Morgunblaðið - 24.01.1973, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 24.01.1973, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 24. JANÚAR 1973 , HAMFARIRNAR I VESTMANNAEYJUM Þorlákshafnarafrekið Svipmyndir frá móttökunni á V estmannaey ingum Sigrurbjörn Pálsson (dökkklæddur) kemur með hvolpinn í fangrinu frá borði, en hann hafði haldið á honum alla leið milli Eyja ogr iands. „Við áttum iíka kött en hann urðum við að skilja eftir,“ sagði hann. Pétur Guðjónsson og Lilja í Kirkjubæ á hafnarbakkanum í Þorlákshöfn. „Svo fórum við að athuga þetta betur og þá reyndist eldhafið eiginlega við bæjardyrnar hjá okkur,“ sagði Lilja. „Ég held að við getum verið nokkuð ánægðir með hvernig til tókst. Hingað til Þorlákshafnar hafa komið milli 70 og 80 bát- ar með þorra Eyjaskegrgja og þetta hefur allt gengið vel,“ sagði Jón Guðmundsson, yfirlög regluþjónn á Selfossi þeg- ar Morgunblaðið hafði samband við liann í Þorlákshöfn síðdegis í gær. Þá taldi Jón, að flestir bátarnir væru komnir til hafnar með fólkið úr Vestmannaeyjum. Á Jóni mæddi hvað mest yf- irumsjón með móttökustarfinu í Þorlákshöfn, þar sem bátarnir komu með fólkið og hjálpfúsar hendur biðu til að aðstoða það í lamd og koma því í lamgferðabíl- Aðkomumaðurinn i Eyjum, Stefán Jasonarson beið eftir flugfari en varð að fara með skipi eins og aðrir: „Og þegar flotinn var kominn á haf út var engu líkara en að líta yf- ir borgarhverfi,“ sagði hann. ana sem óku því til Reykjavík- ur. „Ég vil taka það fram,“ sagði Jón ennfremur, „að Vestmanna- eyingarnir sýndu aðdáunarvert rólyndi og ekki sköpuðust nein vandræði þegar komið var að bryggjunni. Þar voru líka margir til að taka á móti þeirn, allir hjálpuðust að og lögðust á eitt svo þetta gæti gengið sem hraðast fyrir sig.“ Jón var fyrstur til Þorláks- hafnar ásamt 6 lögreglumönnum frá Selfossi, og litlu síðar bætt- ust fleiri löggæzlumenn þaðan í hópinn. Síðan komu hjálparsveit ir skáta og björgunarsveitir, sem Jón kvaðst ekki kunna að nefna, hvaðan æva að og þá skipulagt í stórum dráttum hvernig móttökunni skyldi hag- að. Skátar og björgunarsveitir voru tilbúin að taka á móti hverju skipi, sem lagðist að Ungir Vestmannaeyingar stíga í land af Arnari, fyrsta skipinu sem kom til Þorlákshafnar. Pétur Guðjónsson iengst til ha gri sagði við komuna: „Nei, maður varð ekki hræddur Iield- ur aðallega ruglaður, já, alveg ringlaður." lega vel að koma fólkinu í bíl- ana og áleiðis til Reykjavíkur. Verður það raunar að teljast af- rek, þegar þess er gætt að allt upp í 400 manns voru með sum- um skipunum. Ekki má heldur gleyma hlut skipstjóranna á skipunum í þessu afreki, sem unnið var í Þorlákshöfn í gærmorgun. „Þeir voru sérstaklega þægilegir," sagði Jón Guðmundsson. „Þeir höfðu fengið fyrinmæli um að liggja aðeins við bryggjuna með- an verið var að koma fólkinu frá borði, og þeir stóðu svo sann arlega við það. Satt að segja var undravert hversu fljótir þeir voru allir saman að losa hr.yggjuplássið, þegar fólkið var komið í land.“ Stundum voru aililt upp í 10 skip i einu að „manú era“, eins og skipstjórarnir kalla það, i höfninni, og sleiktu þá skipin oft og tíðum borð- stokkana hvert á öðru. Jón sagðist ekki vita til þess, að nein teljandi óhöpp hefðu orð ið í öllum þessum önnum, og yrði slíkt að teljast mikið mildi. Hann sagði, að það hefði að vísu vak- ið nokkra óánægju, þegar lög- Framh. á bls. 23 bryggju. Óðar voru nokkr- ir menn komnir um borð til að aðsboða fólkið í land og gæta þess að enginn félli milii skips og bryggju, og á hafnarbakkan- um biðu aðrir og tóku á móti fólkinu þar. Getur undirritaður borið um, að þetta voru fum- lausar aðfarir, enda gekk ótrú- Högpii Sigurðsson sagði við komuna: „Annað verður ekki sagt en bæjarbúar hafi tekið þessu með mikilli stillingu.“ Guðfinna Ólafsdóttir ætlaði til Seifoss með syni sína þrjá, tvíburana Ólaf og Stefán og Kjartan sem varð sex ára þennan dag. „Heldur ömurleg ur afmælisdagur það,“ sagði móðir hans. Erlendur Stefáns son bóndi hennar varð hins veg- ar eftir í Eyjum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.