Morgunblaðið - 13.12.1970, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 13.12.1970, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 13. DESEÖVTBER 1970 7 DAGBOK En þegar hann, sannleiksandinn kemur, mun hann leiða yður f alian sannleikann, þvi að hann mun ekki tala af sjálfum sér, heldur mim hann tala það, sem hann heyrir, og kunngera yður það sem koma á. Hann mun vegsama mig, þvi að af minu mun hann taka og kimngera yður. (Jóh. 16.13-15). 1 dag er sunnudagur 13. desember og er það 346. dagur ársins 1970. Eftir lifa 19 dagar. 3. simnudagur í jóiaföstu. Magnús- messa Eyjajarls hin síðari. Luciumessa. Tungl hæst á lofti. Ár- degisháflæði kl. 6.38 (tlr íslands aimanakinu) Báðgjafaþjónusta Geðverndarfélagsins þriðjudaga kl. 4—6 síðdegis að Veltusundi 3, sími 12139. Þjón- ustan er ókeypis og öllum heim- U. Næturlæknir í Kefiavík 10.12. Guðjón Klemenzson. 11.12. og 13.12. Kjartan Ólafss. 14.12. Arnbjörn Ólafsson. Ásgrímssafn, Bergstaðastræti 74, er opið sunnudaga, þriðju- daga og fimmtudaga frá kl. 1.30—4. Aðgangur ókeypis. FRETTIR Kvenfélagið Edda Jólafundurinn verður að Hverf- isgötu 21 mánudaginn 14. des- ember Kl. 8.30. Kvenfélag Bústaðasóknar Jólafundur félagsins verður mánudaginn 14. desember kl. 8.30 í Réttarholtsskóla. Kynn- ing verður á ísréttum frá Kjör- ís og fleira. Kvenfélag Fríkirkjusafnaðarins í Beykjavik Jólafundurinn verður haldinn í Fríkirkjunni miðvikudaginn 16. desember Kl. 8.30. Ekknasjóður Reykjavíkur Styrkur til ekkna látinna fé- lagsmanna verður greiddur í Skrifstofu Kveldúlfs Vestur- götu 3 alla virka daga nema laugardaga. GAMALT OG GOTT Gömul vísa eignuð Hallgrími presti Péturs- syni. Fæðast, gráta, reifast, ruggast ræktast, berast, stauta, gá, tala, leika, hirtast, huggast herðast, vaxa, banka fá, elska, biðla, giftast greitt, girnast annað, hata eitt, mæðast, eldast, andast, jarðast, æfi mannsins svo ákvarðast. Jólasveinar á leið í Vesturver á vélsleða. Á myndinni eru Kjöt- krókur, sem stýrir, Stóri Stúfur heldur á galdralurknum, Stekkjastraur er á litla sleðanum með harmoniku og poka, þar sem Minnsti-Stúfur er falinn. í dag kl. 4.30 koma þeir félagar og fleiri fram í Vesturveri, strax og búið er að kveikja á jóla- trénu á Austurvelli. Bak við gerfin á jólasveinunum að þessu sinni í Vesturveri eru Jóhannes Benjamínsson, Ketill Larsen, Jón S. Gunnarsson og Gunnar Magnússon og fleiri. Jó lasveinasýningin hefst kl. 5. BÖRN! VÍSUKORN Á Látrum Látra aldrei brennur 'bær, — bleytan slíku veldur, — alt þar til að Kristur kær kemur og dóminn heldur. Látra-Björg. Magnús lögmaður Björnsson 1652. Er svo mart það öfugt geingur Islands efni, á einu blaði eg ei það nefni, er innbyggjum til nauða stefni. Munið sunnu- dagaskólana SÁ NÆST BEZTI Betlarinn: „Getur frúin gefið fátækum manni fáeina aura?“ Frúin: „Fyrir mánuði síðan gaf ég þér pening, þá sagðir þú, að þú værir blindur, en nú sérðu vel.“ Betlarinn: „Ég skal segja frúnni, að ég hefi hætt við þá at- vinnu að vera blindur, þvi ýmsir, sem gáfu, snuðuðu mig, þeir létu tölur og hnapphólf í hattinn minn, í staðinn fyrir peninga.“ LIONSSÆLGÆTI TIL STYRKTAR SÓLHEIMUM f dag frá kl. 2 og fram eftir degi ntunu meðlimir Lions- klúbbsins Ægis í Reykjavík selja vegfarendum, sem leiðeiga um Austurstræti súkkulaði- pakka, sem kosta kr. 150.00. AU ur ágóði af sælgætissölu þessari rennur til heimilis vangefinna barna að Sólheinmm í Grims- nesi. Á meðfylgjandi mynd, sem Sveinn Þormóðsson tók, sjást nokkrir mcðlima Ægis vera að pakka inn sælgætinu, en sala þess fer fram í anddyri Geva- foto í Austurstræti, við hliðina á bókabúð fsafoldar. f Lions- klúbbnum Ægi eru m.a. þeir Óm ar Ragnarsson og Svavar Gests og mun þá áreiðanlega ekki vanta í dag, og sagði Svavar, þegar liann leit inn til okkar, að það væri tilvalið fyrir for- eldrana að leyfa börnunum að sjá þá Ómar þegar þau hefðu skoðað „hina jólasveinana“ i Vesturversglugganum í dag! BlLAÚTVÖRP 6 gerðir, verð frá 3570,00 kr. Ferðaútvörp, verð frá 1950,-. Segulbandstæki og ptötu- spilarar. Opið til kl. 7 á kvötdin. Radióþjónusta Bjama Síðumúla 17, sími 83433. ANTIK — ANTIK Nýkomið airiosett, tin tesett, könour og skóler, ®fltfur og siilfurptett, lýsiislampoir. keramik, matanborð o. m. fl. Tílivafdar jólagijafir. Stokkur Vesturgötu 3. HANDAVINNA TIL JÓLAGJAFA GuWfallegt úrval af ftéttu- saumi (tvistsaumi) nýkomið. Þeir, 9em eiga pantanir, eru virvsaml. beðnir að sækja þær. Hof, Þinghoksstræti 1. MATSVEINN ÓSKAST í veitingastofu. Upptýsingar í síma 42646. UNGUR MAÐUR utan af landi óskar eftir her- bergi sem næst miðbænum. Reglusemi heitið. Uppl. í sima 25056. TANNSMIÐUR óskar eftir v'mnu. Uppfýs- ingar í síma 81677. UNGUR MAÐUR VIÐTÆKJAVINNUSTOFAN HF. með Samvinnuskólapróf ósk ar eftir atvinnu nú þegar. — Sími 36376. er nú í Auöbrekku 63. Sími 42244. Var áður að Lauga- vegi 178. IESI0 jMevfiimXdíibib DOGLEOn NÝ STÓRRISAEFNI bneiddir 90, 120, 145, 175, 2\. Filenaðir dékair, dnailon- borðdúikar og efni. Verzl. Anna Gunnlaugsson, Laugavegii 37. Fiskiskip til sölu 260 lesta stálskip, byggt 1964, í mjög góðu standi. 80 lesta eikarbátur, byggður 1948, endurbyggður 1966. 12 lesta bátur, byggður 1960, með togspili. TRYGGINGAR & FASTEIGNIR, Austurstræti 10 A. Sími 26560, kvöldsími 13742. AUÐVITAÐ ÓMAR RAGNARSSON Platan kemur í verzlanir kl. 3 á morgun. Ómar Ragnarsson gerði barnaplötu síðast fyrir fimm árum (þegar frá eru taldar jólaplötur hans). Barnaplata sú, scm Ómar sendir frá sér núna er með fjórum bráðskemmtilegum lögum (þetta er lítil plata) og heita þau HLÁTURINN LENGIR LÍFIÐ, MINKURINN í HÆNSNAKOFANUM, BRÓÐIR MINN og HÍ Á ÞIG. Jón Sigurðsson hefur útsett lögin og stjórnað undirleik af kunnri smekkvísi. Þetta er ekki aðeins ein skemmtilegasta barnaplata Ómars, heldur og einhver fjörlegasta íslenzka hljómplatan fyrir böm. SC-HLJÓMPLÖTUR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.