Morgunblaðið - 13.12.1970, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 13.12.1970, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, SUNÍNUDAGUR 13. DESEMBER 1970 llmsján „ sititohaudArssbn A SLDÐUM ÆSKUNNAR svhhbjííihi menmisssh HVAÐ er hægt að gefa ungl- ingum í jólagjöf? E'kki get ég svarað þessari spurningu fyrir alla unglinga, en ég veit þó, að mörgum unglingum þykir gam an að fá hljómplötu í jólagjöf. Og því ætla ég lesandi góður, að gefa þér nokkrar góðar á- bendingar, svo að ungLimgurinn verði ánægðux með gjöfina. Fyrst eru þá nokkur atriði, sem rétt er að hafa í huga áð- ur en lagt er af stað í plötuinn kaup. Unglingarnir skiptast í þrjá fLofkka, hvað tónlistar- smekk áhrærir. 1) Fylgjendur hinnar svo- nefndu „framúrstefnutónlistar“, sem er ákaflega léleg þýðing á enska orðinu „progressive mus ic“. Þessi tónlist er yfirleitt frekar hávær og ofsafengin. í þessum flokki eru einungis er- lendar hljómplötur gjaldgeng- ar. 2) Fylgjendur venjulegrar popptónlistar, en sú tónlist get ur verið hvort sem er, hávær eða lágvær. Fullorðið fólk get ur yfirleitt þolað þessa tegund popptónlistar, enda heyrist hún í hverjum óskalagaþætti út- varpsins. íslenzkar og erlendar hljómflveitir flytja þessa tón- list af plötum. 3) Fylgjendur sígildrar tón- listar. Þessi flokkur er því mið ur fámennastur og verður því ekki rætt um sígildar hljómplöt ur hér. Enda ætti fullorðið fólk að geta valið slíkar plötur til jólagjafa án minnar aðstoðar. Hljómplötur skiptaist í tvo verðflokka: Tveggja til fjög- urra laga plötur kosta 150— 200 krónur; stórar hæggengar plötur (12 laga) kosta 500—600 krónur, en einnig eru til ódýr- ari útgáfur, yfirleitt endurút- gáfur vinsæila laga og kosta þær 300—450 krónur. Og þá skulum við líta á helztu plöturnar á markaðin- um. 1. flokkur: „Framúrstefnutón list“. Hljómsveitin Led Zeppe lin hefur átt gífurlegum vin- sældum að fagna að undan- förnu, hér á landi sem erlendis, og ekki minnkaði áhugi ís- lenzkra ungmenna við heim- sókn hljómsveitarinnar á Lista hátíð sl. sumar. Nýjasta plata hljómsveitar- innar heitir LED ZEPPELIN 3 og hefur hún hlotið góðar und irtektir íslenzkra unglinga. En nú síðustu vikurnar og mán- uðina hefur önnur hljómsveit verið í mikilli sókn og er það spá ýmisaa getspakra rnanna, að sú hljómsveit muni innan tíðar ógna veldi Led Zeþpelin svo um munar. Þetta er enska hljómsveitin Deep Purple. — Nýjasta platan hennar heitir DEEP PURPLE IN ROCK og hefur hún alls staðar hlotið af- bragðs góðar viðtökur. Ein efni legasta hljómsveitin í Bret- landi heitir Black Sabbath og hefur hún nýlega sent frá sér Ný plata Ríó tríósins, hljóðrituð á hljómleikum í Háskólabíói . . . Jólaplöturnar — nokkrar ábendingar til eldra fólksins, sem veit ekki hvaða plötur á að gefa unglingunum plötu, sem heitir PARANOID: BLACK SABBATH. Þeesi plata hefur hlotið miklar vinsældir í Bretlandi og er nú efst á vin- sældarlista yfir stórar plötur. Nýlega var sýndur í íslenzka sjónvarpinu þáttur með ensku hljómeveitinni Nice, en hljóm sveitin sundraðist fyrir rúmu hálfu ári. Nokkur af beztu lög um hljómsveitarinnar eru þó til á einni plötu, sem heitir THE BEST OF NICE. Eiguleg plata, enda var hljómsveitin í hópi þeirra beztu í heimalandi sínu. Og að lofcum er rétt að vekja athygli á tveimur stór um plötum, sem seldar eru saman undir nafninu ROCK BUSTER. Á þeesum tveim plöt um eru lög flutt af einum tutt- ugu þekktum hljómsveitum í „framúrstefnutónlistinni“, en samt eru plöturnar litlu dýrari en ein venjuleg stór plata. 2. flokkur: Venjuleg popptón list: í þessum flokki eru marg ar íslenzkar plötur, sem hafa komið út á síðustu mánuðum og vikum. Stór plata, VIÐ HÖLDUM TIL HAFS Á NÝ, erlend þjóðlög með íslenzkum textum eftir Jónas Árnason, flutt af söngtríóinu Þremur á palli. Mjög góð plata og skemmtileg áheyrnar, jafnt fyr ir unga sem gamla. POP FESTI VAL, safnplata með flutningi 12 þekktra íslenzkra • hljóm.- sveita og söngvara. Fjölbreytt ur flutningur og platan hin eigu legasta. Ný hljómplata með söng þeirra Heimis og Jónasar og Vilborgar Ámadóttur með aðstoð Páls Einarssonar. Plat- an heitir H J V P, en þetta eru upphafsstafirnir í nöfnum flytj enda. Fyrri plata þessa ágæta söngfólks hlaut mjög góðar við tökur, enda mjög skemmtileg og er ástæða til að ætla, að þessi plata sé ekki síðri. Þá er væntanleg á markaðinn stór plata með söng Ríó tríósins og var þessi plata hljóðrituð á hljómleikum tríósins í Háskóla bíói í lök septeimber sl. Hljóm- leikarnir voru einstaklega skemmtilegir og er vafamál að betri hljómleikar íslenzkra flytj enda popp- og þjóðlagatónlist ar hafi verið haldnir. .Á plötu Ríó tríósins eru 11 lög frá hljóm leikuinum og ætti platan að falla í góðan jarðveg hjá ís- lenzkum ungmennum. Þá eru væntanlegar á markaðinn fyrir jól tvær stórar plötur, sem seld ar eru saman í plötuhulstri og á þeim flytur hljómsveitin Óð- menn frumisamda tónlist, þar á meðal tónlist úr poppleiknum ÖLA. Hljómsveitin Óðmenn var mjög vinsæl og virt meðal unglinganna fyrir góðan tónflutning og á þessum plöt- um sýnir hljómsveitin vafa- laust sínar beztu hliðar. Önnur plata, sem væntanleg er á mark aðinn fyrir jól, er stór plata með hljómsveitinni Trúbrot. Þessi plafca býð-ur einnig upp á frumsamda tónlist, sem samin er undir áhrifum af öllu því, sem liðsmenn Trúbrots lifa og hrærast í. Verður platan vafa- laust ein vinsælasta plafcan næstu vikurnar og mánuðina, ef miða má við vinsældir fyrri platna hljómsveitarimnar. Nokkrar litlar plötur með ía lenzkuim flytjendum eru einnig heppilegar til jólagjafa. Ný tveggja laga plata með hljóm- sveitinni Mánum frá Selfossi hefur þegar áunnið sér vinsæld ir meðal unglinganna. — Ný tveggja laga plata með hljóm- sveitinni Tilveru er einnig góð jólagjöf. Á plötunni eru tvö lög, sem hljómsveitin flutti í sjónvarpi á sl. vori og hlutu þau þá góða dóma. Ari Jónsson, liðsmaður hljóm sveitarinnar Roof Tops, hefur áður vakið afchygli fyrir góðan söng á hljómplötum. Nú er komin út tveggja laga plata með söng hans og á hún án efa eftir að verða vinsæl. Um þessa helgi kemur á markaðinn ný tveggja laga plata með leik hljómsveifcarinnar Ævintýris. Hljómsveitin hefur verið í hópi beztu og vinsælustu hljómsveit anna á landinu síðasta árið og verður platan því vafalaust mörgum kærkomin jólagjöf. — E'kki er langt um liðið síðan . . . og önnur ný frá Led Zeppelin, hljóðrituð fyrir og eftlr íslandsförina. (Ljósm. Sv. Þorm.) hljómsveitin Trúbrot sendi frá sér nýja þriggja laga plötu, og hefur hún hlotið mjög góðar undirtektir hjá unglinigunum. Góð jólagjöf. Janis Carol heit ir söngkona, sem vakti athygli fyrir sönig sinn með hljómsveifc inni Töturum. Nú er væntanleg á markaðinn tveggja laga plata með söng hennar og mun sú plata vafalaust vekja athygli. Af erlendum plötum er rétt að benda á nokkrar, sem eiga erindi til íslenzkra ungmenna. Hljómplötur hljómsveitarinnar Moody Blues hafa verið hver annarri betri og sú nýjasta er ákaflega eiguleg plata: A QU- ESTION OF BALANCE. Mun vandfundinn sá unglingur sem ekki hrifst af þeosari tónlist. Fyrir þá sem hafa gamian af að hlusta á góða söngvara er rétt að velja nýjustu plötuina hans Tom Jones. Tom stendur alltaf fyrir sínu og platan heitir ein- faldlega TOM. Hljómisveitin Beach Boys hefur lengi verið vinsæl hjá unglingunum og nú fást á einni plötu fjórtán af vinsælustu lögum hljómaveitar innar undir nafninu THE BEST OF THE BEACH BOYS. Banda ríski söngflokkurinn Fiffch Dim ension hefur af sumium verið talinn bezti söngflokkur heima. Nokikur af beztu lögum flokks ins eru saman á plöbu, sem ber nafnið THE FANTASTIC FIFTH DIMENSION. Og ekki má gleyma bandarisku hljóm- sveitinni Creedence Clearwater Revival sem hefur með jöfnu millibili sent frá sér hljómplöt ur, sem rokið hafa upp vin- sældalistana, og sú síðasta heit ir COSMOS FACTORY. Önnur bandarísk hljómsveit, sem hef ur notið mikilla vinsælda að undanförnu, er Crosby, Stills, Nash ög Young (langt nafn, en þessir menn eru nú einu sinni stórstj örnur hver um sig). Nýj asta platan heitir DEJA VU, mjög góð plata og góð tíl gjafa. Simon og Garfunkel, banda- rískir sönigbræður, hafa aldrei sent frá sér lélega plötu, en samt eru plöturnar þeirna fáar og líður langt á milli þeirra. Ástæðan er eiinstöik vandvirkni Simons, sem hefur samið fleat lögin þeirra. Nýjasta platan þeirra heitir BRIDQE OVER TROUBLED WATER, og er í einu orði sagt: Frábær. FRÁ- BÆR. Þá hafa verið taldar upp nokkrar þeirra hljómplafcna, sem líklegt má telja að falli uniglinigunum í geð. Ég hef að mesfcu stuðzt við minn eigin smekk, en einnig hef ég haft hliðsjón af vinsældalistuinum í nágrannialandi voru, Bretlandi. íslenzlkir unglingar fara ótrú- lega mikið eftir þessum listum og má segja, að sú hljómsveit eða sá listamaður, sem kemst efst á þessa lista, öðlist sjálf- krafa vinsældir á íslandi, Stefán Halldórsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.