Morgunblaðið - 15.05.1971, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 15.05.1971, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 15. MAÍ 1971 „Samningar um fiskveiðar við Færeyjar og Grænland erfiðastir44 — segir Nybae Andersen — markaðsmálaráðherra Dana FULLTRUI Dana á ráðherra fundi EFTA er Nybáe Ander- sen markaðsniálaráðherra og ræddi Mbl. stuttlega við hann nin það sem framnndan er h.já Dönum í sanmingaviðræð iinum við EBE. — Hvað er næsta skrefið hjá Dönum? — Það verður ráðherra- fundurinn í Genf 7. júní n.k. Á þeim fundi munum við taka fyrir helztu vandamálin, en þau varða fiskveiðarnar við Færeyjar og Grænland. Það er erfitt að segja fyrir um hvað kemur út úr þeim viðræðum, en við teljum ólík- legt, að við fáum lausn á þeim málum fyrr en Norð- menn hafa leyst sín vanda- mál varðandi fiskveiðarnar. . — Hvaða augum lítið þér á fundi Rippons í Brússel á þriðjudag og miðvikudag? — Ég er mjög ánægður með þann mikla árangur, sem þar náðist, en hann er ein- mitt það sem við höfum beð- ið eftir. Ég tel ástæðu til tais verðrar bjartsýni í ljósi þeirra samninga, sem þar náð ust. — Nú er endanlega ákveð ið að þjóðaratkvæðagreiðsla fari fram um málið í Dan- mörku. Viljið þér einhverju spá um þau úrslit? — í Danmörku hefur allt- af verið fyrir hendi meðal al- mennings meirihluti stuðn- ingsmanna inngöngu, og ég tel ekki að þar verði breyting á. Við göngum til þingkosn- inga í haust en síðan fer þjóð- aratkvæðagreiðslan fram að — Hvernig horfir nú í efna hagsmálum Dana. Ég tel að við séum nú á réttri leið út úr erfiðleikun- um. Hinn mikli greiðsluhalli á vöruskiptajöfnuðinum í s.l. mánuði gefur ekki rétta mynd af ástandinu, því að aprílmán- uður er yfirleitt lðlegasti mán uður ársins. Hin stranga launa- og verðstöðvun er nú að bera árangur, atvinnuleysi er ekkert og ég held að vöru skiptajöfnuðurinn muni lag- ast fljótlega með aukinni framleiðslu og útflutningi. Nyb&e Andersen. «... yiu ocu'm uu a ricuiueiosiu ug uinuinmgi. i>yoae anoer Finnar munu tryggja samkeppnisað- stöðu sína með samningum við EBE — segir Olavi J. Mattila ráðherra Finna OLAVI Johannes Mattila er utanríkisviðskiptaráðherra Finna og hefur gegnt þvi embætti um árabil. Hann er verkfræðingur að mennt og hefur unnið í þjónustu finnska ríkisins um 20 ára skeið og hefur mikla reynslu i milliríkjaviðskiptum; hefur m.a. verið viðskiptafulltrúi í sendiráðinu í Peking og Buen- os Aires. Mbl. spurði hann um áiit hans á samningum Breta við Efnahagsbandalag- ið. Mattila svaraði: — Ailt bendir nú til þess, að samningarnir gangi vel, en þrátt fyrir að Bretar gangi í Efnahagsbandalagið og Dan- ir og Norðmenn fylgi á eftir, trúi ég því ekki, að tollmúrar verði reistir i Vestur-Evrópu. Ég óttast það ekki. Stefna okkar Finna hlýtur að vera að auka viðskiptin við Sovét- ríkin og Bandaríkin — það er stefna okkar. — Haldið þér ekki að verzl- un F’inna við Vestur-Evrópu muni dragast saman — og því sé Finnum nauðsynlegt að tryggja hag sinn með aðild að bandalaginu. — Nei, ég held ekki að verzlun okkar muni dragast Olavi Johannes Mattila saman og Finnar stefna ekki að því að komast í Efnahags- bandalagið. Hið eina, sem við höfum áhuga á, er að tryggja samkeppnisaðstöðu okkar á markaði Vestur-Evrópu og það munum við gera með sér- samningum. - Teljið þér þá enga breyt- ingu verða á aðstöðu Finna? Eftir Brússelfundinn nú tel ég enga breytingu verða á aðstöðu okkar Finna. EFTA heldur áfram að vera til og þróunin á að sjálfsögðu eftir að skera úr um mörg atriði og framvindu mála. Ég er mjög bjartsýnn á framtíðina viðskiptalega séð og vonast eftir aukinni samvinnu innan EFTA við breyttar aðstæður, sagði Mattila að lokum. Vandinn að ákveða stöðu þeirra sem áfram verða í EFTA í YFÍRLÝSINGU ráðherra- fundar EFTA, sem gefin var út að loknum fundinum á há- degi í gær, fögnuðu ráðherr- arnir hversu vel hefur miðað í samnínga- og undirbúnings- viðræðum milli EFTA-land- anna og Efnahagsbandalags- ins frá þvi þeir komu síðast saman til fundar í nóvember sl. En þessa hagstæðu þróun telja ráðherrarnir í samræmi við meginmarkmið EFTA, sem er að efla samvinnu rikj- anna í Evrópu. Ráðherrarnii fögnuðu sérstaklega þeim um talsverða árangri, sem náðst hefur síðustu daga í viðræð- um Breta og Efnahagsbanda- lagsins. Þeir telja einnig, að undirbúningsviðræðurnar, er fram hafa farið síðustu mánuði milli EFTA-landanna, sem ekki æskja aðildar að EBE, og Efnahagsbandalags- ins, ættu að geta orðið grund- völiur væntanlegra samninga milii aðilanna. Ráðherrarnir létu i ljós þá skoðun, að nú hefði skapazt grundvöllur fyr ir lausn óleystra vandamála varðandi öll ElTA-iöndin. Þannig lýsa ráðherrarnir í stuttu máli afstöðu sinni til þeirrar þróunar, sem undan- farið hefur orðið í efnahags- legum samskiptum ríkjanna í Vestur-Evrói>u. Ráðherrarnir Virðast siður en svo harma þessa þróun, enda þótt hún hafi óhjákvæmilega í för með sér breytingu á samstarfi ríkja þeirra innan EFTA. Þeir telja þróunina þvert á móti i samræmi við megin- markmið samstarfs þeirra inn an EFTA, og nú virðast meiri likur fyrir því en nokkru sinni fyrr, að því markmiði verði unnt að ná. í yfirlýsingu sinni fjalla ráðherrarnir einnig um breytt viðhorf í innbyrðis samstarfi EFTA-ríkjanna. Þeir segja, að innan EFTA sé og verði unn- ið að því að finna lausn á þeim vandamálum, sem glima þarf við til að viðhalda þvi viðskiptafrelsi, sem þegar hef ur leitt af EFTA. Þeir feía fastaráði samtakanna að halda áfram að vinna að til- iögugerð um iausn þessara vandamála. Á blaðamannafundinum, sem forseti EFTA-ráðsins, Brugger, efnahagsmálaráð- herra Sviss, efndi til, þegar lokayfirlýsingin var kynnt, sagði hann, að vandamálin, sem leysa þyrfti, væru eink- um þrjú. í fyrsta lagi þyrfti að koma á skipulagi í sam- starfi Efnahagsbandalagsins og EFTA sem stofnana. í öðru lagi þyrfti að gera sér grein fyrir, hvernig samband- ið ætti að verða milli hinna tveggja hópa EFTA-landa, þ.e. þeirra, sem ganga í Efnahags bandalagið og þeirra, sem halda áfram i EFTA. Og i þriðja lagi þyrfti að ákveða, hver yrðu tengslin milli þeirra sex EFTA-landa, sem eftir verða í samtökunum, þegar Danmörk Noregur og Bret- land hafa - tengzt EBE. Að þessu verkefni verður unnið af fastaráði EFTA í Genf og munu einhverjar tillögur frá því vafalítið liiggja frammi á næsta ráðherrafundi EFTA, sem efnt verður til i Genf í nóvember n.k. í yfirlýsingu sinni ítreka ráðherrarnir, að þeir leggja á það ríka áherzlu, að stækk- un Efnahagsbandalagsins megi ekki verða til þess að eyðileggja viðskiptaírelsið inn an EFTA, og hér að framan er getið þeirra vandamála, sem þarf að hyggja að í þvi sam- bandi. Ráðherrarnir lýstu þvi einnig yfir, að æskilegt væri, að hvers konar samningar við Efnahagsbandalagið kæmu til framkvæmda á sama tíma. Svipuð skoðun hefur einnig komið fram hjá talsmönnum Efnahagsbandalagsins. En í þessu ætti þvi að felast, að þann 1. janúar 1973, þegar aðlögunartíma Breta er ætlað að hefjast samkvæmt núver- andi áætlunum, skuli aðrir samningar einnig koma til framkvæmda. Þó yrði e.t.v. einnig hugsanlegt að miöa við það tímamark, þegar aðlögun- artimanum lýkur. Hér að framan hefur verið getið helztu atriðanna úr yf irlýsingu ráðherrafundarins, þar sem fjallað er um sam vinnu ríkjanna í Vestur- Evrópu og tengsldn milli EFTA-landanna og Efnahags- bandMagsins, auk þess er í yfirlýsingunni fjallað þau einstöku mál önnur, sem rædd voru á fundinum, en þeirra verður ekki getið hér. Ljóst, er, að þau EFTA- lönd, sem sitja munu eftir i samtökunum, þegar Efnahags bandalagið stækkar eru stað- ráðin í því að halda áfram skipulagsbundnu samstarfi sínu innbyrðis, enda þótt þau leiti sérsamninga við Efna hagsbandalagið. Hitt er einn- ig ijóst, að samningar þeir, sem 011 EFTA-iöndin hafa þeg ar gert sín á milli munu ekki raskast, þótt einstök • land- anna gerist aðilar að EBE og gangi þvi úr EFTA sem stofn- un. Með tilliti til þessa alls hljóta menn að íhuga, hver væri staða Islands nú, ef land ið hefði ekki gerzt aðili að EFTA fyrir rúmu ári. I stuttu máli mætti segja, að við stæðum utangarðs og hefðum ekki hlotið þá mikils- verðu viðurkenningu á sér- stöðu okkar, sem við óneitan- lega fengum, þegar við gerð- urnst aðilar EFTA. Þau 8 Evr ópuríki, sem við þá sömdum við, munu standa við þá samn inga sína, enda þótt breyting verði á skipulaigsbundnu innra samstarfi þeirra. Aðstaða okk ar nú til að tryggja stöðu okkar i aukinni samvinnu Evrópuríkjanna á sama hátt og við gerðum með EFTA- samkomulagin u fyrir ári er mjög góð og henni má ekki spilia með skammsýnum sjón armiðum. Sókn í Kambódíu Saigon, 14. maí. AP. UM 5000 Suður-Vietnamskir hermenn hófu sókn á tveim stöðum, inn í austurhluta Kambódíu á miðvikudag. Þeir njóta stuðnings bandarískra flugvéla. Hersveitir þessar höfðu verið i varnarstöðu sið astliðinn mánuð, meðan end- urskipulagning fór fram eft- ir harða bardaga í öðru hér- aði. Tilgangurinn með sókn- inni er sagður að eyðileggja stjórn- og æfingarstöðvar í Kambódíu. — Egyptaland Framhald af bls. 1 reyndu að fyligja Mn.unni frá Moskvu. Sadat stafar þó tæp- lega hætta af óánægju Sovétríkj anna, því þau þora varla að hætta á aligera upplausn með þvi að beita sér gegn honum. Sadat hélt í dag útvarpsræðu sem stóð yfir í tæpar tvær klukkustundir, og þótti mörgum fréttamönnum hann tala heldur óskipuiega. Hann lýsti þvi meðal annars yfir að hann hefði sett Mohamed Fáwsi, fyrrum varnar málaráðherra í stofufangelsi, og sagði að fleiri hefðu verið hand- teknir. Hann nefndi þó ekki nö*n. Sadat k'lykkti út með því að segja að áður en langt um liði yrði gagnger breyting á stjórnunarkerfi Arabiska sam- bandslýðveldisins, með algerlega frjálsum kasninigum. t Útför föður okkar, SigurSar Stefánssonar, vígsltibiskiips, verður gerð frá Dómkirkjunni í Reykjavik laugardaginn 15. maí kl. 10.30. Rörnin.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.