir um að boða haftastefnuna Þó að ströng höft og valda- aðstaða Framsóknarmanna hafi í meginatriðum orðið samferða sl. rúm 30 ár, þá er ekki þar með sagt, að Framsóknarmenn séu einu og jafnvel ekki mestu haftapostularnir hér á landinu. Baráttan gegn þeim ráðstöfun- um, sem afnám haftakerfisins hefir byggst á, er einmitt sam- eiginleg öllum stjórnarandstæð- ingum. Alþýðubandalagið, og þó sér í lagi hægri armur þess, sem nú býður sérstaklega fram, hefur verið öllu berorðara um það en Framsókn að hið frjálsa neyzluval almennings leiði til ófarnaðar og beri því að afnema það. Þeir sem lesa „Frjálsa þjóð“, munu minnast greinar sem í henni birtist á sl. sumrL þar sem talað var um að það væri „nautið sem réði ferðinni" en „nautið'* voru húsmæður, sem keyptu erlent kex og tertu- botna. Menn getur vitanlega greint á um það, hvort slíkar og aðrar fjárráðstafanir sam- borgara sinna séu skynsamlegar eða ekki. En það sem baráttan fyrst og fremst stendur um í kosningum þeim, sem nú fara í hönd, er, hvort fólkið eigi áfram að fá að ráðstafa fjármun um sínum eftir eigin vali eða hvort það eigi, eins og var fyrir valdatímabil núverandi ríkis- stjórnar að lúta þar í einu og öllu forsjá pólitískra nefnda, sem jafnvel sé falið að ráða þvi hvað fólk má hafa á borðum sín sér „gangandi". Hann kvaðst hafa orðið vitni að því I skemmtigarði einum, að Clay hefði látið Oswald hafa þykkt seðlabúnt, en kvaðst ekki hafa heyrt hvað þeim fór á milli. Einn verjandanna spurði hann að því hvernig hann fengi fé til að útvega sér heróín það. er hann þarfn- aðist og kostaði hann meira en tvöföld vrkulaun hans. Hann svaraði. „Ég stel stund- um“. Á grundvelli vitnisburðar negrans var Clay hnepptur I fangelsi. Aynesworth rekur síðan hvernig menn Garri- sons fundu annan mann, Alvin Beauboeuf, að nafni og buðu honum 3000 dali fyrir að styðja samsæriskenningu Garrisons fyrir rétti. Einnig buðu þeir honum góða vinnu, ef hann reyndist samvinnu- þýður. Beauboeuf var lengi tregur til en lét að lokum til leiðast. Síðustu vitni Garrfsons eru •tveir menn, sem báðir heita Oswald að eftirnafni. Einu afskiptin sem þeir virðast hafa haft af Kennedy-morð- inu er, að þeir starfa við kaffifyrirtæki, þar sem Lee Harvey Oswald vann einu sinni. Aynesworth segir að lokum: „Garrison virðist nú vera að glata sjálfstraustinu. Hann á erfitt með svefn og segir, að leigt „tundurskeyti" frá Havana sé á hælunum á sé*. Sú raunverulega spurning er ekki lengur hvort Garri- son hafi „leyst“ morðmólið. heldur hversu lengi dagblöð landsins muni þola þessa skopstælingu á réttlætinu". Sjólfslæðisíólk FÉLAGAR í Heimdalli, Verði og Óðni, sem fengið hafa senda happdrættismiða í Landshapp- drætti Sjálfstæðisflokksins, eru vinsamlega beðnir að gera skil, sem allra fyrst, því að óðum styttist sá tími þar til dregið verður. um.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.