Morgunblaðið - 12.05.1967, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 12.05.1967, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, FöSTUDAGUR 12. MAf 19©7. 17 r Islenzkir stndentor í Pnrís eftir Braga Kristiánsson í París eru ura 140.000 stúdentar við nám, ekki ein- ungis franskir heldur af öll- um hugsanlegum þjóðernum og trúarbrögðum. Það fer því ekki mikið fyrir hinum fá- menna hópi íslenzkra stúd- enta þar í þessum marglita fjöhla. Enda þótt íslenzkir stúdentar hafi aldrei verið fjöhnennir í París, tóku þeir snemma að halda þangað í menntaleit allt frá dögum Sæmundar fróða til okkar daga. Nú eru í París við nám nær 20 íslenzkir stúdentar eða um helmingur íslenzkra stúdenta í Frakklandi. Greinilegt er, að þeir ís- lenzkir stúdentar, sem dvalizt hafa lengi við nám í París, gera sér aðra mynd af borg- inni og Frakklandi yfirleitt, en fólk hér heima gerir að staðaldri. Hér á eftir fer spjall við nokkra íslenzka stúdenta í París um nám þeirra og daglegt líf og kem- ur það fljótt í ljós, að þeir hafa frá mörgu fróðlegu og skemmtilegu að segja. Hver háskóladeild er háskóli út af fyrir sig Ólafur Þórir Sigurjónsson úr Reykjavík hefur lagt stund á læknisfræði í þrjú ár fyrst í Montpellier og nú í París. Hann talar frönsku reiprennandi og þekkir París og Frakkland mjög vel. Hvað viltu segja almennt um háskólanám í Frakklandi, I>órir? Ég tel ekki nema eðlilegt, að stúdentar leiti sér menntunar í Frakklandi. Fram til þessa hafa íslendingar fremur litið upp til t. d. Skandinava. En þar sem Skandinavía í dag endurspeglar oft vel evrópska menningu, eink- um og aðdáanlega efnisbundnari hlið hennar, heldur Frakkland áfram að vera eitt af hinum stóru móðurlöndum þessarar menningar með mikla eigin sköpun. í vísindum marka Frakkar sporið. Þarf ekki annað en að nefna, að á síðustu tveim- irn árum hafa Frakkar fengið Nóbelsverðlaun í læknisfræði og eðlisfræði. Að loknu stúdentsprófi er I stórum dráttum unnt að velja um þrjár aðalleiðir til náms Olafur Þórir Sigurjónsson Les Facultés (Háskóladeildir) Les Grandes Écoles (IHina meiri skóla) Les ÉcoJes Spéciaux (Sérskól- ar sem knefjast stúdentsprófs) Nýtilkomnar eru einnig skóla- stofnanir, sem á frönsku kallast Institut Universitaire de Techno- logie (I.U.T.). Eru það tækni- ertofnahir miðaðar við aðeins tveggja ára nám. Nefna má einn ig undirbúningsstofnanir fyrir útlendinga, sem íslenzkir náms- menn hefja venjulega nám í fyrsta ár sitt í Frakklandi. Nefn- ast þær á frönsku Institut des Etudiants Etrangers með nám- skeiði í franskri menningu. Oft- ast krefjast þessar stofnanir ekki stúdentsprófs, þótt á vegum há- skólanna séu. Æskilegt væri, að íslenzkir stúdentar ættu kost á inngöngu í Les Grandes Écoles (Hina meiri skóla). Þeir eru á sínu sviði beztu skólar Frakklands. Astæð- an fyrir því, að Islendingar eiga þess ekki kost að komast í þessa skóla, eru mjög erfiðar inntöku- reglur. Þarna þyrftu að koma til sérsamningar milli mennta- málaráðuneyta fslands og Frakk- lands. Þess konar samninga hafa mörg önnur ríki gert við Frakka og fer ekki á milli mála, að það yrði íslandi mikill fengur að fá á um það bil fimm ára fresti svo sem einn fullmenntaðan íslend- ing frá þessum skólum. Orðstir þessara skóla, sem hafa útskrif- að marga þekktustu menn Frakklands, er mikill á alþjóða- vettvangi. De Gaulle, forseti Frakklands, Pompidou, forsætis- ráðherra, Alfred Kastler, sið- asti Nóbelsverðlaunahafinn í eðlisfræði eru útskrifaðir úr Les Grandes Écoles, svo að einhverj- ir séu nefndir. Hvað snertir hinar háskóla- deildirnar, má geta þess, að hver Einar Már Jónsson háskóladeild er í raun réttri háskóli út af fyrir sig. Astæðan er að talsverðu leyti sú, hve fjöl- menn og umíangsmikil hver há- skóladeild er. Deildirnar taka á sig mynd sjálfstæðra stofnanna, sem hafa lítið samband sín á milli og er það ókostur. Þykja k-.v:-. ~ • ■• Jóhanna Kondrup stærstu háskóladeildirnar í París þannig taka á sig mynd ein- hvers konar lénsskipulags og nemanda á byrjunarstigi a. m. k. getur fundizt hann vera anzi lít- ið peð. Félög stúdenta hér, þegar þau mega vera að vegna innbyrðis pólitískra deilna, stundum handalögmála, kvarta yfir þessu í kór. IHér eru til meðal stúd- í hjarta Parísarborgar. Sigurboginn og Champs-Elysées. enta öll möguleg pólitísk félög svo sem fasista-, anarkista- og trotskyistafélög, enda eru Frakk- ar frægir fyrir flokkadrætti, en þann draug skoraði de Gaulle á hólm eins og kunnugt er. Hvað um það, menntamálaráð- herra hans, sem var, Fouchet, hætti lífi sínu í hvert sinn, sem hann lét sjá sig í Latinuhverf- Benjamín Magnússon inu. Hér um árið þurfti að boða út 5000 manna lögreglulið til þess að ryðja Fouchet braut að La Sorbonne þegar stúdentar hugðust verja honum inngöngu. Forseti ítalíu, fyrrum nemandi við Sorbonne, var þá gerður að heiðursdoktor við Sorbonne og var Fouchet í fylgd með hon- um. Hvað varðar læknisfræðinám í Frakklandi, þá er það auðvitað alger undantekning, að íslend- ingar komi hingað til slíks náms. Ég er sá þriðji, sem innritazt hefur í almenna læknisfræði í Frakklandi og einn landi hefur lokið prófi hér í læknisfræði. Það er orðið anzi langt síðan að það varð, og sá varð læknir og liðs- foringi í franska hemum, og tók þátt í landvinningum í Alsír. Hann gekk síðan út um glugga á 4. hæð í húsi í Napoli og lét þar líf sitt. Bkki held ég, að læknanám í Frakklandi sé það, sem kallað er praktískt, því að nemendur verða hér að leggja á sig mikið nám í hreinum rannsóknarvís- indum, sem lengir námið á kostnað hinnar klínisku hliðar þess. Rétt er að taka fram, vegna þess, sem skýrt var frá hér að framan, að hlutverkaskipti eru milli Les Grandes Écoles og há- skóladeildanna, þannig, að hin- ir meiri skólar skyggja ekki á hina síðarnefndu. Varðandi sérskólana má geta þess, að þeir eru margvíslegir svo sem arkitekta-, landbúnað- ar-, tækni-, listaháskólar o. s. frv. Enn mætti nefna skóla, sem mjög miklu máli skipta alls staðar, en það eru æðri mat- reiðsluskólar, sem við íslending- ar mættum gefa meiri gaum. Ekki þarf að fjölyrða um þann orðstír, sem fer af franskri mat- reiðslulist, og víst er, að við gæt- um haft af þessum skólum mik- ið gagn. Hér hef ég stiklað á stóru varðandi æðri mermtun í Frakk- landi. Franskir háskólar eru taldir erfiðir, en sú menntun, sem menn öðlast þar, er áreiðan- lega þess virði. Ég tek hins veg- ar ekki á mig ábyrgðina á því að hvetja menn né letja til náms í Frakklandi. SMk ákvörðun verður að byggjast á ítarlegri upplýsingum en hér er unnt að gefa og slíka ákvörðun verðxir hver og einn að taka sjálfur. Islenzkt félagslíf Einar Már Jónsson heitir for- maður Félags íslenzkra stúdenta í París. Hann hefur lagt stund á sagnfræði við franska háskóla í 5 ár og þekkir París og franskt menntalíf mjög vel. Hánn var kosinn formaður stúdentafélags- ins í haust og hefur því stjórnað félagslífi íslenzkra stúdenta í París í vetur. 1 hverju er félagslíf ykkar Islendinganna einkum fólgið, Einar? í íslendingafélaginu eins og við nefnum það í daglegu tali eru ekki aðeins háskólastúdent- ar heldur líka fólk við listnám og fólk sem er hér til lengri og skemmri tíma í frönskunámi við ýmsa sérskóla. Aðalmarkmið fé- lagsins auk þess að gæta hags- muna Islendinga hér, er að halda íslendingum saman svo að þeir losni ekki algerlega úr tengslum hverjir við aðra. Komum við saman einu sinni í mán. og ræð- um okkar málefni. Auk þessara reglubundnu funda fslendinga gengst félagið einnig fyrir ýmissi annarri starfsemi og ber þar hæst fagnað, sem félagið heldur 1. des. ár hvert að viðstöddum íslenzku sendiherrahjónunum og öllum öðrum íslendingum, sem þá eru hér staddir. f lok skólaársins í júní ár hvert gengst félagið fyrir þátt- töku íslendinga í hinni svoköll- uðu „Garðveizlu þjóðanna“, sem er jafnan haldin 1 skemmtigarði einum miklum. Skemmtigarður þessi tilheyrir stúdentagörðum, sem ýmsar erlendar þjóðir og reyndar Frakkar sjálfir hafa reist fyrir þá stúdenta, sem koma til Parísar til náms. Er það venja, að hver þjóð reisi sína sérstöku tjaldbúð i garð- veizlunni, þar sem þær hafa á boðstólum þjóðarrétti sína og drykki. Tjaldbúðirnar eru gjarn- an í byggingarstíl þeirra þjóða sem þá reisa. Undanfarin ár hafa íslendingar haft þama litla búð og selt brauðsneiðar með hangi- kjöti og xslenzkt brennivín, sem menn hvaðanæfa af hnettinum hafa vel kunnað að meta. En einnig höfum við reynt að selja þarna íslenzka minjagripi en það hefur aldrei gengið eins vel og sala brennivínsins. f Garðveizlu þjóðanna eru einnig til sýnis ýmsir þjóðdansar og þess háttar, en ekki höfum við íslendingar tekið þátt í slíku. Hins vegar hafa íslenzkar stúlkur oft verið við búð okkar í íslenzkum þjóð- búningum og vakið mikla at- hygli. París skemmtileg og aðiaðandi Jóhanna Kondrup frá Akur- eyri hefur verið við nám í frönsku og frönskum bókmennt- um í París í nær þrjá vetur. Hún lítur því nú til F'arísar sem annað heimkynni sitt og getur því mörgum fremur lýst París og Parísarbúum. Hvernig geðjast þér að París, Jóhanna? Mér finnst París mjög skemmti- leg og aðlaðandi borg, þrátt fyrir það, að hún er bæði dýr og erf- ið. Mér finnst hún fyrst og fremst falleg borg með öllum sínum merkilegu byggingum og minnisvörðum, litríku og þröngu, gömlu hverfunum, sem staðið hafa óbreytt í aldaraðir eins og t. d. Plaee de la Con- trescorpe og Rue Mauffetard, sem er ein elzta gatan í Paría og enn heldur öllum sínum gömlu sérkennum. Borgarhverf- in eru svo mismunandi, að það er eins og borgin samanstandi af fjölda Mtilla borga. Það þarf ekki annað en að fara frá Chaimps Élysées með öllum sín- um glæsilegu og dýru veitinga- og skemmtistöðum og hinum margföldu bílaröðum, en skammt frá er svo Montmartre, sem er algjör andstæða með litlum krókóttum götum, litlum kaffi- húsum með litlum hljómsveitum, sem leika í innilegu andrúms- lofti. Lífið í París hefur einnig sína ókosti. Hér ér fullt af svonefnd- um „coins noirs“ eða skugga- legum stöðum, sem ungar stúlk- xir verða að varast, því að þar getur allt illt gerzt. Dagblöðin hér bera vitni um það, hér eru allra þjóða kvikindi, svo að mað- ur noti slæmt orð og glæpir eru hér tíðir. I svona stórri borg er mjög erfitt að komast úr einum stað Framh. á bls. 26

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.