Morgunblaðið - 13.12.1970, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 13.12.1970, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 13. DESEMBER 1970 One plus one Sympathy f or the Devil Nk. föstudag og laugardag 18. og 19. dc-iember mun Kvik- mjndaklúbtur M.R. sýna í Gamla Bíói myndina One plus One/Sympathy for the Devil eft ir snillinginn Jean-Luc Godard. Myndin, sem gerð er 1968 hefur orðið allum'öluð og sýnist sitt hverjum um ágæti hennar. Sum ir teija hana snilldarlega úttekt á göllum neyzluþjóðfélagsins, en aðrir t-*'ia myndina ruglings- lega óra án nokkurs eiginlegs boðskapar. TJm þetta má eflaust deila en það er vist að oftast kemur Godt rd mönnum á óvart með tækni sinni Við fiettum upp í prógrammi Kvikmyndaklúbbsins og fundum þar eftirfe.andi samantekt um myndina: „Borgarastéttir skapaði heim- inn í sinni mynd. Félagar, við verðum að tortíma þessari rnynd." Úr „Brilish Sounds" eftir Godard. Jean-Luc Godard hefur í seinustu myndum sínum hafið baráttú gegn nc-yziuþörfum hins kapitalíska þjóðfélags. Af ráðn- um hug skilur hann þannig við þær, að þær virðast ófullgerðar, og leggur þannig áherzlu á það, að listin stendrr i dialektísku sambandi við lífið. „List" er þó raunar ekki lengur algilt kenni heiti að hans dómi. Það meistara verk, sem Ijýður mönnum upp á sálarreynslu eða vekur andlega velmegun, sem ekki er grund- völluð í pólitískum raunveru- leika, ber oí mikinn keim af fal lega umbúinni neyzluvöru. Áhrif þess eru innhverf, en stuðla ekki að umræðum né at- höfnum. Krítarteikning á rittöflu leys hr þannig hið fullkomna mál- verk af hólmi; áhorfandinn breytist i þátttakanda, sem get- ur breytt og leiðrétt eða þurrk- að út það, sem stendur á töfl- unni; engin fegurð dregur hann á tálai eða villir fyrir hon um, heldur stendur hann jafnt að vigi og leikstjórinn í við- ræðu þeirra Kvikmyndin verður þannig krufning á forsendubum bak við fjölmiðlana, en ekki framleiðslu vara, sem sniðin er fyrir þá. Áhorfandinn á að nota sér myndína, en ekki myndin áhorf andann. Á þennan hátt er hinn teóritíski riffill (kvikmyndin sem boðskapur) notaður til þess, sem á yfirborðinu virðist eins konar harakíri (eyðilegging kvikmyndai'inna’” sem tjáningar- forms). Ein af þeir.i niðurstöðum God ards, sem æiddu til þess, að hann hóf slíka „sjálfstortím- ingu,“ er sú, að ópólitísk mynd sé ekki til. 1 einni af myndum sínum skiptir hann myndum í þrjá flokka: kapitálisku mynd- ina, þar sem þjóðfélagshug- myndum er þröngvað upp á mik inn fjölda áhorfenda, hina end- ttrskoðunarsinnuðu kvikmynd, þar sem þulur heldur fram hug- myndafræðiiega rökréttum skoð unum, en fúlkar engu að síður fyrir áhorfe.idur; og hin herskáa kvikmynd, sem „verður að kryfja það til mergjar, sem hún hefur komizt að raun um,“ og gerir myndflötinn að jafngildi töflu í kennslustund. „Það sem er á lífi, er ekki það, sem er á tjaldinu, heldur það, sem er á mijli þess og áhorfenda," segir Godard. En af þessu leiðir það, að við sjáum ekki raunveruleikann heldur skuggaleik á tjaldinu, og til að láta okkur komast að raun um þetta, sér Godard um það, að hver kafli „One plus One“ er eilítið lífvana, þar eð persónur hans segja ekkert írá eigin brjósti. Býltingarsinninn les úr skáldsögu, sem þegar hef ur verið rituð; Svörtu hlébarð- arnir lesa einnig upp, Frankie Dymon lætur minna sig á setn- ingar úr eigin ræðum, spurning ar, sem lagðar eru fyrir Evu Democray, eru þannig orðaðar, að hún þarf aðeins að segja já eða nei, klámbóksalinn les upp úr Mein Kampf, og The Rolling Stones, sem flytja lagið „Sym- phathy for the Devil“, eru sýnd ir að æfingum, þar sem þeir end urtaka sömu línuna hvað eftir annað þannig að lag þeirra fer að hljóma eins og tilvitnun. Það er auðvelt að benda á ýmsar þverstæður í gerð mynd- arinnar. En enginn gerir sér betur grein fyrir þessu en God- ard, ef taka skal mark á sum- um „tilvitnunum" hans, sem segja menningu og skynsemi að alféndur byltingarinnar; gerð kvikmynda til að drepa kvik- myndina eða intellektúel fanta- sia, sem jafnframt er beint gegn slíku hugarflugi, er sjálf vafa- söm. Reynsla og athuganir eða herskáir stúdentar hafa e.t.v. sannfært Godard um það, „að það er aðeins ein leið til að verða intellektúal byltingarsinni og hún er sú að hætta að vera intellektúal"; en hann var sein tekinn nemandi í „skóla afmenn ingarinnar". Anti-klipping hans er frumleg jafnvel þegar gefið er í skyn, að frumleiki sé blekk ing ein, og allt hafi áður verið sagt. Enda þótt formi myndar- Náttföt drengja Stórkostlegt úrvail a«f telpu- og drengjapeysum. Kvenpeysur stuttar og síðar. Danskur nærfatnaður á dömur og berra. Mikið úrval af sokáum og sokkabuxum. Verzl. DALUR, Framnesvegi 2. innar virðist ætlað að draga menn út úr skuggaheimi listar- innar inn í hrjúfan heim raun- veruleikans, til að þeir fái dreg ið eigin ályktanir og séð mögu- leg sambönd milli ósættanlegra flata þjóðfé'agsins, bendir God- ard einnig á það að „þegar skáld sagan er dauð, verðum við al- gerlega berskjaldaðir fyrir tækniþjóðfélaginu." One plus One er beint gegn siðmenningunni í þeim skiln- ingi að sniðganga alveg minnis- merki fortiðarinnar (Mozart, gamlar byggingar, tilvitnanir frá því fyrir þriðja áratug ald- arinnar), en það að hafna for- tíðinni gerir myndina jafnframt lífvana, vígamóður, sem kemur fram sem afneitun á uppbygg- ingu, reynist mikilvæg röksemd fyrir þeim arfi, sem Godard virð ist hafa visað á bug. Paradoxið er óleysanlegt og þrátt fyrir all an húmor sinn virðist myndin oft unnin í örvæntingu ogsjálfs pyndingu listamanns, sem vildi frekar vefa aktívisti og langar samtímis til að tortíma listinni í nafni byltingarinnar og skapa byltingarsinnað þjóðfélag gegn um list sína. Herraskór margar gerðir. Kvervskór gylltir og silfraðir. Inniskór í mjög miklu úrvali. Barnaskór. Kvengúmmístígvél. Skóv. P. ANDRÉSSONAR, Framnesvegi 2. Sjónleikur í tóminu í tímans gálgum Vaxnir úr höndum elds Ber þá að líta Um blóðvana fætur Seytlar myrkur Úr sundruðum púlsi Á himninum vagga myrkir hnettir Og stálkettirnir hvæsa Úti á torgum Magnast formlaus ótti 1 brjóstum standmyndanna Á stundu sundrungar fellur festingin yfir grunlausa jörð sem væri hún hvítur vængur Og aldrei aftur Mun tíminn Vefa andlit sitt 1 tóm Þessa auða sviðs. Höfundur þessa ljóðs, Birgir Svan, er 19 ára menntaskóla- nemi. Hann hefur fengizt við skáldskap töluvert lengi, þó ljóð eftir hann hafi til þessa að eins birzt I skólablöðum M.H. og M.R. Jónína Gamall kunningi unga fólks- ins er nýkominn út. Er sá tíma- ritið Jónína, en útgáfa þess hef ur nú legið niðri um hálfs árs skeið. Nýja blaðið er ákaflega fagurt á að líta og glæsileg mynd af Kristinu Waage prýð- ir forsíðuna. Efni blaðsins er fjölbreyttara en áður, að þvi er virðist og er það vel. Meðal athyglisverðra greina má nefna eina um kyn- ferðisfræðslu, skemmtilegt við- tal birtist við Steingrim Sigurðs son, listmálara, og hasspartí í Reykjavík er heimsótt ogmynd ir úr þvi birtar. Það er augljóst að neyzla fíknilyfja fer nú mjög í vöxt hér á landi. Benda útgefendur blaðsins á þetta og skora á stjórnarvöldin að gera nú þegar ráðstafanir til að hefta út- breiðslu eiturefnanna. Hafi út- gefendur þökk fyrir einbeitta afstöðu sina í þessu mikilvæga máli. Til sölu vegnu brottflutnings Döosk borðstofubúsgögn úr eik, sérlega vönduð, Borgundarhólms klukka, sófasett og sófaborð úr patesander, Ktið skrifborð, eld- húsborð og stólar, griWofn, hrærivél og ísskápar. Upplýsing- ar í síma 4-20-90. 1 bCnaðarbankinn cr bnnki íólksins Jan Dawson. NÆG BÍLASTÆÐI NÆG BlLASTÆÐ! ERUM AÐ TAKA UPP

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.