Morgunblaðið - 15.05.1971, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 15.05.1971, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARÐAGUR 15. MAl 1971 — Minning Sigurður Framhald af bls. 15. Si'gurður Stefánssou réðst í guð fræðinám. Frá bernskuárum hreifst hann af helgi guðsþjón ustunnar, og einnig munu áhrif tfrá móður hans hafa valdið ’par nokkru um. Hann var frá bamæsku trúhneigður, og þar við bættist innileg samúð með mönnum og djúpur skilningur á tilfinningum og sáiarlífi þeirra, sem hann umgekkst. 1 Háskól- anum naut hann hinnar andríku kennslu Haralds Níelssonar, prófessors, hreifst af guðmóði hans víðsýni og frjálslyndi svo sem flestir lærisveinar hins mikla kennimanns. Hitt hefði ef til vill fremur mátti vekja undrun er hinn ungi reykvíski guðfræð- ingur var kosinn prestur með mikium glsesibrag norður í iandi, þar sem hann var engum kunnur áður. En þar komu til þeir kostir er síðan einkenndu kennimennsku hans og líf, ræðu snilld, fegurð í framkomu og embættisstörfum og ljúf- mennska í viðmóti. Fylgdi það honum alla ævi. Ég efast um, að ég hafi séð nokkurn prest framkvæma embættisgjörð fagur legar en síra Sigurður. Sameinað ist þar góð söngrödd, snjall ræðuflutningur og sérstakur þokki í öllum hreyfingum og til- vikum. Ræður sínar vandaði hann að öllu leyti bæði efni og mál. Kom þar til, að hann var gæddur eigi lítilli listagáfu, þótt ekki iðkaði hann skáldskap síð- an á skólaárum. Mér eru eink- um minnisstæðar nokkrar lík- ræður, er hann flutti yfir fólki mér nákomnu. Furðaði mig mjög hinn djúpi skilningur hans á þeim, er yfir var mælt, og var þar hvorki ofmælt né vanmælt. Líka sögu hygg ég flestir kunni að segja, sem til þekktu. Prófastur í Eyjafjarðar- prófastsdæmi var hann skip- aður 1953, og kjörinn vigslu- biskup í Hólabiskupsdæmi 1959 og vigður 30. ágúst það ár. Fóru honum hin ytri embættis- og umboðsstörf eigi verr úr hendi en prestsstarfið sjálft. En þótt síra Sigurður, eins og vænta mátti, helgaði prestsstarfinu meginkrafta sína fór því fjarri að hann drægi sig frá hinu daglega lífi. Þau hjón bjuggu góðu búi, og var hann framkvæmda- mikill um hvers konar umbætur. Hann tók mikinn þátt í félags- málum sveitar sinnar, var sýsiu nefndarmaður um ail langt skeið og átti þátt í flestum fram fara- og menninganmálum sveit ar og héraðs. Einnig tók hann mikinn þátt í félagsmálum prestastéttarinnar og var um skeið í stjóm og formaður Prestafélagsins í Hóiastifti. Síra Sigurður fékkst nokkuð við ritstörf, en eins og nærri má geta um störfum hlaðinn mann, urðu tómstundir til þeirra hluta færri en æskilegt hefði verið. Höfuðrit hans er ævisaga síra Jóns Þorlákssonar skálds á Bægisá. Lýsir hún næmum skiln ingi hans á söguhetjunni, og vakti ekki sizt athygli fyrir fág- aðan stíl. En þvi miður var hann tekinn að kenna vanheilsu, áður en bókinni var að fullu lok- ið. Fyrir nokkrum árum tók hann að kenna vanheilsu þeirr- ar, er nú hefir dregið til dauða. Hlaut hann að láta af embætti þess vegna og fluttist þá til Reykjavíkur. Nokkru síðar lézt kona hans, sem verið hafði hinn trausti förunautur hans og fé- lagi frá æskuárum. Þannig urðu síðustu æviárin sorgarsaga, en svo leika örlögin oss menn stundum. Og nú er saga hans öll. Síra Sigurði var létt að blanda geði við menn. Þegar á skólaárunum hændust félagarn- ir að honum, og alla ævi kunni hann manna bezt að vera glað- ur með glöðum, en einnig sá, er bezt kunni að mýkja sársauka og sorg, þegar svo bar undir. Birta, hlýja og fegurð voru ætíð förunautar hans, og bera hæst í minningunni i hug- um gamalla vina. Möðruvellir í Hörgárdal eiga mikla sögu og margbrotna. Fyrr og siðar hafa afbragðsmenn gert þar garðinn frægan. Sigurður Stefánsson, vígslubiskup er einn þeirra, sem aukið hafa hróður hins foma höfuðbóls. Steindór Steindórsson. frá Hlöðnm. Séra Sigurður Stefánsson, fyrrum vígslubiskup Hóla- stiftis, er látinn. Hann andaðist á Landspítalanum að kvöldi 8. þ.m. eftir langvarandi veikindastrið. Útför hans er gerð i dag. Þegar ég minnist þessa forn- vinar mins og andlegs læriföð- ur, leitar hugurinn nokkra ára- tugi aftur i tímann. Ég man, hve það vakti mikla athygli í sveit- inni minni fyrir norðan árið 1928, þegar þessi ungi og efni- legi prestur settist að á höfuð- bólinu Möðruvöllum í Hörgár- dal, þá nývígður þangað og nj'- kvæntur fallegri og mikilhæfri konu, Maríu Ágústsdóttur úr Reykjavík. Þessi ungu og glæsilegu presthjón áttu í sannleika eftir að setja svip á þetta byggðariag um langan ald ur og marka þar þau spor, er seint munu mást. — Það er mér á bams minni, þegar hinn ungi prestur kom í fyrsta sinn á heimili móður minnar til að húsvitja, hár og grannur, höfðinglegur í framkomu með virðulegan, en þó mildan alvörusvip. Ég hlaut að fyllast óttablandinni lotningu við að ÍKta slíkan mann. En hlýja hans og ljúfmannleg framkoma eyddi þeim ótta furðu fljótt, þeg ar hann lét mig, litinn dreng, lesa fyrir sig, eins og þá var venja við húsvitjanir. Þá óraði mig e’kki fyrir þvi, hve sönn og einlæg vinátta, sem aldrei bar skugga á, átti eftir að takast með móður minni og presthjón- unum ungu á Möðruvöllum. Ég minnist með þakklæfi fermingar undirbúningsstundanna hjá séra Sigurði, hversu hann lagði sig fram um af aivöru, festu og góðvild að innræta okkur ungl- ingunum trúna á Guð og allt hið göfuga og góða í lifinu. Ef til ,vill kunni ég þó ekki að meta þessa hluti þá svo sem síð- ar varð. — Hið sama má raunar segja um prestsstarf séra Sigurðar. Víst var hann mikill kirkjuhöfðimgi, ræðumaður góð- ur og raddmaður ágætur, enda hlaut hann að verðleikum ann- að virðulegasta embætti ís- lenzku kirkjunnar, vígslu- biskupsembættið. En það eru þó ekki þessir hlutir, sem mér eru minnisstæðastir. Ég held, að sú boðun kristinnar trúar og sið gæðis, sem hann túlkaði i dag- fari sínu, lífi og breytni hafi verið mér sterkari og áhrifarík- ari predikun en sú predikun, er hann flutti úr stóli kirkju sinn- ar, enda ég of umgur þá til að kunna að meta slika hluti rétti- lega. Þótt séra Sigurður sæti höf- uðbólið, Möðruvelli i Hörg- árdal, um áratugi svo til fyrirmyndar var í öllum grein- um, má þó ekki gleyma því, að kona hans, frú María Ágústs- dóttir, þessi fallega og tígulega kona, með höfðingsbrag og reisn í framkomu og fasi, setti ekki síður svip sinn á þennan fornfræga stað en- maður henn- ar. Hún var ekki allra. En hún var í sannleika vinur vina sinna. Ég var þeirrar gæfu að- njótandi að vera einn í þeirra hópi. Minningarnar frá Möðru- völlum, æskuminningar mín- ar frá þeim stundum, er ég dvaldi á heimili þessara góðu og göfugu hjóna í hópi ungra barna þeirra og annarra ung- menna á þessu stóra höfuðbóli eru einhverjar þær dýrmætustu, sem ég á frá löngu liðnum ár- um. Við hjónin þökkum af hjarta þessum látnu vinum okkar, og við erum þakklát fyrir það að eiga börnin þeirra, sem svo marga mannkosti hafa tekið að erfð frá góðum foreldrum, að vinum. Allir, sem þekktu séra Sigurð Stefánsson, vigslubiskup, minn- ast þess með hve fágætum hætti hann sameinaði í persónu sinni, annars vegar alvöru og virðu- leik, hins vegar góðvild og göfugmennsku. Okkur, vin- um hans, var hann ógleymanleg ur persónuleiki. Mikill kirkju- höfðingi og góður maður er genginn. Slí’kra manna er gott að minnast á kveðjustund og atlar stundir. Guðm. Guðmundsson. Á skólaárum mínum á Akur- eyri sá ég sr. Sigurð Stefánsson fyrst. Þá var hann prestur á Möðruvöllum og í blóma lifsins, glæsimenni, teinréttur og spengi legur, virðulegur i fasi, en þó gat brugðið fyrir á andiiti hans glettnislegu brosi. Á þessum ár- um þekkti ég sr. Sigurð aðeins í sjón, ég vissi að hann var einn af góðvinum föður mins, sem hann mat mjög mikils. Siðar lágu leiðir okkar saman er ég fékk veitingu fyrir Siglu- fjarðarprestakalli, þá var sr. Sig urður orðinn prófastur i Eyja- fjarðarprófastsdasmi. Ógleymanleg verður mér sú stund er hann setti mig inn í hið nýja embætti. Ræðumennska hans var glæsileg, og föðurum- hyggja hans hlý fyrir hinum unga presti. Flokkadrættir höfðu orðið nokkrir við prestskosn- ingarnar, en missætti allt hlaut að hjaðna, sem snær fyrir sólu, við orð hans. Frá þeirri stundu vorum við knýttir vináttu- böndum. — Hann var ætið kær- kominn gestur á heimili minu, og það var gleðidagur á Hvanneyri, er þau prófastshjónin, frú Maria Ágústsdóttir og sr. Sigurður komu. Og gott var að sækja þau heim á Möðruvöllum, höfðings- bragur á öHu enda bæði með höfðingslund. Ég minnist röggsamlegrar og ágætrar stjómar hans á héraðs- fundum í Eyjafjarðarprófasts- dæmi. Fundir þeásir voru mjög vel sóttir og reyndi sr. Sigurður að haida þá sem víðast í prófasts dæminu og mæltist það mjlög vel fyrir. Sérstaklega er mér minnis stæður héraðsifundur sem haid- inn var síðsumars úti í Grímsey, og stóð hann yfir a.m.k. tvo daga og gistu fundarmenn allir í eynni og hlutu frábærar mót- tökur eyjarskeggja. Óvenju mik ill samhugur ríkti á þessum fundi, bróðurleg eining leikra og lærðra. Ógleymanleg voru hin skuggsælu kvöld, litla, fagra kirkjan uppljómuð í kvöldhúm- inu, þangað lá leiðin til um- ræðna og bænahalds, þar var gott að vera undir handleiðslu og hirðstjórn sr. Sigurðar. Það var sólbjartur og fagur dagur er sr. Sigurður Stefáns- son hlaut biskupsvígslu i hinni fornhelgu dómkirkju á Hólum. Sú stund var eflaust hátindur- inn í lífi hans. Þá samfögnuðum við vinir hans honum og með mikiHi sæmd gegndi hann hinu veglega embætti meðan kraftar leyfðu. En brátt tók að halla undan fæti, skuggana bar yfir. Sjúk- dómur óvenju erfiður herjaðí, líkaminn stirnaði og hið þrótt- mikia og fagra málfar var smátt og smátt á burtu tekið, hirðis- raust hans hljómaði ekki meir. Um líkt leyti var eiginkona hans, frú Maríci, burtköiiuð at þessum heimi. Hinn góði og dyggi lifs- förunautur frá honum tekinn er hann þurfti hennar mest með. Það varð honum þungbært að horfa henni á bak. Siðan dvin- aði heilsa, sjúkrahúsvist — löng og erfið eldraun, sem börn hans og margir aðrir reyndu að létta, en þá eldraun varð hann þó fyrst og fremst að ganga í gegn um einn og óstuddur. Það gerði hann sem sönn hetja, það er mér vel kunnugt um. Hann reyndi hlutskipti Jobs og hefði eflaust getað með hon- um sagt: Fyrst vér höfum þegið hið góða af Guði, ættum vér einnig að taka hinu vonda. Ég kveð þennan góða leiðtoga minn og kæra vin, með mikiHi þökk frá mér og konu minni, og við vottum samúð börnum hans og öðrum ástvinum. Ragnar Fjalar Lárusson. Tilboð óskast í nokkrar fólksbifreiðar er verða sýndar að Grensásvegi 9 miðvikudaginn 19. maí kl. 12—3. Tilboðin verða opnuð í skrifstofu vorri kl. 5. SÖLUNEFND VARNARLIÐSEIGNA. Hestar Vil kaupa þæga tamda hesta og hryssur 4ra—11 vetra, þurfa að hafa tölt. Verð 20—30 þúsund. Einnig ótamdar hryssur. Upplýsingar í síma 13334 kl. 9—10 f.h. og 83939 kl. 7—8 á kvöldin. — Á sunnudag aðeins í sima 83939. Laxveiðimenn Samningur um veiðileyfi í Svartá í A-Hún. fellur úr gildi í sept. n.k. Þessvegna hefur stjórn „Veiðifél. Blanda ákveðið að bjóða ána út til leigu árið 1972, en fleiri ára samningur getur komið til greina. Við ána er nýtt og vandað veiðimannahús með tilheyrandi húsgögnum og búnaði. Allar nánari upplýsingar veitir undirritaður formaður veiðifé- lagsins og tilboðum sé skilað til hans fyrr 15. júní n.k. Réttur er áskilinn til að taka hvaða tilboði sem er, eða hafna öllum. F. h. stjórnar „Veiðifél. Blanda" Höllustöðum 8. maí 1971 Pétur Pétursson. AÐALFUNDUR Hjúkrunarfélags islands verður haldinn í Domus Medica 5. og 6. júni n.k. Fundarefni: 5. júní: Venjuleg aðalfundarstörf. 6. júní: Eríndi og umræður. & Frummælendur Kjell-Henrik Henriksen gestur frá Norska hjúkrunarfélaginu: >. Störf trúnaðarmanna á stofnunum. Ingibjörg Magnúsdóttir forstöðukona Starfssvið hjúkrunarkvenna. Nánar tilkynnt í bréfi til félagsmanna. STJÓRNIN. H júkrunarfélag Islands Verzlun úti ú londi óskar eftir vörum í umboðssölu, helzt fatnaði. Tilboð sendist Morgunbl., merkt: „1908 — 7451“ fyrir 20. þ. m. Til sölu Citroén 1971 D5 21 Pallas Til sýnis í Sigtiini 3, símar 85840 og 85841. L.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.