Morgunblaðið - 15.05.1971, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 15.05.1971, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 15. MAl 1971 7 Kaffisala kvennadeildar Borgfirðingafélagsins Á kaffisölu kAeimadeilda.r Borgfirðingafélagrsins i fyrra. Ég hitti á förnum vegi for mann Kvennadeildar Borg- firðingafélagsins í Reykja- vik og gjaldkera deildarinn- ar, þær Ástu Sigurðardóttur og Guðnýju Þórðardóttur. Þ:er voru eitthvað ábúðar- fullar á svipinn, eins og þær geymdu stórfrétt í poka- hornimi, svo að ég tók þser tali og spurði: „Hvað er eiginlega á seyði?“ Þær: „Það er svo sem ekk- ert leyndarmál. Kvennadeild in ætlar að halda sina árlegu kaffisölu á morgun, sunnu- dag, í Lindarbæ niðri kl. 2,3«.“ Ég: „Já, kaffisölur eru ekkert nýjabrum héma, en aðalatriðið er, hvort ágóðinn rennur til góðra málefna. Hvert rennur ykkar?“ Þær: „Við styrkjum félag- ið til alis kyns menningar- máJa, t.d. til að styrkja byggðasafnið og fleiri slák menningarmál. Auk þess sendum við öldruðum Borg- firðingum, Mýramönnum og Akurnesingum, sem dveljast á dvalarheimilum hér í borg- inni, jólaglaðning. Þá gríp- um við inn í, ef við frétt- um af sérstökum erfiðleikum, t.d. veikindabasli hjá sveit- ungum okkar hér. Auðvitað eru þetta engar stórgjafir, en hafa oftlega komið sér vel. Nú, og síðast gáfum við skuggamyndavél og tjald til dvaiarheimilisins í Boi'gar- nesi.“ Ég: „Hvenær var kvenna- deildin stofnuð?" Þær: „Hún var stofnuð 13. maí 1964, en aðalfélagið var stofnað 12. des. 1945. Og nú er félagið i heild búið að kaupa iand undir sumar- dvaiarheimiii að Svignaskarði, fyrir félagsmenn, köllum það Borgarsel, og kvennadeildin er ákveðin í að styrkja þessa framkveemd með ráðum og dáð.“ Ég: „Já, það má nú segja, að þið hafið i mörgum þörf- um máJum að snúast, og ekkí að furða, þótt þið þurfið að haida kaffisölu. Ég þakka upplýsingarnar og óska ykk ur góðs.“ — Fr. S. A förnum vegi Sýningu Þórdísar að ljúka Málverkasýningu Þórdísar Tryggvadóttur lýkur á morgun, sunnu- dag kl. 1« um kvöldið. Hún hefur veirið opin jiessa viku daglega frá kl. 4—10, og hafa allmargar myndir selzt, og aðsókn verið þol- anleg, sagði listakonan, þegar við hringdum til hemnar á fimmtn- dag. „Hún mætti vera betri, en ég er ekki að kvarta,“ sagði Þórdís. „Þótt þetta sé að einhverju leyti út úr, er það þó stutt fyrir þá sem búa á Seltjamaríiesi.“ Þess má svo geta að lokum, að sýning Þórdísar er í anddyri Iþróttahússins á Seltjarna.rnesi. (Ljósm.: Sv. Þorm.) FRETTIR_ MR 1951 Munið fundinn i Biáa salinum að Hótel Sögu á n.k. sunnudags- kvöld kl. 8,30. Bekkjarráð. Bænadagurinn í Garðasókn Félagar úr Bræðrafélagi Garðakirkju munu flytja bænar gjörð með sóknarprestinum. Sama dag fer frarn fundur i Bræðrafélaginu á Garðaholti. Bjóða féiagar gestum úr hópi eldri vina og á fundinum mun Kristján Fr. Guðmundsson flytja ávarp, hjónin Una Pétursdóttir og Ingþór Sigurbjörnsson lesa upp og kveða, Árni Jónsson syngur einsöng og nemendur úr Tónlistarskóla Garðahrepps flytja tónlist. VÍSUKORN Kosningar Um Alþingiskosningar er erfitt að spá, öll eru málin þar flókin. Ráðumst með karimennsku rótleysið á, og ræðum við sjálfstæða hópinn. Tumi. Bænadagurinn í Garðasókn Á sunnudaginn fer fram Guðs- þjónusta í Garðakirkju kl. 2 e.h. Við þessa athöfn syngja H&nna Bjarnadóttir og Hafliði Guðjóns son ásamt Garðakómum. 1 Sala á trjáplöntum hafin í Fossvogsstöðinni Hér er verið að taka plöntur úr græðireitnum. T\a»r hús- mæður, sem lengi hafa unnið hjá skógræktinni, vinna verkið. IBÚÐ TH. LEIGU Stór 2ja herb íbúð til leigu í Hafnairfirði frá 1. jún. Uppl. í síma 50694. KONA ÓSKÁST til heimilisstarfa í 1 Ms mán- uð. ÖII beimilistæki. Uppl. I Sima 1636, Keflavík BARNAGÆZLA 12 ára telpa óskar eftir gæta barns í sumar, helzt í Fo-ss- vogshverfinu. S’rmi 3-06-12. DUGLEG OG AREIÐANLEG unglingsstúika, 13—15 ára, óskast til að gæta tveggja drengja í Vesturbænum. — Upplýsingar í síma 21532. LAND-ROVER '62—'64 disilhreyfiH, óskast. Góð útb. og fastar mánaðargreiðslur, Upplýsingar í síma 52830 fré k1. 7—9 á kvöildin. ÚTSTILLINGADAMA óskast fyrir kven- og barna- fataverzlun. Upplýsingar í síma 84345 eftir kl. 7 á kvöldin. KJARAKAUP 9 ferm miðstöðvarketill með öHo tilheyrandi til sölu. Uppl. í skna 81089 eftir k). 20.00. HAFNARFJÖRÐUR OG NAGR. Tek að mér að plægja mat- jurtagarða. Sími 50482. BARNAGÆZLA Ég er 11 ára og óska eftir að gæta barna, helzt í Breið- holtshverfi eða Fossvogs- hverfi. Upplýsingar næstu daga, sími 84407. VINNUSKÚR Járnvarinn kaffi og áhalda- skúr til sölu. Skúrinn stendur við Árland 4 í Fossvogi. Uppl. um helgina að Árlandi 4 eða 6, s. 36593 eða 32428. TIL SÖLU vandaður vinnuskúr, 50 fm, með hitakerfi, raflögn og hreinlætistækjum. Einnig stór einfaldur geymsluskúr. B.S.S.R., s. 23873 og 18080. BÁTUR til sölu 140 tonn, mældur niður í 101 tonn. Vantar frambyggðan bát, 20 til 30 tonn. Fasteignamiðstöðin sími 14120. ELDRI MAÐUR óskar að kynnast reglusamri og góðri konu eða stúlku, sem viH taka að sér matar- gerð og hirðingu lítillar íbúð- ar. Tiib. sendist Mbl. rnerkt „Kona — 7646." SAAB Tiil sölu er Saab, V4, árgerð 1967. Glæsilegur bíll í topp- stancfi. Upplýsingar í síma 41855. MERCURY COMET til sölu, í góðu ásigkomulagi. Skipti koma til greina. Einnig greiðsla með fasteigna- tryggðum veðskuldabréfum. Upplýsingar i síma 84751. EINHLEYPUR MAÐUR, SEM A góða íbúð í borginni, óskar eftir reglusamri og áreiðan- legri konu til að sjá um heim- ili fyrir sig. Tilb. sendist afgr. Mbl. f. 22. þ.m. rr.erkt „H-72 — 7623." BÍLAÚTVÖRP Eigum fyrirliggjandi Philips og Blaupunt bílaviðtæki, 11 gerðir í allar bifreiðir. önn- umst ísetningar. Radíóþjón- usta Bjarna, Síðumúla 17, sími 83433. P1 IE5IÐ DHGLECn HESTAMANNAFÉLAGIÐ FÁKUR Firmakeppni FÁKS verður haldin sunnudaginn 16. mai kl. 15.00 á nýja skeiðvelli félagsins að Víðivöllum við Selás. — Þetta er stærsta góð- hestasýning sem haldin hefur verið. — Yfir 200 hestar koma fram. Komið og sjáið gæðinga Reykvíkinga. Ókeypis aðgangur. — Veitingar á staðnum. -Á Hestaeigendur, sem taka eiga þátt í keppninni mæti á vellinum stundvíslega kl. 14.00. STJÓRNIN. Tresmiðir til Grænlands FYRIR ASMUSSEN & WEBER á/s KOBENHAVN Nokkrir duglegir og reglusámir trésmiðir vanir mótauppslætti og skyldri vinnu óskast til Græn.ands um 1. júní og 1. júlí. Ákvæðisvinna. Allar nánari upplýsingar gefa HANS BJERRE JENSEN, Hótel Sögu og HANNES ÞORSTEINSSON, Hallveigarstíg 10 Simi 24455.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.