Morgunblaðið - 15.05.1971, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 15.05.1971, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐEÐ, LAUGARDAGUR 15. MAt 1971 17 Suður-Víetnamar Kambódíu í vorn Stórsókn Tris í hers- Þessi djarfa áætlun aldrei framkvæmd. var höfðingja stöðvuð NORÐUR-víetnamskt herlið hefur stöðvað stórsókn Suð- ur-Víetnama í Austur-Kam- bódíu, gert tvær brynvæddar herdeildir óvirkar og neytt suður-víetnamska herliðið á þessum slóðum til að koma sér fyrir í varnarstöðu. Þar með hefur verið bundinn end ir á sókn suður-víetnamska herliðsins, sem sótti lengst 48 kílómetra inn í Kambódíu, og það hefur hörfað til Þjóð- brautar 7, sem liggur inn í suðurhluta Suður-Víetnam rétt handan við landamærin. Upphaflega var tilgangur sóknarinnar að reyna að upp ræta þrjú norður-víetnömsk herfylki, búðir þeirra og aðal stöðvar, vistir og hergögn. Nú hafa bandariski og suður- víetnamski flugherinn tekið við þessu hlutverki. En að- gerðir Suður-Víetnama hafa haft þau áhrif, að komið hef ur verið í veg fyrir að 5., 7. og 9. herfylki Norður-Víet- nama og Viet Cong væru send yfir landamærin til 3. herstjórnarumdæmisins, sem er sennilega mikilvægasta svæði Suður-Víetnam. Það nær yfir 11 héruð umhverfis höfuðborgina og liggur að Kambódíu á 372 km -löngu svæði. Með því að halda þess ari víglínu hefur suður-víet namska herliðið afstýrt því, að Norður-Víetnamar raski friðunaraðgerðum í sveitahér uðum í 3. herstjórnarumdæm. inu og búið í haginn fyrir brottflutning bandarískra her sveita. DAUÐI TRIS Yfirmaður aðgerðanna var Do Cao Tri hershöfðingi, en hann fórst í þyrluslyai að- eins þremur vikum eftir að þær hófust í febrúar, og er dauða hans að miklu leyti kennt um, að sóknin náði ekki öllum þeim markmið- um, sem ákveðið var að keppa að. Sóknin var fram- hald á fyrstu stórsókn Suður Víetnama og Bandaríkja- manna í maí 1970, en þá tókst að eyðileggj a mikilvægar bækistöðvar Norður-Víetnama og Viet Cong, og mikið magn af vistum og vopnum var tek ið herfangi. Tri var almennt talinn herskáasti herforingi Suður-Víetnama, og þegar hann féll frá dró úr sóknar- þunganum. Tveir fréttamenn AP-frétta stofunnar hafa að loknum ferðalögum til vígstöðvanna og viðtölum við bandaríska og suður-víetnamska liðsfor- ingja, sem vilja ekki láta nafna sinna getið, birt niður- stöður af athugunum sínum á aðgerðunum, sem hafa staðið í þrjá mánuði, og fer frásögn þeirra hér á eftir. Upphaflega var ætlun Tris sú að gerð yrði hörð sókn um Chup-gúmmíplantekruna svo kölluðu, sem er 48 km frá landamærunum, og síðan yrði sveigt með leifturhraða í austur um birgðageymslu- svæði Norður-Víetnama í frumskógunum. Herlið Tris með brynvæddar sveitir í broddi fylkingar átti síðan að snúa hratt aftur og gera við varandi sókn um Chup-plant ekruna, sem er 75 fermílur að flatarmáli og sú hin stærsta í öllu Indó-Kína, en þar ex talið að 9. herfylki Norður- Víetnam og Viet Cong hafi aðalstöðvar sínar. Tri hafði einnig áformað leiftursókn áður en þurrka- tímanum lyki í júní suðaust ur á bóginn frá Chup-plant- ekrunni og koma á sambandi við liðssveitir, sem sæktu úr suðri. HIKANDI EFTIRMAÐUR Tveimur vikum eftir að aðgerðirnar hófust sendi Tri þyrlulið inn í bæinn Chilong 32 km suður af Kratie. Frá þsssu hefur áldrei verið skýrt áður, en þetta er það lengsta , sem Suður-Víetnamar hafa sótt inn í Kambódíu. Tri hafði talað um að sækja alla leið til Kratie til þess að rjúfa syðstu hluta Ho Chi Minh-slóðans, samtímis því sem aðrar suður-víetnamskar sveitir gerðu samhliða sókn inn í Laos gegn nyrðri hlut- um slóðans. í þess stað sneri Tri árásar liði sínu suður á bóginn til þess að sameinast tveimur ár ásarliðum, sem sóttu norður eftir frá Þjóðbraut 7. Liðs- sveitirnar áttu að sameinast á miðri leið og sækja austur af Dambe til einnar helztu birgðalTöðvar og bílamiðstöðv ar kommúnista, sem hafði aldrei áður orðið fyrir árás um. Seint í febrúar fóru árásar liðin þrjú að mæta harðri mótspyrnu, og sóknin atöðv- aðist. 24. febrúar var Tri á leið til Vígstöðvanna til þess Tri hershöfðingi að reyna að koma hersveit- um sínum á hreyfingu. Þyrla hans steyptist til jarðar skömmu eftir flugtak frá Framhald á bls. 19 ^%%%%%%%%%%%%%%%Ht%%%%%%%%%%%%%%%%%%& Borgarmál eftir Birgi Isl. Gunnarsson Athafnasvæðið í Kambódíu Til skamms tíma hefur útþensla borg- arinnar verið á samfelldu svæði vestan Elliðaáa. Hverfi tók við af hverfl og ekki glögg skil á milli, þótt greina megi nokikuð aildur borgarhverfanna eftir bygigingarlagi hvers tíma. En í heild myndar svæðið vestan Elliðaáa samfellda borgarbyg-gð án glöggra hverf ismarka. Á þessu varð veruleg breyting, þegar byggðin færðist austur fyrir Elliðaár. Með Árbæjarhverfi og Breiðholtshverfi mynduðust afimörkuð byggðasvæði, sem landfræðilega mynda sjálfstæða heild hvort um sig. Stærðarmunur verður reyndar verulegur á þessum hverfum, þegar þau verða fullbyggð, en í Árbæj ar og Seláshverfi er gert ráð fyrir um 6.000 manna bygigð, og í Breiðholts hverfi um 23.000 manna byggð. Við skipulagningu og uppbyggingu þessara hverfa þarf þvi að hafa i huga sérstöðu þeirra. Fjarlægðin frá öðrum borgarhverfum gerir það að verkum, að þau verða að vera sjálfum sér nóg um margs konar þjónustu í ríkara mæli en nauðsyn krefur í öðrum borgarhverf- um. Stærð Breiðholtshverfis mun þó í framtiðinni kalla á mun f jölþættari þjón ustu en unnt er að koma við í Árbæjar- hverfi, þótt í hinu síðarnefnda verði að sjálfsögðu að koma fyrir mun fleiri þjónustuþáttum eftir því sem íbúum fjölgar þar. Á s.l. vetri samþykkti borgarráð sam- kvæmt tillögu Jóneisar B. Jónssonar, fræðslustjóra, að skipa samstarfsnefnd ýmissa borgarstofinana, sem gerði ti'llög- ur um samræmingu á skipulagi og fram kvæmd við margvLslegar þjónustustofn anir, sem borgin þarf að hafa frum- kvæði að í Breiðholtshverfi. Tilgangur nefndarinnar er að leitast við að tengja nánar en fyrr hefur verið gert ýmsax stofnanir t.d. skóla, bókasöfn, barna- heimili, tómstundaheimili, iþróttaað stöðu, leiksvæði og elliheimiii. „Hefur það í för með sér sparnað í stofnkostn- aði, en fyrst og fremst aukið hagræði i rekstri, en jafnframt aukna þjónustu," eins og segir í tillögu fræðslustjóra. Nefndin hefur þegar byrjað störf og er gert ráð íyrir að hún ski'li áliti á næsta hausti, en þörfin fyrir ýmsar þjónustu- stofnanir vex nú óðum í Breiðholts- hverfi. Af þjónustustofnunum, sem nauðsyn- legt er talið að koma upp í hverfinu, má nefna eftirfarandi, en hafa ber í huga að hér er engan veginn um tæmandi upptalningu að ræða. Gert er ráð fyrir 4 skólum á skyldu námsstigi í Breiðholtshverfi. Þar af er einn i byggingu og annar (Fellaskóli) nær tilbúinn til útboðs. Talið er að með þessum fjórum skólum, verði fullnægt þörfinni fyrir skóla á barna- og ungl- ingastigi á þessu svæði. Þá hafði verið fyrirhugað, að þarna yrði staðsettur menntaskóli, en fræðsluráð hefur sett fram hugmynd um að reisa þarna til- raunaskóla, þ.e. alhliða framhaldsskóla, sem tæki við af skyldunámsstiginu og sá skóli ætti að geta útskrifað stúdenta, eða veitt nemendum færi á að Ijúka öðr- um prófum, sem tekin eru á svipuðu aldursstigi, t.d. í iðn- eða iðjuigreinum, tæknigreinum, verzlunarfræðum o.s.frv. Samkvæmt tillögu borgarfulltrúa Sjálf- stæðisflokksins, samþykkti borgarstjórn í ársbyrjun 1970 að vinna að þvi að koma slíkum skóla á stofn í Reykjavík. 1 heilbrigðismálum þarf að koma upp sérstakri þjónustu í Breiðholtshverfi. Heilsuverndarstöðin þarf að stofna úti- bú frá barnadeild og mæðradeild a.m.k. og gera þarf sérstakar ráðstafanir til að koma upp læknamiðstöð í hverfinu. Hefur heilbrigðismálaráð borgarinnar nú óskað eftir viðræðum við Sjúkrasam- lag Reykjavikur og Læknafélag Reykjavikur um á hvern hátt læknis- þjónustu verði bezt hagað í framtíðinni í hverfinu, og munu þær viðræður taka tii Árbæjarhverfis einnig. Iþróttaráð hefur rætt þarfir fyrir íþróttaaðstöðu i Breiðholtshverfi. Þar er fyrirhugað að reisa iþróttahús, sem þarf að hafa áhorfendasvæði. Ennfrem- ur en sundlaug nauðsynleg í hverfinu og þessi mannvirki þurfa að vera í tengslum við aðaliþróttasvæðið þar efra. Að auki er gert ráð fyrir sérstöku Iþróttasvæði fyrir hverfisfélag. Æskulýðsráð hefur haft með höndum athuganir á nauðsynlegu æskulýðs- starfi. Uppi eru hugmyndir um bygg- ingu æskulýðsmiðstöðvar auk þess, sem sköpuð verði aðstaða til æskulýðsstarfs i skólum hverfisins. Þá þarf að stuðla að því, að hin frjálsu æskuiýðsfélög, t.d. skátar og K.F.U.M. fái aðstöðu til f élagsst arfsemi. Margar fleiri nauðsynlegar stofnanir mætti nefna, t.d. á sviði félagsmála, en á því sviði er þörfin fyrir dagheimili og leikskóla brýnust. Þessar stofinanir, sem reisa þarf í ná- inni framtíð kala á mikið fjármagn, vafalaust hundruð miHjóna, sem ekki kemur annars staðar frá en úr vösum borgarbúa. Það er því mikilvægt að sam ræmi og gott skipulag sé við uppbygg- ingu þeirra.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.