Morgunblaðið - 24.01.1973, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 24.01.1973, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 24. JANÚAR 1973 Hringt eftír midncetti M.G.EBERHART SAGAIM — Það voru mín. En þeir eru nú búnir að fá þau. — Af hverju tóku þeir ekki fingraför af þér? — Það veit ég ekki, en lík- lega hef ég verið í herberg- in<u mínu og . . . ungi lögreglu- þjónninn ekki séð mig. En það er svo sem sair.a. Þeir hafa þá ekki fundið byssuna. — Mér vkanlega hafa þeir ekkert f'.indið. Hann leit snöggt í kringum sig í forstofunni og hvísiaði: — Segðu lögreglunni ekki frá því, að ég hafi hringt tiil þin og gefið þér gjafir. Þeir gætu látið sér detta eitt og ann- að í hug. . . — Ég veit það. Ég skal ekki gera það. Cal var líka búinn að vara mig við því. — En vitanlega veiztu, að mér var alvara með hvert orð, sem ég sagði við þig i gær, rétt áður en þú fórst? Hann var bæði þreytulegur og aðlaðandi sólbrennt andlit- ið og breiðar herðarnar og augnaráðið biðjandi. Hún hafði næstum sagt: Já, auðvitað trúði ég þér. En í sitað þess sagði hún: — Vertu ekki að tala um þetta núna, Pétur. -— En ég þarfnast þín einmitt núna! Elskarðu mig ekki leng- ur Jenny? — Jú, vitanlega geri ég það, flýtti hún sér að segja. — Ég hef aldrei hætt þvi. En við verð um bara að bíða og vera viss i þetta sinn. — Ég hef verið viss. . .H&nn þagnaði þegar Cal kom hlaup- andi niður stigann. Hann staðnæmdist hjá þeim og var dálítið vandræðalegur. -— Þið trúið þvi kannski ekki, en hún er setzt að í herbergi Fioru. Hefur lögreglan lokið við að athuga það, Pétur? — Já, líklega. Þeir tóku allar þessar myndir. . . þarna um nótt ina. Og þeir eru búnir að leita hátt og lágt. Þeir hljóta að hafa lokið sér af. Cal strauk ennið, eins og við- utan. Jenny hafði aldrei áður séð hann verða orðlausan. Hún heimtaði að sjá herbergi Fioru. Ég sýndi henni það og hún svip aðist um og sagði svo, að héma ætlaði hún að vera. Hún fann farangurinn sinn í gestaherberg inu, og svo lét hún mig drasla honum öllum inn i herbergi Fi- oru, og svo fór hún að opna gluggana og sagðisf mundu finna línskápinn sjálif og það seinasta, sem ég sá til hennar var, að hún var að gægjast inn í búningsherbergið og opna þar alla skápa. - Nú, jæja, það er allt í lagi sagði Pétur. Skartgripir Fi- oru eru allir í járnskápnum. Ó! Hann leit fram hjá Jenny og Cal og sagði: — Nú, þama er Parenti aftur. Og það stóð heima, Parenti stóð í dyrunum og leit til þeirra. — Jæja, við erum að fara, hr. Vleedam, sagði hann. — Ég vildi bara segja hr. Calendar og ung- frú . . . frú Vleedam, að mér þætti vænt um að þau vildu vera hérna í nótt. Hér i húsinu. — Sjálfsagt. Parenti var eitt- hvað skrítinn á svipinn. — Til hvers? — Bara sem greiða við mig. sagði Parenti, ísmeygilega. — Auk þess er réttarhaldið í fyrramálið. Ég hef líka beð- ið ungfrú Blanche Fair að vera hér um kyrrt. Þakka ykkur fyr- ir. Hann sneri sér við og gekk út um fordyrnar, og eftir andar- tak heyrðu þau lögreglubílinn fara af stað. Cal sagði ekkert, en var hugsi. Pétur sagði: Það var gott. Ég þyldi ekki að vera hér einn. Jenny sagði: — Það er eins gott að biðja Rósu um að hafa til mat handa okkur öllum. En hún þarf að fá ein- hverja hjálp. Þau fundu Rósu í eldhúsinu. Blanche var þar fyrir, og gat gert sér til um erindi Jennyar. — Ég er búin að segja Rósu af þessu, og hún heldur, að hún komist yfir það hjálpar- laust. En til hvers vill þessi mað ur láta okkur vera hér kyrr. Ég hef ekki einu sinni tannbursta með mér. Rósa spurði hikandi, hvort kaldur kvöldverður gæti nægt. Blanche lyfti augnabrúnunum, en kinkaði kolli. — Já, vitanlega er það nóg, Rósa. Ég skal hjálpa þér. — Já, vitanlega ratar þú hérna um, sagði Blanche og gekk út. Henni fannst hálfundarlegt að vera hér á ferli í eldhúsinu, sem hún þekkti svo vel, en var þó svo framandi í sinni núverandi mynd. Jenny varð ósjálfrátt hugsað til kvöldverðanna, sem hún hafði útbúið handa Pétri, og hann sat og hallaði sér aftur á bak í eldhússtólnum með glas í hendi og hló með henni. Oft höfðu þau borðað við spilaborð ið, sem þau settu fyrir framan p ninn í bókastofunni, og fleygðu bitum í Skipper, sem hoppaði kring um þau með fram lappirnar á lofti. Henni duttu líka í hug, eins og svo oft áður, allar helgarn- ar þegar Blanche og Fiora höfðu verið þarna, og gist annað hvort hjá þeim eða hjá Art Furby, í litla húsinu í mílu fjarlægð. Þá hafði Jenny ekki haft neina hug- mynd um fyrirætlanir Fioru. Hún hafði enga hugmynd um eitt eða neitt. En hún vildi ekki hugsa um þetta núna. Hún var að þvo kál og Rósa var að ná í diska úr búrinu, þegar Cal kom inn. — Get ég nokkuð hjálpað? — Nei, við erum búnar. Mig langar til að sjá Skipper, Cal. Cal fór með henni út um bak- dyrnar. Þau voru á leiðinni eft- ir stígnum að bilskúrnum og garðyrkjumannshúsinu, þeg- ar hann sagði lágt: — Parenti vill ekki eiga neitt á hættu. Það datt mér líka í hug. Hann skil- ur eftir einn lögregluþjón hér í nótt, og mig grunar, að sá hafi skipanir um að hafa sérstaklega auga með þér. Og ég þykist viss um, að Parenti hafi trúað okkur og þess vegna vilji hann hafa okkur hérna. Hann vill ekki stofna lífi þínu í neina hættu. Parenti er góður maður. Jenny sagði: — Það get- ur ekkert komið fyrir mig héma. En svo datt henni í hug, að á ýmsu hafði nú gengið upp á síðkastið. Cal sagði: — Það er langt fram að kvöldmat. Við skulum ná í hundinn og ganga dálítið, áð- ur en hann fer að rigna. 13. kafli. Hundurinn heyrði þau koma. Hann var inni í girðingu bak við húsið og tók að gelta, er hann heyrði fótatak þeirra á mal arstígnum. — Auðvitað man hann ekki eft ir mér, sagði Jenny, en vonaði samt að hann gerði það. — Hann var nú bara hvolpur, sagði Cal, sem vissi, hvað henni bjó í huga og vildi búa hana undir vonbrigðin. En Skipper mundi eftir henni. Hann snarstanzaði, þegar hún kom að girðingunni og horfði fast á hana með uppsperrt eyru. Hann snuggaði, urraði og gekk svo varlega til hennar. Þegar hún nefndi nafn hans stökk hann upp og tókst að sleikja á henni hökuna. Ungur maður kom upp stíginn að baki þeim og bauð góðan dag, kurteis, en þó öruggur með sjálfan sig. Hann var dökkur yf irlitum með sterklega handleggi fram úr skyrtuermunum, í upp- lituðum bláum gallabuxum og horfði nú á þau eins og hikandi. -— Við ætluðum að fara að hleypa hundinum út, Victor, sagði Cal. — Það er allt í lagi, sagði Victor. Hann virtist þekkja Jenny, því að hann sagði: — Það er rétt eins og hann þekki ungfrú . . . ég á við frú Vleed- am. Svo hleypti hann Skipper út. Jenny lagðist á hné og var næst um rokin um koll fyrir bragðið og fann tár í augum sér, þegar hún faðmaði hundinn, sem gat ekki leynt gleði sinni. — Jæja, farðu ekki að gráta yfir þessu, sagði Cal hégómlega og brosti til hennar. — Ég hef saknað hans svo mikið. Jenny reis á fætur. — Er það í lagi, að við tökum hann með okkur? spurði hún Victor. — Já, það held ég. En hleypið þið honum bara ekki inn í hús- ið. Frú Vleedam vill ekki . . . æ! . . . Hann varð vandræða- legur á svipinn. — Æ, ég gleymdi . . . — Við skulum skila honum aft ur, sagði Cal, ákveðið. — Komdu, Jenny. Hundurinn hljóp í loftköstum í kringum þau. Þau gengu niður eftir vellin- um og að sjógarðinum. Himininn og sundið höfðu aftur fengið sinn gráa lit, en nú óhugnan- í þýðingu Páts Skúlasonar. lega stáigráan, og mávamir höm uðust og rifust, því að nú var fjara og rétti tíminn til skel- fisksveiða. Jenny staðnæmd- ist við garðinn og horfði heim að húsinu. Gluggarnir í herbergi Fioru voru opnir og gluggatjöld in bærðust ekkert í logninu. — Um hvað ertu að hugsa? sagði Cal. — Húsið er einhvern veginn öðru vísi. Ekki eins og ég man eftir þvi. Og samt er það auð- vitað sama húsið. Cal horfði á húsið, hugsi. — Kannski ert þú bara orðin breytt sagði hann hressiiega. — Fólk breytist án þess að vita af því sjálft. — Og að mér sýnist húsið öðruvísi þess vegna? Cal yppti öxlum. — Fegurðin er í auga sjáandans. Nú er ég far- inn að tala eins og Blanche. — Hún er nú þama. Og Art. Þau gengu fram hjá sjógarð- inum og létu eins og þau væru ekki saman, enda þótt ekki væri nema skref á milli þeirra. Ekki töluðust þau við. Jenny sagði: — Ég hélt alltaf, að þau væru svo miklir vinir. Meira að segja hélt ég, að . . . En mér hefur sjálfsagt skjátlazt. — Já, það héldu nú allir, sagði Cal snöggt. — Þegar konan hans féll frá, hélt ég, að þau ætluðu að gera samband sitt löglegt. — Ég held ekki, að neitt hafi verið til að gera löglegt, sagði Jenny dræmt. Cal var sýnilega skemmt. — Hvers vegna ekki? — Blanche er ekki þannig gerð, það er allt og sumt. Cal sagði, hugsi: — Það er erf itt að ímynda sér það. En hins vegar hefði ég haldið, að Blanche gæti gengið að ástar- ævintýri á sama hátt og hún gengur frá bréfi. Eða ég ætti kannski heldur að segja: lesið bréf fyrir, síðan hún hækk aði svona í tigninni. Og það bréf yrði ákveðið og metorðagjamt, en varfærið. Jenny hló. Þú átt við róman- tískt, sagði hún háðslega. velvakandi Velvakandi svarar í sima 10100 frá mánudegi til föstudags kl. 14—15. • „Maður, líttu þér nær“ Jónas Jónsson, Brekknakoti, skrifar, en bréfið er nokkuð stytt. „Víða sést það og heyrist, að mönnum, flokkum og þjóðum ógni Og ofbjóði aðfarir Banda- ríkjanna í Vietnam. og er það eðlilegt. Það er því líkt, að þama væru vitfirringar að verki, og þá ekki síður þeir, sem vestra sitja og stjóma að- gerðum. Loftárásir til evðilegg ingar lifi, gróðri og hvers kyns verðmætum, verða að teljast með verstu glæpaverkum gjör- spilltrar veraldar. En við verðum að fá sannar fregnir frá báðum aðilum, ef tveir eigast við, og ekki láta sefjast af áróðri og pólitík. Mun þessara atriða gætt. í sam bandi við átökin í Vietnam? Mjög hefur verið á orði haft, að árásir séu gerðar á skóla og sjúkrahús, svo og flóðgarða, þar sem hundruð þúsunda búa á lægra landi við dauð- ans hættu ef garður bil- ar. Þama, í stórborgum, eru sjálfsagt hundruð, — og e.t.v. þúsundir — í mörgum skólum og sjúkrahúsum. Og þó er í fréttum sagt, að lokinni 12 daga stórsókn Bandarikja- manna í desember síðastliðnum, að drepnir hafi verið rúmlega 1300 manns og álíka margir slasaðir! Það er sannarlega vel sloppið, ef sannar eru fyrri frásagnir um árásarþunga. Og hvemig eru aðfarir þeirra norðanmanna í S.-Víetnam? Lít ið er frá þeim sagt, enda neita þeir alveg, að nokkrir ner- menn frá þeim séu þar syðra, og neita jafnvel að taka við 100 stríðsföngum, sem þeir sunnanmenn vilja skilja! Á s.l. vori hafði Nixon lil- kynnt mikla og reglubundná fækkun Bandaríkjahermanna í Víetnam, með ákveðinni stefnu að friði. En þá hófu þeir norð- anmenn stórfellda sókn suður yfir hlutlausa beltið! Hvað gerðist þá í S.—Víetnam? Var nokkuð mikið um það talað á okkar landi? En ákvörð- un Nixons um fækkun varð nú öllu erfiðari í framkvæmd, og dró mjög úr friðarlíkum. Og á hinn bóginn kemur svo þessi mikla sprengjuárás Nixons nú í des., einmitt, þegar alheimur vænti friðar, alveg á næstunni! Já, eru ekki aðfarimar fráleit ar á báða bóga. og þarna, í báð um tilvikum verið að reyna að styrkja sína aðstöðu við samn- ingaborðið? • Stóridóntur smáþjóðar í f jarlægð En Islendingar eru of fljót- ir til að kveða upp „stóradóm". Og sumir áfellast svo Bandarik in í heild eftir vafasömum frétt um, og telja fráleitt, að þetta sé vinaþjóð Islendinga, segja jafnvel I fjölmiðlum, að engin þjóð hafi reynzt Islendingum verr! En hér er ekki við „þjóð- ina“ að sakast, og hún hefur oft gert vel við okkur, og er þvi eðlilega talin vinaþjóð okk ar, þótt við finnum og viður- kennum, að ráðamenn hennar, sumir, virðast búa yfir mikilli grimmd, eða takmarkaðri dóm- greind. En lítum okkur nær. 1 okk- ar hugþekka, litla írlandi virð ist grimmdin og fávizkan í bar- áttunni líka i hámarki, eins og eystra. Sem dæmi má taka, þeg- ar öflugri sprengju er kastað inn í sal, fullan af saklausu fólki, eða þar sem fólk er vak- ið upp í heimahúsum, dregið út, pyntað og drepið! En þar er pólitíkin okkur ekki jafnklár, svo að við látum það alveg af- skiptalaust! Og hjá okkur sjálfum, er þar nokkuð að? Áfengi og eiturlyf eru flutt inn í landið, viljandi og óviljandi, og látið í té, m.a. bömum og unglingum! Og þar eru enn hættulegri sprengjur á ferð, en þær, sem féllu í Víet- nam! • Safnið fé til varnar versta óvini þjóðarinnar Fyrir skömmu safnaðist i Há- skólabíói mikill fjöldi fólks, sem með orðum og fégjöfum vildi bæta hag N.—Víetnama. Það skai ekki lastað. En ætti ekki enn frekar þessi stóri sal ur að fyllast af Islendingum af öllum flokkum og stéttum, fólki, sem af eldheitum áhuga og með sterkum rökum réðist gegn þessum eiturlyfjum í okk ar litla þjóðfélagi? Og ætti þar ekki að safnast margföld upp- hæðin, sem send var til Víet- nam, og þeirri fúlgu varið til varnar þessum verstu fjendum þjóðar okkar nú? En þetta láta flestir sig litlu skipta, þótt þeir hópist, hrópi og glápi út i heim! „Maður, líttu þér nær". Hér er lífsnauð syn þjóðinni að hafizt sé handa, safnað liði, og hendur látnar standa fram úr ermum, í baráttunni við mesta vandann — verstu fjendurna! Sektir við sönnuðum brotum í sambandi við áfengi og eitur- lyf, ættu að hundraðfaldast — í sumum tilvikum. Engum ætti lengur að sýnast þar lík- legur gróðavegur, þótt samvizk an væri sofandi og bannaði ekki öll slík viðskipti. Brekknakoti. 12. jan. 1973. Jónas Jónsson". • Hver safnar brúðuin? Bréf hefur borizt frá írskri kennslukonu, sem safnar brúð- um frá ýmsum þjóðlöndum. Hún segir, að sér hafi ekki tekizt að ná í íslenzka brúðu á þjóð- búningi. Brid Cassidy, en svo heitir konan, vill þess vegna komast í samband við íslenzkan brúðu safnara, sem sendi henni brúðu og fengi í staðinn eina á írsk- um búningi. Hafi einhver áhuga, þá er nafn og heimilisfang: Brid Cassidy, „Shenandoáh", 14, Ardross Avenue, Carrickmackross, Co. Monaghan, Ireland.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.