Morgunblaðið - 13.12.1970, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 13.12.1970, Blaðsíða 21
i YÐUH AÐ Sfel3JA# þd þurfum við ekki lengur að auglýsa Nú-Nú, bókina sem aldrei var skrifuð, minningar Steinþórs á Hala, og Hið guðdómlega sjónarspil, endur- minningar Hannesar Jónssonar. Þessar bcekur seljast jafnóðum. — Jafnóðum og hvað og hvað? Jafnóðum og þœr koma úr bókbandinu lesandi góðurl Um að gera að tryggja sér eintak strax! MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 13. DESEMBER 1970 JffítRY fU&NQt JEFFERY C3 CD c— ZX3 se J;- Bókin segir frá ungutn efnispilti, sem hlýtur í arf eftir forríkan fræ-nda sinn heil 10 sterlingspund, en auðinn allan, ef hann kvænist ákveðinni að- alsmær innan árs. ý- Ungi maðurinn lendir í ýmsum skemmtilegum ævintýrum, að ekki sé meira sagt. Er rændur aleigunni og berst við alfakonar glæframenni og ræningja. -ý- Frelsar unga stúlku úr klóm óþokka óg lendir, fyrir misskilning, í útistöð- um við réttvísina. -ý- Reynir af alefli að forðast stúlkuna, sem honum var ætluð frá upphafi. Höfundurinn leiðir lesendur sína um völundarhús ástar og afbrýði, þannig að unún er að lesa og spenna og eftirvænting helzt bókina á enda. Skáldsaga eftir Björn J. Blöndal, karlmannlega fyndin bók um heilsubótarför og sj úkrahússvist borg- firzka bóndans Ófeigs Ófeigssonar. Fyrsta spítala- bókin þar sem veikindin verða kímileg, dauðinn allt að því skoplegur og læknarnir vægast sagt broslegir. Enginn hefur látið út úr sér önnur eins býsn af skoplegu pípi á heljarslóð og Ófeigur bóndi Öfeigsson. Björn J. Blöndal varð frægur rithöfundur af veiði- mannabókum sínum, frumlegum, fyndnum, nærfæm- um og gæzkuríkum náttúrulýsingum þar sem fiskar landsins, fugiar og ferfætlingar voru hafnir í hásæti. Á Heljarslóð er skáldsaga um manninn, sem eigi gengur haltur meðan báðir fætur eru jafnlangir, og kann þá gömlu þjóðlegu nauðvörn að gera hið grát- lega broslegt. Þessi undarlega saga er sem sagt eins íslenzk og framast verður á kosið. Hún er sérkennilegt ritverk og hugvekja öllum þeim, sem bágt eiga með að sjá kátlegu hliðina á alvörunni. Á Heljarslóð er enn ein vinargjöf frá Birni J. Blöndal til íslenzkra lesenda. BJORN J. BLONDAL Á HELJARSLÓÐ bækur frá Bóka- útgáfu Guöjónsd GUÐJONÓ ) Hallveigarstíg 6a Sími 15434 k Þessi æsispennandi bók fjallar um ástir og ævintýri ungrar stúlku, sem er bæði fögur og rík, en grípur til þess óyndisúrræðis að skrökva því að foreldrum sínum að hún sé gift manninum, sem þau vilja að hún eigi. 'k Ungi maðurinn fellst á að hylma yfir með söguhetjunni, en ætlar að launa henni lambið gráa, og kenna henni mannasiði, en heldur gengur það brösugt. ■k Er nú ekki að sökum að spyrja. að það hendir þau bæði, sem hvorugt vildi; þau verða ástfangin hvort af öðru, og auðvitað án þess að gera sér grein fyrir því, að þarna er á ferð- inni gagnkvæm ást, hvorki meira né minna. k Vitaskuld berjast þau bæði einarð- lega gegn örlögum sínum, en árang- urslaust, og allt fer vel að lokum. k Þetta er góð bók og skemmtileg. Vötn og veiðimenn, uppár Árnessýslu, ný bók eftir Guðmund Daníelsson í ritsafninu um íslenzku veiði- árnar. Áin er lifandi vera, hver og ein og fiskar hennar, fuglar, grös ög bakkahríslur gæða hana sérstæðum persónuleika, Rithöfundurinn sem skilur líf hennar og sögu hinum dýpri skilningi, vígir lesandann inn í sálufélag hennar. Áður eru komnar út í þessum flokki bækurnar: ELLIÐAÁRNAR og DUNAR Á EYRUM ÖLFUSÁ OG SOGIÐ. Hér er nú þegar á boðstólum ritsafn, sem hentar öllu öðru betur til gjafa handa veiðí- mönnum og náttúrudýrkendum. Eins og fyrri bækurnar þá njóta Vötn og veiðimenn þess að höfundur er ekki aðeins ritsnillingur, heldur einnig ástríðufullur stangarveíðimaður og unnandi hins ómálga lífs. Kjörin bók tií að þreyja við þorrann og góuna. HNEYKSLI

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.