Morgunblaðið - 12.05.1967, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 12.05.1967, Blaðsíða 32
Lang sfœrsta og fjölbreyttasfa blað landsins FÖSTUDAGUR 12. MAÍ 1967 Helmingi utbreiddara en nokkurt annað íslenzkt blað Bætur vegna veiðarfæratjóns — a.m.k. 12,5 milljónir króna GEFIN hafa verið út bráða- birgðalög um bætur vegna stórfellds veiðafæratjóns á sL vertíð. í lögum um ráð- stafanir vegna sjávarútvegs- ins sem samiþykkt voru á Al- þingi í vetur var gert ráð fyr ir að verja 100 milljónum króna til verðbóta á fersk- fisk en vegna aflaleysis á vetrarvertíðinni þykir nú ljóst að þessar verðbætur verði a.m.k. 12,5 millj. kr. lægri en gert var ráð fyr- ir. Hefur því verið orðið við eindregnum óskum útvegs- manna um að þessari fjár- hæð verði varið til greiðslu upp í þetta veiðarfæratjón. Hér fara á eftir bráða- bir^ðalögin og greinargerð Forseti fslands gjörir kunnugt: Sjávarútvegsmálaráð(herra hef- ur tjáð mér, að útvegsmenn hafi orðið fyrir stórkiostlegu veiðar- færatjóni á s.l. vetrarvertíð og beri nauðsyn til að hlaupa hér undir bagga. Er frumvarp til laga um ráðstafanir vegna sjá- varútvegsins var lagt fram á síðasta Aliþingi hafi gert ráð fyrir að verðtoætur á ferskfisk samkvæmt 1. gr. laganna myndu nema allt að 100 milljónum kr. á árinu 1067. Vegna aflaleysis á síðustu vetrarvertíð sé ljóst, að verðbætur samkvæmt 1. gr. lag- anna verði .am.k. 12,5 milljónir króna lægri en gert var ráð fyrrr. Sé því rétt að verða við eindregnum óskiuim útvegsmanna, að þessari fjárhæð verði varið til greiðslu upp í framangreint veiðarfæratjón. Fyrir því eru hér með sett bráðabirgðalög samkvæmt 26. gr. stjórnarskrárinnar. 1. gr. Aftan við 1. gr .laganna komi FJÖRUTÍU þúsund krónum var tstolið frá manni einum í Reykja- tvík í gær. Stuldurinn var með tþeim hætti, að bifreiðastjóri lagði vörubifreið sinni X-1084 t gærmorgun skammt austan viff Itollskýlið á hafnarbakkanum og istóff hún þar mannlaus á tím- anum milli kl. 10 og 12. Bifreiða- Istjórinn gleymdi tösku sinni í Ibifreiðinni, og þegar hann kom aftur varð hann þess var aff 40 þúsund kr. voru horfnar úr tösk- \unni. Eru þeir sem einhverjar lupplýsingar geta gefiff um þjófn- affinn beffnir að snúa sér til ný málsgrein svohljóðandi: Auk þeirra verðuppbóta, sem um ræðir í 1. mgr. þessarar greinar er heimilt að greiða úr ríkissjóði 12,5 milljónir króna til að bæta útgerðarmönnum tjón á fiskinetum, er þeir hafa orðið fyrir á vetrarvertíð 1967. Lands samband íslenzkra útvegsmanna skal ráðstafa þessu fé í samráði við Fiskifélag íslands. 2. gr. Lög þessi öðlast þegar gildi. rannsóknarlögreglunnar. í>á var brotizt inn í hús nr. 21 að Skólavörðustíg í fjrrrinótt. Var þar farið inn í kjallara, sem lunnið var við að innrétta og Ibreyta. Var stolið þaðan raf- tnagnssög, stigsög, steinsteypu- islipi, þverskurðarvél og hefli. Ennfremur var gerð tilraun til lað brjótast inn i húsið að Skólavörðustíg 3. Var þar brotin rúða í útihurð, og farið upp á þriðju hæð, þar sem rúðuhurð >var brotin. Fólk sem býr á þess- ■ari hæð vaknaði við hávaðann, ■og lagði þjófurinn þá á flótta. Gleymdi tösku sinni í bílnum 40 þús. kr. voru horfnar er hann kom aftur Æfing Almannavarna í gær Rœtt við Jóhann Jakobsson og fleiri um almannavarnir í GÆR var haldin æfing í slökkvistörfum sunnan Reykja víkurflugvallar. Hún er llður í námskeiffi Almannavarna, sem hófst 3. maí og lýkur á morgun. Fjöldl Nauthólsvikurgesta fylgdist meff æfingunni í góðu veffri. Kveikt var í miklum kesti, en slökkviliffs- menn komu þjótandi, lögffu slöngur sínar, tengdu hratt og skipulega og réðu niffurlög- um eldsins. Jóhann Jakobsson, settur forstöffumaffur Almannavama sagffi okkur frá námskeiffinu. Þaff er hi® fjórffa á vegum Almannavarna. Fyrsta nám- skeiðið var haldið í Reykja- vík áriff 1965 og næstu tvö á Akureyri og Isafirffi. Áform- að er að hafa slíkt námskeiff innan skamms á Eiðum, ef næg þátttaka verffur. Á námskeiðinu eru menn æfðir í slökkvistörfum, björg- un og slysahjálp og fræddir um áhrif gereyðíngarvopna. Kennarar hafa allir fengið sér staka þjáifun í skóla dönsku almannavarnanna á Jótlandi. Við kennsluna eru notaðir bæklingar, sem byggðir eru á dönskum ritum um þetta efni. Mikil áherzla er lögð á verklega kennslu og samhæf- ingu liðsmanna í meðferð og beitingu tækjanna. Kennsla í slysahjálp fer fram eftir dönsku kerfi. Nemendum er Framhald á bls. 3 Tengt við dælu Vatnspokarnir fremst á myndinni. Þessa mynd tók Sigurgeir Jónasson, ljósm. Mbl. í Vestmannaeyj- mn, en þar er þaff einn af skip'verjum á Sæbjörgu VE aff draga upp línuna. Lélegustu vetrarver- tíð í mörg ár lokið LOKADAGUR vetrarvertíffar >var í gær, en margir bátar voru liættir áffur, en áffrir munu halda áfram fram til 15. þ.m., þar sem allir samningar eru tniðaffir viff þann dag. Mbl. hafffi í gær samband viff nokkra frétta- Iritara sína, og spurðist fyrir um vetrarvertíffina. Voru þeir allir aff einum undanskildum sam- mála um aff þetta værl lélegasta (vetrarvertíff, sem komiff hefffi í tnörg ár, og ylli því bæffi óvenju miklar ógæftir og fiskleysi á tniffunum. Er heildaraflinn nú í (flestum verstöðvum miklum (mun lakari en á vertíffinni í 'fyrra. Fréttaritari Mbl. í Vestmanna- eyjum sagði á hinn bóginn, að netavertíðin þar hefði gengið til- tölulega vel, og ágætlega ef til- lit er tekið til hve tíðarfar hef- Pr verið óhagstætt í vetur. 16 toátar voru gerðir þaðan út á net, og eru þeir allir með yfir '500 tonn eftir vertíðina, að ein- um undanskildum. Mun heild- Kommúnistar láta undan síga — Féllu frá lögbannskröfunni KOMMÚNISTAR hafa nú fallið frá lögbannskröfu sinni á Alþýðubandalagið. Féll lög- maffur þeirra Ingi Ragnar Helgason frá henni á þeirri forsendu aff út væri komiff á vegum sömu aðila og fyrra blaðiff „Nýja Alþýffubanda- lagsblaðið" og teldi hann þaff nægilega vel affgreint frá AI- þýðubandalaginu. Lögmaður Hanníbalista, Ragnar Ólafs- son hélt hins vegar fast við málskostnaffarkröfu sína og fellur úrskurður um hana einhverja næstu daga. araflinn vera heldur meiri en f fyrra. Hæsti báturinn er Sæ- tojörg með 950 lestir. 10 bátar hafa verið með nót Framhald á bls. 3 Ragnheibur Jóns- dóttir látin RAGNHEIÐUR Jónsdóttir, rit- toöfundur og kennari, andaðist (sl. þriffjudag. Hún var fædd á Stokkseyri 9. apríl 1895, og var hún því 72 ára aff aldri. Ragnheiður er löngu þjóðkunn fyrir ritstörf sín. Fyrsta skáld- 'saga hennar, Arfur, kom út 1941, ton síðan hefur hver skáldsagan rekið aðra. Þekktust er Ragn- Iheiður þó fyrir barna- og lunglingabækur sínar, en hún er* á hópi virtustu barnabókahöf- lunda okkar. Kom hin fyrsta, Ævintýraleikir, út 1934, en enn- ifremur má nefna Dórubækurnar log Glaðheimakvöld. Ragnheiður hóf kennslustörf .1914, en kennaraprófi lauk hún 11923. Hún kenndi m. a. á Stokks- eyri, í Vestmannaeyjum, Reykja- Vík og Hafnarfirði. Hún átti isæti í barnaverndarnefnd Hafn- arfjarðar nokkur ár. Eiginmaður Ragnheiðar var Guðjón Guðjónsson, skólastjóri, tog áttu þau tvö börn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.