Morgunblaðið - 12.05.1967, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 12.05.1967, Blaðsíða 28
28 MOKGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 12. MAI 1967. UNDIR VERND ungfrú Redmond, en þetta kom mér svo á óvart. — Já, mér finnst nú, að Dav- íð hefði átt að hringja á undan sér og segja ykkur, að ég kæmi með honum, sagði Paula, og misskildi hana viljandi. Mavis rétti úr sér. Þ-að var eins og hún væri að herða sig upp í að segja eitthvað. — Ég átti nú ekki við það, sagði hún, — heldur hitt, að það kom svo á óvart að heyra um þessa trúlofun ykkur. Þér skiljið, að mér datt aldrei í hug, að ung og lagleg stúlka eins og þér, mundi gera sér að góðu að taka að sér heimili og börn. Það hlýtur að vera svo leiðinlegt fyrir jafnfjöruga manneskju og þér eruð. — Já, en ég hélt nú, að ung- frú Wintergreen sæi um börnin og þessi duglega frú Maitland um húshaldið, sagði Paula og röddin var kaldranaleg, en henni var þá alveg sama. Föla andlitið á Mavis roðnaði ofurlítið. — Já, ég skal játa, að við höf- um duglegt starfslið en það verð ur líka svo að vera til þess að gera manninum létt og þægi- legt heimilislíf. En þér vitið það máske ekki, ungfrú Redmond, að hversu duglegt sem starfsliðið er, þarfnast það stöðugs eftir- lits. Þess vegna var það, að Dav- íð féll ekki alveg saman, þegar eftir Maysie Greig: hann missti Louise, að heimili hans hefur alltaf síðan verið stjórnað eins og meðan hún lifði. Ég vona, að honum hafi alltaf verið það ánægja að koma heim til sín. — Það hefur það sjálfsagt ver- ið, og ég vona, að svo verði einnig framvegis, og þó enn meir, eftir að við erum gift. Stúlkurnar litu hvor á aðra og hatrið skein út úr augum beggja. — Já, maður verður að vona það, sagði Mavis þurrlega þegar þögnin fór að vera nokkuð löng. — En þér fyrirgefið, að ég segi það, að eftir því, sem þér sögð- uð mér við borðið, hafið þér held ur litla æfingu í hússtjórn. — Það hef ég kannski, en æf- ingin er nú ekki fyrir öllu. Ég er að vona, að ást mín á Davið og börnunum geti komið í stað þess, sem á kann að skorta um æfinguna. — Já, börnin, sagði Mavis með þungri áherzlu. Þér skiljið, að konan hans Davíðs skildi þau eftir 1 minni umsjá og ég tel það heilaga skyldu mína að sjá um þau. — En ég er að minnsta kosti viss um, að hún hefur aldrei verið því andvíg, að Davíð gift- ist aftur, sagði Paula. — Ef ég ætti að deyja mundi ég ekki óska manninum sem ég elskaði, einmanaleiks það sem eftir væri ævinnar. — Hvorug okkur getur neitt um það sagt, hvers Louise ósk- aði, sagði Mavis hörkulega. — Ég held ekki, að hún hafi nokk- urntíma hugsað sér þann mögu- leika, að Davíð elskaði neina aðra, auk heldur giftist henni. Paula kreppti hnefana við síð- urnar. Hún varð að minna sjálfa sig á að sleppa sér ekki. — Ég get ekki verið ókurteis við hana, hversu mjög sem mig langar til þess, hugsaði hún. — En það er ekki auðvelt. Síðan ég sá Mavis fyrst, vissi ég, að það yrði eng- inn hægðarleikur. Ef ég elska Davíð nægilega, verð ég að halda áfrsim að berjast fyrir honum þangað t£ við emm raun verulega gift. Hún svaraði þvi, hlæjandi: — Finnst yður þetta samtal ekki fara að verða dálítið óskemmti- legt? Eigum við ekki að fara niður til hans Davíðs? Ég er viss um, að þetta fer allt vel. Þér verðið alltaf velkominn gest ur á heimili okkar Davíðs. ’• ’t****4**♦t*4*"****' |j ® y ••♦»•♦♦*• **♦ ♦*♦ ♦*♦♦* ■ í^Xm'X'^X******* •* Þakka yður fyrir, svaraði Mavis loksins og röddin var hrjúf. — Það er gott til að hugsa, að ég verð velkomin i húsið, þar sem ég er búin að vera svo lengi húsmóðir. Já, ég held, að við ættum að fara til hans Davíðs. Davíð var með útvarpið í gangi, þegar stúlkurnar komu niður, og svo sátu þau öll og 'hlustuðu á það stundarkorn. En taugaspennan vildi ekki hverfa hjá Paulu. Hún hugsaði með sjálfri sér, hæðnislega, að þetta væri einkennileg aðferð að eyða fyrsta kvöldinu, sem maður var trúlofaður — að sitja eins og klessa, við þriðja mann, og hlusta á útvarp. Hún vildi finna arma Davíðs um sig, hún vildi fá sönn un fyrir ást hans. Hún vildi heyra hann segja sér, að ekkert skyldi geta aðskilið þau. Ekki þetta hús, sem henni fannst kalt og óvingjarnlegt, og heldur ekki þessi stúlka, sem hataði hana. En Davíð sat kyrr í hæginda- stólnum, þar sem hann sat venju lega á kvöldin, og tottaði pípuna sína. Mavis sat í hnipri á legu- bekk, líkust mús í brúna kjóln- um, með litlausa hárið og gráu augun. En Paula var búin að kynnast henni nægilega í kvöld til þess að vita, að innrætið var ekkert músarlegt. Paula sat sjálf í hægindastól, og nú hlustuðu þau eins og venju legir útvarpshlustendur. En undir niðri sauð í þeim öllum. Davíð hugsaði: — Ég elska hana Paulu. Ó, guð minn, víst elska ég hana, en hvernig á ég að fara að með hana Mavis? Á þetta alltaf að verða svona? Ef svo er, þá þoli ég það aldrei! Ég get ekki stundað vinmuna mína og svo komið heim í þetta and- rúmsloft! Mavis verður að fara, en hvernig á ég að losna við hana? Hvernig get ég svo mikið sem nefnt það á nafn, eftir þetta sem gerðist hérna um kvöldið? Ef hún nú heimtar að verða hér kyrr, eltir að við erum gift, hvað á ég þá til bragðs að taka? Mavis hugsaði: — Þau eru nú ekki gift enn! Ýmislegt getur gerzt milli trúlofunar og gift- ingar. Þessi litli bjáni! Heldur Nauðungaruppboð sem auglýst var í 17., 20. og 23. tbl. Lögbirtinga- blaðsins 1967 á hluta í Kleppsvegi 26, hér í borg, þingl. eign Ágústs Helgasonar, fer fram eftir kröfu Gjaldheimtunnar í Reykjavík o.fl. eigninni sjálfri fimmtudaginn 18. maí 1967, kl. 3 síðdegis. Borgarfógetaembættið í Reykjavik. §!* í dag er ^ KAFFIKYNNINGIN , í verzluninni víði I STARMÝRI 2, FRÁ KL. 9—6. O. JOHIMSÓN & KAABER HF. + Sigga mín! — Þegar ég gifti svona hefur þag verið síðan, hún, að hún geti rutt mér úr vegi? Heldur hún, að hún geti nokkurn tíma farið í skóna mína? En samt má ég ekki gera Davíð mér fráhverfan. Ég verð að vera klók — klókari en ég var síðast. En hvað getur Davíð séð við svona stú'lku? Paula var að hugsa, með allar taugar í spennu: — Ég þoli þetta ekki. Þoli það ekki lengur. Bara þau vildu segja eitthvað. Geri þau það ekki, þá öskra ég upp yfir mig. Hvers vegna getur hún ekki látið okkur Davíð í friði? Hvers vegna heimtar Davíð ekki að við séum látin ein? Hvers vegna fer hann ekki út með mig í bílnum? — Ég elska hann, en hvernig á ég að geta lifað í þessu draugahúsi? Án þess að vita af því sjálf var hún farin að vitna í orð Lance. Loksins stóð hún á fætur og sagði: — Ég verð að fara heim. Er þér ekki sama, Davíð. Ég er orðin dálítið þreytt. Og með höfuðverk eftir þessa byltu. — Hvenær duttuð þér? spurði Mavis. í eftirmiddag. Ég rann á gang stéttinni. En það er ekkert al- varlegt. — Ekkert! sagði Davíð, eins og móðgaður. — Jú, Mavis, hún h’lýtur að hafa fengið mikið höf- uðhögg. Ég var að koma eftir Bondstræti í bílnum mínum, hélt hann áfram,rétt eins og hann væri feginn að fá eitthvert um- mig hafði ég það svona, og skilurðu. talsefni við Mavis, — og þá sá ég Paulu allt í einu. Hún ætlaði yfir götuna, en leit þá upp og sá mig. En I sama vetfangi lá hún á götunni í yfirliði, rétt fyrir framan bílinn. Til allrar ham- ingju voru hemlarnir góðir. Ég hljóp út og tók hana upp, bar hana inn í leikfangabúðina. — Nú var það þannig, sem þú hittir hana aftur? sagði Mav- is. Hún sneri sér að Pau'Iu. — Ég vona, að þér hafið ekki hlot- ið neitt varanlegt mein af þessu, ungfrú Redmond? En úr því að það hefur komið ykkur Davíð saman aftur, finnst yður það kannski hafa verið tilvinnandi. Röddin var eðlileg, en Paula gat engu að síður merkt beizkj- una og háðið í orðunum. En Davíð virtist ekki taka eftir neinu. Hann hló bara og sagði: — O, ég held nú ekki, að þetta hafi verið neitt alvarlegt, og svo bætti hann við og leit til unnustunnar: — Ég veit, að við Paula hefðum hitzt einhvern- tíma, hvort sem var. Og ef þú þú vilt endilega komast heim, Paula, skal ég aka þér. Hún bauð Davíð ekki inn, þeg ar þau komu heim til hennar. Marjorie kynni að vera háttuð, og þar sem legubekkurinn henn- ar var í setustofunni, var þetta óþægilegt. En hann hélt henni stundarkorn í örmum sér og kyssti hana mörgum sinnum og hún kysti hann á móti og þrýsti honum að sér, rétt eins og hún Nauðungaruppboð sem auglýst var í 17., 19. og 21. tbl. Lögbirtinga- blaðsins 1967 á hluta í Fálkagötu 19, hér í borg talinni eign Helga Skúlasonar, fer fram eftir kröfu Gjaldheimtunnar í Reykjavík, Veðdeildar Lands- , bankans og Hafþórs Guðmundssonar hdl., á eign- inni sjálfri, fimmtudaginn 18. maí 1967, kl. 2 síð- degis. Borgarfógetaembættið í Reykjavík. Stúlka Stúlka með góða menntun, sérstaklega málakunn- áttu, óskast sem fyrst í bókaverzlun. Góð laun í boði fyrir áhugasama stúlku. Lágmarksráðningar- tími 1 ár. Umsóknir er tilgreini aldur, menntun og fyrri störf sendist Morgunblaðinu merkt: „Skemmtilegt starf 851.“ STÓRBINGÓ — ST ÓRBINGÓ I FÉLAGSBÍÓI í KEFLAVÍK í kvöld föstudag kl. 9. DREGID ÍJT í KVÖLD ★ 16 daga ferð til Mallorca. ★ Sjálfvirk þvottavél. ★ Frystikista 265 1. ★ Grundig útvarpsfónn. ÍC Húsgögn fyrir 15 þús. krónur. INIýtt - IMýtt - IMýtt Breytt fyrirkomu- lag meiri vinnihgar Þrír stórir vinningar dregnir út í kvöld Einstakt tækifæri Aðgöngumiðasala hefst kl. 6 í Félagsbíói. Slmi 1960. Verð aðgöngumiða kr. 30.—. Kortið kr. 40.— Athugið að tryggja yður miða í tíma.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.