Morgunblaðið - 12.05.1967, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 12.05.1967, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 12. MAÍ 1967. 31 Árekstur sovézks og — í annað skspti á einum sólarhring Nokkrir af fundarmönnum a aðalfundi Vinnuveitendasam- bands Islands í gær. (Ljosm. IWashington, 11. maí, AP - NTB. 1 tfram mótmæli sín vegna þessa Bandariski tundurspillirinn atburóar. Vai; Juri N. Chernja- i,,Walker“ lenti í árekstri við 'kov, sendiráðsritari kallaður til feovézkt herskip á Japanshafi í tbandaríska utanríkisráðuneytis- Idag og var það í annað sinn á ins í þessu tilefni, en hann hafði ieinum sóiarhring, sem tundur- einnig tekið við mótmælaorð- Spillirinn og sovézkt herskip 'sendingu Bandaríkjanna vegna Irekast á. sams konar atburðar, sem átti Bandarísk yfirvöld báru strax Aðalfundur Vinnuveit- endasambandsins hafinn AÐALFUNDUR Vinnuveitenda- íambands íslands hófst í gær að IHótel Sögu. Formaður Vinnu- veitendasambandsins, Kjartan Thors, setti fundinn og minnt- ist tveggja stjórnarmanna, sem létust á árinu, þeirra Halldórs Kr. Þorsteinssonar, skipstjóra, og Eggerts Kristjánssonar, stór- kaupmanns. Fundarstjóri á þess um fundi var kjörinn Kjartan Thors, formaður Vinnuveitenda- sambandsins. Tilnefndi hann Gunnar Helgason, lögfræðing, sem fundarritara. Þá flutti Björgvin Sigurðsson, framkvæmdastjóri Vinnuveit- endasambandsins, fróðlega og yf irgripsmikla ræðu um störf þess á sl. ári. Rakta hann ítarlega þróun kaup- og kjaramála frá því að síðasti aðalfundur var Ihaldinn 7. til 9. maí á síðasta ári. Kom þar m.a. fram að ró- legra hefði verið á vinnumark- aðnum en oft áður og engin meiriháttar verkföll hjá fjöl- mennustu þjóðfélagsstéttunum, svo sem verkamönnum, verka- konum og iðnverkafólki. Efni ræðu þessarar verður birt í að- alatriðum í næsta tölublaði Vihnuveitendans. Þá tóku til máls Árni Brynjólfsson, raf- virkjameistari, og ræddi skýrslu framkvæmdastjóra, og hag sam- bandsins. Framkvæmdastjóri rakti reikn inga Vinnuveitendasambandsins fyrir árið 1966, en hrein eign þess er 11,6 millj. kr. Að loknum flutningi framan- greindra skýrslna fór fram stjórnarkosning. í stjóm voru á sl. ári kosnir 40 stjórnendur, en þriðjungur þeirra er kjörinn ár- lega til þriggja ára í senn. Ur stjórninni áttu að ganga þessir menn; Hafsteinn Berg, þórsson, Kristján Siggeirsson, Karvel Ögmundsson, Halldór H. Jónsson, Hallgrímur Fr. Hall- grímsson, Árni Snævar, Ardís Pálsdóttir, Óli M. ísaksson og Geir Thorsteinsson, en Geir færð ist undan endurkjöri sökum heilsubrests. Aðrir stjórnarmenn voru endurkjörnir, og verða stjórnarmenn því 38 fyrir næsta ár. Endurskoðendur voru kjörnir Oddur Jónsson og Jón E. Ag- ústsson. Því næst fór fram nefnd arkosning, er skila skal áliti á framhaldaðalfundi kl. 3 í dag og kl. 10 í fyrramálið. Fundi var því næst frestað til kl. 3 í dag, eins og fyrr segir. íslendingur Iýknr doktorsprófi við tæknihnskólnnn i Knrlsrnhe UNGUR vélaverkfræðingur Helgi S. Bríem Sæmundsson lauk doktorsprófi í kælivéla- verkfræði við Tækniháskólann í Karlsruhe í Vestur-Þýzkalandi þ. 10 jan. þ. á. Doktorsritgerðin nefnist: „Zur Abscheidung von Öltropfen aus strömender Luft mit Hilfe von Draghtgestrickpaketen". Bygg- ist hún á niðurstöðum rann- sókna Dr. Helga á aðskilnaði olíudropa úr lofttegundum kæli Dr. Helgi S. Briem Sæmundsson kerfa. Aðalandmælandinn var Dr. Ing. K. Nesselmann prófess- or forseti alþjóðakælitækniráðs- ins, en annar andmælandi var Dr. K. Bier prófessor. Dr. Helgi lauk stúdentsprófi frá Verzlunarskóla íslands árið 1952, hóf nám í vélaverkfræði árið 1954 við tækniháskólann í Karlsruhe og tók þar lokapróf í þessari grein érið 1961. Tók hann þá við starfi verkfræðings við Rannsóknarstofnun kæli- tæknideildar háskólans og vann jafnframt að rannsóknum sín- um. Dr. Helgi tók þátt í undir- búningi alþjóðaráðstefnu um kælitækni í Múnr’ en árið 1963, og tóku um 60 þjóðir þátt í henni. Flutti hann þar fyrir- lestur um rannsóknir sínar, og samkvæmt boði flutti hann fyrirlestra um þær í nokkrum borgum í Vestur-Þýzkalandi. Greinar um rannsóknir Dr. Helga hafa birzt í sérfræðileg- um tímaritum. Dr. Helgi er sonur frú Jór- unnar S. Kristjánsdóttur og Sæ- mundar Helgasonar, fyrrv. deild arstjóra hjá Póst- og símamála- stjórn. ItSótmælaa&gerð Ir í Penfagon Washington, 11. maí, AP. HÓPUR ungmenna hefur setið á göngum byggingar bandaríska varnarmálaráðuneytisins, Penta- gon, og vakað nær samfellt frá því á þriðjudagskvöld. Var þessi vaka skipulögð til að mótmæla Vietnam-stríðinu. Ungmennin, sem eru 18 tals- ins, voru í byggingunni alla nótt ina og fram á miðvikudags- kvöld, en þá las öryggisvörður þeim reglur um bann við að safn ast saman í byggingum ríkis- stjórnarinnar, og tjáði þeim einnig, að lögin bönnuðu, að sof ið væri í opinberum bygging- ingum Björgvin Sigurðsson, framkv æmdastjóri, flytur ræðu á aðal- fundinum í gær. Hjá honum s itur Kjartan Thors formaður Vinnuveitendasambandsins. Mbl. Ól. K. M.) IVfálm- og sklpa- smiðlr boða 3 verkföll FÉLÖG í Málm- og skipasmiða- sambandi fslands hafa, sem kunnugt er, undanfarið verið að knýja á atvinnurekendur um samninga til samræmingar við það sem meginþorri félaga inn- an Alþýðusambands íslands fékk við samningagerð á sl. sumri. — Síðasti sáttafundur var haldinn miðvikudaginn 10. mai sl. án arangurs. Hjá þessum félögum hafa þegar komið til framkvæmda fj órar sólar*hringsvinnustöðvanir. Sú síðasta þann 11. þ.m. Félögin hafa nú boðað atvinnu rekendum sólarhrings vinnu- stöðvanir eftirtalda daga: 18., 23. og 25. maí hafi samningar um kaup og kjör ekki tekizt áður. Eftirtalin félög inann M.S.Í. standa að vinnustöðvuninni: Félag bifvélavirkja, Félag blilkksmiða, Félag járniðnaðar manna, Sveinafélag skipasmiða, Járniðnaðarmannafélag Árnes- sýslu og Sveinafélag járniðnað armanna á Akureyri. sér stað á miðvikudag. Ekki var skýrt nánar frá at- iburði þeim, sem átti sér stað í dag, en engin meiðsli munu þó 'hafa orðið á mönnum og tjónið Var lítið. Leiðtogi republikana í full- 'trúadeild bandaríska þingsins, Gerald Ford, skoraði í dag á 'bandarísk yfirvöld að grípa til gagnaðgerða vegna þessara at- burða. Kvaðst hann álíta at- 'burðina á Japanshafi vera hern- ■aðarlega og pólitíska ögrun af hálfu Sovétríkjanna. 80 a r a SYSTIR María Albina við St. Jósefspítala í Hafnarfirði verður áttræð í dag. Systirin kom hingað til lands fyrir. um 40 árum og hefur síðan, — lengst af við St. Jóséfs- spítala í Hafnarfirði, — stund að hjúkrunar og liíknarstörf. Enn í dag gengur systir Maria Al'bína að störfum sínum. Á þessum merkisde'gi í lifi henn ar, munu margir hugsa með hlýhug og þakklæti til af- mælisbarnsins. — Vinur. Síld austur af landi SÍLDARLEITARSKIPIÐ Hafþór og varðskipið Ægir hafa nú I nokkra daga lieitað síldar út af Norðausturlandi. Hefur fyrr- nefnda skipið lóðað á síld um 250—300 mílur austur af Glett- ingarnesi og Langanesi, eða nán- ar tiltekið milli 66 og 76° norð- lægar breiddar og 1. og 2. gráðu vestlægrar lengdar. Virðist vera þarna um talsvert magn að ræða, en síldin stendur djúpt. Einn færeyskur fiskibátur var kom- inn á þessar slóðir í fyrrinótt, og fékk hann 200 tunnur í fyrsta kasti. íí NYJAN EIGNÍSI Nú fer hver að verða síðastur hafa keypt sér miða núna mann kaupa miða hjá ungri að fá sér miða í Landshapp- drætti Sjálfstæðisflokksins, því að ekki er nema rúm vika þar til dregið verður. Margir síðustu daga í góða veðrinu, og notað tækifærið til að skoða hina glæsilegu farkosti um leið. Ilér sjáum við ungan blómarós, sem annast miða- sölu happdrættisins úr einni vinningsbifreiðinni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.