Morgunblaðið - 15.05.1971, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 15.05.1971, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 15. MAl 1971 15 Síra Sigurður Stefánsson vígslu- biskup - Minning KVEÐJA FRÁ PRESTA- FÉLAGI HÓLASTIFTIS Þegar séra Sigurður Stefána- son, vígslubiskup er kvaddur í hinzta sinn, er hljótt um byggð ir Eyjafjarðar og Norðurlands. Söknuður ríkir í hópi vina og starfsbræðra, þegar hann er all ur. Bjartar minningar vaka og leiða hugann til liðnu daganna, þegar hann gekk fram í starfi sínu, heílsuhraustur, hjartan- lega glaður og virðulegur, eins og hann jafnan var í lífi og starfi. Séra Sigurður Stefánsson var kosinn formaður Prestafélags hins forna Hólastiftis haustið 1958, og því starfi gegndi hann til sumarsins 1968, en þá var hann kjörinn heiðursforseti í virðingar- og þakkarskyni fyrir ailt, sem hann hafði unnið að félagsmálum og kirkjulegri þjón ustu á löngum starfsferli. Til Möðruvalla vígðist hann 1928, prófastur varð hann í Eyjafjarð- arprófastsdæmi 1953 og vígslu- biskup í Hólastifti hinu forna 1959. Bæði sem prófastur og vigslubiskup heimsótti séra Sig- urður margar kirkjur á Norður landi og var hvarvetna mikill aufúsugestur. Þrjár kirkjur í Hólastifti vígði hann: Efra-Núps kirkju, Grenivíkurkirkju og Reykjahlíðarkirkju. í kirkju sem utan var hann vinsæll og tók fullan þátt í gleði fólksins og sorgum. Séra Sigurður Stefánsson vann embættisstörf sín þannig, að þau gleymast ekki. Hann lýsti þeim með trúarhita, kærleik og virðuleik, sem hann átti í rík- um mæli. Störfin vandaði hann af kostgæfni, mál hans var fág að og fagurt og framsetningin á hrifamikil. Ég man þau lofsam legu orð, sem fyrirrennari hans í vígslubiskupsembætti, séra Frið rik J. Rafnar hafði um séra Sig- urð, hve gott og öruggt væri að fela ,honum störfin, því að frá hans hendi væri hvert verk vandað og óbrigðult. Hinn langvarandi og erfiði sjúkdómur varð þess valdandi, að séra Sigurður Stefánsson varð að draga sig í hlé fyrir aldur fram. Það var þung raun fyrir hann svo mikinn og ágæt an starfsmann, og sjónarsviptir þegar hann fór. — Sjúkdóminn bar hann með karlmennsku, æðruleysi og trúartrausti, sem eigi gat dulizt, er gengið var að sjúkrabeði hans. Þessi seinasta ganga hans með sjúkdómskross- inn minnir mig á þessi orð úr erfiljóði, sem vinur hans Davið Stefánsson frá Fagraskógi orti, og flutt voru í Möðruvalla- kirkju: Og guðageislar skína í gegn um skýin dökk og bak við heita harma er hjartans ást og þökk. Með virðingu og þökk flyt ég hiriztú kveðju til séra Sigurðar Stefánssonar, vígslubiskups, frá Prestafélagi Hólastiftis. Guð bléssi minningu hans og frú Mar íti Ágústsdóttur. Guð huggi og blessi börn þeirra og ástvini. Pétur Sigurgeirsson. : Síra Sigurður Stefánsson, fyrr verandi vigslubiskup Hólastiftis hins forna, var fæddur 10. nóv- ernber árið 1903 að Bjargi við Skerja.fjörð, og voru foreldrar hans hjónin Stefán Hannesson, ættaður af Hvalfjarðarströnd, og Guðrún Matthíasdóttir frá Ft>ssá 1 Kjós. Ólst Sigurður upp við Skerjafjörð, en móðir hans fluttist þaustið 1913 til miðWuta Reykjavikur og hóf veitingasölu váð Traðarkotssund — vist að- adlega til að geta kostað son sinn, Sigurð, til langskóianáms -j- og þar var heimili hans iMl skóla- og háskólaárin. 1 Menntaskólanum lenti Sigurður í ágætum bekk — svo sem marka má af þvi, að meðal sambekkinga hans, sem fóru í guðfræðideild Háskóla folands, voru sira Helgi heitinn Konráðs son, sira Björn Magnússon próf- essor, síra Jakob Jónsson dr. theol., síra Benjamín Krist- jánsson, Sigfús heitinn Sigur- hjartarson, síra Jón Ólafsson í Holti, sira Kristinn Stefánsson, síra Þormóður heitinn Sigurðs- son frá Yztafelii, Þórarinn Þór- arinsson seinna skólastjóri á Eiðum og sira Jón Auðuns dóm- prófastur, —- svo að ég nefni aðeins þá sem mér koma í hug umhugsunarlaust. Flestir þess- ara guðfræðistúdenta stofnuðu svo ásamt örfáum öðrum, lítið eitt eldri, mánaðarrit um trúrnál er þeir nefndU „Strauma", og var það yfirleitt mjög fjörlega skrifað og vakti athygli hvar- vetna um landið. Meðal þessara ungu áhugamanna var Sigurður Stefánsson. Einnig gerðist það á stúdentsárum hans, að hann — ásamt Benjamín Kristjánssyni — fór í stúdentaskiptum til Kaup- mannahafnarháskóla og voru þar missiris tíma. Þeir félagar voru svo heppnir að hljóta vist á heimili rithöfundarins Aage Meyer Benedictsens, fjöl- menntaðs ágætis manns og Is- landsvinar. Kostnaður af öliu þessu vðr lítiil. Sumarið eftir dvaldist Sigurður um tveggja mánaða tíma í Þýzkalandi til frekari kynningar á guð- fræði og kirkjulífi annarra pró- testantískra þjóða. Guðfræðiprófið tók svo Sig- urður við Háskóla Islands í febr úar 1928, með 1. einkunn. Hann vigðist til Möðruvalla i Hörgár- dal 13. maí sama ár og kvænt- ist 19. sama mánaðar bekkjar- systur sinni, Maríu, dóttur Ágústs Jósefssonar heilbrigð- isfulltrúa Reykjavíkur. Þau fluttust þá þegar til Möðruvalla, og þar voru þau alla prests- skapartíð síra Sigurðar — til ársins 1965, er hann lét af emb ætti vegna þeirrar vatv heiísu sem nú hefur dregið hann til dauða, 67 ára að aldri. Þá fluttust þau hjónin til Reykja- víkur og áttu þar heima siðan. Prófastur Eyjafjarðar-próf- astsdæmis var síra Sigurður ár- in 1954-64, og vígslubiskup Hóla stiftis hins forna varð hann ár- ið 1959, en sagði þvi embætti af sér áratug seinna. Bægisár- prestakall bættist við Möðru- valla-prestakall árið 1941. Auk framangreindra embætta voru síra Sigurði, eins og geng- ur, fcdin ýmis trúnaðarstörf, kirkjulegs og stéttarlegs eðlis. Veigamest þeirra var, að árið 1960 var hauin, að tillögu bisk- ups, skipaður, annar tveggja présta, í fjögurra manna nefnd til að kynna sér -ástand prests- setranna í landinu og gera til- lögur um framtíðarskipan prests setursmála. Ferðaðist sira Sig- urður víðs vegar um landið, þess ara erinda, og skilaði nefndin greinargerð og tillögum. For maður Prestafélags Hóla- stiftis hins foma varð síra Sigurður sjálfkrafa um leið og hann varð vígslubiskup. Síra Sigurður stundaði bú- skap á Möðruvöllum alla sína prestsskapartíð — hamhleypa við útiverk — og bjó lengi vel stórt, en dró úr bústærðinni á seinni árum, enda jukust þá heldur unmsvif hans á öðrum sviðum. Hánn sléttaði allt hið mikla tún sitt og færði það mjög út. Úthús jarðarinnar voru öll endurreist á hans tíma þar. Ibúðarhúsið brann haustið 1937, og var þá að sjálfsögðu nýtt hús reist, en það var, að frum- kvæði sha Sigurðar, stækkað árið 1950. 1 félagsmál — auk hinna kirkjulegu — lagði sira Sigurður mikið verk. Sýslu- nefndarmaður Arnarness- hrepps var hann frá árinu 1950 unz hann fluttist frá Möðru- völlum. Formaður fræðsluráðs Eyjaf jarðarsýslu frá árinu 1948. Hann átti mikinn þátt í stofnun og stjórn sjúkrasamlags svæðisins; var formaður í Slysa varnafélagsdeildinni og fulltrúi hennar á landsfundum. Ennfrem ur átti síra Sigurður sæti í stjórn Skógræktarfélags Ey firðinga. Simastöðvarstjóri byggðarlagsins — o.s.frv. — Síra Sigurður var félagi í Akur- eyrarstúku Frimúrarareglunnar. Hann var sæmdur riddara- krossi Fálkaorðunnar. Síra Sigurður unni hvers kon- ar islenzkum fræðum og ís- lenzkri tungu — var nokkur fag- urkeri. Sjálfur skrifaði hann bók, þar sem þessi sjónarmið samein- uðust ást hans á svæði presta- kalls sins — bókina um síra Jón Þorláksson á Bægisá og skáldskap hans. Varð síra Sigurður að leggja hart að sér til að koma þvi verki af, því að þá var heilsan biluð. Með árinu 1961, veiktist síra Sigurður, og náði hann aldrei fullri heilsu aftur. Fáum árum seinna var hann orðinn óvinnu- fær að mestu, og var það þessi sjúkdómur sem dró hann til dauða. Frú María hafði andazt árið 1968, og eftir það var sira Sigurður ýmist í sjúkrahúsi eða hressingarhæli. Hann andaðist 8. þessa mánaðar á Landspítal- anum. Það mátti heita að lifið léki við sira Sigurð — unz það sneri alveg við blaðinu, er hann átti eftir ólifaðan einn áratug. Slík umskipti myndu öllum mjög örð ug — ekki sízt lífrikum manni. En trúin hélt honum uppi — trúin og óbilandi ástríki konu hans og barna þeirra. Það mun með fádaamum, að maður lifi svo lengi svo illa farinn til heilsu. En aldrei heyrði ég hann mæla æðruorð — þegar hann mátti mæla. Og þegar ég heimsótti hann, tæpri viku fyrir andlát hans, og hann hafði rétt staðið af sér ofsalegt áhlaup dauðans, Skrifstofustúlka óskast til starfa sem fyrst við vélabókhald, vélritun o. fl. Umsóknir ásamt uppl. um aldur, menntun og fyrri störf sendist afgr. Mbl. fyrir 18. þ.m. merkt: „4191". var hann nýrakaður, með styrka stillingu í tilliti, horfðist ítrek- að í augu við mig svo lengi sem ég sjálfur vúldi og tók fast í hönd mína. Þar var maður, sem gert hafði upp alla reiknimga. Síra Sigurður var maður hár vexti og grannur, með stillta reisn og virðulega þótt fjörmik- il'l ákafamaður væri, tilfinninga ríkur og næmur — alla leið inn í hið dularfulla; röddin hljóm- mikil og fögur, Með öðrum orð- um: upplagður prestur — því að hann var trúaður alla ævi, frá blautu barnsbeini, svo er móður hans fyrir þakkandi. Hann var líka áhrifamikill í messuflutn- ingi '— og við jarðarfarir — — raunar hvers konar prests- störf, og vinsæll meðal sóknar- barna sinna að sama skapi. Orð- sending, sem ég fékk frá Þór Þorsteinssyni, bónda og kirkju- haldara á Bakka í Öxnadal, er, hefði ég haldið, trúverð- ugur vitnisburður þessa. Hann segir: „Mér er ljúft að minnast kynna minna af séra Sigurði á Möðruvöl'lum. Þau eru öll á einn veg. Yfir öllum hans emb- ættisverkum hvildi virðulegur hátiðleiki, sem snart alla við- stadda, enda vel virtur af sókn- arbörnunum. Þá var hann ekki siðri utan kirkju: skemmtilegur og góður félagi. Ég á margar góðar minningar um hann, sem ég mun aldrei gleyma, — konu hans og börn.“ „Undir þetta tök um við öll, hér á Bakka,“ bætti dóttir Þórs, Ólöf, við, en hún flutti mér símleiðis orð föður síns, sem orðinn er heyrnardauf- ur. Börn þeirra vígslubiskups- hjónanna eru (eftir aldri talin): Sigrún (húsfreyja í Reykjavík), Bjöm Uögregluþjónn í Reykja- vík), Ágúst (sóknarprestur í Ólafsvík) og Rannveig (flug- freyja og húsmóðir í Reykja- vík). Ég minnist telpu á fermingar- aldri sumarið áður en ég fór I guðfræðideild Háskóla Is- lands, 1918. Hún var bæði fríð, vel vaxin og sköruleg. Hún átti oft leið þar fram hjá sem ég átti þá heima. Tveimur — þrem- ur árum seinna fór ég að taka eftir unglingspilti, háum, grönnum og sérkennilegum — mér fannst eitthvað listamanns- legt við hann. Svo er það einn góðan veðurdag, að ég kynntist þessum pilti. Hann trúði mér fyrir því, að hann elskaði þessa fögru stúlku, sem reyndist vera bekkjarsystir hans. Nokkru seinna voru þau trúlofuð — og Iifðu siðan, er ástæður leyfðu, saman í ástríku hjónabandi, unz dauðinn tók fyrir samvist- ir þeirra þessa heims. „Gerið yður vini,“ sagðd Jesús, „til þess að þeir taki á móti yður i hinar eilífu tjald- búðir!“ Ég ber lifandi von' í brjósti um, að þessi tvö hafi nú endursameinazt —-. á enn full- komnari hátt en verða mátti hér í heimi. Og segja mætti mér, að fágætur næmleiki sira Sigurðar — því að þetta voru þau María og Sigurður — hafi átt þátt i því fagra öryggi, sem lýsti af honum, er ég heim- sótti hann nokkrum dögum áð- ur en hann dó — lýsti af honum er hann, að sínu leyti, var eins og rúst eftir loftárás. Björn O. Björnsson. Enn er skarð höggvið í hóp skólabræðra og fornvina. Eng- um gat þó á óvart komið andlát síra Sigurðar Stefáns sonar, vanheilsa hans var orðin löng, og dauðinn hvlld frá þján- ingum og inngangur að nýju lífi og starfi. Sira Sigurður fæddist 10. nóvember að Bjargi við Skerja- fjörð. Foreldrar hans voru Stefán Hannesson og Guðrún Matthiasdóttir. Ólst hann að mestu upp undir handleiðslu móður sinnar, sem var mikilhæf kona og varð syni sínum ómet- anleg stoð andlega og efnalega. Hann lauk stúdentsprófi úr Menntaskólanum í Reykjavík 1924 og háskólaprófi í guðfræði 1928. Var hann skömmu síðar kosinn prestur til Möðru- valla í Hörgárdal og tók hann vígslu 13. maí 1928. Nokkrum dögum síðar kvæntist hann bekkjarsystur sinni Mariu Ágústsdóttur, heilbrigðisfull- trúa Jósefssonar. Fluttust þau þá þegar norður og reistu bú á hálfu hinu forna höfuðbóli, þar sem þau bjuggu síðan við mMa reisn um tvo áratugi. Það var engin tilviljun, að Framhald á bls. 18. MELAVÖLLUR Á völlinn nú töltið og takið á, trimmið það skaðar engan. í dag kl. 14 leika Ármann — Valur Mótanefnd. Fiskiskip til sölu Til sölu er 50 tonna tréskip með sérstaklega hagkvæmum greiðsluskilmálum. Einnig 38 tonna bátur jsem er í endurbygg- ingu og verður tilbúnn í nóvember 1971. Til sölu eru 6, 7, 11, 22, 55 tonna tréskip. Hef aðila sem vill kaupa stálfiskiskip yfir 100 rúmlestir. ÞORFINNUR EGILSSON, héraðsdómslögmaður, Austurstræti 14, sími 21920. Heimasími 24617.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.